Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is Fréttir berast enn af fólki sem finnst á lífi eftir jarð- skjálftann sem reið yfir Nepal á laugardag. Staðfest er að 5.582 hafi látist en hugsanlegt er að talan gæti orðið um 10 þúsund. Í gær fannst 15 ára drengur á lífi í húsarústum í Katmandú. Það sem varð honum til lífs var að hann drakk vatn sem hann vatt af föt- um sínum og gat nærst á smjöri. Í gær var einnig kona dregin úr blokkarrústum en hún lá þar föst milli þriggja látinna manna. Vonin lifir því enn í brjósti björgunarfólks. AFP Vonarneistinn glæðist í Nepal Tíu pakistanskir karlmenn sem reyndu að myrða nóbelsverðlauna- hafann Malölu Yousafzai árið 2012 hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Dómstóll í norðvesturhluta Pakist- ans kvað upp dóminn í gær. Lögreglan hafði sagt að skærulið- inn Ataullah Khan, sem er 23 ára gamall, væri viðriðinn árásina en hann var ekki á lista yfir þá 10 menn sem voru dæmdir. Malala var á leið sinni í skólann með skólabíl þegar hún var skotin í höfuðið en tvær vinkonur hennar særðust einnig í árásinni. Áður hafði hún tjáð sig opinberlega um mikil- vægi menntunar stúlkna þrátt fyrir að vera þá einungis á unglingsaldri. Malala Yousafzai hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 2014 fyrir bar- áttu sína fyrir menntun kvenna í Pakistan. Hún er nú 17 ára gömul og býr í Birmingham í Bretlandi ásamt fjölskyldu sinni. Tíu hlutu lífstíðar- fangelsi  Dæmdir fyrir árás- ina á Malölu árið 2012 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ef friðargæsluliðar verða fundnir sekir um að hafa nauðgað munaðar- lausum og sveltandi börnum í Mið- Afríkulýðveldinu þá „verður engin miskunn sýnd,“ sagði Francois Hol- lande, forseti Frakklands, við fjöl- miðla þegar hann var í heimsókn í borginni Brest í norðvesturhluta Frakklands í gær. 14 franskir friðar- gæsluliðar eru sakaðir um að hafa beitt níu til 13 ára gömul börn kyn- ferðisofbeldi. Sagt upp eftir leka Sænskur yfirmaður hjá friðar- gæslusveitum Sameinuðu þjóðanna, Anders Kompass, lak skýrslu, sem byggist á framburði drengja sem lýsa ofbeldinu, til franskra stjórnvalda. Í kjölfarið var honum vikið frá störfum þar sem hann er grunaður um lekann en ástæðan er sú að honum gramdist aðgerðaleysi SÞ í málum sem varða ofbeldi gagnvart börnum í Mið-Afr- íkulýðveldinu. Þessu greindi Guardi- an frá í vikunni en blaðið er með skýrsluna undir höndum og fékk hana frá samtökunum Aids Free World, en þau krefjast þess að sjálf- stæð rannsókn fari fram á því hvern- ig SÞ taka á málum tengdum kyn- ferðisofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Ofbeldið á að hafa átt sér stað í fyrra þegar friðargæslusveit á veg- um SÞ var þar. Yfirmenn mannrétt- indaskrifstofu SÞ í Genf fengu skýrsluna í hendur síðasta sumar. Í henni kemur fram frásögn sex drengja, sem sumir eru munaðar- lausir, þar sem þeir lýsa marghátt- uðu ofbeldi, svo sem nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi af hálfu franskra hermanna á tímabilinu des- ember 2013 til júní 2014. Ofbeldið fór fram í miðstöð fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín, á M’Poko flugvelli í höfuðborginni, Bangui. Franska varnarmálaráðuneytið neitar því að það reyni að breiða yfir yfirvofandi hneyksli vegna skýrslu SÞ. Rannsókn hafi farið strax af stað í ágúst sl. þegar frönsk lögregla var send til höfuðborgarinnar Bangui. „Það er enginn vilji fyrir því að breiða yfir þetta en við erum að fara yfir gögnin,“ sagði Pierre Bayle, talsmað- ur varnarmálaráðuneytisins, við AFP. Hann bætti við að fara yrði var- lega þar sem um alvarlegar ásakanir væri að ræða, sem enn hefðu ekki verið sannaðar. Ef ásakanirnar reynast réttar þá mun þetta ekki eingöngu hafa gríðar- legar afleiðingar fyrir franska her- menn heldur einnig fyrir landið sjálft, að sögn David Smith fyrrver- andi friðargæsluliða og sérfræðings í málefnum Mið-Afríkulýðveldisins. Hann bendir ennfremur á að heilt yfir hafi franskir friðargæsluliðar verið hjálpsamir og fyrir þeirra til- stuðlan þá hafi verið hægt að halda flugvellinum opnum. Það þýðir að hægt hefur verið að koma nauðsyn- legum lyfjum, mat og öðru til lands- ins. Róstusamt hefur verið í landinu um árabil og þúsundir manna hafa látið lífið vegna átaka milli kristinna og múslima. Ekki í fyrsta skipti Þetta er ekki í fyrsta skipti sem SÞ eru sakaðar um að bregðast ekki við ásökunum um að friðargæsluliðar hafi beitt börn og aðra borgara kyn- ferðisofbeldi í þeim löndum þar sem þeir hafa starfað. Guardian greinir frá því að samkvæmt annarri innan- hússskýrslu, sem blaðið hefur undir höndum steðji mikil hætta að starf- semi SÞ vegna kynferðislegrar mis- notkunar friðargæsluliða á borgur- um alls staðar í heiminum. Í þessari sömu skýrslu segir að SÞ hafi ekki brugðist við ásökunum um kynferðis- ofbeldi sem friðargæsluliðar í Haítí, Líberíu og Búrúndí hafi beitt. Þá hafi 85% af öllum ásökunum um kynferði- ofbeldi friðargæsluliða átt sér stað í Kongó, Haítí, Líberíu og Suður-Súd- an. Mun ekki sýna neina miskunn  14 franskir friðargæsluliðar bendlaðir við barnaníð í Mið-Afríkulýðveldinu AFP Óöld Franskir friðargæsluliðar. Boko Haram hélt gíslum sínum við grimmilegar aðstæður í Sam- bisafrumskóginum í Nígeríu. Í vik- unni tókst nígeríska hernum að bjarga um 500 stúlkum og konum úr haldi hryðjuverkasamtakanna. „Hverjar sem þær eru þá er það mikilvægasta að þær hafa nú verið frelsaðar,“ sagði talsmaður varnar- málaráðuneytisins. Mögulegt er tal- ið að skólastúlkur sem Boko Haram rændi fyrir rúmu ári séu í hópi þeirra sem tókst að frelsa. Nígeríski herinn bindur miklar vonir við að fleiri stúlkur og konur verði frelsaðar á næstu dögum. 500 konur frelsaðar frá Boko Haram NÍGERÍA Calbuco-eld- fjallið í suður- hluta Síle gaus á ný í gær. Um 20 km gosmökk lagði upp af fjall- inu. „Eins og spáð var þá hófst gosið aftur í þriðja sinn á stuttum tíma í Calbuco-eld- fjallinu. Rauð hætta.“ Þetta skrifaði Jarð- fræðistofnunin í Síle á Twitter-síðu sína í gær, AFP greindi frá. Í síðustu viku gaus eldfjallið í tví- gang. Þá þurftu yfir sex þúsund íbú- ar í nágrenninu að yfirgefa heimili sitt en flug raskaðist töluvert. Calbuco-eldfjallið bærir á sér enn á ný Gosmökkur upp af Calbuco. SÍLE Talið er verðmæti rúmlega þriggja tonna af kókaíni sem fundust um borð í skipi í Aberdeen í Skotlandi í vikunni sé rúmlega 100 milljarðar íslenskra króna eða um 500 millj- ónir punda. Þetta er stærsti ein- staki eiturlyfjafundur og líklega sá verðmætasti í sögu Bretlands. Níu menn hafa verið handteknir og eru í gæsluvarðhaldi til 5. maí nk. og hafa allir verið ákærðir fyrir fíkniefnainnflutning. Þeir eru allir tyrkneskir og á aldrinum 26 til 63 ára. „Rannsóknin á skipinu hefur verið vandlega skipulögð og sér- fræðingar hafa unnið við ákaflega erfiðar aðstæður,“ sagði John McGowan, aðalrannsakandi bresku lögreglunnar, við BBC. Verðmætasti kók- aínsmyglfarmurinn BRETLAND Skip Þrjú tonn af kókaíni voru um borð. Að minnsta kosti 200 Sómalar fór- ust í sjóslysi við stendur Líbíu fyrr í mán- uðinum. Stjórn- völd staðfestu þessa tölu. Talið var í fyrstu að fjöldinn hefði verið rúmlega 750 en einungis 28 lifðu af. Ef svo hefði verið hefði þetta verið mannskæðasta sjóslys flóttafólks við Miðjarðarhafið. Leiðtogar í Evrópu hafa fullyrt að fé til björgunaraðgerða við Mið- jarðarhafið verði þrefaldað á næstu árum. SÓMALÍA Minnst 200 Sómal- ar fórust í sjóslysinu Sjóslys eru tíð á Miðjarðarhafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.