Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Launþegar þessa lands bera ekki ábyrgð á því efna- hagshruni sem varð fyrir sex árum en urðu verr úti en okk- ar nágrannaþjóðir vegna mikillar áhættusækni og skuldsetningar ís- lenskra banka og við- skiptajöfra. Þegar Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland fór landinn út í búð og keypti sér lopa og sneri sér að ýmsum heimilisiðnaði til að jafna út kaupmáttarskerðinguna sem fólst í hruni krónunnar. Landinn sneri sér samsagt að uppruna sín- um og tók til við ýmiss konar handverk í anda baðstofunnar. Bland.is blómstrar sem og alls konar síður sem selja notaðar vörur og það er auðvitað mjög gott að við sóum minna og end- urnýtum alls konar hluti. En núna sex árum síðar þegar sem betur fer ýmis ytri skilyrði hafa verið okkur hagstæð og fyrirtæki og þjónustugreinar eru að rétta vel úr kútnum er kominn tími til að stíga föst og örugg skref í þá átt að launþegar fái til baka þá skerðingu sem þeir urðu fyrir við hrun og að laun þeirra batni í sam- ræmi við bætta af- komu fyrirtækja og ríkissjóðs. Það svigrúm sem er til staðar til hækk- unar launa án þess að verðbólga fari á flug á að nýta til þess að hækka neðri þrep launastigans til þess að bæta kjör þess hóps sem verst varð úti í hruninu. Þessu mark- miði má auðveldlega ná með krónutöluhækkunum sem stig- lækka upp launastigann og ógna þannig ekki verðbólgumarkmiðum og stöðugleika. Og þessu þarf síð- an að fylgja eftir með bættri framleiðni og skipulagningu en þar er verk að vinna í okkar sam- félagi. Krafa launþega er að þeir fái sanngjarnan hlut þeirrar arðsemi sem þeir eiga þátt í að skapa og að samningsaðilar muni nú eftir þeim hópi sem einna helst tók á sig auknar byrðar í hruninu. Baðstofutímabilið er liðið á Íslandi Eftir Helgu Ingólfsdóttur » Það svigrúm sem er til staðar til hækk- unar launa án þess að verðbólga fari á flug á að nýta til þess að hækka neðri þrep launa- stigans. Helga Ingólfsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði og stjórnarmaður í VR. Með fjölgun þjóð- arinnar og auknum lífs- gæðum fjölgar og þeim sem gamlir verða. Við verðum að horfast í augu við að svona er staðan og forðast ekki þá staðreynd, eins og kettir heitan graut, að tala aldraðra tvöfaldast á næstu 30 árum og að menn verða gamlir og lúnir í lífsstritinu og geta sumir hverjir þá ekki lengur búið að sínu og verið með sínum og þurfa því að vistast á hjúkrunarheimilum eða öðrum sjúkra- stofnunum. Stjórn og fjársýsla hjúkr- unarheimilla er miðuð við neyð og líkn nú til dags. Dvalarheimili eru ekki lengur í boði og vistunarmatsnefndir hafa þröngt svigrúm. Það er ótrúleg mismunun að allir fá ókeypis sjúkra- húsvist nema aldraðir, og það eftir að dvalarheimilisvist var lögð niður. Hér og nú er ekki staður né stund til að nefna margar tölur, en margir sjúkir og aldr- aðir greiða um 400 þús- und krónur í dvalargjöld á mánuði. Kostnaður á rými er um milljón krónur á mánuði. Stofn- kostnaður rýma er rúm- lega 33 milljónir króna. Á næstu áratugum þarf að byggja 3.000 rými sem kosta um 100 millj- arða króna, samkvæmt 75 m² rýmiskröfum, sé rýmiskrafan lækkuð í 45 m² kostar uppbyggingin 50 milljarða króna. Ofgnóttarstefna má ekki leiða okkur í öngstræti og skort. Bygging hjúkrunarheimila og viðtengdra þjón- ustuíbúða er ekkert þjóðfélagslegt vandamál. Það er viðfangsefni sem verður leysa miðað við þarfir. Hjúkr- unarheimili eru góðar og þarfar stofn- anir, en í guðanna bænum, þau eru bara venjuleg sjúkrahús en eiga ekki að vera nein dekurheimili. Þau eru tákn mannlegrar umhyggju fyrir þá sem gefið hafa lífsþrek sitt í framvindu menningar og lífsgæða þjóðarinnar. Þar eru unnin göfug verk sem aldrei verða fullþökkuð. En fyrir þá um- hyggju á gamlinginn ekki að greiða sérstaklega frekar en aðrir sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda. Lausn á vandamáli hins andlega dauða ellinnar er, að efla hið innra líf í brjósti hinna fullorðnu, vekja logann í fylgsnum hugsunar til nýs lífs. Það er að bæta lífi við árin. Fólk á bæði að fara í and- legan og líkamlegan göngutúr dag hvern. Þá myndi gamli unglingurinn ekki horfa með kvíða til elliáranna og viska ellinnar væri í hávegum höfð, er enginn væri vetur andlegs dauða, heldur eilíft haust vaxtar og uppskeru til dánardægurs. Kostnaðarstaðreyndir Milljónir 27 fm einbýli m. fylgihlutum 31 20% hlutdeild í samnotasvæði 9 Rekstur pr. mán. 1 Kostnaður pr. rými 41 Stofnkostnaður 200 rýma er því 8,2 milljarðar. Til minnis fyrir þá sem ekki vilja muna er vesturálma Borgarspítala byggð fyrir fjármagn úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra. Verðmæti þess húss er vart undir fjórum milljörðum króna og ekki vantar svalirnar til þess að gamlingjarnir geti sólað sig. Okkur sárlega vantar þetta hús fyrir rúmlega 150 aldraða og sjúka höfuðborgarbúa. Að lokum þetta, þið Landspítalafólk eigið að muna og skilja að öldungurinn hefur sömu réttindi og aðrir þjóð- félagsþegnar og hættið þessu meið- andi röfli um að aldraðir séu fyrirstaða á vitrænum rekstri Landspítalans, ef einhver er vandinn er hann í sjálfinu ykkar. Við verðum að klára gelgjuna Eftir Erling Garðar Jónasson » Til minnis fyrir þá sem ekki vilja muna er vesturálma Borg- arspítala byggð fyrir fjármagn úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra. Erling Garðar Jónasson Höfundur er formaður Samtaka aldraðra. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift - með morgunkaffinu ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Kaupauki Gjafapoki fylgirvið kaup á tveimur bollum Björt, litaglöð lína fyrir kaffielskendur ESPRESSO bollalínan • Postulínsbollar 100 ml • Uppþvottavéla- og örbylgjuvænir • Einfaldir og þægilegir Fæst í stærri Hagkaups verslunum www.danco.is Heildsöludreifing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.