Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósettskálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður. SVIÐSLJÓS Brynja D. Guðmundsdóttir brynjadogg@mbl.is Vigfús Bjarni Albertsson sjúkra- húsprestur veit um mörg dæmi þess að barn sem hefur misst annað for- eldri sitt missi jafnframt tengsl við upprunafjölskyldu. Hann segir nokkra þætti geta verið að baki. Stundum sé um að ræða sorgar- viðbrögð en sumt fólk dragi sig í hlé í vanmætti sínum eftir andlát; óunnin mál í fjölskyldum og gamlar deilur í tengslum við skilnað geta líka valdið þessu en einnig kemur stundum upp sú staða fljótlega eftir missi að eftir- lifandi foreldri stofnar til nýs sam- bands sem verður í forgangi. „Svona staða einskorðast ekki við fráskilda foreldra,“ segir Vigfús. Ósk deyjandi foreldra Vigfús segir bæði geta verið um að ræða vangetu hjá öfum og ömmum og foreldrum sjálfum. „Fullorðna fólkið ræður ekki við að bera ábyrgð á þess- um tengslum, þetta getur verið á báða bóga en það er gríðarlega mik- ilvægt að varðveita rétt barns til að vera í tengslum við uppruna- fjölskyldu sína. Ég er með nokkur dæmi í huganum þar sem deyjandi foreldri hefur óskað sérstaklega að passað verði að barn verði áfram í tengslum við sína fjölskyldu og maður hefur séð það virt að vettugi. Þetta er ekki algengt en þetta gerist.“ Stund- um semur fólk um umgengni fyrir andlát, slíkt samkomulag er sjaldnast virt að vettugi svo Vigfús viti til. Hann hefur oft átt slík samtöl við fjöl- skyldur áður en foreldri deyr og legg- ur áherslu á mikilvægi þess að sam- komulag sé unnið sem sameiginleg fjölskylduvinna í aðdragandanum. „Þegar barn verður fyrir svona áfalli og sorg rofna tengsl og við reynum að laga heilsu þeirra með því að bæta tengsl.“ Rannsókn að hefjast Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduráðgjafi, er í forsvari fyrir rannsókn um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris. Í rann- sókninni verður staðan hérlendis yfir- farin og þjónustan, sem veitt er, borin saman við þjónustuna á Norður- löndum. Sigrún segir Noreg standa einna fremst á þessu sviði. Þar hafi já- kvæðri umræðu verið haldið uppi um mikilvægi þess að gæta tengsla barns við ættingja sína. Þar starfa teymi sérfræðinga við að styðja og fræða aðstandendur um sorgarferli barna vegna missis og hvernig best sé að að- stoða barnið í þeim aðstæðum. Íslensk teymi þarf að efla Á Landspítalanum starfar teymi presta og sérfræðinga en Sigrún telur að umfang aðstoðarinnar mætti auka. Telur hún einnig mikilvægt að grunn- skólakennarar séu betur þjálfaðir til að geta ráðið við og jafnvel leiðbeint foreldrum um hvernig heppilegast sé að styðja barn og vernda eftir missi foreldris eða annars ástvinar. Jón Bjarnason, fyrrverandi ráð- herra og alþingismaður, er einn hvatamanna að þessu rannsókn- arverkefni. Eftir lát dóttur sinnar upplifði hann hversu mikilvægt það er að viðhalda föstum tengslum við ungan dótturson. Jón segir reglu- bundin tengsl auka öryggi hjá barninu. „Barn upplifir oft nándina við tilvist hins látna foreldris í gegn- um áframhaldandi fast samband við ættingja, ekki síst afa og ömmu og systkini þess látna. Þetta fasta sam- band í góðu samkomulagi er barninu og öllum aðstandendum þess mjög dýrmætt,“ segir Jón. Sigrún leggur áherslu á að stöð- ugleika í lífi barnsins sé ekki raskað frekar eftir andlát foreldris. „Rann- sóknir sýna að það má minnka skað- semi eða langtímaáhrif missis með því að draga úr röskun og frekara álagi á tilfinningatengslum og að- stæðum barns við áfall eins og dauðs- fall eða skilnað. Það gerist með því að það séu einhverjir farvegir fyrir stuðning og að löggjöf geti haft við- horfsmótandi áhrif um viðbrögð, um- gengni og samskipti eftir dauðsfall, skilnað eða annan missi í fjöl- skyldum,“ segir Sigrún. Viðmæl- endur eru sammála um mikilvægi þess að barnalögin verði þróuð áfram svo þau taki alltaf mið af réttindum barna og þörfum. Mikilvægt að viðhalda tengslunum Sorg Mikilvægt er að aðstoða börn í sorgarferli sínu. Börn syrgja ekki með sama hætti og fullorðnir.  Ætla að rannsaka réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris Ömmur og afar geta krafist úr- skurðar frá sýslumanni um um- gengni við barnabarn sitt þegar foreldri á ekki kost á að rækja um- gengnisskyldur sínar. Réttur þessi einskorðast ekki við ömmur og afa heldur nána vandamenn. Byggist ákvæðið á réttindum barns til að viðhalda tengslum við uppruna- fjölskyldu sína en við lagabreytingu árið 2012 var þessi réttur barns tekinn til sérstakrar skoðunar. Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir þessi réttindi barns ólík rétti for- eldris og barns til að njóta um- gengni, rétturinn sé alls ekki jafn- ríkur og þegar um ræðir foreldri. „Það þarf í raun að rökstyðja sér- staklega að barn hafi gott af því að umgangast með reglubundnum hætti aðra en foreldra sína.“ Ekki er úrskurðað um umgengni ann- arra aðila en foreldra ef báðir for- eldrar eru til staðar í lífi barnsins. Sjaldnast ágreiningur Þegar annað foreldri getur skyndilega ekki rækt umgengni við barn sitt er algengast að barn haldi áfram að eiga umgengni við ná- komna vandamenn þess foreldris. Oftast er þessi umgengni óformleg og veldur hún sjaldnast deilum. Ná- ist ekki samkomulag um umgengni vandamanna við barn má leita til sýslumanns og fara fram á úrskurð um tiltekna umgengni við barn. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins í Reykjavík er algengast að amma og afi sæki um umgengni þegar annað foreldra hefur lögheimili erlendis og getur af þeim sökum ekki rækt umgengni við barnið. Önnur tilvik koma þó vissulega einnig til greina, til að mynda þegar um ræðir andlát for- eldris eða fangelsisvist. Ekki feng- ust upplýsingar um fjölda úrskurða sem fallið hafa í svona málum. Erfitt mat Þegar sýslumaður leysir úr um- gengnismáli sem þessu er útgangs- punkturinn hvort umgengni sé til hagsbóta fyrir barnið. Hvorki ömmur og afar né aðrir nákomnir njóta sjálfkrafa réttar til umgengni við barn þrátt fyrir að heimilt sé að krefjast slíks úrskurðar. „Þetta er erfitt mat fyrir sýslumann, hann þarf til dæmis að meta aldur barns- ins, stöðu barns, þroska og tengsl barnsins við þá sem krefjast um- gengninnar. Hann verður líka að meta þessi samskipti, hvort það sé raunhæft að barninu geti gagnast eða það notið umgengni ef það er mjög hörð deila eða ágreiningur,“ segir Hrefna. Þeir aðilar sem geta óskað um- gengni eru ekki skýrt tilgreindir í lögunum heldur talað um nána vandamenn foreldris sem ekki get- ur notið umgengni. Það er fræði- legur möguleiki að vinafólk for- eldris gæti sótt um en Hrefna segir þó að eftir því sem tengslin verða fjarlægari dragi verulega úr líkum á því að það yrði talið augljóslega til hagsbóta fyrir barn. Helst er átt við ömmur og afa en einnig gæti annar náinn ættingi, t.d. systkini foreldrisins, komið til skoðunar. Ekki er að finna fjöldatakmörkun í lögunum en Hrefna telur hæpið að það yrði talið til hagsbóta fyrir barnið að hafa reglubundna um- gengni við of marga. Ef ekki næst að semja um mál og sýslumaður fellst ekki á að úrskurða um um- gengni er hægt að skjóta málinu til innanríkisráðuneytisins. Litið er svo á að niðurstaða frá ráðuneytinu sé endanleg en þó er hægt að höfða mál fyrir dómstólum. Ef aðstæður breytast síðar má leita aftur til sýslumanns og fara fram á nýjan úrskurð um umgengni. Byggt á réttindum barnsins  Nákomnir ættingjar geta óskað eftir úrskurði um um- gengni við barn þegar foreldri getur ekki rækt umgengni Tæplega 100 kettir voru fang- aðir í gildrur í Reykjavík á síð- asta ári. Að sögn Guðmundar Björnssonar, rekstrarstjóra meindýravarna hjá Reykjavík- urborg eru reglu- lega settar upp kattagildrur í kjölfar kvartana frá íbúum. „Þeir fara stundum í barna- vagna, fara inn í íbúðir og skíta hér og þar. Við eigum að bregðast við því og gerum það með því að leggja út búr,“ segir Guðmundur. Farið er með handsamaða ketti í Kattholt þar sem greiða þarf 5000 kr. fyrir ómerkta ketti en merktir kettir bíða þess að eigendur sæki þá. „Reglurnar eru nokkuð gallaðar því kettirnir eru komnir á stjá skömmu eftir að við sækjum þá,“ segir Guð- mundur. Hann segir þó sjaldgæft að sömu kettirnir séu fangaðir aftur. vidar@mbl.is Fjöldi katta í gildr- um vegna kvartana Köttur Margir kett- ir lenda í gildrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.