Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Góðskáld á gafli Húsgaflar í Hamraborginni í Kópavogi hafa verið málaðir og einn þeirra prýðir málverk af rithöfundinum Jóni úr Vör sem var einn af frumbýlingum bæjarins. Árni Sæberg Evrópulögreglan, Europol, sendi nýlega frá sér skýrslu um lík- lega þróun skipulagðr- ar glæpastarfsemi. Þar er tekið mið af þjóð- félags- og tæknibreyt- ingum. Líkur á að menn fari um í skipu- lögðum, sýnilegum hópum, ruplandi og rænandi, eru taldar litlar. Þess í stað er hvatt til var- kárni og forvirkra aðgerða gegn ósýnilegum en áþreifanlegum af- brotum í netheimum og svika- starfsemi í vörum og þjónustu. Í stað skipulagðra glæpahópa munu einstaklingar stofna til af- brotasamstarfs um einstök verkefni, gefist tækifæri til að auðgast vegna þeirra. Vitneskja, reynsla og sér- þekking tengir einstaklingana sam- an eins og um viðskiptatækifæri sé að ræða. Slík samvinna nýtist nú þegar til tölvuafbrota en talið er að hún færist inn á „hefðbundnari“ svið skipulagðrar glæpastarfsemi eins og smygl á fíkniefnum, milligöngu fyrir ólöglega innflytjendur og falsanir við framleiðslu og sölu á vörum og þjónustu. Til að fela slóð sína sem best og komast hjá því að standa augliti til auglitis við verði laganna eða hver annan munu afbrotamenn leggja höfuðáherslu á rafræn samskipti við öflun og ráðstöfun á ólögmætum varningi eða illa fengnu fé. Með rafrænni mynt munu þeir sem stunda skipulagða glæpi losa sig við peningaþvætti sem oft reynist afbrota- mönnum dýrkeypt í öll- um skilningi þess orðs. Sumir þátttakenda munu bjóða mjög sér- hæfða þjónustu. Hún kann að snúast um inn- brot í stjórn- eða þjón- ustukerfi fyrirtækja eða stofnana. Slík inn- rás krefst ef til vill þekkingar til raf- ræns innbrots eða á rafrænni öflun upplýsinga sem síðar eru nýttar til að svíkja eða blekkja á vettvangi. Fórnarlömb þeirra sem stunda skipulagða glæpastarfsemi verða þeir sem teljast auðveldasta bráðin, það breytist ekki. Glæpamennirnir leita jafnframt tækifæra meðal nýrra hópa. Þar telur Evrópulög- reglan að eldri borgarar verði helsti markhópurinn. Reynt verði að hafa fé af eldra fólki og bjóða ólögmæta þjónustu sem sé sniðin fyrir það. Fjölgun eldri borgara Í skýrslunni er minnt á að fjöldi Evrópubúa eldri en 65 ára hafi þre- faldast á undanförnum sextíu árum og fjöldi fólks í álfunni sem sé 80 ára og eldra sé nú sex sinnum meiri en hann var árið 1950. Innan ESB spá yfirvöld almennt fjölgun fólks. Aðrir benda á að fortíð Evrópu sé mun glæstari en framtíð, fæðingartíðni þar sé aðeins 1,3 en 2,1 þurfi til að halda í við dánartíðni. Töl- ur sýna að í lok síðari heimsstyrjald- arinnar voru um 500 milljónir manna í Evrópu og 2,5 milljarðar í heim- inum öllum. Nú á tímum er fjöldinn enn um 500 milljónir í Evrópu en íbúar jarðar um sjö milljarðar. Í Bandaríkjunum voru íbúar um 150 milljónir árið 1950 en um 300 millj- ónir árið 2010. Þessar tölur um fólksfjölda í Evr- ópu eru ekki í skýrslu Europol en þær sýna stöðnun í álfunni og árétta þá skoðun skýrsluhöfunda að með- alaldur Evrópubúa hækki enn frekar á komandi árum. Þetta hefur áhrif á efnahag, samfélagsþróun og stjórn- mál viðkomandi landa. Framboð á vöru og þjónustu mun taka mið af þessu. Aðstoð við aldraða innan fjöl- skyldna minnkar og meira verður treyst á aðkeypta félagslega þjón- ustu á vegum einkaaðila eða hins op- inbera. Gamla Evrópa – nýr afbrotamarkaður Millifyrirsögnin hér fyrir ofan er samhljóða fyrirsögn í skýrslu Euro- pol. Þar segir að löngum hafi misind- ismenn fært sér varnarleysi gamals fólks í nyt. Nú á tímum megi í flest- um Evrópulöndum finna dæmi um svik á kostnað eldri borgara. Þeim muni aðeins fjölga eftir því sem hinir gömlu verði fleiri. Fyrir utan þá sem sæta beinum svikum verði einnig til nýr og sístækkandi hópur neytenda sem sækja megi að með ólögmætum varningi eða þjónustu. Hvatt er til að þeir sem annast greiðslur úr lífeyrissjóðum eða á fé- lagslegum bótum hafi augun hjá sér. Dæmi séu um að gamalt fólk sé þvingað til að krefjast fjár eða bóta án þess að hafa til þess rétt. Í skýrslunni segir að fjármála- kreppa undanfarinna ára hafi leitt í ljós mikinn sveigjanleika hjá þeim sem skipuleggja framleiðslu og sölu á varningi undir fölsuðum vöru- merkjum. Áður hafi þessi iðja eink- um snert hágæðavörur en með minnkandi kaupmætti hafi falsaði varningurinn birst í dagvöru eins og tannkremi eða þvottadufti. Hætta sé á að einkum verði reynt að seilast í pyngju eldri borgara með slíkum blekkingum. Þá beri einnig að varast fölsuð lyf eða hjálpartæki. Skipulögð glæpastarfsemi hefur verið stunduð í ýmsum þjónustu- greinum og má þar nefna gesta- móttöku, flutningastarfsemi, mann- virkjagerð og hirðu og vinnslu á sorpi. Nú er líklegt að einhverjir af- brotamenn reyni að koma ár sinni skipulega fyrir borð á sviði þjónustu við aldraða. Þar kunni menn að vilja hagnast með því að veita minni þjón- ustu en gjaldtaka heimilar, með því að selja fölsuð lyf og með trygginga- eða lífeyrissvikum. Refsiviðurlög við brotum á þessum sviðum eru mildari en fyrir mörg önnur afbrot, segir í skýrslu Europol. Árétting en ekki uppgötvun Hér er ekki vitnað til þessarar skýrslu Europol vegna þess að í henni sé að finna einhverja uppgötv- un, hún er miklu frekar árétting á hvert stefnir í evrópskum afbrotum og að þau krefjist nýrra viðbragða og aðferða lögreglu. Nú eru sex ár liðin frá því að emb- ætti sérstaks saksóknara tók til starfa hér á landi. Það var sett á laggirnar til að rannsaka nýja teg- und afbrota sem komust í sviðsljósið með Baugsmálinu sem stóð frá 2002 til 2008 og lengur ef skattamál Baugs eru einnig talin. Eins og frá- sagnir í fjölmiðlum bera með sér leitast ákæruvaldið við að sanna að sérfróðir einstaklingar með ólíka þekkingu og reynslu hafi tekið hönd- um saman til að vinna á skipulegan hátt að ólögmætum viðskiptum und- ir hatti bankastarfsemi. Áfram verður að þróa samstarf saksóknara og lögreglu á sama hátt og verið hefur hjá embætti sérstaks saksóknara til að takast á við hina nýju tegund skipulagðrar brota- starfsemi þar sem í skjóli stofnana sem almennt njóta trausts er sótt gegn hagsmunum þeirra sem eiga sér einskis ills von eða geta sér minnsta vörn veitt. Eftir Björn Bjarnason » Í stað skipulagðra glæpahópa munu einstaklingar stofna til afbrotasamstarfs um einstök verkefni, gefist tækifæri til að auðgast vegna þeirra. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Evrópulögreglan setur eldri borgara í áhættuhóp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.