Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Elsku mamma mín. Ég sit hér á heimili þínu á Markarveginum og reyni að koma orðum á blað. Þær tilfinningar og minningar sem hellast yfir mig hérna eru margar og hlýjar. Minningarnar sem leit- ast fyrst í huga mér eru þær af vinum mínum sem hafa umgengst heimilið og sem þú tókst á móti með opnum örmum, svo gott þótti okkur að vera hérna, að á tímabili var gantast með það að þetta væri félagsheimilið á Markarveginum. Þá þótti mér mjög vænt um það að vinir mínir hafi heimsótt þig á meðan ég var í eitt ár sem skipti- nemi í Bandaríkjunum, sem sýnir það hvað þú skipaðir stóran sess í þeirra lífi. Þá var þetta fyrsta heimili Elísabetar Örnu á pabba- helgum mínum. Þú varst stolt amma, dugleg að aðstoða og að sjálfsögðu dekraðir þú mikið við hana. Þá má ekki gleyma þeim góðu nágrönnum sem búa á Mark- arvegi 16 sem voru dugleg að heimsækja þig, fylgjast með þér, fara með þig í göngutúra og bjóða þér í mat, já hér fannst þér gott að vera og mér líka. Ferðalög skipaði mikinn sess í þínu lífi, hvort sem innan- eða ut- anlands, þann aflögu tíma sem þú hafðir, notaðir þú í ferðalög með fjölskyldu og vinum. Mér þykir mjög vænt um þær minningar úr ferðum sem við fórum saman í, eins og til Kýpur, siglingu til Egyptalands og Ísraels, siglingu um Karabíska hafið og einnig úr okkar síðust ferð saman með minni fjölskyldu til Boston. Þú hafðir yndi af því að taka myndir í ferðalögum og eru möppurnar með þeim myndum á annan tug heima hjá þér. Á mínum yngri ár- um hafði ég ekki gaman af því að vera fyrirsæta á myndum hjá þér, þó eru nú nokkrar myndir af mér og okkur saman og eru þær mér mjög dýrmætar. Þá var alltaf gaman að fara í sumarhús ömmu og afa að Helluvaði þar sem við gátum notið lífsins, og alltaf var séð til þess að góður matur var borinn á borð. Þá varst þú svo dugleg að hvetja mig áfram og talaðir oft um það hvað þú værir stolt af mér og vona ég að ég haldi áfram að standa undir því. Oft var mér nú strítt af Ann Kristínu og vinum og fór ég hjá mér á þeim tíma þegar þessu var fleygt fram „reglulega fallegur ungur drengur“, þó þessi ungi drengur væri nú vel kominn yfir ungdóminn. Ég er ekki frá því að þessi fleyga setning hjá þér ásamt öðrum muni lifa lengi. Því miður skipuðu veikindi stóran part í þínu lífi, allt frá árinu 1986 hafðir þú glímt við sykursýki ásamt því að fá þrjú hjartaáföll á árunum 2003 til 2004. En með bar- áttu, elju og endurhæfingu náðir þú að standa þetta allt af þér þó vissulega hafi það haft sitt að segja fyrir líkamann að ganga í gegnum. Þú áttir marga góða að sem hjálpuðu, aðstoðuðu og voru dugleg að draga þig með sér út á vit ævintýranna, ber þar helst að nefna þann stóra vinkvennahóp sem þú áttir, nágranna, ættingja og okkur systkinin. Það verður sárt til þess að hugsa að ég geti ekki leitað til þín á Markarveginn, þar sem þú tókst ávallt vel á móti mér, með bros á vör. Þín verður sárt saknað en minningin um þig verður vel varð- veitt. Elsku mamma, ég veit að amma og afi hafa tekið á móti þér með opnum örmum. Þinn sonur Þórður. Jónína Árnadóttir ✝ Jónína Árna-dóttir fæddist 6. nóvember 1946 í Reykjavík. Hún lést 19. apríl 2015. Útför Jónínu fór fram frá Bústaða- kirkju 29. apríl 2015. Ég minnist þín á minn hátt, ekki form- lega eða hátíðlega heldur á léttum nót- um. Síðustu mánuðir voru þér erfiðir, við sem stóðum þér næst fylgdumst með þér takast á við ný verk- efni, nánast daglega undir lokin. Framan af talaðir þú um að þetta hlyti nú að fara að koma, en því miður reyndist róð- urinn þér þungur. Frá okkar fyrstu kynnum tókst þú vel á móti mér og varst ánægð að fá mig í fjölskylduna þegar við Tóti urðum par. Við bjuggum hjá þér í rúm fjögur ár, þú talaðir um að það yrði tómlegt hjá þér þegar við flyttum í eigin íbúð, en þú sam- gladdist okkur og talaðir um að við gerðum þetta allt af skynsemi. Þú, ég og Elísabet Arna áttum marg- ar samverustundir þegar Tóti var í Tækniskólanum, hvort heldur heima við á Markarveginum, í bæjarferðum eða ótal ferðum í Húsdýragarðinn. Við töluðum oft og lengi saman og hafðir þú mik- inn áhuga og spurðir margra spurninga, stundum einum of, að mér fannst. Með tilkomu facebook gastu fylgst betur með og fékk ég ófá símtöl frá þér hvort heldur þú værir að upplýsa mig um stöðu- færslur eða spyrja um leiðbeining- ar varðandi notkun á facebook. Þegar ég hugsa til þín þá eru nokkur orðtök frá þér sem fá mig ávallt til að brosa. Ég notaði þau oft í gríni og hafðir þú góðan húm- or fyrir, eins og „reglulega falleg- ur ungur drengur“, „það er ekkert sem heitir“, „drengurinn verður bara að fara að opna sig og fara á Dale Carnegie-námskeið“. Þú hafðir gaman af því að ferðast og fórst víða og áttum við okkar tíma saman erlendis. Síð- asta ferðin okkar saman var fjöl- skylduferð til Boston, þú talaðir oft um ferðina og hvað þér fannst gaman að vera með okkur. Eru þetta mér dýrmætar minningar og þykir mér vænt um þær. Við gengum saman í gegnum súrt og sætt. Ef eitthvað kom upp á milli okkar var það þinn einlæg- ur vilji að við ræddum málin til að hreinsa andrúmsloftið og gerðum við það alltaf. Þú hafðir yndi af því þegar mikið var talað og hlegið. Þrátt fyrir erfið veikindi þín hafðir þú mikla samúð og umhyggju gagnvart öðrum og vildir öllum vel. Ef það voru erfiðleikar hjá þín- um nánustu áttirðu til að taka það inn á þig og hafðir miklar áhyggj- ur af. Þú varst ávallt reiðubúin að aðstoða og hjálpa, settir ekkert fyrir þig, hvort heldur var barna- pössun, aðstoð heima fyrir, útrétt- ingar eða að standa í löngum bið- röðum í Vesturbæjarís til að gleðja stelpurnar okkar. Þú varst falleg, góð og glæsileg kona, einstaklega smekkvís og vandaðir vel til fatavals. Heimili þitt á Markarvegi var fallegt og ávallt opið öllum. Þú varst vin- mörg og félagslynd og hafðir gam- an af að fá gesti í heimsókn. Þú varst stolt móðir og amma og tal- aðir alltaf vel um alla. Mín kæra, ég mun halda áfram að upplýsa þig og segja þér frá því sem er að gerast í okkar lífi, ég veit að það er það sem þú hefðir viljað. Þín tengdadóttir og vinkona, Ann Kristín. Elsku amma. Þú varst góð, blíð og hjálpsöm. Ég man þegar þú komst með okk- ur til útlanda. Ég man að við fór- um til Boston 17. júní, við fórum upp í sveit og í sveitinni var fullt af búðum. Við fórum saman á sædýrasafn og sáum mörgæsamynd í bíó. Á hótelinu var líka sundlaug. Takk fyrir að vera góð amma og við munum sakna þín mikið. Þínar Sara Björk og Kristjana Kara. Kær vinkona mín og nágranni, Jónína Árnadóttir, er látin langt um aldur fram. Í nóvember sl. lagðist hún inn á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Hennar veikindi til margra ára, sykursýk- in, höfðu tekið sinn toll. Við höfum búið í sama húsi á Markarvegin- um í 27 ár. Ávallt var gott sam- band okkar á milli og vinátta sem ekki bar skugga á. Jónína hafði góða nærveru, var jákvæð og skemmtileg. Hún var vinmörg og átti frábærar vinkonur. Hún var alltaf vel klædd og átti sérstaklega fallegt heimili. Henni var umhug- að um að hafa alla hluti í lagi í hús- inu, að innan sem utan. Ég ætla ekki að skrifa ævisög- una en mig langar að segja eina sögu sem við hlógum oft að. Einu sinni sem oftar kom Jónína í mat til okkar Óskars, en við vorum þá að passa barnabarnið okkar Berg sem var þá þriggja ára. Ég bað hann um að kalla á Jónínu og segja henni að koma að borða, fyrst varð þögn, en svo allt í einu heyrist: „Kanína, þú átt að koma að borða.“ Aftur varð þögn. „Rósa, heyrir þú hvað barnið kallar mig?“ Blessað barnið hafði þá ruglast á Jó og ka. Ljósið í myrkrinu var að við vorum búnar að skipuleggja 8. júní nk. þar sem við ætluðum á tónleika með Tom Jones og búnar að kaupa okkur miða. Við skellum okkur bara samt með Óskari og þú sem fallegur engill. Elsku Jónína mín, nú er þján- ingum þínum lokið og þú komin í Sumarlandið. Hjartans þakkir fyrir öll árin sem við áttum saman hér í Fossvoginum. Við Óskar og fjölskylda send- um Örnu, Ívari, Þórði, Ann Krist- ín, börnum, vinum og vandamönn- um samúðarkveðjur. Þín vinkona, Rósa. Með örfáum orðum langar mig að minnast vinkonu minnar Jón- ínu en vinskapur okkar hefur var- að í meira en 30 ár. Jónína gekk í Soroptimistaklúbb Árbæjar 1983 en þar kynntumst við og urðum fljótt góðar vinkonur. Upp úr því hófum við að ferðast saman, hér- lendis sem erlendis. Margar eru utanlandsferðirnar orðnar sem allar tókust einstaklega vel. Síð- asta ferðin okkar var til Como á Ítalíu í júní síðastliðnum en upp úr þeim öllum stendur þó ferðin sem við fórum til Tyrklands. Okkur fannst sú ferð einstaklega góð. Hún bað mig að koma með sér í Miðjarðarhafssiglingu en ég lagði ekki í það og ég sé mikið eftir því enda ekki hægt að hafa betri ferðafélaga en hana. Alltaf var hún ánægð með allt, í góðu skapi, aldrei með aðfinnslur eða nei- kvæðni. Hún var með eindæmum reglusöm, þægileg og hafði svo góða nærveru en það eru kostir sem ég met mikils. Nú er komið að kveðjustund, því miður er það allt- of fljótt. Það er mikill söknuður að kveðja svona góða konu, vinkonu og ferðafélaga. Innilegar samúð- arkveðjur til fjölskyldunnar. Blessuð sé minning hennar. Unnur Svandís. Við andlát kærrar vinkonu reikar hugurinn til liðinna ára sem voru gefandi og full af bjartsýni. Við Jónína vorum aðeins 18 ára þegar við kynntumst, en það var vegna þess að eiginmenn okkar voru vinir. Nokkrum árum síðar byggðum við raðhús við Logaland í Fossvogi, við Reynir númer 26 en Jónína og Kristján númer 22. Samgangurinn var mikill og aldrei bar skugga á vinskapinn. Við eign- uðumst börnin okkar, nutum lífs- ins og gátum allt. Svo bjuggum við á besta stað í heimi að okkur fannst. Síðast þegar ég heimsótti hana á spítalann vorum við að rifja upp gamlar minningar frá því við vor- um ungar og bjuggum í Logaland- inu. Hún naut þess að tala um þessi gömlu og góðu ár. Bað hún mig um að koma fljótt aftur svo við gætum haldið áfram að tala um þennan tíma, en eins og hún sagði: „Ég hef svo gaman af því að rifja þetta upp.“ En því miður náði ég því ekki. Við vorum nokkrar vinkonur sem stofnuðum saumaklúbb fyrir hátt í 50 árum og höfum við haldið vinskapinn með hléum alveg síð- an. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur Smellunum, en nú eru tvær okkar búnar að kveðja þ.e. Guð- rún Magnúsdóttir og Jónína. Eftir stöndum við sorgmæddar og biðj- um góðan Guð að vaka yfir henni og blessa hana. Hennar verður sárt saknað. Jónína var einstaklega vönduð og heilsteypt. Hún mátti ekkert aumt sjá og vildi öllum vel. Alltaf dáðist hún að fólki og kom auga á allt það besta í fari þess. Viðmót hennar var fágað og ávallt kom hún fram við aðra af virðingu. Í veikindum sínum kvartaði hún ekki, þrátt fyrir allt sem á hana var lagt. Sýndi hún mikinn styrk, trúði á Guð og var vongóð um bata. Við Reynir þökkum henni sam- fylgdina og öll árin sem hún var vinur okkar. Guð blessi hana og minninguna um hana. Eitt er ég viss um að Jónína, þessi góða vinkona mín, hefur fengið góða heimkomu. Elsku Arna og Þórður. Innileg- ar samúðarkveðjur til ykkar. Megi Guð styrkja ykkur. Ólafía Árnadóttir (Lólý). Elskuleg æskuvinkona mín er látin eftir hetjulega baráttu og kveð ég hana með miklum sökn- uði. Leiðir okkar lágu fyrst saman er ég flutti með fjölskyldu minni á Langholtsveginn þá níu ára göm- ul. Hún tók mig eiginlega að sér og urðum við fljótlega óaðskiljan- legar. Ég fékk að fara í bekkinn hennar í Langholtsskóla þar sem við kláruðum barnaskólann. Ásta og Árni, foreldrar Jónínu, fóru oft til útlanda á þessum tíma og oftar en ekki keypti Ásta eins föt á okk- ur. Mér eru minnisstæðastir apaskinnsjakkarnir sem við vor- um ávallt í í skólanum. Einn dag- inn lentum við í hellirigningu og snérum þá bara jökkunum við og hlupum sem fætur toguðu heim, þeir máttu sko ekki blotna. Við fórum stundum neð litlu bræður okkar í Gamla bíó. Eitt skiptið völdum við hugljúfa mynd sem þeim fannst ekki skemmtileg og var okkur vísað út með fjörkálf- ana. Síðan fórum við saman í Kvennó. Það kom ekki til greina annað en að fara í sama skóla. Þar eyddum við fjórum skemmtileg- um árum og ýmislegt var brallað bæði í skólanum og utan hans. Á öðru ári kynntumst við Önnu, Arndísi og Siggu og hefur sú vin- átta haldið síðan. Kölluðum við okkur kóið. Til Bretlands fórum við eftir Kvennó, reyndar þá ekki í sama skóla en eyddum jólunum saman hjá vinkonu Ástu í Liver- pool. Heimsóttum við meðal ann- ars klúbbinn þar sem Bítlarnir byrjuðu. Eftir Bretland lá leið okkar í húsmæðraskóla í Kolding og fóru Anna og Arndís með okk- ur. Skemmtilegur tími. Sveitaböllin voru vinsæl að ég tali nú ekki um Hlégarð þar sem Jónína vann einu sinni limbó- keppni. Ógleymanlegar voru stundirnar í Glaumbæ, sem brann! En það var nú ekki okkur að kenna. Á þessum tíma var bíla- klíkan, hallærisplanið var aðalhitt- ingurinn, þaðan var oft brunað upp á Geitháls í pulsu og kók. Síðan hefur tíminn liðið hratt og við urðum ráðsettar konur. Jónína heimsótti mig öll árin á að- fangadagsmorgun á afmæli mínu. Sigga vann í sendiráðum víðs veg- ar um heiminn og heimsóttum við hana fyrst til London með Kven- nóstelpunum. Svo lagði kóið leið sína til New York þar sem við gist- um allar saman á heimili Siggu. Spjallað var fram á nótt á hverju kvöldi eftir viðburðaríka daga í borginni. Minnisstæðar eru útilegurnar með Kiwanisklúbbnum Jörfa sem mennirnir okkar voru í. Þá voru heilu skrokkarnir grillaðir á teini og mikið fyrir haft. Ef ekki var klósett á staðnum var það bara smíðað og haft meðferðis á kerru. Í fyrrasumar fór kóið saman í sumarbústað í Reykjaskógi. Þar var dekrað í mat og drykk, farið í gönguferðir og rifjaðir upp gamlir tímar. Ómetanlegt. Elsku Jónína, mér fannst ég svo langt í burtu þegar þú fórst og svo leitt að geta ekki knúsað þig en svo komstu til mín í draumi svo glöð og falleg og knúsaðir mig. Ég sakna þín mjög mikið en veit að þú ert núna komin á góðan stað. Hóp- ur af ættingjum og vinum hefur tekið á móti þér og þar á meðal hefur Guðmundur minn örugg- lega verið. Elsku Arna, Þórður, Gestur, Börkur, Ásta og fjölskyldur, megi algóður guð vera með ykkur og styrkja í sorg ykkar. Blessuð sé minning frábærrar konu. Brynja. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur. (Höfundur ókunnur) Fjölskyldu og ásvinum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðju. Ásta, Jón Grétar og börn. Vinkona okkar og ferðafélagi Jónína Árnadóttir lést langt fyrir aldur fram á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt 19. apríl sl. eftir löng og afar erfið veikindi. Þegar við nokkrar vinkonur, ým- ist fráskildar konur eða ekkjur, ákváðum að mynda matarklúbb árið 1993 og gera ýmislegt saman kom ein af okkur með Jónínu inn í hópinn og urðum við átta saman í þessum góða og skemmtilega hópi. Haldin voru glæsileg boð með margréttuðum máltíðum og fordrykk og voru þau allra flottust hjá Jónínu, en hún lét stundum þjón taka á móti okkur og kokk elda ofan í okkur. Jónína var með VIP-passa og þegar við fórum í Ömmu Lú, sem var afar vinsæll staður á þessum tíma og oft langar biðraðir fyrir framan innganginn, veifaði Jónína bara passanum og stóðu þá allar dyr opnar fyrir þessum hressu konum. Hópurinn fór í sumarbústaði og ferðir innan- lands sem utan, alltaf ríkti einstök stemning hjá okkur stelpunum og mikil tilhlökkun að hittast. Jónína hafði mikið gaman af ferðalögum og fór hún víða. Nokkrar utan- landsferðir voru farnar með ein- hverri af okkur úr hópnum og má þar m.a. nefna ferð í Svartaskóg, Kúbu 1997 og Singapúr, Ástralíu og Balí 1999. Farið var mjög víða um Ástralíu; inn í eyðimörkina til Alice Springs og Ayers Rock, en þar fengu þær rigningu í göngu sem þær fóru í og var frekar fátítt og dönsuðu leiðsögumennirnir stríðsdans í eyðimörkinni. Það var snorklað á Great Barrier Reef, farið í Lower Hunter-dalinn, vín- héruð norður af Sydney og á af- mælisdegi Jónínu var farið í Sydn- ey-óperuna til að sjá La Bohème í þessu ægifagra óperuhúsi. Þá fóru nokkrar í afar skemmtilega ferð í sumarhús til Danmerkur, til Mexíkó og síðasta ferðin sem sum- ar okkar fóru með henni var til Kanada á sl. sumri og var það frekar erfið ferð en Jónína stóð sig eins og hetja þó að hún væri orðin nokkuð lasin. Jónína hafði gaman af ferðalögum og fór í siglingu um Karíbahafið í nóvember sl. sem hún hafði mikið gaman af, en sú ferð var sú síðasta áður en hún fór í langferðina miklu nú. Jónína var einstaklega dugleg og jákvæð kona og alltaf til í að taka þátt í öllu sem okkur stelpunum datt í hug. Við vitum að hún verður með okkur áfram þegar við hittumst. Við viljum þakka vinkonu okk- ar fyrir einstaklega góða vináttu, hlýju og samveru. Við vottum börnum hennar Örnu og Þórði og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Pálína, María, Ásdís, Elín, Magnúsína, Þórey og Guðbjörg. Gef mér faðir, ævi alla æðrulaust að dvelja hér, uns þú lætur á mig kalla í öllu mun ég treysta þér. (Guðrún Jóhannsdóttir) Í dag kveðjum við systur í So- roptimistaklúbbi Árbæjar með miklum söknuði elskulega systur okkar Jónínu Árnadóttur. Hún gekk í klúbbinn okkar árið 1983 og hefur starfað með honum óslitið allar götur síðan og sinnt þar mörgum ábyrgðarstörfum. Að vera meðlimur í alþjóðasam- tökum Soroptimista er bæði gef- andi og skemmtilegt. Þau eru stjórnunar- og starfsgreinasam- tök kvenna sem hafa að leiðarljósi hjálpar- og þjónustustörf til að efla manréttindi og stöðu kvenna. Jónína var ávallt tilbúin að láta gott af sér leiða og var bæði ötul og samviskusöm í þeim verkefn- um sem henni voru fólgin. Margs er að minnast á langri samveru í klúbbnum og standa upp úr skemmtilegar ferðir innan- lands og utan, t.d. ferð til Kalmar í Svíþjóð á Norræna vinadaga, ferð til Hollands og ýmsar góðar stundir innanlands. Það hefur verið mjög erfitt að fylgjast með heilsu Jónínu hraka ört síðustu mánuði og minnumst við hennar með sorg í hjarta. Hún var vinmörg og kom það best fram í þeim fjölmörgu heimsóknum síð- ustu mánuði sem hún fékk frá vin- um sínum og reyndu þeir að styrkja hana í baráttunni sem hún háði af einstöku æðruleysi. En ekki má sköpum renna og hennar tími var kominn. Við hin sitjum eftir hljóð. Fjölskyldu hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og þökkum Jónínu samfylgdina á liðnum árum. Guð blessi minningu Jónínu Árnadóttur. Fyrir hönd Soroptimistaklúbbs Árbæjar, Unnur Óladóttir formaður og María Karlsdóttir. HINSTA KVEÐJA Ljóð um ömmu. Vonandi verður þú glöð, vonandi verður þú kát. Að dvelja hjá Guði, að spila skák og mát með mömmu þinni og pabba. Ég elska þig og vonandi hugsar þú um mig. (KKÍ) Elsku amma okkar, þú verður ávallt í huga okkar og minningum. Þín að eilífu, Ólafur Ingi, Kjartan Kári og Unnur Erla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.