Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1. M A Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  101. tölublað  103. árgangur  + 16 ÁRA12 – 16 ÁRA2 – 11 ÁRA FLUG FRELSI FLUG FÉLAGAR FLUG KAPPAR is le ns ka /s ia .is FL U 73 75 4 04 /1 5 FLUGINNEIGNIR LÆGRA VERÐ FYRIR FERÐAGLAÐA Bókanlegt í síma 570 3030 Nánari upplýsingar á FLUGFELAG.IS TÍU FERÐIR 49.900 kr. SEX FERÐIR 68.550 kr. SEX FERÐIR 49.500 kr. FÓTBOLTINN 2015 ÁKAFLEGA ERFITTEN GEFANDI LEIKVERK 40 SÍÐNA BLAÐAUKI UM PEPSÍ-DEILD KARLA ENDATAFL 46 Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Hvert og eitt aðildarfélag Starfs- greinasambandsins hefur ákvörð- unarrétt um það hvernig það beitir sínum verkfallsrétti og getur látið kjósa um frekari verkfallsheimildir á einstaka stöðum og herða á þeim ef svo ber undir,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness. Hann segir að fé- lagið sé svo sannarlega að skoða hvort herða eigi á verkfallsaðgerð- um hjá Speli sem á og rekur Hval- fjarðargöngin. „Viðbragðsáætlun sem Almannavarnir hafa gefið út um Hvalfjarðargöng gerir ráð fyrir veigamiklu hlutverki starfsmanna gjaldskýlanna. Við hörmum því að menn skuli ekki virða neyðaráætl- unina með þessum hætti og við teljum þetta því kolólöglegt.“ Buðu Speli undanþágu Verkföll hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófust í gær og voru þar á meðal starfs- menn gjaldskýlanna við Hvalfjarð- argöng. Segir Vilhjálmur að for- svarsmönnum Spalar hafi verið boðið að sækja um undanþágu til þess að uppfylla neyðaráætlunina. „Þeir í hroka sínum óskuðu ekki eftir þeirri undanþágu. Ég er bú- inn að vera í sambandi við þá sem starfa í gjaldskýlinu, alls átta manns, og þeir eru leiðir, sárir og reiðir yfir því að það skuli vera gengið í þeirra störf og ekki óskað eftir undanþágu,“ segir Vilhjálmur og bætir við að verið sé að skoða málið með lögfræðingum Alþýðu- sambandsins. „Það er ljóst að við erum ekki að fara í neinn slag við Spöl um lokun ganganna. Við hörmum það bara að þeir skuli ekki vera tilbúnir til þess að virða þann rétt sem launafólk á.“ Að öðru leyti segir Vilhjálmur að verkfallið í gær hafi farið vel fram. „Það var eitt annað atriði sem við þurftum að hafa afskipti af, það var í sambandi við strætó. Það byggð- ist á misskilningi og þegar athuga- semd var gerð við forsvarsmenn þá var því kippt í liðinn,“ segir Vil- hjálmur. Skoða aðgerðir gegn Speli  Formaður Verkalýðsfélags Akraness fer yfir málefni Spalar með lögfræðingum ASÍ  Óánægja með að ekki hafi verið óskað eftir formlegri undanþágu MLítilsháttar uppákomur »2 Myndlistarmaðurinn Christoph Büchel, sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum sem verður opnaður 9. maí, skapar í aflagðri kirkju í Feneyjum verk sem mun kallast Moskan. Er það unnið í sam- starfi við samfélög múslima á Íslandi og í Feneyjum en í hinum gamla, sögulega hluta Feneyja hefur aldrei verið byggð moska. Tilgangurinn með verkinu er að draga athygli að stofnanavæddum aðskilnaði og for- dómum í samfélaginu. Büchel fæddist í Sviss en hefur frá árinu 2007 starfað á Íslandi. Hann hefur sett upp viðamiklar sýningar í söfnum víða um lönd. »4 Íslenski skálinn Moska Büchels verður í aflagðri kirkju frá 10. öld. Moska í íslenska skálanum Fjölmörg börn sem missa for- eldri sitt missa um leið tengsl við stóran hluta fjöl- skyldu sinnar. Á vegum rannsókn- arstofnunar Ár- manns Snævars um fjölskyldu- málefni er að hefjast rannsókn á málefninu. Á Landspítalanum starfar sérfræðiteymi en efla mætti umfang þess og vægi. Sérfræðingar eru sammála um að aukin fræðsla og stuðningur geti skilað sér í auðveld- ara bataferli syrgjandi barna, en samningur um umgengni fjölskyldu- meðlima við barn, gerður ef foreldri þess er dauðvona, getur haft mjög jákvæð áhrif. Sorgarferli barna er ólíkt fullorðinna, nauðsynlegt er að veita því meiri athygli svo ekki komi fram frekara rof á tengslum. »22 Minni tengsl þegar for- eldri deyr Börn Gæta þarf að umgengni. Starfsmenn Spalar í Hvalfjarðargöngunum lögðu niður störf frá klukkan 12 á hádegi í gær, eins og aðrir félagsmenn Starfsgreinasambands- ins, og stóð það til miðnættis. Akstur um göngin var gjaldfrjáls meðan á verkfallinu stóð. Deilt er um það hvort um verkfallsbrot hafi verið að ræða. Hörð átök eru um þessar mundir á vinnumark- aði. Auk þessa hálfs sólarhrings verkfalls 10.000 félagsmanna SGS hafa tæplega 700 félagar í BHM nú verið í verkfalli í tæpar þrjár vikur og fleiri félög huga að aðgerðum. Gátu ekið gjaldfrjálst um Hvalfjarðargöng Morgunblaðið/Golli 1. maí haldinn hátíðlegur í dag í skugga verkfalla og vinnudeilna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.