Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Vandræðagangur Framsóknar og flug- vallarvina á stjórn- málasviði Reykjavík- urborgar hefur ekki farið framhjá neinum. Síðustu kjörtímabil hafa verið Framsókn- arflokknum erfið en þessi rótgróni flokkur hefur ekki náð að skapa sér neina festu í borginni. Oddvitar hafa komið og farið og skömmu fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru góð ráð dýr þegar Óskar Bergsson ákvað að stíga til hliðar þar sem fylgi flokksins var afar dap- urt. Fram á sjónarsviðið kom óþekkt kona sem hristi upp í umræðunni með sterkum skoðunum sem fóru misjafnlega í þá sem á hlýddu. Ein af skoðunum hennar var að aft- urkalla ætti úthlutun á lóð sem gefin hafði verið undir byggingu mosku og kepptust fjölmiðlar við að fjalla um málið – og drógu ekkert undan. Vildu þar sumir meina að atlagan að henni væri óvægin og verið væri að gera úlfalda úr mýflugu með því að taka krassandi setningar úr sam- hengi og skapa þar með neikvæða umræðu. Áhyggjur annarra voru þær að nú kæmu þjóðernissinnar út úr myrkr- inu og að aukin harka myndi færast í leikinn. Óttuðust menn að með íhaldssemina að vopni yrði sótt að einstaklingum sem aðhylltust ísl- amstrú sökum aðgerða herskárra trúbræðra þeirra úti í hinum stóra heimi. Á kjördegi stóðu Reykvíkingar svo á öndinni. Framsókn og flugvallarvinir náðu góðu kjöri og olía var komin á umræðueld- inn. Stór orð flugu um nýja sýn Framsókn- arflokksins og skrifuðu mikilsmetnir mennta- menn innan háskóla- samfélagsins um að flokkurinn væri að „daðra eilítið við þjóðernisstefnuna“. Hitinn var mikill en hann kólnaði fljótt áður en hann tók nýjar hæðir eftir að flokkurinn tilnefndi að því er margir töldu annálaðan ofstopa- mann sem varamann í mannrétt- indaráð borgarinnar. Margir töldu manninn hafa haldið úti hatursfullri orðræðu í garð minnihlutahópa, sér í lagi múslima, og þótti orð hans ekki sæma embættismanni í mannrétt- indaráði. Þá var fundað og skipan hans dregin til baka. Oddvitinn ját- aði mistök og sagði „ég hefði átt að gúggla betur“. Óvildarmenn flokks- ins kepptust um að dusta rykið af kenningum um þjóðernishyggju flokksins en svo lægði umræðuna. Nú í vikunni gerðist svo það að áheyrnarfulltrúi flokksins í hverf- isráði Breiðholts og stjórnarmaður í íbúasamtökunum Betra Breiðholt rataði á síður blaðanna. Þar fjallaði blaðamaður af stóískri ró um rasísk ummæli umrædds embættismanns og viti menn – enn var verið að níða skóinn niður af múslimum. Birtar voru fésbókarfærslur sem þóttu hat- ursfullar og gerðu skrif fyrrverandi varamanns í mannréttindaráði létt og saklaus í samanburðinum. Þetta þótti flestum afar óheppilegt þar sem umræddur maður situr í ráði í miklu innflytjendahverfi. Haldinn var fundur og sem fyrr var brugðið á það ráð að maðurinn stigi til hliðar. Enn situr hann þó í stjórn íbúa- samtakanna sem fer fyrir brjóstið á mörgum. Getur það verið að fljót- færni oddvita Framsóknar og flug- vallarvina og skortur á „gúggli“ or- saki það að endurtekið séu aðilar valdir til starfa sem hafa skoðanir sem teljast rasískar og daðra við þjóðernishyggju? Eða er flokkurinn sem kennir sig við það að sækja fram að færa sig nær íhaldssamri og ofstopafullri hugmyndafræði? Odd- viti flokksins í borginni hefði reynd- ar ekki þurft að grípa til „gúggls“ í þetta skiptið því hún og umræddur maður eru fésbókarvinir og þar hef- ur hann látið gamminn geisa. Einnig birti umræddur maður pistil á fés- bókinni á Þorláksmessu þar sem hann lofar skötuna á heimili oddvit- ans og þakkar fyrir heimboðið. Má því ekki gefa sér að hún hafi haft ít- arlega vitneskju um skrif hans? Eitt er víst, að gaman er að rifja upp orð blaðamanns Tímans sem var lengi dagblað sem Framsókn- arflokkurinn gaf út. Þessi orð skrif- aði hann í blaðið í maímánuði árið 1979 og er fróðlegt að spegla þau í umræðunni sem framsóknarmenn í Reykjavíkurborg eru að skapa þessa dagana. „Hvorki Sovétríkin né Vesturlönd þurfa þó að óttast íslam, fari þau rétt að… Afstaðan til íslam má ekki ein- skorðast af blindu eða trúarhita …. Kenning íslam er auk þess í grund- vallaratriðum lýðræðisleg og svipar í mörgum atriðum til jafnaðar- mennskunnar. Íslömsk þjóðfélög eru mismunandi, en afturhald er hreint ekkert einkenni þeirra. Oft á tímum hefur í íslamskri menningu falist broddur framþróunar í heim- inum.“ Við Breiðhyltingar tökum fagn- andi á móti öllum einstaklingum. Það gerum við óháð trú eða stjórn- málaskoðun þeirra og viljum við opna dyr okkar fyrir fjölbreytileik- anum. Í Breiðholtinu ríkir mannrétt- indaandi þar sem allir sem vilja búa í sátt og samlyndi við aðra eru vel- komnir. Ég get ekki ímyndað mér að stór hluti Breiðhyltinga vilji gera orð stjórnarmanns íbúasamtaka hverfisins að sínum þegar hann sagði „allir múslimar eiga að vera sendir til síns heima“. Verið heldur velkomin í Breiðholtið! „Allir múslimar eiga að vera sendir til síns heima“ Eftir Magnús Sig- urjón Guðmundsson » Áhyggjur annarra voru þær að nú kæmu þjóðernissinnar út úr myrkrinu og að aukin harka myndi fær- ast í leikinn. Magnús Sigurjón Guðmundsson Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla út- gáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birt- ist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferl- inu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerf- ið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.