Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Í kvöld, 1. maí, hefur göngu sína á RÚV íslenska grínþáttaröðin Drekasvæðið. Þættirnir eru sex talsins, í leikstjórn Kristófers Dig- nus og handritshöfundar eru þeir Ari Eldjárn, Bragi Valdimar Skúla- son og Guðmundur Pálsson. ,,Ástæða þess að við ákváðum að fara út í Dreka- svæðið er sú að okkur fannst svo gaman að vinna saman,“ útskýrir Kristófer. ,,Þátt- urinn er í raun af- sprengi af Skaup- inu 2013. Hand- ritshöfundarnir eru þeir sömu og leikararnir eru flestir þeir sömu. Okkur fannst mjög gaman að gera Skaupið en nenntum ekki að gera það aftur þar sem það var svo streituvaldandi. Við vildum því vinna áfram saman en undir minni pressu. Þá datt okkur í hug að gera sketsaseríu fyrir RÚV í rólegheitunum.“ Þess ber að geta að helstu leikarar eru Saga Garðars- dóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Birgitta Birg- isdóttir, Nanna Kristín og Pétur Jó- hann Sigfússon auk handritshöfund- anna þriggja. Aðspurður hvort þættirnir muni ná 80% áhorfi eins og Skaupið, svarar Kristófer: ,,Það væri vissu- lega gaman en ég get því miður engu lofað.“ Hugljómun við sjoppuna Ólíkt því sem margir kynnu að halda tengist nafngift þáttarað- arinnar ekki olíuleit. ,,Ég fékk hug- ljómun þegar ég var staddur á horninu á Frakkastíg og Njálsgötu en þar er hin fræga sjoppa Drek- inn. Einhver sagði mér að þetta svæði væri kallað Drekasvæðið af hipsterum,“ segir Kristófer. Þátt- urinn hafi þó enga skírskotun í sjoppuna. Að sögn Kristófers lýsa þættirnir sér í aðstæðugríni sem er ótengt stjórnmálum eða málefnum líðandi stundar. ,,Þetta eru stakir „sketsar“ héðan og þaðan og grínið er tíma- laust. Mitt markmið er að þættirnir verði áfram fyndnir eftir nokkur ár. Þættirnir eru ólíkir Skaupinu að því leyti að þeir skírskota ekki til líð- andi stundar. Sketsarnir fjalla oft um venjulegt fólk í fyndnum að- stæðum.“ Þá bendir hann á að handritshöf- undarnir þrír séu ólíkir með ólíkar áherslur. ,,Ari er mikið í stórum, kvikmyndalegum sketsum í mörg- um lögum, Bragi er mikið fyrir fimm aura brandara og Gummi ger- ir mikið grín að skrýtnum per- sónum,“ segir hann og bætir við að Ari pæli svo mikið í sketsum að það jaðri við vísindi. Sjálfur segist hann mikill aðdáandi þáttanna Port- landia. ,,Ég myndi þó aldrei líkja þátt- unum við Fóstbræður sem eru orðnir að ,,költi“. Þeir þykja mun fyndnari í dag en þegar þeir komu út. Ég væri til í að sleppa ,,cult“- hlutanum þannig að Drekasvæðið þyki fyndið frá og með fyrsta degi.“ Aðspurður segir hann í skoðun að búa til aðra seríu en það sé stílbrot hjá RÚV, sem yfirleitt láti eina ser- íu af íslenskum þáttum duga. ,,Það var ekkert gróft grín til að klippa út,“ svarar hann þegar blaðamaður spurði hvort eitthvað í grófari kantinum hefði verið klippt út úr þáttunum. ,,Við erum vel upp aldir og maður þarf ekki að vera grófur til að vera fyndinn.“ Þarf ekki að vera gróft til að vera fyndið  Gamanþáttaröðin Drekasvæðið hefur göngu sína á RÚV í kvöld Amish? Birgitta Birgisdóttir, Bragi Valdimar Skúlason, Guðmundur Pálsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir við tökur á Drekasvæðinu. Ekki fylgir sögunni hvaða grín er hér á ferðinni en það virðist tengjast amish-fólki. Kristófer Dignus The Water Diviner Fyrsta kvikmyndin sem leikarinn Russell Crowe leikstýrir. Crowe fer með aðalhlutverkið í henni og er handritið innblásið af raunveruleg- um atburðum. Segir af bændahjón- um í Ástralíu sem fá þær hörmu- legu fréttir að þrír synir þeirra hafi allir fallið í orrustunni um Gallipoli- skagann í Tyrklandi í fyrri heims- styrjöldinni. Móðir drengjanna sviptir sig lífi, buguð af sorg, og bóndinn, Connor, heldur til Tyrk- lands í von um að finna lík sona sinna til að geta jarðsett þá við hlið eiginkonunnar. Reynist það mikil hættuför því styrjöldin stendur enn yfir. Auk Crowes fara með helstu hlutverk Olga Kurylenko, Jai Courtney, Isabel Lucas og Yilmaz Erdogan. Metacritic: 51/100 Godard, Gullsandur, Cobain o.fl. Goodbye to Language, nýjasta kvik- mynd Jean-Lucs Godards, sem sýnd var á Stockfish-hátíðinni í febrúar, fer í almennar sýningar í Bíó Para- dís í dag og kvikmyndin Gullsandur frá árinu 1984 eftir Ágúst Guð- mundsson verður sýnd. Sérstök sýning verður á Kurt Cobain: Mon- tage of Heck, heimildarmynd um forsprakka hljómsveitarinnar Nirv- ana, Kurt Cobain. Þá verður leik- húsuppfærsla National Theatre í Lundúnum á sögu Roberts Louis Stevensons, Treasure Island, einnig sýnd um helgina og bíóklúbburinn Svartir sunnudagar sýnir hrollvekj- urnar Alien og Aliens. Sonaleit Russell Crowe í hlutverki Connors í The Water Diviner. Bíófrumsýningar Frumraun Crowes á stóli leikstjóra Tvíeykið Rae Sremmurd heldur tónleika í Laugardalshöll 27. ágúst nk., skipað bræðrunum Swae Lee og Slim Jimmy sem eru um tvítugt. Þeir ólust upp í fátækrahverfi í Tu- pelo í Missisippi, bjuggu árum sam- an á götunni, unnu af kappi að tón- list og héldu teiti til að vekja á sér athygli, skv. tilkynningu frá Senu sem heldur tónleikana. Árið 2013 fóru þeir að setja lög sín á YouTube og framleiðandinn Mike WiLL Made-It tók þá upp á arma sína en hann hefur m.a. starfað með Ri- hönnu, Jay-Z og Kanye West. Vin- sældir bræðranna á netinu eru gríðarmiklar, í nýjasta lagi sínu, „Thro Sum Mo“, njóta þeir krafta Nicki Minaj og fór lagið strax við útgáfu á topp 10 lista svo til allra útvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Þrjár til fimm íslenskar hljóm- ssveitir verða valdar til að hita upp fyrir Rae Sremmurd í Höllinni og tilkynnt síðar hverjar þær eru. Ráð- gert er að hefja miðasölu eftir um tvær vikur. Rae Sremmurd Bræðurnir Swae Lee og Slim Jimmy skemmta í Höllinni. Rae Sremmurd í Laugardalshöll ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.