Morgunblaðið - 26.05.2015, Side 2

Morgunblaðið - 26.05.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fulltrúar verkefnisstjórnar um Rammaáætlun auk fulltrúa um- hverfisráðuneytisins og Landsvirkj- unar eru boðaðir á fund atvinnu- veganefndar Alþingis í dag. Þar er Hvammsvirkjun meðal annars á dagskrá. Jón Gunnarsson, formaður at- vinnuveganefndar, sagði að fara ætti yfir stöðu mála á fundinum. Hann sagði það alveg vera með ólíkindum hvernig umræðan um Rammaáætl- un hefði þróast í þinginu undanfarið. Þar hafa spjótin m.a. beinst að Jóni persónulega, en hann sagði að meira en það þyrfti til að hleypa sér upp. Jón sagði furðu sæta að þingið skyldi vera í þessari stöðu vegna virkjanakosta í neðri hluta Þjórsár. Hingað til hefði verið mikil sátt um að það væri mjög eðlilegt að ganga til framkvæmda þar. „Almennt er viðurkennt að sú málsmeðferð sem viðhöfð var á síð- asta kjörtímabili við Neðri-Þjórsá var með þeim hætti að þetta voru einu viðbrögðin til að koma hlutun- um áfram,“ sagði Jón. Hann sagði að fulltrúar Landsvirkjunar yrðu m.a. spurðir að því hvernig málin stæðu gagnvart fyrirtækinu yrði ekkert gert. Þetta snerti ný verkefni sem væru í uppsiglingu og menn horfðu til. Yrði ekkert virkjað yrðu þessi verkefni einfaldlega slegin út af borðinu. Jón kvaðst vonast til þess að at- vinnuveganefnd færi langt í þessari viku með að afgreiða sjávarútvegs- frumvörpin, annars vegar um veiði- gjald og hins vegar um makrílveiðar. Málin hafa verið unnin samtímis í nefndinni. Hann kvaðst ekki geta tímasett nánar hvenær nefndin af- greiðir frumvörpin frá sér. Gestakomum vegna frumvarp- anna er nýlokið og er nefndin að vinna úr því sem þar kom fram. Einnig er verið að fara yfir ýmsa þætti varðandi frumvörpin með ráðuneytinu. gudni@mbl.is »17 Ræða Hvammsvirkjun  Nefndarvinna við frumvörp um veiðigjald og makríl fer langt í þessari viku Morgunblaðið/RAX Hvammsvirkjun Einn þriggja virkj- unarkosta í neðri hluta Þjórsár. Fjöldi stelpna á öllum aldri æfði sig í golfi á svæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar við Vífilsstaði í gær. Útskriftarnemar Golfkennara- skólans önnuðust kennslu fyrir byrjendur og lengra komna og margar buðu vinkonum, dætr- um eða mæðrum sem ekki eru í golfklúbbi með sér. Í fyrra sóttu um 500 konur sér kennslu á sambærilegum degi og ekki er ólíklegt að ein- hverjir meistarar framtíðarinnar hafi komið við á vellinum við Vífilsstaði í gær. Golfvellirnir eru óðum að taka við sér og þeim fjölgar stöðugt sem slá hvíta boltann á völlum um allt land. Morgunblaðið/Kristinn Fjöldi stelpna lék sér í golfi við Vífilsstaði Útskriftarnemar Golfkennaraskólans kenndu grunnatriði golfíþróttarinnar Ísland hafnaði í 33. sæti af 76 sam- kvæmt niðurstöðum stórrar könn- unar á vegum Efnahags- og fram- farastofnunar (OECD) um kunnáttu 15 ára nemenda í stærðfræði og raun- greinum. Stjórn Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) tel- ur niðurstöðuna óviðunandi fyrir Ísland og mikil- vægt að yfirvöld menntamála bregðist við. „Verkfræðinga- félagið lætur sér mjög annt um tækni- og verk- fræðinám hér á landi eins og víðast hvar annars stað- ar. Við vitum að stærðfræði og raun- greinar eru undirstaða þess náms og ef við búum okkar nemendur ekki undir slíkt nám má segja sem svo að búið sé að takmarka tækifæri þeirra í atvinnu- og menntamálum til fram- tíðar,“ segir Kristinn Andersen, for- maður VFÍ, og bætir við að Ísland hljóti að geta gert betur. Standa þarf vörð um námið Spurður hvort niðurstöður könn- unarinnar geti talist mikilvægt inn- legg í þá umræðu sem nú á sér stað um styttingu framhaldsskólans kveð- ur Kristinn já við. Segir hann nú afar brýnt að staðinn verði vörður um stærðfræði- og raungreinanám. „Það er mjög mikilvægt að fyrirhugaðar breytingar komi ekki niður á því,“ segir Kristinn. Fram kemur í niðurstöðum könn- unar OECD, sem dregur fram sam- band hagvaxtar og gæða menntunar, að Finnar eru efstir Evrópuþjóða í 6. sæti og Eistar skipa 7. sætið. Næstu Norðurlandaþjóðir þar á eftir eru Danir í 22. sæti og Norðmenn í 25. sæti. Íslendingar eru, sem fyrr segir, í 33. sæti og Svíar í 35. Á toppi listans eru Singapore, í fyrsta sæti, Hong Kong, í öðru sæti, Suður-Kórea, í þriðja sæti, en fjórða sætið skipa sameiginlega Japan og Taívan. Það ríki sem verst kom út er Ghana og hafnaði það í 76. sæti. OECD bendir á að niðurstöður þessarar stærstu skólakönnunar sem gerð hefur verið til þessa sýni að ótví- rætt samband sé á milli hagvaxtar og gæða menntunar í viðkomandi landi. Árangur í raun- greinum óviðunandi Huga þarf betur að raungreinanámi.  Ísland í 33. sæti í könnun OECD heitir pottar Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart. GERÐU VERÐ-SAMANBURÐ Malín Brand malin@mbl.is Hluti aksturs strætisvagna Strætó á höfuðborgarsvæðinu er nú í útboði, eða um 40% akstursins. Núgildandi samningur rennur út í lok ágúst á næsta ári. Sá samningur var gerður til fjögurra ára og var hann fram- lengdur í tvígang til árs í senn. Ferli útboðs á borð við það sem auglýst var nú um helgina er langt, enda margþætt og þungt í vöfum. „Rekstraraðilar að hverju tilboði verða að vera tveir að lágmarki og sá sem verður með hagstæðasta tilboðið þarf að gera ákveðnar ráðstafanir til þess að geta hafið rekstur,“ segir Jó- hannes Svavar Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Strætó. Þær ráðstaf- anir lúta til dæmis að vagnakaupum og uppsetningu verkstæðis, svo eitt- hvað sé nefnt en bið eftir nýjum vögnum getur tekið upp undir ár. Vantar bílstjóra Þó að um miklar breytingar sé að ræða verða þó ekki breytingar í starfsmannahaldinu og halda bíl- stjórarnir sinni vinnu. „Mig vantar reyndar um tuttugu bílstjóra til við- bótar því það er gríðarleg eftirspurn eftir þessum hópi,“ segir Jóhannes. Innkaupadeild Reykjavíkur- borgar, fyrir hönd byggðasamlags Strætó, auglýsir útboð þjónustunnar „Akstur almenningsvagna á höf- uðborgarsvæðinu“. Um er að ræða innkaup á um 170 þúsund tímatöflu- tímum á ári og 49 rekstrarvögnum og er rekstrartímabilið frá því í lok ágúst 2016 til ágústmánaðar 2020, með heimild til framlengingar um allt að fjögur ár. Innkaupunum er skipt upp í níu mismunandi aksturs- hluta. „Þetta eru ákveðnar leiðir sem eru með ákveðið mörgum aksturs- stundum og menn geta þá boðið í allt að 75% en að lágmarki 25%,“ segir Jóhannes. Útboð á akstri Strætó á höfuðborgarsvæðinu  40% aksturs almenningsvagna boðin út  49 nýir vagnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.