Morgunblaðið - 26.05.2015, Síða 19

Morgunblaðið - 26.05.2015, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 ✝ Jón ViðarGunnlaugsson fæddist á Siglufirði 3. mars 1934. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 15. maí 2015. Foreldrar hans voru Jóhanna Guð- rún Friðjónsdóttir, f. 3.11. 1910, d. 30.12. 1993, og Gunnlaugur Friðleifsson, f. 29.5. 1899, d. 13.7. 1970. Systir Viðars var Sigríður Elísabet Gunn- laugsdóttir, f. 25.10. 1935, d. 22.6. 2013. Eiginkona hans er Arndís Kristjánsdóttir frá Móabúð í björtu Rún, f. 2014. 2) Arna Sig- rún, f. 1966, gift Haraldi Páli Hilmarssyni, f. 1962. Börn þeirra eru Óskar, f. 1993 og Arndís, f. 1996. 3) Gunnlaugur Viðar Við- arsson, f. 1970. 4) Sonja Guðrún Viðarsdóttir, f. 1975. Börn henn- ar eru Jón Arnar, f. 1994, faðir Gísli Baldursson, f. 1973, og Esja Bára, f. 2008, faðir Lárus Arnar Gunnarsson, f. 1967. Viðar flutti ungur frá Siglu- firði og fór meðal annars til Grundarfjarðar á vertíð, þar sem hann kynntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Arndísi Kristjáns- dóttur. Hann tók ungur atvinnu- flugmannspróf og starfaði sem siglingafræðingur hjá Lofleiðum í mörg ár. Fljótlega eftir að hann hætti störfum þar hóf hann störf hjá slökkviliðinu á Keflavík- urflugvelli, þar sem hann vann til starfsloka. Útför Viðars fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 26. maí 2015 kl. 15. Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi, f. 24.3. 1937. Hún dvelur nú á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Graf- arvogi. Börn Viðars og Arndísar eru: 1) Auður Kristrún, f. 1957, í sambúð með Guðjóni Baldvins- syni, f. 1954, og eiga þau soninn Guðjón Gauta, f. árið 2000. Fyrir átti Auður með Sturlu Rögnvaldssyni, f. 27.10. 1953, d. 31.5. 2012, synina Viðar, f. 1982, Rögnvald, f. 1984, og Agnar, f. 1987. Rögnvaldur er í sambúð með Öglu Ösp Sveinsdóttur, f. 1990, og eiga þau dótturina Dag- Látinn er tengdafaðir minn Viðar Gunnlaugsson, fyrrum flugmaður og síðar starfsmaður slökkviliðsins á Keflavíkurflug- velli um árabil. Er orðið skarð fyrir skildi þegar Viðar er horfinn af velli og ekki lengur hægt að njóta gam- ansemi hans sem stundum gat reyndar verið hrjúf en samt allt- af einhvern veginn vinsamleg svo vel var tekið. Leiðir okkar Viðars lágu fyrst saman þegar ég kynntist elstu dóttur hans og sambýliskonu minni, Auði Kristrúnu, og kunni ég strax vel við manninn. Hann var vanur að tjá manni skoðanir sínar jafnt á mönnum sem mál- efnum alveg umbúðalaust og hressilega, svo ekki var farið í neinar grafgötur um þær. Þó hann væri ekki vanur að bera til- finningar sínar á torg þá vissi maður alltaf hvar maður hafði Viðar. Hann var hreinn og beinn í háttum sínum. Hann var að jafnaði afskap- lega ræðinn og gat oft verið unun að hlusta á hann lýsa ýmsum at- burðum af lífsleiðinni, ekki hvað síst frá tíma hans hjá Loftleiðum. Hann hafði lært til atvinnuflug- mannsprófs og starfaði sem sigl- ingafræðingur í flugvélum Loft- leiða á meðan sú stétt var við lýði. Þegar flugvélarnar þróuð- ust þannig að ekki þurfti lengur nema flugstjóra og aðstoðarflug- mann í hverri vél, söðlaði hann um og gerðist starfsmaður slökkviliðsins á Keflavíkurflug- velli, sem hann síðan vann hjá fram að starfslokum sínum. Ekki var ég farinn að þekkja hann á þeim tíma en heyrði síðar margar sögur frá því tímabili starfsævi hans ekki síður en flugsins. Hann hafði mætur á skemmtilegum karakterum og mönnum sem fóru sínar eigin leiðir í lífinu og sagði gjarnan frá þeim. Á blómatíma hans í fluginu á sjöunda áratugnum var flug- mannsstarfið hygg ég mikið æv- intýri og yfir því sérstakur ljómi sem ég er ekki viss um að við síð- ari tíma fólk getum áttað okkur alveg á, svo alvanalegt sem flugið og flugferðirnar eru orðnar í dag. Á þessum tíma fylgdu því nokkur forréttindi að vera flugmaður, starfinu fylgdu tíðar ferðir til út- landa, bæði til Evrópu og Banda- ríkjanna. Mér fannst Viðar alltaf bera með sér nokkurn brag heimsborgara þegar hann sagði frá ferðum og ævintýrum úr fluginu. Hann ræddi oft um er- lendar heimsborgir rétt eins og þær væru bara Siglufjörður, hans gamli fæðingarbær. Hann átti rætur að rekja í Fljótin í Skagafirði en fæddist og ólst upp á Siglufirði. Við áttum þess kost að fara með honum á ættarmót móðurættar hans árið 2013, sem haldið var þar. Það var hans síð- asta ferð á æskuslóðirnar og til allrar lukku fengum við Auður hann til þess að fara með okkur um bæinn og rifja upp líf sitt og helstu verustaði þar og er sú fræðsluferð nú orðin að ljúfri minningu. Hann ólst upp í miðri hringiðu síldarævintýrisins sem áreiðanlega hefur verið sérstök lífsreynsla fyrir unglinga þess tíma. Mín tilfinning er sú að Við- ar hafi að mörgu leyti verið gæfumaður í lífinu, eins og hann hafði upplag til. Hann kynntist og starfaði á slóðum tveggja af stórævintýrum þjóðarinnar, síld- veiðanna og upphafs millilanda- flugsins. Hafðu þökk, kæri Viðar, fyrir skemmtileg og gefandi kynni á okkar samleið. Þau munu ylja um ókomin ár. Guðjón Baldvinsson. Jón Viðar Gunnlaugsson ✝ Sigrún GíslaHalldórsdóttir fæddist 30. maí 1942 á Halldórs- stöðum í Seylu- hreppi í Skagafirði. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 13. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hall- dór Gíslason, f. 10.9. 1909, d. 12.10. 1998, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 27.7. 1914, d. 25.3. 1986. Systkini hennar eru Sigurður, f. 4.8. 1938, d. 25.8. 1938, Ingi- björg Elín, f. 10.7. 1939, Björn Halldór, f. 29.11. 1943, d. 5.9. 2000, Sigurður Jón, f. 27.9. 1947, d. 4.11. 1997, Efemía Guð- rún, f. 10.6. 1952, Erla Sigríður, f. 23.12. 1955 og Skúli, f. 1.11. 1957. Þann 17. júní 1967 giftist Sig- rún Sverri Sigurðssyni Svav- arssyni, frá Sauðárkróki, f. 24.11. 1934, d. 27.9. 2011. Eign- uðust þau tvö börn, Svavar Hall- dór, f. 31.1. 1962, d. 8.1. 1978, og Elínu, f. 6.8. 1963, d. 17.6. 1989, gift Einari Erni Einarssyni, f. Skógaskóla og Vestmanna- eyjum. Hún vann við símstöðina í Varmahlíð og fleiri störf hjá Lindermann, sem rak þar hótel, bensínsölu ásamt fleiru. Þá vann hún á nokkrum stöðum á Sauð- árkróki svo sem í eldhúsinu á sjúkrahúsinu, við afgreiðslu- störf í verslun Haraldar Júl- íussonar, Matvörubúðinni og í vefnaðarvörudeild Kaupfélags Skagfirðinga. Hún var í nokkur ár verkstjóri í unglingavinnunni á vegum sveitarfélagsins. Þá var hún í allmörg ár starfs- maður Sauðárkrókskirkju sem aðstoðarmaður við athafnir og umsjón á þrifum á kirkju og safnaðarheimili, en hafði svo yf- irumsjón með kirkjugarðinum allt til starfsloka í september 2011. Þá hafði hún til margra ára ásamt eiginmanni sínum umsjón með föndri eldri borg- ara á Sauðárkróki og hélt því áfram eftir fráfall hans allt til æviloka. Sigrún hafði gaman af söng og starfaði með Kirkjukór Glaumbæjarsóknar í mörg ár. Hún var virkur félagi í Sálar- rannsóknarfélagi Skagafjarðar. Þá var hún alla sína ævi frí- stundabóndi og átti bæði kindur og hesta, sem veittu henni ómælda ánægju. Útför Sigrúnar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 26. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 14. 18.8. 1960, börn þeirra eru Halldóra Ragna, f. 30.6. 1980, gift Gunn- laugi Eiðssyni, f. 11.7. 1979, og eiga þau þrjú börn, Katrínu Díu, f. 21.10. 2004, Elínu Birnu, f. 19.3. 2006 og Eið Bessa, f. 11.4. 2009. Fyrir átti Sverrir þrjá syni, Magnús, f. 9.12. 1954, gift- ur Ástu Pálínu Ragnarsdóttur, f. 3.6. 1953, eiga þau þrjá syni og þrjú barnabörn. Ómar, f. 25.11. 1955, d. 20.1. 1985, giftur Aðal- björgu Ólafsdóttur, f. 11.1. 1959, þau skildu. Eignuðust þau tvö börn sem bæði eru látin. Jóhann Magni, f. 20.5. 1957, giftur Leidy Karen Steinsdóttur, f. 21.11. 1957, eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. Sigrún ólst upp í foreldra- húsum á Halldórsstöðum við öll almenn sveitastörf. Sem ung- lingur var hún í barnapössun innan sveitarinnar. Þá vann hún tímabundið við mötuneyti á ýmsum stöðum, svo sem í Hún Sigrún móðursystir mín var, eins og allir vita sem henni kynntust, athyglisverð kona. Sig- rún var glæsileg ung kona og eft- irtektarverð, hennar ævi og reynsla er þvílík að fáir mundu vilja upplifa slíkt. Sem barn og unglingur ólst hún upp við ást og alúð foreldra sinna og sjö systk- ina á Halldórsstöðum, tveir bræður hennar eru látnir. Hún kynntist Sverri sem var stóra ástin í hennar lífi þegar hún er innan við tvítugt, þá var hann fráskilinn og faðir þriggja sona, Magnúsar, Ómars og Jóhanns. Þau hófu sambúð og eignuðust tvö börn. Svavar Halldór fæddan 31. jan 1962 sem þau missa 8. janúar 1978 og Elínu fædda 6. ágúst 1963 sem þau missa 17. júní 1989, frá tveimur ungum börnum. Hver gæti hugsað sér meiri sorg? Þar fyrir utan missa þau Ómar 30 ára og bæði börnin hans Ólaf 18 ára og Söru 14 ára. Sverri missti hún 27. september 2011. Sigrún var kjarnakona, hrein- skilin kjaftfor og hispurslaus. Stundum þótti manni alveg nóg um skoðanir hennar en hún lá ekki á þeim og var sjaldnast nein lognmolla í kringum hana . Hún var dugnaðarforkur og mikill dýravinur, þegar ég var stelpa og var í sveitinni hjá afa og ömmu, oft ásamt systrum mínum og Svavari og Ellu, þá komu Sigrún og Sverrir ásamt fleirum alltaf um helgar í Halldórsstaði og var hún þá jafnan ekkert að dunda í inniverkum heldur úti í heyskap, smalamennsku eða öðru, og oft þótti okkur krökkunum hún tölu- vert stjórnsöm. Þegar ég tók bíl- próf gáfu þau Sverrir mér gamla hvíta Moskvitsinn sinn. Á seinni árum var hún svo með hesta og kindurnar sínar, sem hún ann- aðist af alúð meðan heilsan leyfði. Barnabörnin hennar, Halldóra og Gísli, voru hennar augasteinar frá fyrstu tíð og áttu hjá henni at- hvarf og ástúð þegar þau þurftu, einnig barnabörn Sverris sem henni þótti mjög vænt um. Við vorum saman í gufuklúbb hér í sundlauginni í nokkur ár og margt gullkornið hraut af hennar vörum á þeim stundum. Fórum yfirleitt út að borða á hverju vori. Einhverju sinni sagði hún við okkur Stínu systur: „Það er ótrú- legt hvað þið getið étið“. Hún var skírnarvottur þegar Elín Petra mín var skírð. Á hátíðisdögum klæddi Sigrún sig upp í íslenskan búning. Og ógleymanlegur var brúðkaupsdagur Halldóru á Ak- ureyri 6. ágúst 2011. Þar stóð hún við altarið á upphlutnum sín- um sem svaramaður Halldóru, og Eiður Bessi tveggja ára leiddi hana inn kirkjugólfið, svo söng Sverrir Bergmann við brúðkaup- ið, algjörlega ógleymanlegur dagur. Oft sagði hún mér sögur af litlu langömmubörnunum sín- um og var oft að prjóna á þau sokka og fleira. Sigrún vann við kirkjugarðinn hér í mörg ár og þau bæði, hún og Sverrir, við kirkjuna, sinntu þeim störfum af mikilli alúð og natni. Mér þótti mjög vænt um Sigrúnu þó ég haldi að henni hafi oft fundist ég óttalegur bjálfi. Ég trúi því að henni líði betur núna, laus við kvalir og lasleika og ég veit að það hafa margir tekið henni fagnandi þegar yfir kom. Elsku Maggi, Jonni, Halldóra, Gísli, mamma, Effa, Erla, Skúli og fjölskyldur. Mínar hjartanleg- ustu samúðarkveðjur, minning hennar mun lifa með okkur. Sólveig Þorvalds. Sigrún Gísla Halldórsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HAUKUR BREIÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSON, Víðivöllum 20, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 30. maí kl. 13.30. . Halldóra Sigmundsd., Guðmunda Laufey Hauksdóttir, Guðjóna Kristín Hauksdóttir, Sveinn Þórðarson, Ólafur G.R. Hauksson, Sigríður Pálsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR H. HAUKSSON, Gússi, Norðurfelli 7, Reykjavík, lést á líknardeild í Kópavogi miðvikudaginn 20. maí. Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 29. maí kl. 13. Sérstakar þakkir fá hjúkrunarþjónustan Karitas og starfsfólk á líknardeild Landspítalans fyrir góða umönnun og alúð. . Haukur Gunnarsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Helgi Tómas Gunnarsson, Sandra Eðvarðsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Lena Magnúsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Sverrir Steindórsson og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, HANNES HJARTARSON, Hannes í Húsasmiðjunni, Goðheimum 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 17. maí. Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. . Þórunn Pálsdóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLÍNA GUNNLAUGSDÓTTIR, garðyrkjufræðingur, áður Reykjum í Ölfusi, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðvikudaginn 27. maí kl. 13.00. . Hulda Axelsdóttir, Álfdís Elín Axelsdóttir, Martin Kennelly, Erla Dís Axelsdóttir, Pétur H. Hannesson, Ari Víðir Axelsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN GÚSTAFSSON frá Ásbyrgi, Djúpavogi, síðast til heimilis á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi, lést 20. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Höfða. . Hilmar Björnsson, Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Lea H. Björnsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Jón Valdimar Björnsson, Selma Guðmundsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Júlíus Ólafsson, Hreinn Björnsson, Ingibjörg J. Ingólfsdóttir, Hlíf Björnsdóttir, Magnús F. Ingólfsson og fjölskyldur.  Fleiri minningargreinar um Sigrúnu Gíslu Halldsórs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.