Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Side 29
SJARMERANDI HÆÐ Í ÞINGHOLTUNUM Þ að fyrsta sem blaðamaður tekur eftir þegar gengið er inn í húsið er stórkostleg- ur stigagangur, málaður af Einari Jónssyni, með marmaram- unstri í art deco-stíl. Stigagang- urinn er friðaður, segir húsfrúin, sem ekki vill láta nafns síns getið, en hún hefur komið sér vel fyrir ásamt þremur persaköttum. Hátt er til lofts í íbúðinni og stórir upp- runalegir gluggar veita mikla birtu. „Ég hef haft gaman af að heim- sækja antíkbúðir og markaði gegn- um tíðina, heimilið er því einhvers konar samansafn af hinu og þessu, ég er hrifin af frönskum og ítölsk- um stíl,“ segir húsfrúin en hún segir jafnframt liti og lýsingu skipta sköpum á heimilinu. Áhugi húsfrúarinnar á ferðalögum leynir sér ekki þar sem gersemar hvað- anæva úr heiminum prýða heimilið; allt frá fallegum myndum yfir í heillandi antíkmublur sem keyptar voru á mörkuðum. Stíllinn á heim- ilinu fer vel við upprunalegar inn- réttingar og stíl byggingarinnar, sem ljær heimilinu ákaflega heillandi og notalegt yfirbragð. Borðstofan er í miklu eft- irlæti á heimilinu. Fallegir munir hvaðanæva úr heiminum skapa þar notalega stemningu. Stigagangurinn er friðaður en hann er málaður í art deco-stíl. Loftið í stofunni málaði franskur listamaður. Franskur og ítalskur stíll í miðbænum ÞINGHOLTIN Í REYKJAVÍK ERU HEILLANDI OG EFTIRSÓTT HVERFI, ÞAR ER MIKIÐ AF ELDRI FALLEGUM HÚSUM MEÐ STERKAN KARAKTER. SUNNUDAGSBLAÐIÐ LEIT INN Á SJARMERANDI HÆÐ VIÐ BALDURSGÖTU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Áhuginn á ferðalögum leynir sér ekki og hefur húsfrúin haft gaman af því að heimsækja antíkbúðir og markaði gegnum tíðina 10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 25-70%AFSLÁTTUR – fyrir lifandi heimili – Leggur grunn að góðum degi – fyrir lifandi heimili – Leggur grunn að góðum degi – fyrir lifandi heimili – NN MEIRI AFSL ÁTTUR!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.