Fréttablaðið - 24.01.2015, Side 6

Fréttablaðið - 24.01.2015, Side 6
24. janúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 SJÁVARÚTVEGUR Loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar eftir ára- mótin sýnir hvað mestu útbreiðslu loðnu fyrir Vestfjörðum og að Norð- urlandi um langt árabil. Þegar ligg- ur fyrir að aflaráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar verður aukin um 100 þúsund tonn hið minnsta. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son hefur frá 5. janúar verið við loðnumælingar og mælt loðnu sem fundist hefur frá Vestfjörðum og að Norðurlandi. Jafnframt leitaði og mældi Birtingur NK loðnu frá Austfjörðum og að Norðurlandi síð- ustu daga. Loðna hefur fundist mjög víða í leiðangrinum á öllu rannsóknasvæð- inu nema úti fyrir Austurlandi. Í kjölfar mælinga á stærð loðnu- stofnsins í september og október síðastliðnum lagði stofnunin til að heildaraflamark vertíðarinnar yrði 260 þúsund tonn – en þar af var hlut- deild Íslands 127.000 tonn. Í tilkynn- ingu Hafró í gær sagði að enda þótt endanlegum mælingum á stærð veiðistofns loðnu ljúki ekki fyrr en í næstu viku „telur Hafrannsókna- stofnun rétt að fram komi að mæl- ingin mun leiða til þess að stofnunin leggi til aukningu í aflamarki fyrir vertíðina 2014/2015. Miðað við var- færnar forsendur á þessari stundu, mun sú aukning að minnsta kosti verða um 100 þúsund tonn.“ Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vill ekki sýna á spilin um hversu mikil aukn- ing verði hugsanlega gerð á ráðgjöf- inni til viðbótar við þau 100 þúsund tonn sem eru í hendi. „En þetta lítur alveg þokkalega út og við töldum rétt að gefa mönnum upplýsingar um það. Eftir því sem líður á ver- tíðina skiptir hver dagur máli í því að menn viti hver staðan er og menn geti skipulagt veiðarnar í samræmi við það,“ segir Jóhann og bætir við að frekari mælingar taki nú við en loðnan sé mjög dreifð og frekari mælinga því þörf. Hafrannsóknastofnun veitir lokaráðgjöf sína um aflamark að afloknum leiðangrinum. Mælingar á stofninum í haust bentu til þess að hrygningarstofninn yrði um 660 þúsund tonn á hrygningartíma. Aflaregla gerir ráð fyrir að 400 þús- und tonn séu skilin eftir til hrygn- ingar. svavar@frettabladid.is Hundrað þúsund tonnum bætt við loðnukvótann Hafrannsóknastofnun boðar að aflaráðgjöf í loðnu verði aukin verulega. Meira sést af veiðanlegri loðnu en mörg undanfarin ár. Mælingar í haust bentu til þess að hrygningarstofninn yrði tæp 700 þúsund tonn. Á VEIÐUM Mikilvægi uppsjávarveiða er gríðarlegt og gætu fréttirnar komið fram í hagvísum á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Í svari Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til Fréttablaðsins er útflutnings- verðmæti loðnuafurða úr þessum auknu aflaheimildum, að tilteknum fyrirvörum um ráðstöfun, gengi gjaldmiðla og ástand á mörkuðum, um átta milljarðar króna. GÆTI SKILAÐ UM ÁTTA MILLJÖRÐUM KRÓNA 2.590.000 kr. KIA Cee’d LX Árgerð 5/2013, ekinn 73 þús. km, dísil, 1396 cc, 90 hö, beinskiptur, eyðsla 4,4 l/100 km. 2.390.000 kr. KIA Picanto EX Árgerð 6/2014, ekinn 6 þús. km, bensín, 1285 cc, 85 hö, sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100 km. 5.190.000 kr.4.690.000 kr. KIA Sorento EX LuxuryKIA Sportage EX Árgerð 5/2012, ekinn 76 þús. km, dísil, 2199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km. Árgerð 11/2012, ekinn 29 þús. km, dísil, 1995 cc, 136 hö, beinskiptur, fjórhjóladrifinn, eyðsla 5,7 l/100 km. *Á by rg ð er í 7 ár f rá s kr án in ga rd eg i b if re ið ar Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Ábyrgð fylgir! Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia* NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 En þetta lítur alveg þokkalega út og við töldum rétt að gefa mönnum upplýsingar um það. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar ÚKRAÍNA „Af okkar hálfu verða ekki gerðar nein- ar tilraunir til viðræðna um vopnahlé,“ sagði Alexander Sakhartsjenkó, einn af helstu leiðtog- um uppreisnarmanna í austanverðri Úkraínu. Hann sagði uppreisnarmenn vera í sókn þessa dagana og hafa því engan hag af friðarviðræð- unum. Þeir myndu halda áfram að reyna að ná stærra svæði á sitt vald. Donetsk-borg væri þegar á valdi þeirra og nánast allt Donetsk-hér- að sömuleiðis. Úkraínski herinn yfirgaf í vikunni flugstöðv- arbygginguna í Donetsk eftir hörð átök þar, en uppreisnarmenn höfðu lengi haft flugvöllinn sjálfan á sínu valdi. Uppreisnarmenn segja samt að stjórnarherinn sé enn að gera árásir á flug- völlinn. Þrettán almennir borgarar létu lífið á fimmtu- dag þegar sprengju flaug sprakk á strætisvagna- stöð þar í miðborginni. Uppreisnarmenn saka stjórnarherinn um að bera ábyrgð á þessari árás, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur tekið undir það. Atlantshafsbandalagið segir margt benda til þess að hörð átök séu í uppsiglingu í austan- verðri Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja að átökin þar hafi til þessa kostað meira en fimm þúsund manns lífið. - gb Aðskilnaðarsinnar í austanverðri Úkraínu segjast vera í sókn og friðarviðræður tilgangslausar: Uppreisnarleiðtogi vill ekki vopnahlé ALEXANDER SAKHARTSJENKÓ Leiðtogi uppreisnar- manna, fyrir miðri mynd, umkringdur lífvörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LANDBÚNAÐUR Tollar eru helm- ingur af verði á innfluttu ali- fuglakjöti og milli 40 og 26 pró- sent af verði á annarri innfluttri kjötvöru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps um tolla- mál á sviði landbúnaðar. Þá bendir Félag atvinnurek- enda á að stjórnvöld geti aukið innflutning á landbúnaðarafurð- um á lægri tollum verulega sam- kvæmt samningnum um Alþjóða- viðskiptastofnunina án viðræðna við önnur ríki. Til að mynda er heimilt að hækka tollkvóta á alifuglakjöti úr 59 tonnum í 412 tonn. - ih Hægt að bæta við tollkvóta: Tollar halda kjötverði háu SKIPULAGSMÁL Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnar kröfu um stöðvun fram- kvæmda við frístundabyggð í Stafafellsfjöllum í Lóni. Eigendur sumarhúsa í Stafafells- fjöllum kærðu ákvörðun bæjar- stjórnar Hornafjarðar um nýtt deiliskipulag á svæðinu og kröf- uðst þess að hún yrði felld úr gildi. Þangað til myndu fram- kvæmdir verða stöðvaðar. Sveit- arfélagið segir kröfuna ómál- efnalega og ósanngjarna. - gar Ný frístundabyggð í Lóni: Hafna kröfu um stöðvun SVÍÞJÓÐ Peningaþvætti fer nú fram í gegnum fyrirtæki sem hand- leika reiðufé, eins og gjaldeyris- skiptistöðvar, ferðaskrifstofur og tóbaks sölur. Þetta segir Eva Fröj- elin, yfirmaður sænsku efnahags- brotastofnunarinnar. Á vef DN segir að breyting á lögum á miðju síðasta ári hafi veitt fjármálastofnunum möguleika á að frysta fé væri ekki hægt að skýra uppruna þess. Fröjelin vænti þess að miklu fleiri tilkynningar um fryst fé myndu berast. - ibs Efnahagsbrot í Svíþjóð: Peningaþvætti rannsakað Í BÓNUS Tollar eru helmingur af inn- fluttu fuglakjöti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 8 3 -A A 7 C 1 7 8 3 -A 9 4 0 1 7 8 3 -A 8 0 4 1 7 8 3 -A 6 C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.