Fréttablaðið - 24.01.2015, Side 104

Fréttablaðið - 24.01.2015, Side 104
24. janúar 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 60 HANDBOLTI Fyrir HM í Katar gengu margir svo langt að spá Dönum heimsmeistaratitlinum enda liðið ógnarsterkt með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Liðið hefur þar að auki farið í úrslit á fjórum stór- mótum í röð. Liðið hikstaði í upp- hafi móts en virðist nú komið í gang, þrátt fyrir að Danir þurfi að sætta sig við að hafa ekki landað toppsæti D-riðils keppninnar í Katar. Lykilmaður í uppgangi danska landsliðsins síðasta áratuginn eða svo er Ulrik Wilbæk. Hann hætti sem landsliðsþjálfari eftir níu ára starf í fyrra og var Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, ráðinn í hans stað sem kunnugt er. Allir þeir Danir sem ofanritaður hefur rætt við hér í Katar eru sam- mála um eitt – að það yrði erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fót- spor Wilbæk, enda goðsögn í dönsk- um handbolta. Guðmundur fær nú það hlutverk og Wilbæk hefur ekki áhyggjur. Er rólegur í stúkunni „Þetta var sérstakur leikur [gegn Argentínu í fyrstu umferð riðla- keppninnar]. Við vorum lengst af í forystu en stundum gerist svona lagað í handbolta. Það er mikil pressa sem fylgir þessari stöðu og ef til vill get ég hjálpað honum hvað mest að því leyti,“ sagði Wilbæk í samtali við Fréttablaðið eftir blaða- mannafund danska liðsins á dögun- um. Á fundinum sat Guðmundur fyrir svörum hinnar fjölmennu fjölmiðlasveitar Dananna. Wilbæk sat í öfustu röð í salnum og hlýddi hljóður á. „Mér líður vel í þessu nýja hlut- verki og það fer vel um mig á aft- asta bekk,“ segir hann brosandi. „Mitt hlutverk er nú að styðja við Guðmund og hans fólk og ég reyni að sinna því af bestu getu,“ bætir hann við en Wilbæk gegnir nú stöðu íþróttastjóra hjá danska handknattleikssambandinu. Wilbæk var líflegur á hliðar- línunni – rétt eins og Guðmundur hefur alltaf verið – en hann á ekki í erfiðleikum með að hemja sig uppi í stúku. „Það er ekkert mál. Ég er róleg persóna nema þegar ég stend á hliðarlínunni.“ Mikil áhrif á feril minn Markvörðurinn Niklas Landin er lykilmaður í liði Dana enda einn allra besti markvörður heims – ef ekki sá besti. Hann og Guðmundur hafa starfað lengi saman. „Ég á virkilega gott samband við Gumma. Ég var 19-20 ára gam- all þegar hann gaf mér tækifæri í GOG Gudme og svo 22 ára þegar hann gaf mér tækifæri í þýsku úrvalsdeildinni með Rhein-Neckar Löwen. Hann hefur haft mikil áhrif á feril minn,“ segir hann. „Mestu máli skiptir að hann hefur gefið mér mínútur inni á vell- inum. Þar að auki ræðum við alltaf mjög mikið saman, bæði fyrir leiki og eftir þá. Ég myndi segja að við þekkjumst virkilega vel.“ Hann segir að það sé ekki mikill munur á því að hafa Guðmund sem félagsliðsþjálfara og landsliðsþjálf- ara. „Hann vinnur næstum eins í Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is Gummi fær sinn tíma með liðinu Ulrik Wilbæk og Niklas Landin hafa mikið álit á Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara danska landsliðsins, á HM í Katar. Landin, einn besti markvörður heims, segist eiga Guðmundi margt að þakka: „Þetta snýst um að vinna réttu leikina– ekki endilega alla,“ segir Wilbæk. Á HLIÐARLÍNUNNI Guðmundur Guðmundsson sést hér stýra danska liðinu á HM í Katar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Niklas Landin skrifaði á síðasta ári undir samning við THW Kiel, þýsku meistarana sem Alfreð Gíslason þjálfar. Þangað fer hann eftir að tímabili hans með Rhein- Neckar Löwen lýkur í vor. „Ég þekki ekki Alfreð vel en ég hlakka virkilega mikið til að fara til Kiel og ég er spenntur að sjá hvað næsti íslenski þjálfari gerir,“ segir Landin brosandi en Guð- mundur Guðmundsson þjálfaði hann hjá tveimur félagsliðum og er nú landsliðsþjálfarinn hans. „Ég veit ekki hvað það er sem gerir íslenska þjálfara svona góða en þeir eru úti um allt. Það er ótrúlegt,“ segir Landin. Hlakka til að kynnast nýjum íslenskum þjálfara HANDBOLTI Lars Krogh Jeppesen, fyrrverandi landsliðsmaður Dana og sérfræðingur DR um HM, segir að Guðmundur Guðmundsson hafi átt fullan rétt á því að skamma danska fjölmiðla í Doha í gær. Guðmundur sagðist aldrei áður hafa lent í því á 25 ára þjálfaraferli sínum að frétt komi fram um lið hans sem sé uppspuni frá rótum. Í fyrra- dag var fullyrt að Kasper Sönder- gaard væri ósáttur við hlutverk sitt í danska liðinu en hann þrætti fyrir það um leið. „Þegar fjölmiðlar grípa fréttir úr lausu lofti þá á sér stað trúnaðarbrestur,“ sagði Jeppesen við Fréttablaðið í gær en hann segir að ábyrgð fjölmiðla í umfjöllun sinni um danska liðið sé mikil. „Það eru 5,5 milljónir íbúa í Dan- mörku og í síðasta leik voru tvær milljónir að horfa. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir umfjöllun fjöl- miðla. Danska landsliðið er yndi dönsku þjóðarinnar og allt sem Guð- mundur segir og gerir skiptir máli.“ Danir hikstuðu í upphafi móts en unnu svo sigur á Rússlandi í fyrra- dag. Liðið mætir Pólverjum í dag þar sem annað sæti riðilsins er í húfi. Danmörk og Pólland eru jöfn að stigum en Dönum dugir jafntefli til að tryggja annað sætið. „Heilt yfir finnst mér að danska liðið geti spilað betur en það hefur gert. Nú er það leikurinn gegn Pól- landi sem skiptir máli og ég vona að Danir standi sig vel í honum. Við skulum svo sjá til hvort við mætum Íslandi í 16-liða úrslitunum,“ segir Jeppesen og bætir við að Ísland væri óskamótherji hans þar. „Það virðist sem Íslendingar hafi ekki komist á sitt eðlilega getustig hér úti.“ - esá Trúnaðarbrestur á milli Guðmundar og danskra fj ölmiðla Lars Krogh Jeppesen, fyrrverandi landsliðsmaður Dana, segir að danska handboltalandsliðið sé yndi dönsku þjóðarinnar. EVRÓPU- MEISTARI FYRIR SJÖ ÁRUM Lars Krogh Jeppesen fagnar hér eftir að Danir urðu Evrópu- meistarar í handbolta árið 2008 eftir sigur á Króötum í úrslitaleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY báðum stöðum. Æfingarnar eru eins og undirbúningurinn líka,“ segir Landin sem er enn á mála hjá Rhein-Neckar Löwen en Guðmund- ur hætti þar í vor til að einbeita sér að danska landsliðinu. „Já, ég sakna hans aðeins. En ég er nú með danskan þjálfara [Niko- laj Bredahl Jacobsen] sem er held- ur ekki slæmt.“ Vinna réttu leikina Wilbæk segist sannfærður um að Guðmundur fái tíma til að komast almennilega á skrið með danska landsliðið. „Ég hef engar áhyggjur og Guð- mundur fær sinn tíma með liðinu. Það er enn nóg eftir af HM. Eftir að núverandi fyrirkomulag með 16- og 8-liða úrslitum var tekið upp vita öll liðin að þetta snýst um að vinna réttu leikina – ekki endi- lega alla.“ Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000 og kynna: frá kr. 99.000- pr. mann í tvíbýli GOLFFERÐIR 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 8 4 -2 5 E C 1 7 8 4 -2 4 B 0 1 7 8 4 -2 3 7 4 1 7 8 4 -2 2 3 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.