Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 2
7. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Árni, er þetta framtíðarstarf? „Já, enda er ég ungur maður með bjarta framtíð.“ Árni Múli Jónasson hefur verið ráðinn pólitískur ráðgjafi þingflokks Bjartrar fram- tíðar og aðstoðarmaður formanns flokksins. Árni hefur víða starfað, meðal annars verið bæjarstjóri á Akranesi og fiskistofustjóri. VIÐSKIPTI Óánægja innan stjórnar Símans varð til þess að Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri vöru- og markaðssetningar hjá Sím- anum, sem einnig er fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarsson- ar, mennta- og menningarmálaráð- herra, hefur látið af störfum sem formaður Þjóðleikhúsráðs, eftir sex vikur í starfi. Á mánudag birtist tilkynning á vef mennta- og menningarmála- ráðuneytisins um að ráðherra hefði orðið við ósk Magnúsar um að leysa hann frá störfum í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann gæti af persónuleg- um ástæðum ekki sinnt starfinu. Nýjan formann á að skipa á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins vissu stjórnarmenn Sím- ans ekki af formannsskipan Magn- úsar fyrr en tilkynnt var um hana á vef mennta- og menningarmála- ráðuneytisins 21. nóvember síðast- liðinn. Innan stjórnarinnar var þeim sjónarmiðum haldið á lofti að á meðan stefnt væri að skráningu félagsins á markað væri ekki ráð- rúm til þess að starfsmenn dreifðu kröftum sínum víðar með stjórnar- setum eða viðlíka störfum. Þá væri ekki við hæfi að starfsmenn settu sig í þá stöðu að nafn Símans gæti mögulega dregist inn í deilur um mál óskyld félaginu. Í samtali við blaðamann Frétta- blaðsins um miðjan desember, sem pata hafði af þróun mála, sagðist Magnús ekki ætla að hætta sem for- maður Þjóðleikhúsráðs, þótt staða hans hefði komið til tals innan Sím- ans. Hann gerði ráð fyrir að geta í sátt og samlyndi sinnt báðum störf- um. „Ég vonaðist til þess í bjartsýni minni að þetta gæti gengið,“ segir Magnús. Þá hafi hins vegar þegar verið hafið samtal um stöðuna milli hans og einstakra stjórnarmanna. „Spurningar vöknuðu um hvort heppilegt væri að framkvæmda- stjórar væru að bæta á sig verkefn- um í ljósi þess að við værum að fara á markað á næsta ári og mikið álag á mannskapnum,“ segir hann. Niðurstaðan hafi svo verið sam- eiginleg ákvörðun hans og stjórn- armanna um að heppilegast væri að vera ekki í aukaverkefnum í bili. Verkefni númer eitt væri að fara með stórfyrirtæki á markað. Upp- sagnarbréf sendi Magnús svo ráð- herra milli jóla og nýárs. „Ég sagði í umsögn til ráðherra og bréfi sem ég skrifaði Þjóðleikhúsráði að ég vildi undir engum kringumstæðum lenda í þeirri stöðu að geta ekki gegnt þessu embætti af einurð og festu. Verst væri fyrir alla ef maður væri að gera eitthvað með hálfu afli.“ olikr@frettabladid.is Hættir vegna óánægju innan stjórnar Símans Magnús Ragnarsson hefur látið af störfum formanns Þjóðleikhúsráðs. Hann var skipaður í stöðuna 21. nóvember síðastliðinn. Skipa á eftirmann á næstu dögum. Skilaboð úr stjórn Símans um að yfirmenn þar einbeiti sér að skráningarvinnu. SAMSETT MYND Magnús Ragnarsson, fyrrverandi aðstoðarmaður menntamálaráð- herra, hefur látið af starfi formanns Þjóðleikhúsráðs eftir aðeins sex vikur í starfi. Ég vildi undir engum kringumstæðum lenda í þeirri stöðu að geta ekki gegnt þessu embætti af einurð og festu. Magnús Ragnarsson, fyrrverandi formaður Þjóðleikhúsráðs. AKUREYRI Rannsókn á því þegar starfsmaður Íslenska gámafélagsins urðaði asbest á starfsvæði fyrirtækisins er lokið og hefur verið sent til sak- sóknara sem tekur ákvörðun um hvort kæra skuli fyrir athæfið. Heilbrigðisnefnd Eyjafjarðar telur meðferð fyrir- tækisins á spilliefninu asbesti brot á starfsleyfi fyrir tækisins. „Meðferð Íslenska gámafélagsins ehf. á spilliefn- um, það er móttaka, flutningur og förgun á asbesti frá Ólafsfirði í ágústmánuði síðastliðnum, er skýrt brot á starfsleyfisskilyrðum fyrirtækisins. Heil- brigðisnefnd Norðurlands eystra gerir þá kröfu að Íslenska gámafélagið fái aðila með tilskilin leyfi til að sjá um flutning úrgangsins á viðurkenndan urðunarstað fyrir árslok 2014,“ segir í bókun heil- brigðis nefndarinnar. Jón Þór Frantzson, forstjóri ÍG, segir að fyrir- tækið sjálft hafi ekki verið rannsakað heldur aðeins starfsmaðurinn sem slíkur. Fyrirtækið hafi yfir- farið verkferla sína alls staðar á landinu til að fyrir- byggja að að slíkt gerist aftur. - sa Asbestmál Íslenska gámafélagsins í nóvember komið til saksóknara: Skýrt brot á starfsleyfi félagsins ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ Heilbrigðisnefnd Eyjafjarðar telur ÍG hafa brotið gegn starfsleyfisskilyrðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALÞINGI Flestir þingmanna Sjálf- stæðisflokksins sem Fréttablaðið náði tali af í gær töldu afar líklegt að þeir myndu styðja tillögu um að afturkalla umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Hins vegar eru skiptar skoðanir um málið meðal þingmannanna. Þrír þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði tali af í gær voru ekki fylgjandi tillögu utanríkisráð- herra og töldu hana ekki koma á réttum tímapunkti. Tillaga til þingsályktunar þess efnis að draga til baka umsókn um aðild Íslands að Evrópusamband- inu verður að öllum líkindum lögð fram á vorþingi. Tillagan er á þingmálaskrá ríkis stjórnarinnar fyrir yfir- standandi vetur og hefur forsætis- ráðherra sagt að tillagan komi til efnislegrar meðferðar Alþingis. Líklegt þykir að allir þingmenn Framsóknarflokksins séu hlynnt- ir tillögu utanríkisráðherra um viðræðuslit. Í stjórnarsáttmála Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks segir að gerð verði skýrsla um aðildar- viðræður, sem gefin var út í októ- ber 2013, og að ekki verði haldið áfram aðildarviðræðum við Evr- ópusambandið nema að undan- genginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki náðist í Ragnheiði Rík- harðsdóttur sem lengi hefur verið hlynnt því að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið með samningi og hann borinn undir þjóðina. - sa Tillaga þess efnis að draga til baka umsókn Íslands í ESB verður lögð fram öðru sinni á komandi þingi: Fleiri stjórnarþingmenn vilja slíta viðræðum UTANRÍKISRÁÐHERRA Gunnar Bragi Sveinsson er með áform um að leggja fram þingsályktun um afturköllun ESB- tillögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AFHENDING Þeir Páll Magnússon og Þorsteinn Gunnarsson afhentu verðlaunin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, hefur hlotið Fréttapíramída Eyjafrétta fyrir fréttir sínar af landsbyggðinni. „Ég er auðvitað þakklátur fyrir þennan heiður sem Eyjamenn sýna mér. En um leið er þetta viðurkenning fyrir þá rækt sem 365 miðlar vilja sýna allri landsbyggðinni,“ segir Kristján Már. - jóe Hlaut Fréttapíramída fyrir fréttaflutning af landsbyggðinni: Eyjafréttir heiðra Kristján Má VERSLUN Olíufélögin lækkuðu öll verð á bensíni í gær. Verðið á bensínlítranum nú komið niður fyrir 200 krónur, alls staðar nema hjá Skeljungi þar sem það er 203,9. Þess ber þó að geta að Skeljungur selur V Power-bensín sem er ástæða verðmunarins. Ástæða verðlækkunarinnar er hins vegar lækkun heims- markaðs verðs á olíu. Hugi Hreiðarsson hjá Atlants- olíu er sannfærður um að verð- lækkunin muni skipta miklu máli fyrir fjölskyldurnar. Undir það tekur Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. „Stefna okkar er að bjóða alltaf upp á eldsneyti á góðu verði,“ segir Jón Ólafur. - jhh Bensínfélögin lækkuðu verð: Bensínið undir 200 krónum BRETLAND David Cameron, for- sætisráðherra Breta, vill ekki tjá sig um ásakanir á hendur Andr- ési prins. Andrés er grunaður um að hafa nauðgað unglingsstúlku fyrir nokkrum árum. „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Prinsinn hefur skýrt málið frá sinni hendi og við það situr,“ sagði Cameron þegar hann var spurður um málið í útvarpsviðtali. Viðbrögð ráðherrans þykja mjög ólík því þegar vinur hans, Jeffrey Epstein, var dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 2011. Epstein var viðskiptasendifull- trúi fyrir Breta og Cameron sagðist styðja hann í því hlut- verki. - jhh David Cameron var um sig: Tjáir sig ekki um ásakanirnar SPURNING DAGSINS TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 9 -5 8 E C 1 7 7 9 -5 7 B 0 1 7 7 9 -5 6 7 4 1 7 7 9 -5 5 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.