Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 8
7. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 STJÓRNSÝSLA Kærunefnd útboðsmála segir verulegar líkur á því að Akur- eyrarbær hafi brotið gegn lögum með því að bjóða ekki út snjómokst- ur og hálkuvarnir á Evrópska efna- hagssvæðinu (EES). Samkvæmt lögum um opinber innkaup skal bjóða út verk sem eru fyrir ríflega 33 milljónir króna eða meira á EES-svæðinu. Í útboði sem nú stendur yfir hjá Akureyrarbæ á snjómokstri og hálkuvörnum var það ekki gert þrátt fyrir að gera mætti ráð fyrir að hlutur verktak- ans í slíku verkefni yrði um 50 millj- ónir króna miðað við kostnaðinn eins og hann var á árinu 2013. Tvö fyrirtækjanna sem bjóða í verkið vilja að kærunefnd útboðs- mála ógildi útboðið. Útboðsskilmál- ar séu til hagsbóta fyrir tiltekna bjóðendur umfram aðra. Bjóða hefði átt verkefnið út á EES-svæðinu. Þetta atriði tekur kærunefndin að svo komnu máli undir og hefur því stöðvað útboðsferlið um stundar- sakir. Úrlausn kærunnar í heild liggur enn ekki fyrir. - gar Kærunefnd útboðsmálamála stöðvar innkaup Akureyrarbæjar á snjómokstri: Áttu að auglýsa á EES-svæðinu Á AKUREYRI Snjómokstur og hálku- varnir kostuðu Akureyrarbæ 100 millj- ónir króna árið 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Frá grunni að viðurkenndum bókara Það hefur vakið athygli hversu margir nemendur okkar hafa fengið vinnu eftir að hafa lokið bókhaldsnámi. Viðurkennt bókaranám er bæði skemmtileg og krefjandi námsbraut sem býr nemendur undir próf sem leiðir til vottunar frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu sem Viðurkenndur bókari. Helstu námsgreinar Verslunarreikningur - 24 stundir Excel-töflureiknir - 30 stundir Bókhald - 36 stundir Tölvubókhald í Navision - 54 stundir Excel við áætlanagerð - 30 stundir Launakerfi - 18 stundir Lánardrottnar og viðskiptamenn - 15 stundir Fyrningar - 15 stundir Virðisaukaskattur - 9 stundir Lán - 21 stundir Gerð og greining ársreikninga - 36 stundir Lokaverkefni - 24 stundir Skattaskil - 18 stundir Reiknishald, viðbætur - 36 stundir Upplýsingatækni, viðbætur - 6 stundir Upprifjun fyrir próf - 42 stundir Lengd námskeiðs: 2-3 annir - 414 kennslustundir Verð: 384.000 kr. (hægt er að dreifa greiðslum) Næstu námskeið: Morgunnámskeið: 18. feb. 2015 - 30. maí 2016 Kvöldnámskeið: 17. feb. 2015 - 30. maí 2016 Síðdegisnámskeið: 9. mars. 2015 - 30. maí 2016 VIÐURKENNT BÓKARANÁM HEILBRIGÐISMÁL „Ég hef aldrei á mínum langa ferli staðið frammi fyrir aðstæðum eins og þess- um. Ég taldi heldur ekki að ég myndi gera það en nú er bara að reyna að komast í höfn með þetta,“ segir Birgir Jakobsson, nýr landlæknir Íslendinga sem hefur verið sex daga í embætti á krísutíma í íslensku samfélagi. Birgir er sérfræðingur í barna- lækningum og hlaut sérmenntun í Svíþjóð. Hann hefur átt far- sælan og langan feril. Fyrst sem barnalæknir og sérfræðingur, seinna sem stjórnandi á sænsk- um sjúkrahúsum. Nú síðast stýrði hann Karolinska háskóla- sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Staða sjúklinga í því umróti sem verið hefur í heilbrigðis- kerfinu síðustu vikurnar er honum mikið umhugsunarefni. Samkvæmt lögum um heilbrigð- isþjónustu eiga Íslendingar að eiga kost á fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. „Þetta er ófremdarástand sem verð- ur að ganga yfir. Það verður að leysa þessa deilu,“ segir Birgir og segir Íslendinga ekki eiga að þurfa að búa við það óöryggi sem nú ríkir.“ Hann segist ekki ætla að beita sér í deilu lækna með öðrum hætti en þeim að fylgjast með afleiðingum verkfallsaðgerða og að öryggi sjúklinga sé tryggt. „Það er hlutverk embættisins að fylgjast með því og hafa sam- ráð við sjúkrahússtofnanir og aðra sem eru í verkfallsaðgerð- um. Við höfum engin bein afskipti af samningamálum eða slíku. Ég hef notað hvert tækifæri sem ég hef fengið til að lýsa þeim áhyggjum sem ég hef. Þær eru miklar, því lengur sem verkfalls- aðgerðir standa yfir, þeim mun hættara er öryggi sjúklinga. Þetta er mjög alvarlegt mál.“ En er hægt að segja það tryggt í þeirri stöðu sem nú er upp komin? Ólafur Ólafsson, fyrrver- andi landlæknir, sagði sjúklinga í bráðri hættu. Hvað finnst honum, getur hann tekið undir orð Ólafs? „Ég hef raunverulega ekkert í höndunum að taka svo sterkt til orða en hef miklar áhyggjur af áframhaldandi aðgerðum lækna sem munu hafa áhrif á öryggi sjúklinga. Að gera ekki þessar aðgerðir sem eru taldar nauðsyn- legar í dag til að minnka áhættu sjúklinga færir okkur aftur um þrjátíu ár. Ég er alveg sannfærður um að læknum finnst þetta ófremdar- ástand sjálfum. Ég veit að þeir leggja allt á sig til að tryggja hag sinna sjúklinga þannig að þetta hlýtur að vera erfitt fyrir þá líka. Ég get skilið báða deiluaðila og tek enga afstöðu í þessu máli. En það verður að leysa þetta á ein- hvern hátt og það fljótt.“ Enn hafa ekki komið upp alvar- leg atvik þótt líðan og heilsa þeirra sjúklinga sem bíða eftir aðgerðum og þjónustu versni með hverjum deginum sem líður. Birgir segir að ef slíkt hendi, þá marki það ákveðin skil í verk- fallsaðgerðunum. Eins sé mikil- vægt að tilkynna strax um slík atvik. „Það er mjög mikilvægt að það sé tilkynnt alveg um leið ef það gerist, að öðru leyti finnst mér mikilvægt að það sé séð um slík atvik á hefðbundinn hátt. Ferlið í kringum þetta er mjög gott og ég held að maður haldi sig við það. Ef öryggi sjúklinga er augljós- lega ógnað eða það eru vísbend- ingar um það þá er full ástæða til að grípa inn í með fullum krafti.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Ófremdarástand að mati nýs landlæknis Birgir Jakobsson, nýr landlæknir, segist aldrei á sínum langa ferli hafa staðið frammi fyrir aðstæðum eins og þeim sem eru nú í íslensku heilbrigðiskerfi. SEX ERFIÐIR DAGAR Birgir Jak- obsson hefur setið nokkra stormasama daga í embætti landlæknis og hefur miklar áhyggjur af öryggi sjúklinga. ➜ Að gera ekki þessar aðgerðir sem eru taldar nauðsynlegar í dag til að minnka áhættu sjúklinga færir okkur aftur um þrjátíu ár. F RÉ TT AB LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 A -A 8 A C 1 7 7 A -A 7 7 0 1 7 7 A -A 6 3 4 1 7 7 A -A 4 F 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.