Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 23
Aldalöng hefð er fyrir hummus í Mið-Austurlöndum og er það hluti af Miðjarðarhafsmataræði sem margir telja vera mjög heilsusamlegt,“ segir Laufey Sigurðardóttir næringar- rekstrarfræðingur. Sómi setti hummus á markað fyrir um tveimur árum og hafa vinsældir þess farið sívaxandi á þessum tíma. „Hummus er að mestu úr kjúklingabaunum, þær eru maukaðar og blandað við þær tahini, sem er mauk úr sesamfræjum, sólþurrkuðum tómötum, sítrónusafa og ólífu- olíu,“ lýsir Laufey. Hún segir hummus því góðan valkost. „Í hummusi er prótein, kalk og einómettaðar fitusýrur. Þá er það einnig glúten- laust, hnetulaust, án eggja og mjólkurvara.“ Laufey segir hummus upp- lagt fyrir þá sem vilja auka hlut grænmetis í mataræðinu. Þá sé hummus einnig afar fínn próteingjafi fyrir grænmetisætur. Hummus er mjög bragðgott og gefur ýmsa möguleika. „Algengast er að nota það ofan á brauð,“ segir Laufey og mælir með því að smyrja hummusi á tvær grófar brauðsneiðar, setja ferska papriku og salatblöð á milli. Þá má nota hummus í æði margt annað. Laufey nefnir sem dæmi að hummus sé mjög fín ídýfa með gulrótum, kexi eða hverju sem er. „Hummus má líka nota í vefjur og svo er það mjög góður próteingjafi í salat- bakkanum og fínt að skipta út til dæmis kjúklingnum fyrir hummus.“ Verðið á hummus frá Sóma er mjög sambærilegt við önnur salöt frá fyrir- tækinu. „Hummus er framúr- skarandi valkostur í skólanest- ið, í vinnuna eða gönguferðina.“ HUMMUS ER GÓÐUR KOSTUR SÓMI KYNNIR Hummus er frábært sem álegg, ídýfa og meðlæti. Upplagt til að auka hlut grænmetis í mataræði og er að auki glúten-, mjólkur- og eggjalaust. GOTT ÁLEGG Laufey segir hummus ofan á brauð og í salöt njóta sívaxandi vinsælda. OFTAST FLOGIÐ TIL LONDON Í desember var flogið áætlunarflug til 34 borga frá Keflavík. Flestar ferðirnar voru til London eða 20,3%. Næstu borgir á blaði voru Kaupmannahöfn en 10,6% ferða voru þangað, 8% til Óslóar og 5% til New York. Turisti.is greindi frá. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 SÍMI 568 9090 • www.sm.is ÚTSALA ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR SJÓNVÖRP - ALLAR STÆRÐIR - FRÁBÆR VERÐ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 9 -C 0 9 C 1 7 7 9 -B F 6 0 1 7 7 9 -B E 2 4 1 7 7 9 -B C E 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.