Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 26
FÓLK|FERÐIR
Sjálfur hefur Jón Víðis lést um þrjátíu kíló á einu ári með dáleiðslu án þess að breyta mataræðinu. Þeir
sem hann hefur tekið í magabandsdá-
leiðslu hafa náð mjög góðum árangri og
kílóin hrunið af þeim. „Ég hef engu breytt í
mataræði mínu nema að nú borða ég mun
minna en ég gerði áður. Magabandsdá-
leiðsla er sýndaraðgerð. Fólk er dáleitt til
þess að hætta að borða þegar það er búið
að fá nóg. Venjuleg magabandsaðgerð er
skurðaðgerð sem er gerð til þess að fólk
borði minna. Í sýndarmagabandsaðgerð
er dáleiðslan notuð til að ná sama árangri
án þeirra óþæginda og aukaverkana sem
óneitanlega fylgja skurðaðgerð. Niður-
staðan er að fólk borðar minna og léttist
örugglega,“ útskýrir Jón.
„Fólk upplifir sig eins og það hafi minna
magamál sem hefur virkað mjög vel á
þá sem vilja léttast. Fólk kemur fjórum
sinnum í dáleiðslu og fær með sér disk
til að hlusta á heima til að halda sér við.
Síðan er einn eftirfylgnitími að lokum.
Þessir fimm tímar eru nægilegir til að fólk
léttist, fyrst hratt en síðan jafnt og þétt,“
segir Jón.
„Ef fólk fylgir því sem fyrir það er lagt
þá virkar þetta mjög vel. Í fyrsta tímanum
er fólk dáleitt og upplifir sig síðan eins og
það hafi farið í aðgerð. Þegar það ímynd-
ar sér að maginn hafi minnkað borðar
það ósjálfrátt minna. Þetta virkar strax
á fyrstu dögum. Fullt verð á meðferðinni
er 60 þúsund krónur en 50 þúsund stað-
greitt. „Ef fólk er tilbúið til að prófa dá-
leiðslu er hægt að hjálpa því,“ segir Jón.
„Það eru engar aukaverkanir og ekkert að
óttast,“ segir hann.
„Ég lærði aðferðina í Las Vegas hjá
enskum dáleiðara, Sheilu Granger, en
hún er frumkvöðull í þessari aðferð sem
hún hefur kennt víða um heim. Dáleiðsla
hefur oft verið notuð til að hjálpa fólki að
léttast en þessi einstaka aðferð er hennar
hugmynd. Hún gefur fólki færi á að breyta
lífsstílnum án þess að fara í megrun. Fólk
getur áfram borðað sama matinn en bara í
minni mæli,“ segir Jón Víðis.
Hægt er að panta tíma í síma 895 3035
eða senda skilaboð á netfangið: jonvidis@
tofrar.is
MAGAMINNKUN ÁN SKURÐAÐGERÐAR
JÓN VÍÐIS KYNNIR Þarftu að léttast og vilt gera það á áhrifaríkan og auðveldan hátt? Dáleiðsla getur hjálpað. Jón Víðis Jakobsson
býður upp á sýndarmagabandsaðgerð með dáleiðslu sem hefur virkað vel.
LÉTTIST UM 30 KÍLÓ
Jón Víðis hefur notað dáleiðslu
í baráttunni við aukakílóin.
MYND/GVA
Þórólfur Jónsson, garðyrkju-stjóri Reykjavíkurborgar, og kona hans, Sigrún Val-
garðsdóttir, mannauðsstjóri hjá
Umhverfisstofnun, hafa gengið
á fjöll í fjölda ára víða um land.
Síðastliðin þrjú ár hafa þau gengið
reglulega en þau hafa tekið þátt
í verkefninu Eitt fjall á mánuði á
vegum Ferðafélags Íslands. „Fyrir
25 árum gengum við töluvert og
höfum alltaf gert eitthvað af því
í gegnum tíðina. Hér áður fyrr
fórum við víða, meðal annars á
Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul og
Laugaveginn. Fyrir þremur árum
ákváðum við að taka okkur taki og
fórum í þetta verkefni. Það heldur
manni við efnið og þegar verk-
efnið er komið í dagbókina þá fer
maður. Annars er auðvelt að af-
saka sig með leiðinlegu veðri eða
öðrum fyrirslætti,“ segir Þórólfur.
Aðspurður um uppáhalds-
staðinn til göngu segist hann hafa
sérstakt dálæti á Hornströndum
en þangað fara þau hjón á hverju
sumri. „Ég er ættaður þaðan og
þar eigum við hús. Við höfum
gengið mikið þar um en annars
vorum við heppin með veður
þegar við gengum fyrir löngu á
Eyjafjallajökul og eins á Laugaveg-
inum. Við lentum líka í sólstrand-
arveðri í þúsund metra hæð þegar
við gengum nýverið á Heiðar-
horn í Skarðsheiðinni. Annars er
það þannig að hver vel heppnuð
ferð er efst í huga manns hverju
sinni. Og þegar ég hugsa um það
þá eru ferðirnar þegar veðrið er
leiðinlegt líka eftirminnilegar. Þá er
ferðin einfaldlega meiri áskorun en
ánægjan við að vera úti er alltaf til
staðar. Það er ómetanlegt að upp-
lifa fallega náttúru og tilfinningin
um að hafa afrekað eitthvað er
alltaf góð. Ég svíf alveg þegar ég er
kominn niður eftir göngu, búinn að
reyna á mig og horfi stoltur upp á
tindinn og hugsa: „Þangað fór ég“.“
Þau hjónin ætla líklega að halda
áfram í verkefninu og ganga á
eitt fjall í hverjum mánuði fjórða
árið í röð. „Við erum ánægð með
þá Örvar og Ævar Aðalsteins-
syni sem sjá alfarið um verkefnið.
Þetta eru allt dagsferðir sem við
höfum farið nú undanfarið en áður
fyrr fórum við í lengri ferðir með
tjald. Ég get ekki neitað því að það
kitlar að prófa það aftur en við
erum ekkert búin að plana það en
það gæti gerst,“ segir Þórólfur og
brosir.
SVÍFANDI GLAÐUR EFTIR GÖNGU
FJALLGÖNGUR Þórólfur Jónsson hefur gengið á eitt fjall í hverjum mánuði undanfarin þrjú ár. Honum finnst ómetanlegt að upplifa
fallega náttúru og afreka það að ganga upp á fjallstoppa. Hornstrandir eru í uppáhaldi hjá honum og hefur hann gengið mikið þar.
Á HEIÐARHORNI
Þar lentu hjónin í sól-
strandarveðri í þúsund
metra hæð.
Á VÖRÐUFELLI Hópur-
inn í verkefninu Eitt fjall
á mánuði hefur gengið
á mörg fjöll í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
7
9
-C
0
9
C
1
7
7
9
-B
F
6
0
1
7
7
9
-B
E
2
4
1
7
7
9
-B
C
E
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K