Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 46
7. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30 Vinkonurnar Ragnheiður Rut Georgsdóttir og Sæbjörg Snædal Logadóttir, sem kalla sig gömlurn- ar, vonast til að safna 1,5 milljón- um króna með sölu á dagatölum til styrktar krabbameinssjúkum. „Við fengum þau í hendurnar 2. janúar og erum að selja þetta á fullu,“ segir Ragnheiður Rut aðspurð, en Fréttablaðið greindi frá tilurð dagatalanna í haust. Stöllurnar hafa klætt sig upp sem gamlar konur í alls konar kostuleg- um múnderingum og sett myndir inn á Facebook, sem rötuðu svo inn í dagatölin. Þær byrjuðu á að selja þau í heimabæ sínum, Vestmannaeyjum, og voru að sjálfsögðu uppáklædd- ar og með góða skapið í farteskinu. „Okkur var sjúklega vel tekið. Það er bara gaman að láta gott af sér leiða og fólk tekur bara þátt í því með okkur,“ segir Ragnheiður Rut en þær ætla að halda áfram sölunni í Eyjum á fimmtudaginn. Vinkonurnar fengu styrktarað- ila til að borga prentun dagatal- anna og rennur söluhagnaðurinn því óskiptur til Krabbavarna í Vestmannaeyjum, Krabbameins- félags Íslands og Félags krabba- meinssjúkra barna. Ef salan geng- ur vel býst Ragnheiður við því að gerð dagatala verði árlegur við- burður. „Við höfum svo gaman af þessu. Þetta er engin vinna, bara skemmtun.“ - fb „Gömlurnar“ vilja safna 1,5 milljónum króna Vinkonurnar Ragnheiður Rut og Sæbjörg Snædal selja dagatöl í Eyjum klæddar eins og gamlar konur. „GÖMLURNAR“ Ragnheiður og Sæbjörg hafa gaman af því að láta gott af sér leiða. Þetta er engin vinna, bara skemmtun. „Það var eiginlega bróðir minn, Hlynur Pálmason, listamaður og leikstjóri, sem ýtti mér út í það að mála,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktor hjá Kíró- praktorstofu Íslands, sem opnar sína fyrstu myndlistarsýningu á Íslandi í Anarkíu galleríi í Kópa- vogi á föstudag. Guðmundur, sem lærði kíróprakt- orsfagið í Svíþjóð, byrjaði að mála þegar hann var enn í námi. „Ég er alveg ólærður í þessu og þetta gerðist eignlega alveg óvart. Smám saman fór ég að prófa mig áfram við að mála, sem endaði með því að ég hélt sýningu í Svíþjóð,“ segir hann, en á sýningunni úti seldust öll verkin hans. „Það gaf mér aukið sjálfstraust og kraft til að halda áfram og prófa að mála meira,“ segir Guðmundur. Verkin hans eru abstrakt og seg- ist hann nota alls kyns efni í þau. „Ég nota margs konar efni til að fá ákveðinn strúktúr og vídd í verk- in. Svo nota ég olíuliti, akrýl, skipa- málningu og bara hvað sem kallar á mig þá stundina,“ segir hann. Á sýningunni verða hátt í tutt- ugu myndir eftir hann. Flestar þeirra eru í stærri kantinum, en Guðmundur segist vera mislengi að klára hvert verk. „Það fer svo- lítið eftir myndinni. Stundum get ég endalaust verið að vinna í henni og bætt við, svo eru aðrar sem klárast strax.“ Guðmundi er svo sannarlega margt til lista lagt. Það er ekki nóg með að hann sé kírópraktor í fullu starfi og máli myndir, held- ur dundar hann sér einnig við að hanna skartgripi, sem Unnur Óla- dóttir smíðar fyrir hann, heldur úti matarbloggi og skipuleggur æfinga- ferðir til Svíþjóðar. Það lá því beinast við að spyrja hann hvort hann hafi fleiri klukku- stundir í sólarhringnum en við hin. „Nei, það er nú ekki þannig, ég held að það sé frekar að ég sé ofvirkur,“ segir hann og hlær. „Þetta spilar allt vel saman, mér finnst gaman þegar það er margt í gangi og verð hálf eirðarlaus ef það er ekki of mikið að gera hjá mér. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Guðmundur. Nánari upplýsingar um verk Guðmundar er að finna á heimasíðu hans www. norrart.com. adda@frettabladid.is Kírópraktor opnar myndlistarsýningu Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktor og þúsundþjalasmiður, opnar sína fyrstu myndlistarsýningu hér heima á föstudag í Anarkíu galleríi í Hamraborg. Mér finnst gaman þegar það er margt í gangi og verð hálf eirðarlaus ef það er ekki of mikið að gera hjá mér. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. FJÖLHÆFUR KÍRÓPRAKTOR Guðmundi finnst best að hafa nóg fyrir stafni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ef það glitrar þá set ég það inn í skáp og geymi, ég er svolítill krummi. Svo seinna bý ég eitthvað til úr því,“ segir Marsibil Brák Vignisdóttir, áhugakona um föndur og endur- vinnslu. Eftir jólin ákvað hún að endur nýta jólakortin og bjó til jólakúlu úr kort- unum, sem annars hefðu endað í kassa í geymslunni eða jafnvel ruslinu. „Ég er svolítið alltaf að föndra úr hlutum sem eru þegar til og endurnýta þá.“ Þetta er þó í fyrsta skipti sem Marsibil föndrar úr jóla- kortum en hugmyndina fékk hún úr YouTube-myndbandi. „Hugs- aðu þér allar kúlurnar sem hefðu getað orðið til,“ segir hún hlæjandi. Í fyrra var áramótaheitið hennar að endurvinna meira og er jólakúlan í takt við heitið. Marsibil hefur í gegnum tíðina föndrað ýmislegt sniðugt úr afgöngum og dóti sem hjá mörgum myndu enda í ruslinu. Hún planar þó verk- efnin ekki langt fram í tímann. Núna er hún samt með eitt verkefni í vinnslu fyrir næsta vor. „Ég er að undirbúa fermingarveislu og er að gera skraut úr blaðsíðunum úr gamalli bók, það er svona það sem ég er að fikta aðeins í núna.“ - gló Nýtir föndrið til endurvinnslu Marsibil Brák Vignisdóttir hefur gaman af því að föndra og endurnýta hluti. FÖNDRARI Marsibil hefur gaman af því að föndra úr óhefðbundnum efniviði. MYND/MARSIBILBRÁK HK Living barstóll 30% afsláttur HK Living snagar 20% afsláttur 25-40% afsláttur af sængurverum Mikið úrval af fallegum hönnunarvörum. Fáðu sent heim að dyrum. www.snuran.is vefverslun S: 537-5101 The Shawshank Redemption. Hún er fyndin, skemmtileg og dramatísk allt í senn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltamaður BÍÓMYNDIN 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 9 -E D 0 C 1 7 7 9 -E B D 0 1 7 7 9 -E A 9 4 1 7 7 9 -E 9 5 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.