Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 18
| 2 7. janúar 2015 | miðvikudagur
Gengi félaga í Kauphöll Íslands
Á UPPLEIÐ
Félög sem hækkuðu
í verði
Á NIÐURLEIÐ
Félög sem lækkuðu
í verði
STÓÐ Í STAÐ
Félög sem stóðu
í stað
MESTA HÆKKUN
ÖSSUR
6,6% frá áramótum
ÖSSUR
6,6% í síðustu viku
MESTA LÆKKUN
NÝHERJI
-1,5% frá áramótum
NÝHERJI
-1,5% í síðustu viku
12
1
1
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
ÚTSALAÚTSALA
AFSLÁTTUR80%ALLT AÐ
Hópur tengdur eigendum gisti-
heimilisins Kex Hostels á í viðræð-
um við forsvarsmenn bjórfram-
leiðandans Mikkeller um opnun á
bar undir nafni danska fyrirtækis-
ins í Reykjavík.
„Við erum í reglulegum sam-
skiptum og það eru einhverjar
þreifi ngar en þetta er enn á við-
ræðustigi og engir pappírar hafa
verið undirritaðir,“ segir Ólafur
Ágústsson, rekstrarstjóri veitinga-
staðarins Sæmundar í sparifötun-
um á Kexi Hosteli.
„Þeim finnst Reykjavík vera
spennandi markaður en það er
ekki búið að negla neina ákveða
staðsetningu niður. Það er allt
opið,“ segir Ólafur.
Mikkeller var stofnað í Kaup-
mannahöfn árið 2006 og er almennt
talið á meðal fremstu örbrugghúsa
heims. Framleiðsluvörur fyrir-
tækisins hafa vakið mikla athygli
en þær eru fáanlegar í yfi r fjöru-
tíu löndum. Mikkeller rekur öldur-
hús og veitingastað í Danmörku en
einnig í Stokkhólmi, San Francisco
og Bangkok á Taílandi.
Ólafur hefur séð um skipulagn-
ingu árlegrar Bjórhátíðar Kex Host-
els en starfsmenn Mikkeller hafa
tekið þátt í hátíðinni síðustu tvö ár
og kynnt vörur fyrirtækisins.
Ólafur vill ekki fara nánar út
í hverjir það eru sem hafa áhuga
á samstarfi við danska bjórfram-
leiðandann. Á meðal eigenda gisti-
heimilisins eru Pétur Marteinsson,
fyrrverandi knattspyrnumaður og
framkvæmdastjóri Kex Hostels,
Eiður Smári Guðjohnsen, atvinnu-
maður í knattspyrnu, og Dagur
Sigurðsson, þjálfari þýska hand-
boltalandsliðsins og félagsliðsins
Füchse Berlin.
Danskur bruggrisi vill
opna bjórbar í borginni
Viðræður eru í gangi á milli hóps sem tengist eigendum Kex Hostels
og bjórframleiðandans Mikkeller um opnun bjórbars í Reykjavík.
Danski framleiðandinn rekur öldurhús í fjórum öðrum löndum.
VESTANHAFS Mikkeller opnaði bar í San Francisco í júlí 2013 og nokkrum mánuðum síðar í
Bangkok í Taílandi. MYND/MIKKELLER
Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland
Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting
Bank Nordic (DKK) 104,0 0,0% 0,0%
Eimskipafélag Íslands 240,50 1,5% 1,5%
Fjarskipti (Vodafone) 36,05 3,0% 3,0%
Hagar 41,65 3,0% 3,0%
HB Grandi 35,70 5,6% 5,6%
Icelandair Group 22,30 4,2% 4,2%
Marel 144,50 4,7% 4,7%
N1 23,50 1,3% 1,3%
Nýherji 5,10 -1,5% -1,5%
Reginn 13,75 1,5% 1,5%
Sjóvá 12,00 0,4% 0,4%
Tryggingamiðstöðin 27,15 3,2% 3,2%
Vátryggingafélag Íslands 9,15 1,1% 1,1%
Össur 385,00 6,6% 6,6%
Úrvalsvísitalan OMXI8 1.314,47 4,4% 2,5%
First North Iceland
Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0%
Hampiðjan 22,50 -0,4% -0,4%
Sláturfélag Suðurlands 1,85 0,0% 0,0%
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsins
ÓVISSA ríkir í heilbrigðismálum þjóðar-
innar. Fram undan virðast vera átök á
vinnumarkaði og hagvöxtur er orðinn
neikvæður samkvæmt mælingum Hag-
stofunnar. Forsætisráðherra kemur í
viðtal á Sprengisandi og talar um að
slíta formlega aðildarviðræðum við
ESB í trássi við kosningaloforð og vilja
þjóðarinnar og reynir að sannfæra
þjóðina um að leki út úr stjórnkerfi nu
sé algengur og eðlilegur.
MATAR- og bókaskattar voru hækk-
aðir mikið um áramótin en efra þrep
virðisaukaskatts lækkað lítið eitt.
Ríkisstjórnin gerði engar ráðstaf-
anir til að tryggja að lækkun efra
þrepsins skilaði sér til neytenda
heldur treystir á að markaður-
inn sjái um það. Fyrstu merki
benda til að lækkun efra
þrepsins muni ekki skila
sér til neytenda heldur fari hún í hærri
álagningu.
SKULDALEIÐRÉTTING ríkisstjórnarinn-
ar var öðru fremur sérstök ríkisniður-
greiðsla til bankakerfi sins sem tryggir
bönkum endurheimtur á óinnheimtan-
legum lánunum. Bankarnir hagnast um
milljarðatugi á fákeppni og vaxtaokri
en lána ekki til nýrrar verðmætasköp-
unar. Engin krafa er gerð um að banka-
kerfi ð sníði sér stakk eftir vexti og
skeri niður kostnað og yfi rbyggingu.
RÍKISSTJÓRNIN virðist staðráðin í að
festa raunverulegt eignarhald á fi sk-
inum í sjónum varanlega í höndum
örfárra. Markaðslausnum er ekki
beitt til að tryggja ríkissjóði, fyrir
hönd þjóðarinnar, eðlilegt endurgjald
fyrir nýtingu fi skistofna og útgerðar-
fyrirtæki verða í skjóli einkaréttar til
auðlindarinnar æ fyrirferðarmeiri á
öllum sviðum fjármála- og atvinnu-
lífs. Útgerðarfyrirtæki setja milljarða
í rekstur fjölmiðla og kaup á innfl utn-
ings- og olíudreifi ngarfyrirtækjum –
allt í skjóli ríkisverndaðrar einokunar.
Helstu lausnir ríkisstjórnarinnar og
meirihluta hennar á Alþingi í atvinnu-
málum virðast vera nauðafl utningar á
ríkisstofnunum úr borg til landsbyggð-
ar og fyrirheit um áburðarverksmiðju.
Á MEÐAN notast er við minnsta og óstöð-
ugasta gjaldmiðil í heimi verður engin
erlend fjárfesting í nýjum atvinnugrein-
um, sem nauðsynlegar eru til að skapa
þau verðmæti sem þarf til þess að þjóðin
standi jafnfætis nágrannaþjóðum. Án
sterks alþjóðlegs gjaldmiðils verður
ekki samkeppni á íslenskum fjármála-
og lánamarkaði. Ekki er nóg að lyfta
gjaldeyrishöftunum ef ekki er ráðist
að rótum vandans. Þrátt fyrir næstum
milljón ferðamenn á síðasta ári mælist
enginn hagvöxtur. Einkaneysla Íslend-
inga er á svo hraðri niðurleið að stór-
fjölgun ferðamanna vegur ekki upp á
móti. Getur það verið forgangsverkefni
ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður
að loka endanlega á glufuna til Evrópu
og festa í sessi einkarétt örfárra aðila
til helstu þjóðarauðlindar Íslendinga?
Engin stefna er sjáanleg í peningamál-
um. Hafa menn einhverja hugmynd um
hvernig gera má Ísland að eftirsóttum
kosti fyrir alþjóðlegar fjárfestingar og
atvinnustarfsemi? Ríkisstjórnin hefur
nú setið tæpt hálft kjörtímabil en ekkert
örlar á framtíðarsýn.
ER EKKERT plan?
Sk
jó
ða
n
VERSLUN
Haraldur Guðmundsson
haraldur@frettabladid.is
Þeim finnst
Reykjavík vera
spennandi markaður
en það er ekki búið
að negla niður neina
ákveðna staðsetn-
ingu niður.
Hvert er planið?
SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem
lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR
Hagstofan - Fjármál ríkissjóðs á
greiðslugrunni
Hagstofan - Vöruskipti við útlönd
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR
Hagstofan - Heimsafli 2012
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR
Hagar - Uppgjör 3. ársfjórðungs
Hagstofan - Efnahagslegar skamm-
tímatölur í janúar 2015
ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR
Þjóðskrá- Fjöldi þinglýstra leigu-
samninga eftir landshlutum
Hagstofan - VSK velta í september og
október 2013
Lánamál ríkisins - Útboð ríkisvíxla
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR
Hagstofan - Gistinætur og gestakom-
ur á hótelum í nóvember 2014
Hagstofan - Fiskafli í desember 2014
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
7
B
-3
7
D
C
1
7
7
B
-3
6
A
0
1
7
7
B
-3
5
6
4
1
7
7
B
-3
4
2
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K