Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 7. janúar 2015 | MENNING | 25 Brynja Hlíf Hjaltadóttir, dóttir hjónanna Hjalta „Úrsusar“ Árnasonar og Höllu Heimisdóttur, lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í Noregi þann 14. október síðastliðinn og í kjölfarið missti hún mátt í báðum fótum. Enn er óvíst hvort hún fái máttinn á nýjan leik. Þriðjudaginn 13. janúar verða haldnir tón- leikar í Hlégarði í Mosfellsbæ til styrktar Brynju Hlíf og fjölskyldu hennar. Eva Magnúsdóttir er ein þeirra sem skipu- leggja tónleikana, en hún er góð vinkona móður Brynju. „Við fengum þessa hugmynd öll hvert í sínu lagi, vinir þeirra hjónanna. Þegar svona kemur upp á í litlu bæjarfélagi eins og Mos- fellsbæ, þá eru svo margir sem þekkja til og vilja hjálpa. Fólk var alltaf að koma til mín og spyrja hvort það gæti ekki gert eitthvað og hvernig það gæti komið til móts við fjölskylduna,“ segir Eva. Allur ágóði rennur beint til Brynju og fjöl- skyldu hennar. „Allir listamenn sem koma fram gefa sína vinnu og Ölgerðin, Bónus og Fasteigna- salan í Mosfellsbæ aðstoða okkur líka. Við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Eva. Meðal þeirra sem fram koma eru Bubbi Morth ens og Dimma, Kaleo, VIO úr Mosfellsbæ, Ágústa Eva, Karl Tómasson og Guðmundur Jóns- son. - asi Halda styrktartónleika fyrir Brynju Hlíf Hjaltadóttur Hinn 13. janúar verða haldnir styrktartónleikar fyrir Brynju Hlíf sem lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í Noregi í október. GOTT AÐ GETA HJÁLPAÐ Eva Magnúsdóttir er ein af skipuleggjendum tónleikanna. MYND/BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON Þegar svona kemur upp á í litlu bæjarfélagi eins og Mos- fellsbæ, þá eru svo margir sem þekkja til og vilja hjálpa. Leikkonan Blake Lively og eigin- maður hennar, Ryan Reynolds, eignuðust sitt fyrsta barn á milli jóla og nýárs. Barnið fæddist í New York og kom nokkru fyrr en áætlað var, en móður og barni er sagt heils- ast vel. Ekki hefur verið tilkynnt hvort um stúlku eða dreng var að ræða. Hjónin eru sögð hafa áform um að ala barnið upp fjarri ys og þys Hollywood og veita því sem eðli- legasta barnæsku þrátt fyrir að vera sjálf áberandi í sviðsljósinu. Lively og Reynolds kynntust við tökur á myndinni Green Lant- ern árið 2010 og gengu í það heil- aga tveimur árum síðar. Blake Lively orðin móðir HAMINGJUSÖM Lively og Reynolds hafa verið gift frá árinu 2012. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn og hjartaknúsarinn Brad Pitt skartaði lökkuðum nögl- um á Palm Springs International Film Festival verðlaunahátíðinni á dögunum þar sem hann kynnti myndina Selmu, en Pitt er einn af framleiðendum hennar. Neglur Pitts vöktu mikla athygli en þær voru málaðar í öllum regnbogans litum og er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann mætir á opinbera viðburði með lakkaðar neglur. Um miðjan desember fjöll- uðu fjölmiðlar vestanhafs um þegar Pitt mætti með ljósblátt naglalakk á nögl litla fingurs á frumsýningu kvikmyndarinnar Unbroken sem leikstýrt var af eiginkonu hans, Angelinu Jolie. Pitt með regn- boganeglur FLOTTUR Brad Pitt er alltaf flottur. NORDICPHOTOS/GETTY 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 A -A 8 A C 1 7 7 A -A 7 7 0 1 7 7 A -A 6 3 4 1 7 7 A -A 4 F 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.