Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 28
 | 8 7. janúar 2015 | miðvikudagur Eins og undirritaðir hafa áður fjallað um þá var lögum um tekjuskatt breytt í lok árs 2013 í þá veru að leiðbeiningar OECD um milliverðlagningu voru inn- leiddar, en þær taka til viðskipta milli tengdra aðila. Umrædd lög tóku gildi 1. janúar 2014 en í þeim var kveðið á um að ráðherra skyldi gefa út reglugerð um nánari framkvæmd þeirra. Beðið í ár eftir reglugerð Á morgunverðarfundi sem Deloitte hélt í mars í fyrra kom fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hygðist gefa út þá reglugerð í júní síðastliðnum. Því miður tafðist sú vinna og voru drög að reglugerðinni birt 13. október síðast- liðinn. Í kjölfarið fundaði ráðuneytið með Deloitte og fleiri aðilum auk þess sem milliverðlagsreglurnar voru ræddar á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þegar þetta er skrifað hefur reglugerðin ekki verið gefin út. Þrátt fyrir ágætt samráðsferli ráðu- neytisins þá eru tafir af þessum toga bagalegar og skapa ákveðna réttar- óvissu, því lögin hafa gilt um viðskipti tengdra aðila frá síðustu áramótum enda þótt inntak þeirra hafi ekki enn verið ákvarðað með reglugerð. Þá er jafnframt bagalegt að reglugerðar- drögin feli í sér viðbótarkvaðir sem alla jafna má ekki finna í nágrannaríkjum okkar og fela þannig í sér aukna reglubyrði fyrir íslensk fyrirtæki. Takmarkað svigrúm til aðlögunar Hvað tafirnar varðar þá helgast þær sumpart af aðdraganda lagasetningar- innar. Í stuttu máli var aðdragandinn þannig að í september 2012 skipaði ráðherra starfshóp til að undirbúa upptöku milliverðlagsreglna, gera tillögur að slíkum reglum og semja drög að frumvarpi fyrir haustið 2013. Starfshópurinn skilaði áfangaskýrslu í maí 2013, en lokaskýrsla var aldrei birt. Engu að síður var frumvarp um reglurnar lagt fyrir Alþingi 29. nóvem- ber 2013, það samþykkt 21. desember og tók það gildi ellefu dögum síðar. Þótt áfangaskýrslan og frumvarpið séu ágæt lesning þá verður ekki fram hjá því litið að leiðbeiningar OECD eru um 375 blaðsíður og á grunni þeirra hefur OECD birt fjölda tengdra rita sem spanna annan eins fjölda blað- síðna og gott betur. Til samanburðar þá eru áfangaskýrslan og frumvarpið um fimmtán blaðsíður. Dýpt vinn- unnar var þannig verulega takmörkuð samanborið við viðfangsefnið og í löggjafarferlinu var of lítið gætt að svigrúmi fyrirtækja til að aðlagast þessu umfangsmikla regluverki. Reglubyrði aukin að óþörfu Efnahags- og viðskiptanefnd gaf þó nýverið út í nefndaráliti að fyrirtæki þyrftu ekki að útbúa svokallaða milliverðlagsskjölun fyrr en frá og með rekstrarárinu 2015 í stað 2014, sem er jákvætt út af fyrir sig í ljósi takmarkaðs undirbúnings. Það gagnast þó ekki nema að hluta þeim fyrirtækjum sem voru þegar byrjuð að undirbúa umrædda skjölun fyrir yfir- standandi rekstrarár með tilheyrandi útgjöldum. Þá veldur það vonbrigðum að frumvarp sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember, um breytingar á milliverð- lagsreglunum, feli ekki í sér undan- þágu fyrir aðila sem eingöngu eiga í viðskiptum við aðra innlenda aðila. Öll rök hníga að því að íþyngja slíkum aðilum ekki um of enda markmið leiðbeininganna fyrst og fremst að varna því að lögaðilar flytji skattstofna til annarra landa. Slík undanþága væri enn fremur í takt við nálgun margra landa og aðgerðaáætlun ríkisstjórnar- innar um einfaldara regluverk. Auk þess má finna dóma á vettvangi Evrópudómstólsins sem rökstyðja að slík undanþága gæti staðist ákvæði EES-samningsins, þ.e. að ekki væri um mismunun að ræða. Samkvæmt upplýsingum Deloitte þá stendur vilji þeirra sem komið hafa að ferlinu til þess að undan- þiggja viðskipti á milli tengdra inn- lendra aðila og vera kann að það verði niðurstaðan þegar frumvarpið verður afgreitt sem lög á þessu ári. Þá mun þessi kvöð á innlenda aðila hafa legið fyrir í lögum í rúmt ár og kallað á kostnað fyrir þá aðila sem höfðu byrjað að vinna samkvæmt henni, án þess að hún hafi nokkurn tímann orðið virk í raun. Færum ferlið til betri vegar Það að Alþingi hafi ekki auðnast tími til að afgreiða áðurnefnt frumvarp fyrir þinghlé í desember leiðir hins vegar til frekari tafa. Vonandi verður tíminn þó nýttur til að færa milliverðlagsreglurnar til betri vegar. Hvernig sem fer þá hlýtur að vera ljóst að ferli af þessum toga við setningu laga og reglna er vart til eftirbreytni, né þá heldur að leggja óþarfa byrðar á fyrirtæki án greinargóðs rökstuðnings. Því er mikilvægt að draga lærdóm af þessari vegferð milliverðlagsreglna og vanda eftirleiðis betur undirbúning laga á sviði skattamála, gefa fyrir- tækjum meira svigrúm til að aðlagast þeim og bæta frekar samráð við inn- lenda sem erlenda hagsmunaaðila á öllum stigum til að draga úr líkum á að óþarfa reglubyrði verði leidd í lög. „Ég þekki fyrirtækið mjög vel og hef eytt síðustu dögum í að fara yfi r þær áherslur sem ég ætla að koma með hingað inn,“ segir Daði Kristjánsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri H.F. verðbréfa. Daði hefur starfað hjá fyrirtæk- inu síðastliðin fi mm ár og þar af í tæp þrjú ár sem forstöðumaður markaðsviðskipta. Hann er Akur- eyringur, ættaður úr Aðaldaln- um og Hafnarfi rði, og stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. „Ég fór í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands eftir stúdent- inn. Síðan lauk ég einnig meist- aragráðu í fjármálahagfræði í febrúar á síðasta ári en ég tók þá gráðu með vinnu,“ segir Daði og bætir við að hann hafi unnið með námi frá því hann var ráðinn til Icebank, áður Sparisjóðabanka Íslands, í maí 2007. „Ég var heppinn að komast þangað inn. Þetta var góður vinnu- staður og ég fékk mikla ábyrgð strax frá fyrsta degi. Manni var hent út í djúpu laugina og þann- ig hefur það verið í gegnum minn feril. Maður hefur því bara þurft að læra að synda,“ segir Daði og heldur áfram: „Það var gríðarlega lærdóms- ríkt að fara í gegnum hrunið og fá að kynnast þessari geðveiki Valdi vinnuna fram yfir fótboltann Daði Kristjánsson var ráðinn framkvæmdastjóri H.F. verðbréfa rétt fyrir jól. Hann er Akureyringur og starfaði áður hjá Icebank. Fótbolti og golf eru aðaláhugamálin en Daði lék með Þór á Akureyri, Stjörnunni og Víkingi. MÁLGLAÐUR KEPPNISMAÐUR „Daði er eldklár og duglegur. Hann er laus við allan hroka og er jafn- framt auðmjúkur í samskiptum sem ég held að nýtist honum vel í starfi. Ég kynntist Daða fyrst á íþróttavöllum Akureyrar á yngri árum og þessi auðmýkt hans kemur sjálfsagt þaðan, enda áttu Þórsar- arnir litla möguleika gegn okkur í KA. Mikil málgleði Daða er í fínu lagi enda er hann þrælskemmtilegur en kom hópnum þó stundum í koll í verkfræðináminu þegar skilafresturinn var að renna út og hann bara rétt hálfnaður með sögur dagsins.“ Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Jarðborana „Það sem fyrst vakti athygli mína varðandi Daða, þegar ég byrjaði hjá H.F. verðbréfum fyrir tæpu tveimur og hálfu ári, var hversu agaður og iðinn hann er í vinnunni en á sama tíma mjög léttur. Hann hefur mikinn metnað og leggur sig ávallt allan fram. Innan fyrirtækis- ins er mikil ánægja með að hann sé að taka við sem framkvæmdastjóri og starfsmenn standa þétt við bakið á honum. Keppnisskap hans úr fótbolt- anum, leikgleðin og skilningur hans á liðsheild á án efa eftir að nýtast honum vel í nýja starfinu.“ Íris Arna Jóhannsdóttir, lögfræðingur H.F. verðbréfa. AKUREYRINGUR Daði Kristjánsson er iðnaðarverkfræðingur með meistaragráðu í fjármála- hagfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVIPMYND Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is sem var árið 2007. Þetta voru mín fyrstu kynni af markaðinum, mjög óheilbrigt allt saman, en mikil reynsla.“ Daði er mikill áhugamaður um knattspyrnu en hann lék sjálfur í efstu deild með íþróttafélaginu Þór á Akureyri. Hann lék einnig með Stjörnunni í Garðabæ og Vík- ingi en lagði skóna á hilluna svo hann gæti einbeitt sér að starfs- framanum. „Ég er þó alltaf að leika mér eitthvað í fótbolta og svo er ég mikill stuðningsmaður Totten- ham,“ segir Daði og útskýrir að hann sé bæði Þórsari og Stjörnu- maður. „Ég hef búið í Garðabænum frá 2008 og spilaði með báðum liðum. Svo hef ég líka verið mikið í golf- inu síðustu ár og svo er maður einnig orðinn mikill fjármála- nörd. Ég held að maður komist ekki áfram í þessum bransa nema hafa virkilega gaman af því sem maður er að gera og hafa brenn- andi áhuga á starfi nu. Það er bull- andi samkeppni í þessum bransa og þá þarf maður að vera vakinn og sofi nn yfi r þessu og það gerist ekki ef áhuginn er ekki til staðar.“ Vöndum betur til lagasetningar Símon Þór Jónsson, meðeigandi á skatta- og lögfræðisviði Deloitte Skoðun Haraldur I. Birgisson, verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte Öll rök hníga að því að íþyngja slíkum aðilum ekki um of enda markmið leið- beininganna fyrst og fremst að varna því að lögaðilar flytji skattstofna til ann- arra landa. Logos lögmannsþjónusta, ein stærsta lögmannsstofa landsins, hefur bætt við sig fjórum nýjum starfsmönnum. Þar á meðal hefur verið ráðinn nýr skrifstofustjóri og forstöðumaður fjárhagsdeildar. Hildur Ragna Kristjánsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri. Hildur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með M.Sc.-gráðu í stjórnun frá BI-háskólanum í Ósló. Hildur er einnig útskrifuð sem markþjálfi frá fyrirtækinu Evolvia. Helstu verkefni skrif- stofustjóra felast í umsjón með rekstrarsviðum félagsins. Hildur hefur margra ára starfsreynslu frá Nýherja og Eimskipum og hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Heilsuborgar. Sigrún Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjárhags- deildar. Sigrún er viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Deloitte síðustu þrettán ár. Hjá Deloitte sinnti Sigrún endurskoð- un og uppgjöri stórra og smárra fyrirtækja, stýrði ýmsum starfs- mannatengdum málum á endur- skoðunarsviði ásamt umsjón með úttektum og gæðamálum. Sig- rún mun bera ábyrgð á fjárreið- um félagsins og rekstri fjárhags- deildar. Þá voru einnig ráðnir tveir full- trúar til að sinna lögfræðilegum verkefnum. Það eru þeir Freyr Snæbjörnsson og Kristófer Jónas- son. Freyr útskrifaðist með MA- gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands í janúar 2014. Hann hóf störf hjá LOGOS lögmannsþjón- ustu eftir útskrift en hafði áður starfað hjá fyrirtækinu sem laga- nemi samhliða námi frá árinu 2013. Kristófer útskrifaðist með MA- gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2014 en hann starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS lögmannsþjónustu sam- hliða námi frá árinu 2012. - fb j Logos ræður skrifstofustjóra og forstöðumann fjárhagsdeildar: Nýir starfsmenn hjá Logos lögmannsstofu HILDUR RAGNA KRISTJÁNSDÓTTIR SIGRÚN JÓNSDÓTTIR 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 A -7 7 4 C 1 7 7 A -7 6 1 0 1 7 7 A -7 4 D 4 1 7 7 A -7 3 9 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.