Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 32
USD 129,52 GBP 196,71 DKK 20,71 EUR 154,1 NOK 16,76 SEK 16,32 CHF 128,29 JPY 1,09 Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 6.366,51 -50,65 (0,79%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti STJÓRNAR - MAÐURINN @stjornarmadur Jákvæð teikn eru á lofti á íslensk- um hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kaup- hallarinnar hækkað um rúm- lega 4% frá áramótum. Haft var eftir Daða Kristjánssyni, fram- kvæmdastjóra H.F. verðbréfa, að fjárfestar trúi því að markað- urinn eigi talsvert inni. Ýmsar ástæður séu þar að baki, þar á meðal lækkandi heimsmarkaðs- verð á olíu. ÁRIÐ 2014 fór verð á olíu hæst í 107 dollara í lok júní áður en við tók nánast óslitið lækkunarferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag kostar tunnan 53 dollara og hefur því lækkað um 50% á síð- ustu sex mánuðum. HAGUR FYRIRTÆKJA, þar sem olía er stór hluti kostnaðar, hefur vænkast umtalsvert. Á þessum sex mánuðum hefur virði bréfa í Icelandair hækkað um 30% og HB Granda um 24%. Úti í heimi hafa bréf lággjaldaflugfélag- anna Easyjet og RyanAir hækkað um 27% og 45% og FedEx hefur hækkað um 12%, svo dæmi séu nefnd. AÐ SAMA SKAPI hefur rekst- ur fyrirtækja, sem annaðhvort vinna og/eða selja olíu, þyngst. Exxon, eitt stærsta fyrirtæki heims, hefur tapað 12% af mark- aðsvirði sínu. ÞAÐ SKÝTUR ÞVÍ ansi skökku við að sjá verðþróun hlutabréfa í N1, en bréfin hafa hækkað um 43% yfir sama tímabil. Í heilbrigðu samkeppnisumhverfi á elds- neytismarkaði ætti verðþróun á olíu að skila sér að miklu leyti í breyttu verðlagi til neytenda. Það myndi hafa þau áhrif að jafn- vel þótt innkaupsverð olíu lækki, myndi lækkun á útsöluverði elds- neytis, að öðru óbreyttu, valda rýrnun á framlegð og hagnaði. ÞAÐ VIRÐIST ÞÓ EKKI vera raun- in. Ástæðan er mögulega sú að verðbreytingar á eldsneyti til íslenskra neytenda fylgja ekki heimsmarkaðsverði á olíu að öllu leyti. Auðvitað hafa gjöld, tollar og skattar þar áhrif, en einnig virðist verðlækkun á heimsmark- aðsverði á olíu skila sér hægar og síður inn í verðlag á eldsneyti til íslenskra neytenda en þegar um verðhækkanir er að ræða. Verð- breytingarnar eru ósamhverfar. Í þessu samhengi má benda á að á meðan olíuverð hefur lækkað um 50% hefur útsöluverð eldsneytis lækkað úr um það bil 250 krónum í 201, eða um tæp 20% – og er þar með talin lækkun efra þreps virðis aukaskatts úr 25,5% í 24%. REKSTUR OLÍUFÉLAGANNA á Íslandi gæti því vænkast umtals- vert ef olíuverð helst jafn lágt og það er nú. Fjárfestar virðast að minnsta kosti vera á þeirri skoðun. Ósamhverfar verð- breytingar olíu 4.1.2015 „Sama hvaða leið verður farin þá verður hún allavega til þess hönnuð, að tryggja að ekki meira fjárhagslegt tjón lendi á almenn- ingi. Þvert á móti að þetta lokauppgjör á bankahruninu verði til þess fallið að ná til baka einhverjum af þeim skaða sem orðið hefur.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, þegar hann var spurður í útvarpsþættinum Sprengisandi hvaða aðgerðum verði beitt til þess að afnema gjaldeyrishöftin. Bensínverð lækkar áfram Atlantsolía lækkaði í gær verð á bensíni og dísil um tvær krónur og hefur bensínverð því lækkað um 52 krónur frá því um miðjan júní 2014. Bensínlítrinn kostaði 251,6 krónur hjá Atlantsolíu þann 16. júní síðast- liðinn en kostar nú 199,6 krónur. „Bensínið væri komið niður í 187 krónur á lítrann hefði dollarinn ekki styrkst svona gagnvart krónunni og öðrum gjaldmiðlum,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. 199,6 KR. LÍTRINN 159 ÞÚSUND FARÞEGAR Farþegar Icelandair hafa aldrei verið fleiri Icelandair flutti 159 þúsund farþega í millilandaflugi í desember sem er þrettán prósenta aukning miðað við sama tíma í fyrra. Farþegar fyrirtækisins á árinu 2014 voru alls 2,6 milljónir, fjölgaði um fimmtán prósent milli ára, og hafa aldrei verið fleiri en á árinu 2014. Sætanýtingin í desember var 78,6 prósent samanborið við 76,1 prósent á sama tíma 2013. „Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru rúmlega 18 þúsund í desember og fækk- aði um átta prósent á milli ára. Framboð félagsins var dregið saman um níu prósent samanborið við desember 2013,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 B -0 B 6 C 1 7 7 B -0 A 3 0 1 7 7 B -0 8 F 4 1 7 7 B -0 7 B 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.