Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. janúar 2015 | SKOÐUN | 13 Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablað- ið 23. desember sl. taldi varafor- maður velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. Fyrst skal það tekið fram að um margt eru reglurnar sem tóku gildi nú um áramót mikið framfara- skref. Með þeim er gerð tilraun til að þeir sem þurfa á ferðaþjón- ustunni að halda geti verið virk- ari þátttakendur í ýmsum félags- legum athöfnum. Það að geta pantað ferðaþjónustu með tveggja tíma fyrirvara í stað sólarhrings áður er mjög mikilvægt fram- faraspor. Fleiri atriði í umrædd- um reglum eru til framfara, m.a. að það skuli vera gert ráð fyrir reglubundnu samstarfi við hags- munasamtök notenda. Eftir sem áður er í umræddum reglum atriði sem vinnur gegn tilgangi þessar- ar þjónustu og setur réttarbótina í uppnám. Það er ákvæðið um fjölda ferða og verðlagningu á ferðum eftir að notaðar hafa verið 60 ferð- ir á mánuði. Í nýlegri úttekt Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Íslands er spurt hvort ferðaþjónusta hamlaði félagslegri þátttöku fólks í tóm- stundum. Um 15 prósent aðspurðra töldu svo vera. Einnig var spurt hvort fjárhagsaðstæður hindruðu fólk í félagslegri þátttöku og þá kom í ljós að á milli 28-32 prósent svarenda töldu svo vera. Tilgangur ferðaþjónustunnar er sá að auðvelda fötluðu fólki sam- félagsþátttöku og gera það jafn- sett öðrum íbúum borgarinnar. Mikil notkun á ferðaþjónustu er merki þess að einstaklingurinn fer víða um sitt samfélag í mörgum og mismunandi erindagjörðum, til að stunda atvinnu, nám og njóta tóm- stunda eins og kveðið er á um í 35. grein laga um málefni fatlaðs fólks að sé tilgangur ferðaþjónustunnar. Ferðirnar sjálfar eru ekki mark- mið heldur afleiðing af félagslegri virkni. Nýlegar reglur Reykjavík- urborgar verður að skoða í þessu ljósi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 20. grein, er þetta orðað svo: „Aðildarríkin skulu gera skilvirkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstakling- um sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því: a) að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn viðráð- anlegu gjaldi.“ Í áðurnefndum samningi viður- kenna þjóðríkin, þ.m.t. Ísland, gildi þess að fatlað fólk sé sjálfráða og að sjálfsstæði þess sé meðal annars fólgið í því að geta ferðast um sitt samfélag gegn viðráðanlegu gjaldi. Það að takmarka ódýrar ferðir ferðaþjónustunnar við 60 ferðir á mánuði og innheimta 1.100 króna gjald fyrir hverja ferð umfram það er aðför að öllum þessum gild- um og skuldbindingum. Vonandi er ákvörðun velferðarsviðs byggð á misskilningi, en ekki á þeirri forræðishyggju að vilja ákveða að fatlað fólk hafi ekkert að gera með það að þeysast um allan bæ á kostnað borgaranna. Jafnræði í almenningssamgöngum Landssamtökin Þroskahjálp ósk- uðu eftir því við einn viðskipta- vin ferðaþjónustunnar að hann gæfi okkur innsýn í notkun sína og kostnað vegna þeirra viðskipta. Um er að ræða unga manneskju sem notar rafmagnshjólastól og á engan annan valkost en að nota ferðaþjónustu vegna allra sinna ferða. Viðkomandi er bæði í íþrótt- um og stundar símenntun auk þess að taka þátt í öðru félagslífi. Fast- ar ferðir hjá þessari manneskju voru 82 á mánuði. Fjörutíu ferðir voru vegna atvinnu fimm daga vik- unnar, átta ferðir í sjúkraþjálfun einu sinni í viku, 16 ferðir vegna íþróttaæfinga tvisvar í viku, átta ferðir vegna fullorðinsfræðslu einu sinni í viku og tíu ferðir á mánuði voru vegna þátttöku í föstu félags- starfi. Þá eru ekki taldar ferðir vegna sérverkefnis sem viðkomandi tekur þátt í, læknisferða, heim- sókna til ættingja og vina, versl- unarferða og annarra athafna sem eðlilegt er að fólk þurfi að sinna. Á árinu 2014 greiddi þessi ein- staklingur kr. 135.000 krónur í ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri gjaldskrá myndu föstu ferðirnar hennar 82 kosta hana u.þ.b 410.000 krónur á ári og það að fara tvisvar á dag fram og til baka með ferða- þjónustu fatlaðs fólks kosta 75.900 krónur á mánuði eða 910.000 á ári. Og samkvæmt reglunum væri ekki heldur heimilt að fara svo oft með ferðaþjónustunni. Til saman- burðar þá kostar árskort í strætis- vagna nú 70.900 sem veitir heimild til ótakmarkaðs aksturs. Þarna er mismunur sem er tilkominn vegna fötlunar upp á 839.100 krónur. Við hjá Landssamtökunum Þroskahjálp teljum að allir geti verið sammála um að þarna sé um mistök að ræða sem þarf að leið- rétta. Við höfum bent á að það sé skynsamlegast að hafa engin tak- mörk á því hversu mikið fólk noti ferðaþjónustu og full ástæða sé til að taka upp í ferðaþjónustu fatl- aðra árskort eins og í almennings- samgöngum. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks gegnir mikilvægu hlutverki við að ýta undir og efla félagslega þátttöku fatlaðs fólks. Reglur um fjölda ferða og óhófleg verðlagning vinnur gegn þeim tilgangi. Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? SAMGÖNGUR Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar ➜ Samkvæmt nýrri gjald- skrá myndu föstu ferðirnar hennar 82 kosta hana u.þ.b. 410.000 krónur á ári … 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 9 -8 5 5 C 1 7 7 9 -8 4 2 0 1 7 7 9 -8 2 E 4 1 7 7 9 -8 1 A 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.