Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 38
7. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22 TÓNLIST ★★★★ ★ Strengjakvartettinn Siggi Tónleikaröðin Hljóðön í Hafnarborg SUNNUDAGINN 4. JANÚAR. Ég veit ekki af hverju Strengja- kvartettinn Siggi heitir svona flippuðu nafni. Kannski vegna þess að einn liðsmaður kvartetts- ins ber nafnið Sigurður. Kvartett- inn hélt tónleika í Hafnarborg á sunnudaginn. Tónleikarnir voru hluti af röð sem er líka kölluð skrítnu nafni: Hljóðön. Það er hugtak úr hljóðfræði tungumála. Hljóðön, á ensku phonem, eru smæstu hljóðeiningarnar sem við getum gert með munninum. Með því að raða þessum einingum saman á mismunandi hátt mynd- um við orð og setningar. Tónleikaröðin er helguð sam- tímatónlist, sem rétt eins og orð er byggð úr örsmáum hljóðum. Þar með er undirstrikuð sú stað- reynd að tónlist er tungumál, sem nær þó inn á önnur svið en venju- lega. Victor Hugo sagði að tón- list væri um eitthvað sem ekki er mögulegt að koma orðum að, en er ekki heldur hægt að þegja yfir. Það á auðvitað við um alla tónlist, bæði úr samtímanum og þá sem eldri er. Siggi samanstendur af fiðluleik- urunum Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórunni Ósk Marinósdóttur víólu- leikara og Sigurði Bjarka Gunn- arssyni á selló. Leikur kvartetts- ins á tónleikunum var samstilltur og kraftmikill, sama hvað gekk á. Það fyrsta á dagskránni, kvart- ett nr. 2 eftir Naomi Kinnock, var magnað. Einfaldir, ísmeygileg- ir tónar í upphafi fóru í gegnum alls konar úrvinnslu. Þeir voru teygðir og togaðir, saxaðir niður, en héldu þó alltaf stemningunni í byrjun. Sú stemning var myrk, nánast martraðarkennd. Túlkunin á fallega áleitnum og alvörugefnum kvartett nr. 5 eftir Giacinto Scelsi var líka sann- færandi, bæði þétt og fókuser- uð. Æskuverki eftir Atla Heimi Sveinsson, kvartett nr. 2 frá árinu 1960 í endurskoðaðri mynd frá 2005 var jafnframt gerð góð skil. En áhugaverðastur var kvart- ett Unu Sveinbjarnardóttur sem fyrr var nefnd. Kvartettinn, sem bar nafnið Þykkt, var í fjórum köflum. Hver kafli skartaði mun lengri sólókafla en gengur og ger- ist í sambærilegri tónsmíð. Sóló- kaflarnir voru leiknir af mismun- andi hljóðfæraleikurum. Undir sólóunum mynduðu hin hljóð- færin þykkan hljóðavef til mót- vægis. Það var eitthvað ferskt og sakleysislegt við stefin, blátt áfram og óheft. Undirspilið var hins vegar skemmtilega dulúðugt. Þessar andstæður minntu eilítið á síhvikula náttúrustemninguna í verkum tékkneska tónskáldsins Leos Janacek. Una hefur hingað til ekki verið sérlega áberandi sem tónskáld. En hún er greini- lega bráðefnileg og ég hlakka til að heyra meira eftir hana. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Glæsilegur flutningur, yfirleitt skemmtilegar tónsmíðar. Strengjakvartettinn Siggi SIGGI STRENGJAKVARTETT Una Sveinbjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Tónleikar til heiðurs sænsku djasssöngkonunni Monicu Zett- erlund verða á laugardaginn, 10. janúar, í Norræna húsinu klukkan 20. Það er djassdúett- inn 23/8 sem heldur þá en hann skipa þær Stína Ágústsdóttir söngkona og Anna Gréta Sig- urðardóttir píanóleikari. Báðar eru þær búsettar í Stokkhólmi um þessar mundir þar sem þær iðka tónlist af fullum krafti. Á tónleikunum í Norræna hús- inu leika með þeim þeir Leo Lindberg á bassa, einn af rís- andi stjörnum í sænska djass- heiminum, og Einar Scheving á trommur. Monica Zetterlund sló í gegn skömmu fyrir 1960, þá tæplega tvítug, og söng sig inn í hug og hjörtu djassunnenda um allan heim. Hún söng meðal annars með heimsfrægum djassistum á borð við Thad Jones, Bill Evans og Louis Armstrong. Sömuleiðis naut hún mikillar hylli sem leik- kona í föðurlandi sínu, Svíþjóð, og lék bæði í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún kom til Íslands í lok áttunda áratugarins og hélt tónleika ásamt Pétri Östlund og fleirum. Nú er Zetterlund orðin vin- sæl á ný eftir að kvikmyndin Monica Z kom út í fyrra. Á tón- leikunum verða flutt lög sem hún gerði vinsæl á sínum tón- listarferli, meðal þeirra eru margar góðkunnar perlur sem- verða fluttar á ensku, sænsku eða íslensku. - gun Til heiðurs Moniku Z Djasstónleikar verða í Norræna húsinu á laugardag. DJASSSTELPUR Anna Gréta og Stína ætla að flytja lög sem Monika Zetterlund gerði vinsæl. Viðreisn www.vidreisnin.is Sátt um markaðslausn í sjávarútvegi? Fundarstjóri: Fundurinn er opinn öllum Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar: Enginn dregur annars fisk úr sjó Jórunn Frímannsdóttir, deildarstjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi Frummælendur: Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi: Staða og horfur í sjávarútvegi Áherslur nýrra samtaka Viðreisn heldur opinn fund um sjávarútvegsmál fimmtudaginn 8. janúar klukkan 17:00 - 18:30 Fundurinn verður haldinn á Hótel Hilton Nordica við Suðurlandsbraut „Eftir nokkur mögur ár erum við nú með sanni að koma til baka af miklum krafti. Safnið er að bæta við sig húsakosti sem þýðir aukið sýningarrými og við tökum upp að nýju nafnið Listafnið á Akureyri eftir að hafa kallast Sjónlistamið- stöð Akureyrar í nokkur ár. Safnið fær af þessu tilefni nýtt merki og einkennislit ásamt nýrri heimasíðu, listak.is, sem fer í loftið í dag, mið- vikudag. Að auki kemur ársbækl- ingurinn okkar út í dag og verður honum dreift í öll hús á Akureyri, áhugasamir geta nálgast hann á stærri listasöfnunum í Reykjavík og jafnvel víðar.“ Aftur byrjuð að kaupa myndlist „Það er lykilatriði fyrir okkur að safnið er aftur farið að kaupa mynd- list og safna verkum. Þó að þröngt sé í búi og mikils aðhalds þörf í öllum rekstri þá er reglubundin aukning safnkostsins algjörlega nauðsynleg upp á komandi tíma. Nú eru liðin tíu ár síðan safnið keypti síðast verk og það er alltof langur tími. Að vera aftur byrjuð að kaupa myndlist, þótt það sé ekki af mikl- um efnum, er okkur alveg gríðar- legt fagnaðarefni. Að auki má geta þess að við erum með einar tuttugur og þrjár ólíkar og spennandi sýning- ar áætlaðar á þessu ári.“ Loks í listasafni á 100 ára afmæli! „Fyrstu sýningar ársins verða opn- aðar næstkomandi laugardag og eru skemmtilega ólíkar. Í mið- og austursal má sjá yfirlitssýningu á verkum Elísabetar Geirmundsdótt- ur, Listakonan í Fjörunni. Elísabet var fjölhæf alþýðulistakona, þekkt- ust fyrir höggmyndir, þó gerði hún einnig málverk og teikningar, mynd- skreytti bækur, hannaði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og 100 ára fæðingarafmæli Elísabetar skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum hennar. Í huga okkar hér felst í þessu ákveðin endurreisn á þessari merku listakonu þar sem verk hennar hafa ekki verið sýnd áður í listasafni. Sýningin stendur til 8. mars og er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjöl- skyldu Elísabetar. Að auki verð- ur fjöldi skemmtilegra viðburða í tengslum við sýninguna.“ (Ó)Stöðugleiki í vestursal „Í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)Stöðugleiki. Sýn- ingin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur átta vikulangar sýningar. Aðrir sýn- endur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Habby Osk býr og starfar í New York en hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum víða um heim. Megininntak sýningarinnar tengist hugtökunum um stöðugleika og jafnvægi og er sýningin afar áhugaverð fyrir myndlistarunnend- ur. Það er því fjölmargt spennandi í gangi hér í safninu og við hlökk- um mikið til þess að taka á móti sem allra flestum gestum á árinu.“ magnus@frettabladid.is Listasafn á Akureyri í endurnýjun lífdaga Hlynur Hallsson safnstjóri segir bjarta og spennandi tíma fram undan. „VIÐ ERUM MEÐ EINAR TUTTUGUR OG ÞRJÁR SPENNANDI SÝNINGAR Á ÞESSU ÁRI,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnins á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN MENNING 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 9 -5 8 E C 1 7 7 9 -5 7 B 0 1 7 7 9 -5 6 7 4 1 7 7 9 -5 5 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.