Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 42
7. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26SPORT HANDBOLTI Þýska landsliðið hélt af landi brott í gær eftir stutta dvöl hér á landi þar sem liðið lék tvo æfingaleiki gegn Íslandi. Um leið nýtti Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, ferðina til þess að þjappa hópnum saman áður en alvaran tekur við í Katar um miðj- an mánuðinn. „Hingað til hefur allt verið mjög jákvætt undir stjórn Dags,“ sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska liðsins og leikmaður Rhein-Neck- ar Löwen, í samtali við Fréttablað- ið eftir síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Ísland vann þá með eins marks mun en Þjóðverjar unnu fyrri leik- inn sannfærandi. „Þetta er núna í þriðja sinn sem liðið kemur saman undir hans stjórn og okkur gekk vel í haust. Við unnum báða leikina okkar í undankeppni EM og þó svo að hann hafi verið með okkur í skamman tíma má þegar merkja ýmis áhrif hans á liðið. Hann fann auðvitað ekki handboltann upp á nýtt en hefur komið með margar litlar breytingar sem eru af hinu góða,“ segir Gensheimer. Þýskaland hefur átt erfitt upp- dráttar síðustu ár, eða allt frá því að liðið endaði í tíunda sæti á EM í Austurríki árið 2010. Dagur var þá þjálfari Austurríkis sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í sautj- án ár og kom gríðarlega á óvart með því að enda í níunda sæti. Væntingarnar ekki of miklar Ef frá er talið HM á Spáni árið 2013, þar sem Þjóðverjar enduðu í fimmta sæti, hefur árangur liðs- ins valdið vonbrigðum. Þjóðverj- ar komust hvorki inn á Ólympíu- leikana 2012 né EM 2014 og töpuðu þar að auki í undankeppni HM í Katar fyrir Póllandi. Liðinu var þó hleypt inn á mótið sem kunnugt er eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. „Besta leiðin til að efla sjálfs- traustið í liðinu er að vinna leiki. Við unnum tvo leiki í haust sem var gott og sigurinn í fyrri leikn- um gegn Íslandi sömuleiðis. Og þó svo að við töpuðum seinni leiknum var heilmargt jákvætt í gangi við okkar leik.“ Þýska úrvalsdeildin er sú sterk- asta í heimi og óhætt að fullyrða að eitt sterkasta vígi handboltans sé þar í landi. Það eru því ávallt gerðar miklar kröfur til landsliðs- ins en Gensheimer segir að þeim hafi nú verið stillt í hóf. „Við erum ekki í hópi sigur- stranglegustu þjóðanna og vænt- ingarnar eru að mínu mati ekki of miklar. Við höfum núna tækifæri til að vinna okkur upp úr ákveð- inni lægð og ég tel það gott fyrir okkar unga lið. Ég vona að við getum komið fólkinu heima á óvart með frammistöðu okkar í Katar.“ Íslendingar eru handboltaþjóð Gensheimer þekkir afar vel til íslensks handbolta enda var hann lengi með Guðmund Guðmunds- son sem þjálfara hjá Rhein-Neck- ar Löwen auk þess sem hann hefur spilað með mörgum íslenskum handboltamönnum – Ólafi Stef- ánssyni, Guðjóni Val Sigurðs- syni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Alexander Peterssyni og Stefáni Rafni Sigur- mannssyni. „Þegar maður gerir sér grein fyrir því hversu fáir íbúar eru á Íslandi og hversu margir íslenskir leikmenn eru í þýsku úrvalsdeild- inni – bestu deild heims – þá er maður fljótur að átta sig á því að Íslendingar eru handboltaþjóð. Ég hef líka kynnst því sjálfur í gegn- um þá leikmenn sem ég hef spil- að með, að handboltinn er hluti af íslensku þjóðinni. Það skín í gegn í skapgerð leikmannanna.“ Þýskaland mætir næst Tékk- landi í tveimur æfingaleikjum á heimavelli áður en liðið heldur til Katar. HM hefst 15. janúar en lærisveinar Dags mæta Póllandi, sem vann einmitt Þjóðverja í undan keppni mótsins, í fyrsta leik degi síðar. eirikur@frettabladid.is Handboltinn hluti af þjóðinni Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska landsliðsins í handbolta, segir að Dagur Sigurðsson hafi komið með margt jákvætt inn í liðið á sínum stutta tíma sem landsliðsþjálfari. Hann vonast til að Þýskaland komi á óvart á HM. LYKILMAÐUR Uwe Gensheimer er einn besti vinstri hornamaður heimsins og hefur verið um árabil. Hann er fyrirliði þýska landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Uwe Gensheimer lék lengi undir stjórn Guðmundar Guð- mundssonar, sem hætti hjá Rhein-Neckar Löwen í vor til þess að taka við danska landsliðinu í handbolta. Gens- heimer leikur nú undir stjórn Dags Sigurðssonar hjá þýska landsliðinu og segir að það sé margt líkt með þjálfurunum. „Það eru lítil smáatriði sem skilja þá að en auðvitað hefur hver þjálfari sínar áherslur í því hvernig hann stýrir æfingum, undirbýr leiki og talar við leikmenn. Báðir eru afar nákvæmir í sínum undirbúningi og með mjög skýra sýn á leikstíl sinna liða. Þeir sinna einnig allri tæknivinnslu í undirbúningi sínum mjög vel en það er nauðsynlegt í nútímahandbolta,“ segir Gensheimer. Dagur og Guðmundur nákvæmir KÖRFUBOLTI KR átti besta leik- mann fyrri hluta tímabilsins í Domino’s-deild karla, þrjá leik- menn í úrvalsliði deildarinnar og besta þjálfarann, en valið var kunngjört í gær. Það kemur ef til vill ekki á óvart enda hafði KR mikla yfirburði á fyrri hluta tímabilsins og trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Topplið Snæfells í Domino’s- deild kvenna átti besta þjálfar- ann og tvo leikmenn í úrvals- liðinu. Þar var það hins vegar Haukakonan LeLe Hardy sem fékk útnefningu sem besti leik- maður deildarinnar á fyrri hluta tímabilsins. Besti dómarinn í báðum deild- um var svo Sigmundur Már Her- bertsson. - esá Leikmenn KR áberandi BESTU LEIKMENNIRNIR Michael Craion í KR og Haukakonan LeLe Hardy. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR DOMINO’S-DEILD KARLA Úrvalslið: Michael Craion (KR), Helgi Már Magnússon (KR), Darrel Lewis (Tindastóli), Pavel Ermolinskij (KR), Dagur Kár Jónsson (Stjörnunni). Dugnaðarforkurinn: Sveinbjörn Claessen, ÍR. Besti þjálfarinn: Finnur Freyr Stefánsson, KR. DOMINO’S-DEILD KVENNA Úrvalslið: Ragna Margrét Brynjarsdóttir (Val), Sara Rún Hinriksdóttir (Keflavík), LeLe Hardy (Haukum), Gunnhildur Gunnarsdóttir (Snæfelli), Hildur Sigurðardóttir (Snæfelli). Dugnaðarforkurinn: Ragnheiður Benónísdóttir, Haukum. Besti þjálfarinn: Ingi Þór Steinþórsson, Snæfelli. HANDBOLTI Erlingur Richardsson, annar af tveimur aðstoðarþjálf- urum íslenska landsliðsins í hand- bolta, fer ekki með liðinu á HM í Katar þar sem hann á ekki heim- angengt vegna starfs síns hjá aust- urríska úrvalsdeildarliðinu West Wien. „Því miður verður hann ekki með,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið, en Erlingur mun samt sem áður koma að leikgrein- ingu Íslands á HM. „Menn geta alveg unnið leik- greiningar á milli landa þannig að Erlingur mun koma að þessu, en því miður getur hann ekki farið með okkur,“ segir Einar. Erlingur var á bekknum í báðum leikjum Íslands gegn Þýskalandi í Laugardalshöllinni sem fram fóru á sunnudag og mánudag og þá verður hann eini aðstoðarþjálfar- inn á fjögurra landa mótinu sem hefst á föstudaginn. „Gunnar Magnússon er að stýra U21 árs landsliðinu í forkeppni HM, en riðillinn okkar er spilaður hérna heima. Erlingur verður því með Aroni í Svíþjóð og Danmörku en fer svo til Austurríkis. Gunn- ar kemur aftur til móts við liðið á mánudaginn,“ segir Einar. Erfitt verkefni er fyrir höndum hjá Gunnari í forkeppni U21 árs liðsins, en það mætir Noregi, Eist- landi og Litháen og fara allir leik- irnir fram í Strandgötu í Hafnar- firði. „Það er aðeins eitt lið af þessum fjórum sem vinnur sér inn sæti á HM í Brasilíu í sumar. Við erum komnir með 19 ára landsliðið á HM í Rússlandi og þarna er möguleiki á að koma 21 árs liðinu á HM líka. Þetta er erfiður riðill því Noreg- ur og Eistland voru bæði á síðasta HM, en þangað komumst við ekki,“ segir Einar Þorvarðarson. - tom Erlingur fer ekki með á HM í Katar Íslenska landsliðið verður án annars af tveimur aðstoðarþjálfurum liðsins á heimsmeistaramótinu. EKKI MEÐ Erlingur hefur skyldum að gegna í Austurríki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Allt útlit er fyrir að Stev- en Gerrard muni feta í fótspor Davids Beckham og spila með LA Galaxy í bandarísku MLS-deild- inni. Þetta er fullyrt á vef BBC. Gerrard hefur spilað með Liverpool allan sinn feril en talið er að hann muni þéna um sex milljónir punda, tæplega 1,2 milljarða króna, á samningnum við LA Galaxy. Hann tilkynnti á föstudag að hann myndi ekki framlengja samninginn við Liverpool og síðar að hann hygðist halda til Bandaríkjanna. - esá Gerrard sagður spila með LA YFIR HAFIÐ Steven Gerrard spilar næst í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir nokkuð lík- legt að Daninn Henrik Bödker gangi í raðir KR á næstu dögum, en hann sagði upp starfi sínu hjá Stjörnunni eftir síðasta tímabil. Auk þess að sinna markvarðaþjálfun hefur hann fengið alla þá Dani, sem hafa staðið sig svo vel í Garðabænum, til landsins. „Ég hef ekki heyrt að hann sé búinn að taka ákvörðun. Við höfum rætt við hann og fleiri eftir að Guðmundur Hreiðarsson hætti hjá okkur,“ segir Baldur Stefánsson, varaformaður knatt- spyrnudeildar KR. Sjálfur vildi Henrik ekki ræða málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gærkvöldi. Henrik hefur þó bent KR á danska leikmenn til að fylla í þau skörð sem hoggin hafa verið í liðið. „Við höfum verið í viðræðum við nokkra leikmenn af þeim og það eru einhverjar líkur á að við reynum að loka einhverju af því. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en ég er þokkalega brattur á að það dragi til tíðinda á næstu dögum eða vikum,“ segir Baldur. - tom KR rætt við nokkra Bödker-Dani KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar Snæfells byrja nýtt ár með sigri, en lærimeyjar Inga Þórs Steinþórssonar unnu Hauka á útivelli í Domino’s-deild kvenna í gærkvöldi, 72-61. Snæfellsstúlkur voru fjórum stigum undir eftir fyrsta leikhluta, en voru búnar að taka forystuna í hálfleik og létu hana ekki af hendi. Þetta er ellefti sigurinn í röð hjá meisturunum sem eru á toppi Domino’s-deildarinnar með 28 stig, sex stigum á undan Keflavík. Kristin McCarthy var atkvæðamest hjá Snæfelli í gærkvöldi með 29 stig og 15 stoðsendingar, en leikstjórnandinn Hildur Sigurðardóttir skilaði 18 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum. Hjá Haukum var LeLe Hardy best að vanda með tröllatvennu upp á 34 stig og 20 fráköst. Haukarnir eru í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig. Þrír leikir fara fram í deildinni í kvöld. Valur og KR mætast í Voda- fone-höllinni, Breiðablik tekur á móti Keflavík og Grindavík sækir Hamar heim. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. - tom Meistararnir byrja nýtt ár með sigri ÓSIGRANDI Hildur Sigurðardóttir með boltann í 11. sigurleik Snæfells í röð í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 A -D A 0 C 1 7 7 A -D 8 D 0 1 7 7 A -D 7 9 4 1 7 7 A -D 6 5 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.