Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 10
7. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10
EINSTÖK
TILBOÐ!
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
GERÐU FRÁBÆR KAUP
SUBARU LEGACY
Nýskr. 02/05, ekinn 163 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 1.380.000
TILBOÐSVERÐ!
890 þús.
NISSAN QASHQAI SE
Nýskr. 06/13, ekinn 63 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 4.580.000
TILBOÐ kr. 3.970 þús.
NISSAN PATHFINDER
Nýskr. 05/11, ekinn 108 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 5.490.000
TILBOÐ kr. 4.890 þús.
KIA SPORTAGE CRDi
Nýskr. 06/07, ekinn 117 þús km.
dísil, beinskiptur.
Verð áður kr. 1.990.000
TILBOÐ kr. 1.390 þús.
NISSAN NOTE VISIA
Nýskr. 05/13, ekinn 31 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 2.480.000
TILBOÐ kr. 1.990 þús.
TOYOTA PRIUS PLUS SOL
Nýskr. 02/13, ekinn 14 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 4.990.000
TILBOÐ kr. 4.480 þús.
HYUNDAI i40 WAGON PREMIUM
Nýskr. 05/12, ekinn 79 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 4.690.000
TILBOÐ kr. 3.790 þús.
Rnr. 120348
Rnr. 141841
Rnr. 281075
Rnr. 281442
Rnr. 141822
Rnr. 320107
Rnr. 270399
GÖNGUM FRÁ
FJÁRMÖGNUN Á
STAÐNUM
WWW.BÍLALAND.IS
MYRKUR YFIR KIRKJUNNI Á mánudagskvöldið, þegar boðað var til mótmæla gegn „íslamsvæðingu“, var ákveðið að Kölnar-
dómkirkjan yrði ekki upplýst eins og venjulega. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÞÝSKALAND Á mánudagskvöld-
ið mættu átján þúsund manns til
mótmælasamkomu í Dresden,
sem boðað var til af samtökunum
PEGIDA sem berjast gegn „íslams-
væðingu Vesturlanda“.
Þetta var í ellefta sinn síðan í
október sem efnt var til mótmæla
af þessu tagi á mánudagskvöldum
í Dresden. Þátttakendur hafa aldrei
verið fleiri.
Um þrjú þúsund manns mættu
hins vegar á sama tíma til mót-
mælafundar í Dresden gegn
PEGIDA.
Í fleiri borgum Þýskalands var
einnig efnt til mótmælafunda
beggja fylkinga, og voru andstæð-
ingar PEGIDA þar miklu fleiri.
Í Berlín létu aðeins nokkur
hundruð manns sjá sig á mót-
mælafundi PEGIDA-samtakanna,
en nærri sex þúsund mættu til
að mótmæla málflutningi þeirra.
Þúsundir manna mótmæltu einnig
PEGIDA í Köln, Dresden og Stutt-
gart, en sárafáir létu þar sjá sig til
að sýna samstöðu með PEGIDA.
Alls er talið að á mánudags-
kvöldið hafi vel yfir tuttugu þús-
und manns tekið þátt í mótmælum
í borgum Þýskalands gegn þeirri
múslimahræðslu sem PEGIDA
stendur fyrir. Einungis í Dresden
drógu mótmæli PEGIDA-samtak-
anna sjálfra að sér umtalsverðan
fjölda fólks.
Víða var einnig gripið til tákn-
rænna aðgerða til að lýsa yfir
andstöðu við múslimahræðslu
PEGIDA-samtakanna. Þannig
ákváðu kirkjuyfirvöld í Köln að
hafa dómkirkjuna þar ekki upp-
lýsta, eins og venja er á kvöldin,
heldur grúfði myrkur yfir henni
á meðan mótmælafundurinn stóð
yfir.
Í Dresden voru einnig öll ljós
slökkt í Semper-óperunni og gler-
höll Volkswagen-fyrirtækisins á
meðan á mótmælum PEGIDA stóð.
„Volkswagen styður opið, frjálst og
lýðræðislegt samfélag,“ sagði í til-
kynningu frá fyrirtækinu.
Þótt forsvarsmenn PEGIDA full-
yrði að samtökin ali hvorki á öfgum
né fordómum, þá hafa nýnasistar
og aðrir hægri þjóðernissinnar
tekið boðskap hennar fagnandi og
fjölmennt til mótmælafundanna í
Dresden.
Í stefnuyfirlýsingu samtakanna
er reynt að draga sem mest úr
nýnasísku yfirbragði, meðal ann-
ars með því að lýsa yfir stuðningi
við flóttamenn og mannréttindi.
En þegar lengra er lesið í stefnu-
skránni koma í ljós fullyrðingar um
að verja þurfi hina gyðing-kristnu
menningu Vesturlanda, og sérstak-
lega er þar varað við róttæklingum,
haturspredikurum og siðareglum
múslima. gudsteinn@frettabladid.is
Myrkvuð mótmæli í
borgum Þýskalands
Stjórnvöld, stórfyrirtæki og kirkjuyfirvöld í borgum Þýskalands höfðu á mánu-
dagskvöldið slökkt á lýsingum og flóðljósum stærri bygginga til þess að myrkur
hvíldi yfir mótmælum PEGIDA-hreyfingarinnar, sem berst gegn „íslamsvæðingu“.
GRIKKLAND Alexis Tsipras, leiðtogi
gríska stjórnarandstöðuflokksins
Syriza, segir að hvorki Grikkir né
aðrir íbúar Evrópu þurfi neitt að ótt-
ast fari svo að flokkurinn komist til
valda í þingkosningum síðar í mán-
uðinum.
Hann vilji alls ekki sundra evru-
svæðinu, heldur bjarga evrunni.
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari hefur sagt að hugsanlega þurfi
að víkja Grikklandi úr evrusam-
starfinu, komist Syriza til valda. - gb
Alexis Tsipras segir að enginn þurfi að óttast sigur Syriza:
Segir flokkinn vilja halda evrunni
ALEXIS TSIPRAS Leiðtogi gríska vinstri-
flokksins Syriza. NORDICPHOTOS/AFP
➜ Þetta var í ellefta sinn
síðan í október sem efnt var
til mótmæla af þessu tagi á
mánudagskvöldum.
BRETLAND Bráðamóttökur á spítöl-
um í Bretlandi ráða ekki við óvana-
lega mikla aðsókn síðustu vikur og
sæta gagnrýni vegna langra biðl-
ista.
Síðustu viku fyrir jól náðu
bráðamóttökur að meðhöndla eða
útskrifa 83,1% sjúklinga sína innan
fjögurra klukkustunda. Þetta þykir
slakur árangur og raunar sá versti
skráður samkvæmt frétt í The
Guardian.
Ástæðan er aukinn fjöldi sjúk-
linga en þrefalt fleiri leituðu eftir
bráðaþjónustu í desember 2014 en
gerðu fyrir ári. 227.400 sjúklingar
biðu í meira en fjórar klukkustund-
ir eftir þjónustu á síðustu þremur
mánuðum ársins 2013. Síðustu þrjá
mánuði ársins 2014 voru sjúklingar
sem biðu lengur alls 407.844.
Breski landlæknirinn Bruce
Keogh sendi áminningu til allra
spítala fyrir jól og krafðist þess
að þeir bættu frammistöðu sína og
varaði við áhættu sem skapaðist
þegar bið eftir þjónustu er of löng.
- kbg
Bráðamóttökur í Bretlandi eru komnar í vanda vegna mikillar aðsóknar:
Landlæknir aðvarar spítalana
ERFITT ÁSTAND Fleiri glíma við erfið-
leika í heilbrigðiskerfinu en Íslendingar
um þessar mundir. NORDICPHOTOS/AFP
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
7
9
-E
D
0
C
1
7
7
9
-E
B
D
0
1
7
7
9
-E
A
9
4
1
7
7
9
-E
9
5
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
8
s
_
6
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K