Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.01.2015, Blaðsíða 30
 | 10 7. janúar 2015 | miðvikudagur Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjár- magns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella. Það er eftirsóknarvert fyrir allar þjóðir að skapa slíkt umhverfi. Fyrir okkur á Íslandi er þetta í raun enn mikilvægara, enda er hagkerfið lítið og áskorunin að ná stærðarhagkvæmni því meiri en víðast annars staðar. Við- skiptaumhverfi á Íslandi þarf að ýta undir frumkvöðlastarf og nýsköpun. Margt hefur áunnist en það bíða okkar líka áskoranir á nýju ári. Stjórnvöld hvetja til nýsköpunar Það er fagnaðarefni að stjórnvöld hafa stigið nokkur markviss skref á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í sam- starfi við atvinnulífið. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs til ársins 2016 þar sem til stendur að stórefla Tækniþróunar- sjóð og aðra samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar. Einnig er jákvætt að stjórnvöld ákváðu að halda áfram á þeirri vegferð að veita fyrir- tækjum skattaafslátt vegna útgjalda til rannsókna og þróunar. Þá hefur orðið vitundarvakning á mikilvægi raun- greina- og tæknimenntunar sem þegar hefur skilað árangri í auknum fjölda og gæðum útskrifaðra nemenda í þeim greinum. „Gjaldeyrisheft“ nýsköpun Eitt af einkennum nýsköpunarstarfsemi er að hún kallar fram nokkuð grimma samkeppni milli þjóða um fjármagn og frumkvöðla. Ýmsar þjóðir hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum og vinna markvisst að því að laða til sín fyrirtæki sem hafa burði til að vaxa hratt. Að mati okkar hjá SI er of lítið talað um íslenskan veruleika í þessu samhengi. Við höfum búið við gjaldeyrishöft svo árum skiptir. Einn angi þeirra er að skilvirkni hefðbundins flæðis gjald- eyris tapast. Stóru fyrirtækin okkar fá vissulega undanþágur frá höftunum hvað varðar þeirra daglegu störf, en eftir stendur að eðlilegar peningatil- færslur svo sem við arðgreiðslur, kaup og sölu hlutabréfa og ýmsar fjármögn- unarfærslur eru fastar í viðjum óskil- virks kerfis sem eykur óvissu og dregur úr samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Höftin bitna því harkalega á þeim fyrirtækjum sem þurfa að vaxa og hafa burði til að stækka út í heim. Hjá íslenskum frumkvöðlum kemur æ oftar upp sú spurning hvort það sé rétt ákvörðun að stofna fyrirtæki á Íslandi. Til mikils er að vinna að frumkvöðlarnir sjái sér hag í að byggja upp fyrirtæki sín hér en ekki annars staðar, enda værum við þá að missa úr landi öll þau verðmæti og reynslu sem verður til með nýju fyrirtæki. Það er líka afleitt að sum fyrirtæki kjósa að færa starfsemi til útlanda vegna haftanna. Niðurstaðan er því miður sú að skuggi gjaldeyrishafta leggst yfir íslenskt nýsköpunarumhverfi. Það er erfitt að selja erlendum fjárfestum bjart og gott umhverfi þegar svo er. Vaxtafyrir- tækin ættu því að vera stjórnvöldum efst í huga þegar afnám gjaldeyrishafta verður útfært. Atvinnulífið styður við nýsköpun Við hjá SI höfum í samstarfi við iðnað- ar- og viðskiptaráðuneyti og fleiri ráðu- neyti staðið að Hátækni- og sprotavett- vangi. Markmiðið er að skapa hér samkeppnishæft umhverfi til nýsköp- unar og framleiðniaukningar. Eitt af því sem horft er til er aukið einkafjármagn til nýsköpunar. Það er enn þá vöntun á fjármagni til áhættufjárfestinga og sem hlutfall af landsframleiðslu er fjár- festingin töluvert lægri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Við höfum séð lífeyrissjóðina stíga jákvæð skref í þessa átt og þeir virðast tilbúnir til að láta meira að sér kveða. Það er mjög mikilvægt. Tækifærin á nýju ári Það er verk að vinna á nýju ári. Það er forgangsatriði að áætlun um afnám hafta tryggi að Ísland sé ákjósan- legur og varanlegur áfangastaður fyrir nýsköpunarstarfsemi. Miklar væntingar eru bundnar við fyrirheit ríkisstjórnar- innar um að innleiða skattalega hvata til hlutafjárkaupa í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum og að efla markað fyrir viðskipti með slík bréf. Svo má ekki gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Þannig aukum við framleiðni – sem er stóra verkefnið. Ekki má gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Á síðasta ári lagði fjármálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Tölu- verðar umræður urðu um einn þátt þessa frumvarps er laut að kaupaukakerfi fjármálafyrir- tækja eða bónuskerfi. Til stóð að slaka örlítið á einum ströng- ustu takmörkunum á kaupauk- um sem þekkjast í hinum vest- ræna heimi og færa gildandi reglur nær viðmiðum Evr- ópusambandsins. Annál- aðir álitsgjafar risu þá upp á afturlappirnar, mótmæltu hugmynd- um þessum harðlega og dylgjuðu jafnvel um að annarlegar hvatir lægju að baki tillögu ráðherra. Málefnalega umræðu skortir Eftir hrun hefur lítið farið fyrir málefnalegri umræðu um kaup- aukakerfi eða íhlutun löggjafans í tilhögun þessara kerfa. Þess í stað hafa fjölmiðlar og álitsgjafar barist gegn því að starfsmenn einkafyrir- tækja, sem auka verðmæti hlutað- eigandi fyrirtækja, fái sanngjarna hlutdeild í þeirri aukningu. Kross- ferð þeirra sem svo tala er óskiljan- leg. Afskipti löggjafa slæm Það er bæði óskynsamlegt og óeðli- legt að löggjafinn hlutist til um ráðningarkjör einkafyrirtækja. Markmið kaupaukakerfa er að skapa hvata fyrir starfsmenn til að auka verðmætasköpun fyrirtækis. Hvort þetta takist veltur auðvitað að meginstefnu til á því hvernig tekst til með hönnun slíks kerfis og hún á að sjálfsögðu að vera á ábyrgð hlutaðeigandi fyrirtækja. Fyrirtæk- in eru best til þess fallin að meta hvernig beri að haga kerfinu þannig að ákjósanlegu markmiði verði náð. Staðlað kerfi fyrir alla, hannað af löggjafanum, mun missa marks. Hver á að njóta aukins ábata? Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaup- aukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjár- málafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. Svo virðist sem þessum aðilum þætti raunar farsælast að starfs- menn fjármálafyrirtækja hefðu lág laun og engar væntingar um kaupauka. Eðlilegt er að álykta að þeir vilji þá að hluthafar fái alla verðmætasköpun hlutaðeig- andi fyrirtækja, þar sem aukin verðmætasköpun má hvorki fara í hærri laun né kaupauka starfs- manna. Miðað við orðræðuna verð- ur þeirrar skoðunar þó varla vart. Orðræða álitsgjafanna virðist því miður sú að enginn skuli fá hin auknu verðmæti sem verða til við betri rekstur – þá verða álitsgjaf- arnir fyrst sáttir. Því miður fékk tillaga fjármála- ráðherra ekki þinglega meðferð á liðnu ári. Tilefni er því til að skora á ráðherra að taka fyrri tillögu til endurskoðunar og mæla fyrir auk- inni tilslökun takmarkana á kaup- aukagreiðslum, þannig að auka megi frelsi einkafyrirtækja til ábata fyrir fyrirtækin, starfsmenn þeirra og samfélagið í heild. Til varnar kaupaukakerfi Hin hliðin Heiðrún Lind Marteinsdóttir héraðsdóms- lögmaður á LEX S egja má að stjórnmálaumræðan hafi byrjað með hvelli strax á fjórða degi ársins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í þætt- inum Sprengisandi á Bylgjunni að búast mætti við tillögu um Evrópusambandið á yfi r- standandi þingi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanrík- isráðherra, gagnrýndi Sigmund í gær. Það gerði Vil- hjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálf- stæðisfl okksins, líka. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist hann ekki geta stutt slíka tillögu í utanríkismála- nefnd. Eftir að Samfylkingin og VG ákváðu að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á síðasta kjör- tímabili, þvert gegn stefnu VG, var ákveðið skömmu fyrir kosningar að gera hlé á aðildarviðræðum. Vænt- anlega vegna þess að málið þætti ekki til þess fallið að afl a VG vin- sælda í kosningunum 2013. Og þar er staða málsins óbreytt um það bil tveimur árum seinna. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart ef Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tæki ákvörðun um að leggja fram til- lögu um að hætta formlega aðildar- viðræðum. Slík tillaga er beinlín- is boðuð í þingmálaskrá sem gerð var opinber í haust. Eftir stendur spurningin hvort slík tillaga yrði skynsamleg. Gríðar legur tími fór í umræður um málið þegar utanríkis- ráðherra lagði fram sambærilega tillögu fyrir ári. Orðræða og háttalag á þinginu varð með þeim hætti að enginn þingmaður getur verið stoltur af og þingmál- ið ekki afgreitt. Eftir stóð að ýmis mál, sem lögð voru fram í þinginu, voru enn eftir óafgreidd við þinglok. Ég velti því fyrir mér hvort ekki yrði skynsamlegra að halda stöðu mála varðandi ESB óbreyttri fram að næstu kosningum. Þá væri vel við hæfi að frambjóð- endur mótuðu sér skýra stefnu um aðild að Evrópusam- bandinu, sem gæti orðið grundvöllur að afstöðu kjós- enda til þeirra í kosningunum. Ég leyfi mér að fullyrða að sú stefna hafi verið mjög óskýr fyrir síðustu kosn- ingar. Og hugsanlega myndi þá koma til nýs framboðs hægrimanna sem krefjast aðildar. Núna í næstu framtíð eru hins vegar brýnni málefni fyrir ríkis stjórnina og Alþingi að leita úrlausnar á en Evrópusambandsmál. Þar nefni ég fyrst og fremst kjaraviðræður, úrlausn á málum sem tengjast fjármagnshöftum og mótun fram- tíðarstefnu í peningamálum. Þá þarf Alþingi einnig að afgreiða önnur brýn mál eins og frumvarp félagsmálaráðherra um framtíðar- skipan húsnæðismálalána, frumvarp fjármálaráðherra um opinber fjármál og frumvarp til að rýmka fjárfest- ingaheimildir lífeyrissjóða. En tvö síðarnefndu þingmálin voru lögð fram á síð- asta þingi án þess að þau yrðu afgreidd. Vel hægt að bíða með að slíta viðræðum við ESB: Mikilvæg mál yrðu sett í biðstöðu Núna í næstu framtíð eru hins vegar brýnni málefni fyrir ríkisstjórnina og Alþingi að leita úrlausnar á en Evrópusam- bandsmál. Markaðshornið Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Nýsköpun á nýju ári Skoðun Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Svolítil hækkun á mörkuðum eft ir fall út af olíuáhyggjum KAUPHÖLLIN Miðlarar á gólfinu í Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum vörpuðu öndinni léttar í gær eftir að hlutabréf hækk- uðu örlítið í verði. Daginn áður höfðu þau hrapað í verði, vegna mikils ótta um áframhaldandi lækkun olíuverðs. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 B -3 7 D C 1 7 7 B -3 6 A 0 1 7 7 B -3 5 6 4 1 7 7 B -3 4 2 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.