Fréttablaðið - 18.07.2015, Qupperneq 12
18. júlí 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR
Ég hef lengi verið unn-andi góðrar heimspeki. Sem ungur maður varð ég fyrir miklum áhrif-
um frá taóisma í gegnum Bókina
um veginn eftir Lao Tse. Ég held
að engin bók hafi haft jafnmikil
áhrif á mig, líf mitt og karakter
og hún. Og eins og með svo marg-
ar bækur þá liggur sá galdur ekki
bara í orðanna hljóðan heldur
frekar í einhverri dularfullri og
ljóðrænni tilfinningu, sem les-
andinn tengir við handan text-
ans. Og ég held að það sé þessi
tilfinning sem knýr mig til að
lesa. Ég er að leita að þessu sífellt
þegar ég les. Ég hef tekið syrpur í
lestri í gegnum árin. Sem krakki
las ég Þórberg. Ég var heillað-
ur af Ofvitanum og las því allt
hitt. Þegar ég var ungur fannst
mér ég þurfa að lesa allar hinar
svokölluðu heimsbókmenntir. Þá
staulaðist ég í gegnum Tolstoj
og Dostojefskí.
Svo eins og
margir Íslend-
ingar las ég
helstu rit Hall-
dórs Laxness.
Ég tók nokk-
ur ár í að lesa
það sem ungir
menn þurftu
að lesa til að geta talist hipp og
kúl og vel lesnir. Það voru mikið
bækur eftir drykkfellda Amerík-
ana og evrópska tilvistarkrypp-
linga. Svo kom suðurameríska
tímabilið. Þá las ég allt sem ég
fann eftir Gabríel García Mar-
ques, Isabellu Allende, Migu-
el Asturias og fleiri. Inn á milli
slæddust svo ýmsir enskir og
skandinavískir höfundar. Oft var
þetta ekki með ráðum gert heldur
slysaðist ég óvart inn á einhverja
braut vegna einhverra utanað-
komandi áhrifa. Vinir mínir voru
ötulir við að gauka að mér bókum
„sem ég yrði að lesa“ og stundum
las ég bara það sem hendi var
næst. Mér hefur jafnvel oft fund-
ist bækurnar frekar velja mig en
ég þær, eins skrítið og það kann
að hljóma. Framan af las ég aðal-
lega skáldsögur. Ég tók syrpu í
ljóðabókum og las líka fjöldann
allan af leikritum. Ég hellti mér
líka út í lestur sjálfshjálparbóka
á tímabili. Það var einhver tíska
hér á landi og það gerðist einmitt
á krítískum tíma í mínu eigin lífi.
Það leiddi mig svo út í lestur alls
konar andlegra fræða og trúar-
bragða og varð seinna til þess að
ég ákvað að gerast kristinn og las
þá Biblíuna, Tomás de Kempis og
Thomas Merton og allt annað sem
ég náði mér í. Svo kom hjá mér
langt reyfaratímabil. Þá grúfði ég
mig yfir James Ellroy, Dashiell
Hammett, Sjöwall og Wahlö, P.D.
James og fleiri.
Heimspeki er lífsstíll
Minna Móse, meira Spinósa
Framan af ævinni var bóka-úrvalið nokkuð bundið af þýðingum, ég las helst það sem kom út á íslensku en
með batnandi enskukunnáttu fór
ég að lesa fleiri bækur á ensku.
Síðustu tíu árin hef ég aðallega
lesið enskar bækur. Ég hef aðal-
lega lesið fræðibækur um vísindi
og heimspeki. Eftir að ég byrj-
aði að lesa heimspeki þá varð
ég soldið hissa á sjálfum mér að
hafa ekki byrjað á þessu fyrr. Ég
held að ástæðan fyrir því hve fá
heimspekirit hefur rekið á fjörur
mínar sé fyrst og fremst skortur
á framboði. Það hefur merkilega
lítið verið þýtt og það sem til er
reynist oft erfitt að nálgast. Hlut-
ur heimspeki er grátlega lítill í
almennri uppfræðslu ungmenna.
Það eru fáar bækur um heim-
speki fyrir börn og unglinga og
það litla sem hefur komið út er
yfirleitt ófáanlegt. Á meðan er
offramboð af kristilegum bók-
menntum fyrir sama aldurshóp
og er það aðallega íslenska ríkið
sem stendur fyrir þeirri útgáfu.
Ólíkt heimspeki þá er kristin trú
ekki mikið að velta fyrir sér hug-
leiðingum um raunveruleikann
og eðli tilverunnar heldur meira
að fullyrða og alhæfa um hluti
sem enginn veit með vissu. Það
væri vel hægt að gefa út barna-
bók með titlinum „Guð er til og
hann elskar þig“. En það er ólík-
legt að bókin „Guð er ekki til og
ef hann er til þá er hann ekkert
að pæla í þér“ verði gefin út á
næstunni.
Lestur heimspeki og umræð-ur um hana virðist því miður bundinn við ákveðn-ar kreðsur. Það er ólíklegt
að heimspekirit reki á fjörur ungs
fólks nema það skrái sig sérstak-
lega í einhvern kúrs eða beinlín-
is læri heimspeki. Mér finnst það
ömurlegt. Ég vildi óska að ég hefði
uppgötvað Friedrich Nietzsche
þegar ég var yngri. Mér finnst að
allir Íslendingar sem vilja telja
sig hipp og kúl og vel lesna eigi að
þekkja Bertrand Russell og Saga
vestrænnar heimspeki ætti að
vera í skinnbandi á hverju heim-
ili. Okkur vantar hreinlega meira
af heimspeki í allt samfélagið. Það
mundi bæta mjög mikið hér. Ég
held að ástæðan fyrir því hvað við
Íslendingar eigum mikið af stór-
kostlegum rithöfundum en fáa og
jafnvel enga frambærilega heim-
spekinga, sé kannski sú að það
hafi kannski aldrei verið nein sér-
stök stemning fyrir raunveruleik-
anum hér á landi. Jesú kom aldrei
til Íslands og sýndi þessu landi
engan áhuga. En Ludvig Wittgen-
stein var hér! Ég legg því til að það
verði gert þjóðarátak í meðvitund
og uppfræðslu heimspeki á Íslandi.
Heimspeki sem lífsstíl!
Wittgenstein var á undan Jesú til Íslands
B
BC hefur löngum þótt fyrirmynd annarra ríkismiðla. Í
vikunni birtu bresk yfirvöld opinbera skýrslu um starfsemi
BBC. Þótti skýrsluhöfundum sjálf fyrirmyndin hafa misst
sjónar á kjarnahlutverki sínu. Hún ætti að starfa í almanna-
þágu en ekki hafa vinsældir og áhorfstölur að leiðarljósi.
Fleiri ríkismiðlar hafa villst af braut. Þar má nefna Ríkisútvarp
okkar Íslendinga – rekið fyrir almannafé. Hlutverk Ríkisútvarpsins
hefur verið afmarkað. Það skal bjóða fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu
– stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og
félagslegri samheldni. Því ber að leggja rækt við íslenska tungu og
varðveita menningararfinn.
Hið afmarkaða hlutverk Ríkisútvarpsins aðskilur það frá einka-
reknum miðlum. Rekstrarfé úr sjóðum almennings undirstrikar þann
aðskilnað. Ríkisútvarpinu er ekki ætlað að vera í samkeppni. Því er
ekki ætlað að leggja stein í götu
einkarekinna miðla. Því er ætlað
afmarkað hlutverk í almannaþágu
– hlutverk sem miðillinn vanrækir,
afvegaleiddur af viðskiptasjónar-
miðum.
Ríkisútvarpinu ber að tryggja
jafnan hlut kynjanna í dagskrá
sinni. Það var því bagalegt hvernig
farið var með sjónvarpsrétt að heimsmeistaramóti kvenna í knatt-
spyrnu á dögunum. Fékk mótið litla fyrirferð þrátt fyrir mikinn
áhuga á kvennaknattspyrnu hérlendis. Þrátt fyrir aukna meðvitund
og sterka kvennaslagsíðu í samfélaginu. Starfsmenn Ríkisútvarps-
ins leituðu skjóls í rökleysu á borð við undirmönnun, áhugaleysi og
kostun. Það leyndist þó engum – forgangsröðun ríkismiðilsins var
skýr. Kvennaíþróttir víkja fyrir karlaíþróttum.
Ríkisútvarpið brást hlutverki sínu. Það brást kvennaboltanum.
Það brást þeim fjölda Íslendinga – af báðum kynjum – sem áhuga
hafa á íþróttinni. Það er flestum ljóst að breyta þarf kreddukenndum
hugmyndum um hlutverk kynjanna og þeim viðhorfum sem ríkja til
kvennaíþrótta. Þeirri vegferð ætti Ríkisútvarpið að veita leiðsögu –
enda hver betur til þess fallinn en ríkismiðill kostaður af almannafé?
Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur löngum verið umdeilt. Mörgum
þykir miðillinn færa sig nær samkeppnisrekstri. Þannig raski hann
viðskiptaumhverfi og skapi óréttlát skilyrði á íslenskum fjölmiðla-
markaði. Ríkismiðill rekinn fyrir almannafé eigi ekki að keppa á
auglýsingamarkaði. Hann eigi ekki að stjórnast af vinsældum og
áhorfsmælingum, sem einkamiðlar þurfa alltaf að hafa til hliðsjónar.
Taka verður undir þessi sjónarmið. Samkeppnisrekstur rímar illa
við skilgreint hlutverk ríkismiðla. Viðskiptalegar áherslur geta skaðað
meginstarfsemi og dagskrárval Ríkisútvarpsins. Slíkar áherslur
höfðu skaðleg áhrif á heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu og þær
hafa áhrif víðar. Þar er í mörg horn að líta. Á upplýsingaöld þegar
almenningur treystir á veraldarvefinn er netfréttaþjónusta miðilsins
neyðarleg. Einkamiðlar skara fram úr Ríkisútvarpinu í framleiðslu á
innlendu sjónvarpsefni og menningarhlutverkinu er illa sinnt.
Ríkisútvarpið virðist áttavillt. Þrátt fyrir afmarkað hlutverk
hefur það flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnis-
sjónarmið ráða rekstrinum. Eðlilegt jafnvægi þarf að ríkja á fjöl-
miðlamarkaði svo sjálfstætt starfandi fjölmiðlar geti keppt við réttlát
skilyrði. Það er mikilvægt að ríkismiðill rekinn fyrir almannafé skapi
ekki torfæru í viðskiptaumhverfi einkamiðla. Ríkisútvarpið þarf
að rifja upp sérstöðu sína og hlutverk sitt í almannaþágu. Þar mega
vinsældakosningar ekki ráða för.
Áttavillt og um-
deilt Ríkisútvarp
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
5
-6
A
5
C
1
7
5
5
-6
9
2
0
1
7
5
5
-6
7
E
4
1
7
5
5
-6
6
A
8
2
8
0
X
4
0
0
9
A
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K