Fréttablaðið - 18.07.2015, Side 18

Fréttablaðið - 18.07.2015, Side 18
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 Þar sem ég fékk 20. öldina á námstímanum í Englandi og klassíkina á Ítalíu held ég að verkin mín takist á í nútímanum og fortíð-inni,“ segir Steinunn Þór- arinsdóttir myndhöggvari, sem er um þessar mundir með þrjár sýn- ingar í gangi í erlendum borgum. Í Bandaríkjunum eru á ferðinni tvær sýningar og í vor var opnuð sýning- in Places sem nær yfir alla Kaup- mannahöfn. Fígúratífir skúlptúrar Steinunnar eru mörgum kunnir, enda ratar stór hluti verka hennar í almannarými þar sem listin kemur til fólksins. Viðbrögðin hafa heldur ekki látið á sér standa því fjöldi manns um allan heim tengir við óræðu mann- eskjurnar hennar Steinunnar sem verða til á vinnustofunni við Sól- vallagötuna. Myndheimur er ævistarf „Mín verk hafa alltaf verið fígúra- tíf. Það hefur kannski eitthvað að gera með hvernig menntun mín er. En skúlptúrinn, og þau efni sem ég er að vinna með, hefur löngum þótt karllægt element. Ég man t.d. að galleristinn minn í Bandaríkjunum, Scott White, sagði mér eitt sinn að allir héldu að þetta væru verk eftir karlmann. Skúlptúrinn var lengi mikið karlasvæði og þegar ég kom heim eftir nám um 1980 þá voru bara um fimmtán manns í Mynd- höggvarafélaginu og þar af örfáar konur en þetta hefur breyst mikið. Ég hef aldrei horft á þetta sem eitthvað karlasvæði. Ég hef bara alltaf verið fókuseruð á skúlptúr því um leið og ég byrjaði að vinna þrívítt þá féll ég fyrir því. Ég byrjaði á því að vinna í leir þegar ég var í námi af því hann er lífrænn og náttúrulegur og ég gat notað áferðina til að tengja verkin Íslandi. En stærðin var mjög takmarkandi og það hentaði mér ekki því ég vildi vinna í líkams- stærð og því leitaði ég annarra leiða. En fyrstu árin fóru svona mest í að kynnast öllu; efnum, tækni og mögu- leikum og átta sig á eigin myndheimi sem tekur í sjálfu sér alla ævi.“ Augnablik hlutleysis „Mín verk hafa löngum verið kyn- laus – meira svona eins og ímynd mannsins fremur en ákveðinn maður. Það koma reyndar einstaka verk inn á milli sem eru ekki kyn- laus, en allt frá því að ég var í námi þá varð þessi hugmynd um mann- eskjuna sem slíka viðfangið. Líkam- inn er nánast aukaatriði, því þetta er ekki raunsæisverk, heldur meira eins og rammi utan um það sem ég er að gera. Það má kannski segja að ég sé fremur að fást við að steypa mannlegar tilfinningar og sálir. Í raun er líkaminn í verkum mínum eins og strigi málarans. Með því að kynbinda verkið kemur einhver sögn sem á kannski ekki endilega að vera þarna – það lokar merkingunni og ég hef kosið að halda þeim frekar hlutlausum. Ég vil að verkin hvísli að fólki frem- ur en að þau æpi. Ég hef stundum sagt að þau séu stödd í augnablikinu rétt áður eða rétt eftir að eitthvað gerist. Augnablik hlutleysis þar sem maður er að reyna að átta sig pínu- lítið á því hvað er í gangi. Lífið er jú ráðgáta,“ segir Steinunn og hlær. Huldufólk Steinunnar Þrátt fyrir þessa kyrrð eru verk Steinunnar engu að síður í ákveð- inni samræðu sín á milli sem og við umhverfi sitt. „Já, ég held að verk- in séu nátengd einhvers konar íhug- unarástandi, aðeins til hliðar við raunveruleikann. En ég bý líka oft til verk þar sem meira en ein mann- eskja kemur fyrir og þegar maður tengir saman tvær manneskjur fer af stað allt önnur dýnamík. Það getur stundum styrkt grunn- hugmyndina að tengja saman tvær manneskjur og svo með þeirri þriðju gerist eitthvað allt annað. Lokaverkefnið mitt í náminu í Bretlandi fjallaði um huldar verur, huldufólk. Þeir héldu nátt- úrulega að ég væri orðin alveg snar, en nálgunin var að tengja þennan íslenska veruleika mínum eigin verkum. Hugmyndin um huldufólkið snýst ekki síst um það að þú sérð það ekki nema að þú staldrir við og gefir þér tíma. Það sama gildir um verk mín. Það að sýna verkin í opinberu rými á götum og torgum úti er gefandi og krefjandi í senn – því sam- skipti fólks eru svo bein við verk- in. Vegna þess að þau eru í líkams- stærð geturðu faðmað þau, staðið hjá þeim og stokkið upp á þau en um leið þarftu að staldra við til þess að taka þau inn. Mér finnst frábært þegar fólk er í sambandi við verkin mín en um leið getur ýmislegt gerst. Þeim er jafnvel stolið!“ segir Steinunn og skellihlær. „Þessi samskipti við almenning og um leið nún- ingur finnst mér frábær en hann getur líka verið dálítill haus- verkur. Að koma með listina til fólks í almannarými er allt annað en að sýna innan hvítra veggja sýningar salanna.“ Kardemommubærinn Steinunn segir að viðtökurnar séu nánast eins ólíkar og staðirnir eru margir. „Sýningin í Kaupmanna- höfn er búin að vera einstök reynsla vegna þess að verkin eru staðsett vítt og breitt um borgina. Fyrsta verkið tekur á móti þér á Kaup- mannahafnarflugvelli og síðan geturðu gengið um alla borgina og skoðað sýninguna. En það var ótrúlega gaman hvað Kaupmannahafnarborg var áhuga- Stundum gerir maður verk án þess að vita af hverju og það finnst mér gefa verkunum heilmikið frelsi sem skiptir miklu máli. Hugmyndin um huldufólkið snýst ekki síst um það að þú sérð það ekki nema að þú staldrir við og gefir þér tíma. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Huldufólk og steyptar sálir Verk Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara fara víða og eru mörgum kunn. Um þessar mundir eru í gangi þrjár sýning- ar á verkum hennar í jafn mörgum erlendum borgum svo það er í mörgu að snúast hjá Steinunni sem nýtur þess að vinna. MYNDHÖGGVARI Steinunni Þórarinsdóttur finnst frábært þegar fólk er í sambandi við verk hennar þó svo að því geti líka fylgt hausverkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -5 E F C 1 7 5 3 -5 D C 0 1 7 5 3 -5 C 8 4 1 7 5 3 -5 B 4 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.