Fréttablaðið - 18.07.2015, Qupperneq 24
KYNNING − AUGLÝSINGÞjóðhátíð LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 20152
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512-5446, jonatan@365.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson.
Þegar Stefán var spurð-ur hvað hefði komið til að Sálin var fengin til verks-
ins að þessu sinni, svaraði hann:
„Þetta hafði komið til tals fyrir
nokkrum árum, en varð ekki af
fyrr en núna. Það var líklega kom-
inn tími á þetta.“
Stefán viðurkennir að það hafi
verið svolítið snúið að gera text-
ann og það hafi tekið hann nokk-
urn tíma. „Það þarf að huga að
ýmsu, hann þarf að vera sæmi-
lega samsettur, hæfilega Eyja-
legur, en þó almennur og helst
innihalda smá sumar og róman-
tík. Mér fannst það takast nokk-
uð vel,“ segir hann og er ánægð-
ur með viðtökur lagsins. „Mér
skilst að þetta sé eitt vinsælasta
lag landsins, það er alltént ofar-
lega á helstu listum.“
Stefán er ekki alveg ókunnug-
ur þjóðhátíðarlögum því hann
hefur komið við sögu í þremur
þeirra. Hann söng nokkrar línur í
þjóðhátíðarlaginu 1989 sem heit-
ir Í Brekkunni – Bræðurnir Brekk-
an. „Ég kom víst einnig við sögu
í tveimur öðrum lögum, man þó
ekki hvaða ár það var. En þetta er
í fyrsta skiptið sem Sálin stendur
að slíku lagi.“
Þegar Stefán er spurður hvort
hann hlakki til að f lytja lagið í
Herjólfsdal segist hann vera ró-
legur enn þá. „Það verður þó
vafalaust spennandi og skemmti-
legt að stíga á sviðið þegar þar að
kemur. Það er auðvelt að skemmta
sér á Þjóðhátíð, jafnvel þótt maður
sé að skemmta öðrum í leiðinni.“
Á síðasta ári f lutti Jón Jóns-
son þjóðhátíðarlagið en árið þar
á undan var lagið samið af Birni
Jörundi og flutt af hljómsveitinni
Nýdönsk. Oftast verður þjóð-
hátíðarlagið að vinsælum sumar-
smelli.
Hér má sjá textann við lagið
Haltu fast í höndina á mér sem
Sálin f lytur. Allir sem ætla á
þjóðhátíð þurfa að kunna hann.
Þjóðhátíðarlag 2015
Úr Ægi köldum eyland í suðri rís
og góður er byr.
Á ölduföldum í ágústbyrjun
þangað siglum sem fyrr.
Þar söngvar óma
í sæludalnum og í sálinni á mér.
Og augu ljóma
því æði margir finna ástina hér.
Má ég kíkja í tjaldið hjá þér?
Við elskum lífið þessar ljúfu nætur
þá logar lýsa upp ævintýraheim.
Hér rætast draumar ef að líkum
lætur.
||: Haltu fast í höndina á mér. :||
Svo kemur dagur og kannski sólin
okkur kyssi um stund.
Hve hann er fagur hamarinn hái
sem við liggjum hér und.
En tíminn flýgur, sjá fyrr en varir
fölna urtir og láð.
Sumarið líður svo fljótt — en varla
mér úr minni í bráð.
Tökum síðar upp þennan þráð.
Við elskum lífið þessar ljúfu nætur
þá logar lýsa upp ævintýraheim.
Hér rætast draumar ef að líkum
lætur.
||: Haltu fast í höndina á mér :|| —
þessa nótt...
Hæfilega samsett af
sumri og rómantík
Sálin flytur þjóðhátíðarlagið í ár sem hefur skotist upp vinsældalistann. Lagið
nefnist Haltu fast í höndina á mér. Það var Guðmundur Jónsson sem samdi lagið en
Stefán Hilmarsson textann. Lagið er þegar orðið að einu vinsælasta lagi landsins.
Stefán Hilmarsson samdi textann við nýja þjóðhátíðarlagið.
Páll Óskar Hjálmtýsson leikur stórt
hlutverk á Þjóðhátíð í ár. Hann byrj-
ar á því að spila á Húkkaraballinu
á fimmtudag, en það hefur stækk-
að með hverju árinu og í fyrra var
aðsóknarmet slegið þegar fjórtán
hundruð miðar voru seldir. Á föstu-
dag tekur hann svo þátt í barnadag-
skrá Þjóðhátíðar og hefur sama hátt-
inn á og hann hefur haft frá árinu
2008. „Ég tek nokkur af mínum bestu
lögum á litla sviðinu en eftir það
verður aðalatriðið – þá spyr ég hvort
einhver á svæðinu vilji fá selfí með
mér eða áritað plakat og þá verður
allt vitlaust,“ segir hann og hlær.
Palli tekur um tvo tíma í að af-
greiða alla því hann lætur engan
fara heim í fýlu. „Ég tek mér góðan
tíma og sinni krökkunum vel því ég
veit að það getur skipt þau gríðar-
legu máli seinna meir. Þegar ég var
fjórtán ára beið ég í fimm klukku-
tíma röð til að fá áritun frá hljóm-
sveitinni Five Star, sem var svar Breta
við Jackson 5. Þegar ég sagði þeim að
lögin þeirra hefðu komist á toppinn
á Íslandi tóku öll í spaðann á mér og
ég sveif út á bleiku skýi. Ég á árit-
aða plötuna enn þá. Þetta er ástæð-
an fyrir því að þegar einhver kemur
til mín og biður um áritun eða selfí
segi ég aldrei „nei“. Ég hef ekki efni
á að segja „nei“ við áreitunum þegar
ég hef unnið að því hörðum höndum
í tuttugu ár að verða eins frægur og
ég get.“
Á sunnudagskvöld snýr Palli aftur
til Eyja og byrjar á því að taka þátt í
Brekkusöngnum með Buffinu og
öðrum valinkunnum gestasöngv-
urum. „Ég verð svo með Pallaball
í Herjólfsdal frá klukkan þrjú um
nóttina og hætti ekki fyrr en sólin
verður komin upp. Ég hef fengið að
gera þetta nokkrum sinnum áður og
ég elska þessa töfra sem myndast í
Herjólf sdal á þessum tíma, þetta er
alveg magnað og þessa stemningu
sem myndast fær maður örugglega
hvergi annars staðar að upplifa,“
segir Palli og brosir.
Byrjar og
endar á
Þjóðhátíð
Páll Óskar spilar á Húkkaraballinu, syngur sín
bestu lög fyrir börnin og býður þeim með sér í
myndatöku, tekur þátt í Brekkusöngnum og slær
svo upp alvöru Pallaballi í Herjólfsdal aðfaranótt
mánudags og spilar þar til sólin kemur upp.
Það verður nóg að gera hjá Palla um verslunarmannahelgina og leikur hann stórt hlut-
verk á Þjóðhátíð.
FYRIR ÞÁ
TM
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
4
-7
3
7
C
1
7
5
4
-7
2
4
0
1
7
5
4
-7
1
0
4
1
7
5
4
-6
F
C
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K