Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.07.2015, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 18.07.2015, Qupperneq 28
FÓLK| ÁHUGI Á LEIKLIST OG KVIKMYNDUM Styr er ekki alveg ókunnugur í París. Móðir hans, Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fata hönn- unar deildar Listaháskóla Íslands, starfaði þar sem hönnuður eftir að hann fæddist. „Ég átti heima í París fyrstu árin mín og mér líður alltaf vel þegar ég kem þangað,“ segir hann. Styr segir að þetta nýja starf hafi eiginlega verið eins konar heppni fyrir hann. „Mér finnst skemmtilegt að kynnast einhverju nýju. Núna hef ég umboðsskrifstofu sem sér um öll mál fyrir mig, sem er mjög þægilegt. Ég þurfti ekkert að hafa fyrir þessu en það er ekki sjálf- gefið fyrir þá sem vilja feta þessa braut.“ Frá því að Styr lék í Fölskum fugli hefur hann tekið að sér lítil verkefni, eins og hann orðar það. Hlutverk í stuttmyndum, þar af var eitt útskriftarverkefni fyrir nema í Listaháskóla Íslands. „Ég hef mestan áhuga á kvikmyndum og tónlist,“ bætir hann við. „Það hefur hins vegar ekkert stórt, spennandi hlutverk enn komið upp í hendurnar á mér,“ segir hann og hlær. „Maður vonar þó auðvitað að eitthvað bjóðist í framtíðinni. Ég er opinn fyrir öllum verkefnum. Ég hef aðeins unnið fyrir Eskimo models á undanförnum árum og það hefur sömuleiðis verið mjög fínt.“ Styr hefur ekki langt að sækja listræna hæfileika sína. Móðir hans er vel þekktur hönnuður og hann segir að faðir sinn, Júlíus Þorfinnsson, hafi dútlað við leik- list á árum áður. „Hann er ekkert síður listrænn en mamma,“ segir hann. ÍSLENSKUR VÍKINGUR Styr er fremur óvenjulegt nafn og óþjált fyrir Frakka. Þeir kusu því að kalla hann Julius. „Ég vildi hafa mitt raunverulega nafn en Frakkarnir töldu betra að hafa þetta svona. Nafnið mitt þótti ekki nógu grípandi. Það er reyndar alltaf mjög skemmtilegt þegar ég reyni að segja fólki hvað ég heiti þarna úti. Annars er þetta forníslenskt nafn, komið af víkingum,“ útskýrir Styr. „Nafnið þýðir „stríð eða styrjöld“.“ Styr segir að módelbransinn, eins og hann kynntist honum á tískuvikunni í París, sé bæði skrýtinn og skemmtilegur. „Allir ljósmyndarar sem ég vann með eru frábærir karakterar. París er tískuborgin og þar er allt á iði í kringum tískuviku. Það var sér- staklega ánægjulegt að kynn- ast því,“ segir Styr. Hann segist ekki hafa kynnst skuggahliðum tískuheimsins en viðurkennir að hafa heyrt ýmsa hluti. „Ég var einungis með gott fólk í kringum mig.“ Er auðveldara fyrir stráka en stelpur að feta þessa braut? „Ég gæti trúað því. Það er hörð sam- keppni hjá stelpum í módelheim- inum. Ég var hins vegar heppinn þar sem starfið kom óvænt upp í hendurnar á mér.“ Styr segist hlakka mikið til þegar hann fer aftur út í september. „Ég held að allt ungt fólk dreymi um að flytja til annarra landa í einhvern tíma. Auka víðsýnina og kynn- ast nýjum hlutum, ég er einn af þeim.“ elin@365.is HEIMA Í FRÍI „Það var skemmtilegt að kynnast tískuheiminum í París.“ MYND/ERNIR HELGIN Dagana 24.-27. júlí standa Heilsudrekinn og Wushu bardagaíþróttafélagið Drekinn í samstarfi við Alþjóða heilsu-qigong sambandið fyrir námskeiði í heilsu-qigong (borið fram tsí-gong). Þrír sérfræðingar og qigong-meistarar kenna á námskeiðinu, þau Zhuang Yongchang frá íþróttaháskólanum í Peking, Yao Qiong frá íþróttaháskólanum í Guang Shou og Chen Changle frá íþróttaháskól- anum í Shanghai, en þau hafa ferðast um allan heim til þess að kenna helstu aðferðir og fræða um heimspekina og vísindin bak við þessa aldagömlu líkams- og sálarræktaraðferð. Fyrir þá sem ekki þekkja heilsu-qigong þá er það fimm þúsund ára gamalt æfingakerfi í heilsu- rækt. „Heilsu-qigong er meira en bara líkams- rækt,“ segir Dong Qing Guan, sem hefur rekið Heilsudrekann frá árinu 1998. „Æfingarnar eru byggðar á hefðbundnum kínverskum lækn- ingaaðferðum. Þar fer saman qi, sem merkir lífskraftur, og gong, sem merkir nákvæmar æfingar.“ Þeir sem stunda heilsu-qigong upplifa aukna vellíðan, blóðþrýstingur verður eðlilegur og heilsuræktin bætir hjarta- og æðastarfsemi líkamans, auk þess að minnka kólesteról. Þá er talið að heilsu-qigong geti dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt, aukið súrefnisflæði um líkamann og minnkað streitu og álag. Æfing- arnar draga úr þunglyndi og kvíða og byggja upp sjálfsvirðingu. Þessi aldagamla heilsurækt eykur heilbrigði og vellíðan og margir vestrænir læknar hafa viðurkennt áhrifamátt hennar. „Heilsu-qigong er fyrir alla,“ segir Qing. „Sumir gera æfingarnar standandi en ef það er erfitt þá má setjast niður eða jafnvel sitja allan tímann.“ Þetta er í þriðja sinn sem Heilsudrekinn stendur fyrir námskeiðum af þessum toga og hafa þau notið mikilla vinsælda. Námskeiðin í heilsu-qigong hefjast eins og áður sagði föstu- daginn 24. júlí klukkan fimm og standa laugar- dag og sunnudag milli 10.30 og 17. Fyrirlestur verður síðan á mánudaginn milli 16.00 og 18.00 í Háskóla Íslands. Þeir sem sækja þetta þriggja daga námskeið fá í kaupbæti mánaðaraðgang að qigong-tímum í Heilsudrekanum til að festa sér það í minni sem kennt var á námskeiðinu. Skráning er í síma 553 8282. Starfsemi Heilsu- drekans er hægt að kynna sér nánar á heima- síðunni www.heilsudrekinn.is og á Facebook, þar sem getur að líta myndbandsupptökur af hinum ýmsu greinum sem eru æfðar og kenndar hjá Heilsudrekanum ásamt öðrum fróðleik. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 KENNARAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA Kennararnir kenna allir við kínverska íþróttaháskóla og hafa farið um allan heim til þess að kenna heilsu-qigong. MÖGNUÐ KÍNVERSK HEILSURÆKT HEILSUDREKINN KYNNIR Alþjóða heilsu-qigong-félagið verður með kynningarnámskeið dagana 24.-27. júlí í Heilsudrekanum, Skeifunni. Kínverskir qigong-meistarar verða leiðbeinendur á námskeiðinu. KAUPTÚNI 3 | SÍMI 564 4400 | VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS Opið mánudaga–laugardaga kl. 11-18 sunnudaga kl. 13-18 20–60% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ÚTSALA! ÚTSALA! af öllu frá ETHNICRAFT 20 -40 af öllum vörum frá UMBRA 20 -40 af öllum vörum frá HABITAT 20 -60 af öllu frá HOUSEDOCTOR 20 -40 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 5 -E A B C 1 7 5 5 -E 9 8 0 1 7 5 5 -E 8 4 4 1 7 5 5 -E 7 0 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.