Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 35
| ATVINNA | Kælivirkjar, vélvirkjar, vélstjóri eða rafvirki Vegna mikilla anna ætlar Ísfrost ehf að fjölga mönnum á verkstæði sínu í Reykjavík. Leitað er eftir vönum kælivirkjum, vélvirkjum, vélstjórum eða rafvirkjum. Einnig kemur til greina að ráða duglega menn án réttinda. Leitað er að mönnum í framtíðarstörf hjá ört vaxandi fyrirtæki. Ísfrost ehf er rúmlega 20 ára gamalt fyrirtæki, sérhæft í sölu, uppsetningu og þjónustu á kæli og frystibúnaði til iðnaðarnota. Fyrirtækið er einnig löggiltur rafverktaki. Okkur langar að bjóða þér að slást í hópinn. Við viljum gjarnan að þú sért hress, duglegur, sjálfstæður og þjónustulundaður. Æskilegt er að þú sért með iðnmenntun, þokkalega fær á tölvu og skiljir íslensku. Reynsla af faginu er kostur en ekki skilyrði. Þar sem kæli- og frystitæki snerta nánast öll svið sem hægt er að hugsa sér, er um fjölbreytt og skemmtilegt starf að ræða. Góð laun í boði fyrir fyrir ábyrga, heiðarlega og áhugasama aðila. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í síma 899 8898 eða á steini@isfrost.is Vinsamlega skal skilið umsóknum fyrir 25. júlí næstkomandi á netfangið steini@isfrost.is eða til Ísfrost ehf að Funahöfða 7, 110 Reykjavík. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Borgarbyggð auglýsir: Tölvuumsjónarmaður Laust er til umsóknar 80% starf tölvuumsjónarmanns. Brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tölvuumsjónarmaður sinnir daglegri notendaþjónustu og kerfisstjórn í grunnskólum, leikskólum og öðrum stofnunum sveitarfélagsins. • Umsjón og rekstur á Windows netþjónum ásamt umsýslu með Office365. • Uppsetning á vél-, hug- og jaðarbúnaði. • Umsjón með tölvum og öðrum vélbúnaði. • Innkaup og ráðgjöf vegna vél- og hugbúnaðar. • Samskipti við birgja og þjónustuaðila upplýsingatæknilausna. • Stefnumótun og ráðgjöf á sviði upplýsingamála. • Námskeið og fræðsluefni fyrir notendur. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólagráða eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Starfsreynsla á sviði upplýsingatækni. • Góð þekking og reynsla við þróun og viðhald upplýsingakerfa. • Góð þekking og reynsla á innleiðingu hugbúnaðar. • Góð þekking á Microsoft Office, Office365 og leyfismálum. • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Leikskólastjóri í Borgarbyggð Laust er til umsóknar starf leikskólastjóra Andabæjar á Hvanneyri. Starfshlutfall er 100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst. Leikskólastjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu Borgarbyggðar. Leikskólastjóri veitir skólanum faglega forstöðu og ber ábyrgð á rekstri skólans. Heimasíða skólans www.andabaer.borgarbyggd.is. Menntunar- og hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun. • Reynsla af stjórnun leikskóla. • Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi. • Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð. • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí fyrir stöðu leikskólastjóra og 31. júlí fyrir stöðu tölvuumsjónarmanns. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið kolfinna@borgarbyggd.is. Með umsókn skal fylgja starfsferils- skrá og kynningarbréf. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitar- félagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um störfin. Hagkaup óskar eftir að ráða starfsmenn. Um er að ræða 100% störf í dag- og næturvinnu í Hagkaup Eiðistorgi Allar nánari upplýsingar veitir Enric Teitsson verslunarstjóri á staðnum eða í síma 563 5000. Áhugasamir geta einnig sent póst á nesverslunarstjori@hagkaup.is • Við leitum að fólki til starfa sem hefur áhuga á að vaxa og dafna með okkur. • Hagkaup leggur mikla áherslu á þjónustulund, áreiðanleika og frumkvæði. • Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. HAGKAUP EIÐISTORGI Hagkaup er smásölufyrirtæki, sem býður íslenskum heimilum breitt úrval af vörum til daglegra þarfa, jafnt í matvöru, sem fatnaði, húsbúnaði og vörum til tómstundaiðkunar. Hjá Hagkaup starfar samhentur hópur fólks, um 850 manns í 500 stöðugildum. EFTIRLITSMAÐUR Í LOFTHÆFI- OG SKRÁSETNINGAR- DEILD Samgöngustofa óskar eftir að ráða eftirlitsmann í lofthæfi- og skrásetningardeild. Starfið felst í skrásetningu loftfara, lofthæfi þeirra og flugtæknilegra framleiðsluvara, vottun og eftirliti með fyrirtækjum sem annast viðhald og viðhaldsstýringu sem og þeim er annast kennslu flugvéltækna. Í starfinu getur einnig falist mat á umsóknum og afgreiðsla skírteina og tegundaáritana til flugvéltækna. Menntunar- og hæfniskröfur • Krafist er menntunar flugvéltæknis með Part 66 skírteini eða tæknilegs náms á háskólastigi sem tengist lofthæfi loftfara. • A.m.k. fimm ára reynsla af viðhaldi eða viðhaldsstjórnun loftfara hjá fyrirtæki skv. kröfum EASA, þekking á hönnun loftfara og á EASA reglugerðum. • Umsækjandi þarf að tileinka sér mjög öguð vinnubrögð, þ.m.t. alþjóðlegar kröfur sem gilda í flugi. • Mjög góð tök á íslensku og ensku er skilyrði sem og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga. Leitað er að einstaklingi með góða samskiptahæfileika, örugga og þægilega framkomu og mikinn áhuga á flug- starfsemi. Viðkomandi þarf að sýna frumkvæði, sjálfstæði og fagmennsku í starfi, vera skipulagður og agaður í verkum sínum og geta unnið undir miklu álagi. Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi umhverfi sem reynir á faglega hæfni og frumkvæði einstaklings. Umsóknarfrestur er til 3. ágúst 2015 Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu. Nánari upplýsingar veitir Ómar Þór Edvardsson, deildarstjóri lofthæfi- og skrásetningardeildar, í síma 480 6000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Samgöngustofa áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjara- samning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála með um 140 starfsmenn. Stofnuninni er ætlað að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Samgöngustofa annast eftirlit er varðar flug, siglingar, umferð og öryggis- eftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu. Upplýsingar um Samgöngustofu má finna á www.samgongustofa.is. Samgöngustofa Ármúli 2 108 Reykjavík Sími: 480 6000 LAUGARDAGUR 18. júlí 2015 5 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -B 2 E C 1 7 5 3 -B 1 B 0 1 7 5 3 -B 0 7 4 1 7 5 3 -A F 3 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.