Fréttablaðið - 18.07.2015, Síða 48

Fréttablaðið - 18.07.2015, Síða 48
Þjóðhátíð LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 20156 Hjalti Jónsson, doktor í sál-fræði við Syddansk Uni-versitet í Árósum, hefur haft yfirumsjón með sálgæslunni á Þjóðhátíð í nokkur ár. „Sálgæsl- an hefur reyndar verið í mörg ár í dalnum en eftir aukningu í kyn- ferðisbrotaárásum fyrir nokkr- um árum var ákveðið að gefa í og þá var ég fenginn til að sjá um þetta.“ Hjalti starfar á geð- sjúkrahúsi í Danmörku þar sem hann hefur unnið með sjúklinga með áfallastreituröskun og hefur einnig starfað á neyðarmóttöku þar. Honum er því vel ljóst hversu mikilvægt er að taka strax vel og á réttan hátt á móti brotaþolum kynferðisofbeldis. „Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi mun eiga við sálræna kvilla að stríða. Okkar starf er að koma þessu fólki í réttar hendur sem fyrst.“ Hann segir að gæslan sé alltaf mjög sýnileg í dalnum og reyni að vera sem mest á þeim svæðum þar sem hætta er á að fólk einangr- ist. „ Og þau vita um hjúkrunar- fræðinga, lækna og sálfræðinga í sjúkraskýlinu allan sólarhring- inn. Ef upp kemur mál förum við með fólk rakleitt á sjúkra húsið í Vestmannaeyjum og erum í nánu samstarfi við Neyðarmóttökuna í Reykjavík. Við sjáum um það sem fólk í losti er ekki í standi til að sjá um sjálft, eins og að hafa sam- band við aðstandendur, halda utan um atburðarás og svo fram- vegis. Lögreglan er þarna líka og við hvetjum til kæru.“ Hann seg- ist ekki vinna beint sem sálfræð- ingur á þessu stigi. „Við erum hins vegar að passa að fólk lendi ekki í einstaklingum sem segja að það eigi bara að hrista þetta af sér og halda áfram að skemmta sér eða eitthvað í þeim dúr. Ég hef í starfi mínu með fólki sem þjáist af áfallastreituröskun spurt hvernig viðbrögð fólk hefði viljað fá þegar áfallið reið yfir og vinn samkvæmt því. Við reynum að minnka skað- ann eins og mögulega er hægt í von um að það muni þá auðvelda ferl- ið sem á eftir kemur. Fórnarlamb- ið nýtur alltaf vafans hjá okkur. Og við teljum mikilvægt að allir sem koma að málum komi fram með sérstakri nærgætni þegar um brotaþola er að ræða, hvort sem málið telst sannað eða ekki.“ Hann segir öll tilvik tilkynnt til Neyðarmóttökunnar í Reykja- vík. „Helst viljum við senda fólk þangað strax ef um nauðgun er að ræða. Ástæðan er sú að svona málum er oft vísað frá á tæknileg- um forsendum og það er ekki hægt að taka lífssýni á jafnfullnægjandi hátt á spítalanum í Vestmannaeyj- um, svo dæmi séu tekin. Marg- ir vilja ekki fara, fólk er í sjokki og vill hrista af sér það sem gerðist og halda áfram með lífið og Þjóðhátíð- ina. Í þeim tilfellum tökum við lífs- sýni á sjúkrahúsinu hér með sér- fræðing á Neyðarmóttökunni í sím- anum. Við reynum að sannfæra fólk um að fara í ítarlega rannsókn strax því það er of seint þegar á líður. Ef fólki líður enn þá mjög illa og endur- upplifir atburði og þess háttar mán- uði síðar þá er mikilvægt að leita sér hjálpar á Neyðarmóttökunni.“ Hjalt i er uppalinn í Vest- mannaeyjum og finnst mikilvægt að gera allt sem hægt er til að út- rýma kynferðisofbeldi á Þjóðhá- tíð. „Ég upplifi Þjóðhátíð sem fjöl- skylduhátíð og finnst kynferðis- ofbeldi ljótur blettur á hátíðinni. Blessunarlega hefur verið minna að gera hjá okkur síðustu árin og vonandi að forvarnir séu að skila árangri.“ Vonar að forvarnirnar skili árangri Dr. Hjalti Jónsson sálfræðingur sér um sálgæsluna á Þjóðhátíð og vill útrýma kynferðisofbeldi í Dalnum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á að vera ánægjuleg fyrir alla gesti og nauðsynlegt að stemma stigu við ofbeldi af öllum toga, ekki síst kynferðisofbeldi. Dr. Hjalti segir mikilvægt að taka á móti þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi á réttan hátt; af virðingu, fagmennsku og hlýju. Það sést hverjir drekka Kristal P IP A R \T B W A • S ÍA 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -0 7 9 C 1 7 5 5 -0 6 6 0 1 7 5 5 -0 5 2 4 1 7 5 5 -0 3 E 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.