Fréttablaðið - 18.07.2015, Síða 56

Fréttablaðið - 18.07.2015, Síða 56
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, SNORRI GUÐMUNDSSON Fjarðarseli 7, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt 14. júlí. Útför hans fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 23. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas eða líknardeild Landspítalans. Lilja Jónsdóttir Jón Þór Andrésson Erla Erlendsdóttir Guðmundur Snorrason Kristín Sigurðardóttir Elsa Þórdís Snorradóttir Halldór Örn Sigurjónsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður og afa, DAVÍÐS SCHIÖTH ÓSKARSSONAR Funafold 27. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 11G og á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Arnþór Davíðsson Atli Steinn Davíðsson Axel Snær Ammendrup Atlason Okkar elskuleg, ELÍSABET GUÐLAUG FOSS síðast til heimilis að Miðvangi, Hafnarfirði, lést 5. júní sl. og fór útför fram 18. júní. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall hennar. Ólafur Hilmar Foss Heiðrún Sara Pálsdóttir Írena Dögg Elísa Björk og aðrir ástvinir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR SIGURBJARTSSON málarameistari, Holtastíg 22, Bolungarvík, lést í Sjúkraskýli Bolungarvíkur síðastliðinn þriðjudag. Helga Svandís Helgadóttir Helgi Birgisson Kristín Una Sæmundsdóttir Lilja Hálfdánsdóttir Óðinn Birgisson Hjördís Geirsdóttir Finnbjörn Birgisson Linda Björk Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónusta síðan 1996 Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR FRIÐBERTSDÓTTUR frá Súgandafirði. Alúðarþakkir til allra þeirra sem hafa liðsinnt Ásdísi og stutt í gegnum tíðina, sérstakar þakkir til starfsfólks á Frúargangi A-3 á hjúkrunarheimilinu Grund fyrir frábæra umönnun. Fjölskyldan. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR (LILLU) Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks göngudeildar 11B og blóðlækningadeildar 11G á Landspítalanum við Hringbraut. Jón Auðunn Kristinsson Pétur Óli Jónsson Hanna B. Hreiðarsdóttir Jón Þór Jónsson Halldóra Andrésdóttir Jóhann Ingi Jónsson Valgerður Sævarsdóttir og ömmubörnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, BÁRA PÉTURSDÓTTIR Klapparhlíð 3, Mosfellsbæ, (áður Akureyri) lést á heimili sínu mánudaginn 13. júlí sl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju 24. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Margrét Sveinbjörnsdóttir Viðar Sveinbjörnsson Gunnar Smári Sveinbjörnsson Elmar Andri Sveinbjörnsson makar, systkini, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir og afi, STEFÁN B. STEINGRÍMSSON rafvirkjameistari, Maltakri 9, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 10. júlí sl. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 21. júlí kl. 13.00. Erna Svavarsdóttir Þóra Stefánsdóttir Kolbrún Erna Ingadóttir og Bergvin Logi Ingason Elskulega dóttir okkar, eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, KATRÍN TÓMASDÓTTIR kennari, Laxatunga 11, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum 12. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 21. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Samtök sykursjúkra. Tómas Lárusson Hrafnhildur Ágústsdóttir Páll Kristjánsson Fannar Pálsson Agnes Ágústsdóttir Bylgja Pálsdóttir Sæmundur Örn Kjærnested Ágúst Tómasson Elísabet Ingvarsdóttir „Við höfum ekki fundið fyrir sam- drætti í sölu DVD-diskanna,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona og önnur kvennanna á bak við einhverja lífseigustu barnapíu landsins, Söngva- borgardiskana sem fagna í dag fimm- tán ára afmæli. Sigga er þó ekki ein því þær María Björk Sverrisdóttir mynda tvíeykið sem hefur skemmt íslenskum börn- um allan þennan tíma. „Við áttum alls ekki von á því þegar við byrjuðum fyrir fimmtán árum að vera að undir- búa sjöunda diskinn,“ segir Sigga og skellir upp úr. Hún segir að þær Mæja hafi þróað Söngvaborg saman árið 2000 og hafi heldur betur vaxið fisk- ur um hrygg, og seljist fyrstu disk- arnir enn vel. „Nú eru börnin á þeim diskum orðin að fullorðnu fólki og að minnsta kosti eitt þeirra orðið foreldri sjálft,“ skýtur Sigga að. Lögin sem þær stöllur hafa gætt lífi á mynddiskunum hlaupa á fleiri tugum, og segir Sigga þær velja gaumgæfilega hvað skuli sett á diskana. „Við veljum eftir kúnstar- innar reglu og prófum lögin á börnum og sjáum hvað er að virka. Við fáum mikið að heyra að fólk sé að kaupa sömu diskana aftur og aftur þegar þeir hafa rispast til óbóta, og viðurkenna sumir foreldrar að þeir séu orðnir nett þreyttir á okkur Maríu,“ segir Sigga og hlær sínum dillandi hlátri. „En oftast bæta þeir svo við að þetta sé afbragðs barnapía.“ Geta foreldrar því farið að hlakka til, því nýja efnið kemur út í október á þessu ári. Munu þær María og Sigga fagna þessum merku tímamótum í dag í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum, sem einn- ig heldur upp á afmæli, því garðurinn blæs til mikillar gleði í tilefni tuttugu og fimm ára afmælis skemmtigarð- arins. „Þarna verður mikið húllum- hæ. Við byrjum okkar dagskrá á svið- inu klukkan tvö en garðurinn byrjar sitt afmælisfjör strax við opnun,“ út- skýrir Sigga og bætir við að á sviðið munu allar persónurnar sem kíktu í heimsókn í Söngvaborg undanfarin fimmtán ár stíga og sprella, og má þar helsta nefna Masa og Georg. Einnig kíkja hinir ýmsu gestir við, svo sem Alda Dís Kristjánsdóttir, sigurvegari Ísland Got Talent, en hún mun syngja Disney-lög fyrir afmælisgestina. Aðspurð um hvernig sé að horfa um öxl á þessum tímamótum segist Sigga finna til mikillar gleði. „Þetta hefur verið ofsalega gaman og ekki síst gef- andi. Þetta er langur tími, en á sama tíma virkar þetta svo agalega stutt.“ gudrun@frettabladid.is Sívinsæl Söngvaborg Fimmtán ár eru frá því að fyrsti mynddiskur Söngvaborgar leit dagsins ljós. Sannarlega hittu þær Sigga og María í mark því diskarnir rokseljast enn í dag á tímum internetsins. ELDSPRÆKAR Mikið verður um dýrðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag, þar sem Sigga og María fagna afmælinu og ætla að selja alla mynddiskana á „skít og kanil“ í tilefni dagsins. MYND/ LOVÍSA SIGURJÓNSDÓTTIR Nú eru börnin á þeim diskum orðin að fullorðnu fólki og að minnsta kosti eitt þeirra orðið foreldri sjálft. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -7 2 B C 1 7 5 3 -7 1 8 0 1 7 5 3 -7 0 4 4 1 7 5 3 -6 F 0 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.