Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 60
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 32
Gyða Lóa
Ólafsdóttir
gydaloa@frettabladid.is
Urðarhvarf 8
Til sölu eða leigu glæsilegt skrifstofu- og verslunarhúsnæði
BORG fasteignasala kynnir til sölu eða leigu Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Um er
að ræða glæsilegt skrifstofu- og verslunarhúsnæði sem stendur á áberandi
hornlóð sem snýr að Breiðholtsbrautinni. Fallegt útsýni og umhverfi, stutt í
falleg útisvistarsvæði í Víðidal, Elliðaárdal og við Elliðavatn.
309 bílastæði í bílageymslu og um 150 bílastæði á lóð. Fimm lyftur eru í
sameign. Góðar akstursleiðir til og frá Urðarhvarfi. Skv. Þjóðskrá Íslands er
eignin samtals 16.214,8 fm.
Byggingin samanstendur af sex 2400 fm hæðum og síðan er sjöunda inn-
dregin. Eignin býður upp á mikla möguleika, m.a getur húsið auðveldlega hýst
stórfyrirtæki á einum fleti eða fáum hæðum. Eignin er á byggingastigi.
Hentar vel fyrir stór og lítil fyrirtæki og ríkisstofnanir.
NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA:
Úlfar s: 897 9030 - Löggiltur fasteignasali
Brandur s: 897 1401 - Löggiltur fasteignasali
„Ég elska Ísland,“ segir guð móðir
pönksins, Patti Smith, í upphafi
viðtals, en hún sækir Ísland heim
í ágúst, heldur tónleika og mun
meðal annars flytja plötuna Hor-
ses í heild sinni.
Hrifin af íslenskum hestum
„Ég kom fyrst til Íslands árið 1969
með systur minni, við vorum mjög
ungar og vorum ekki með mikið
af peningum svo við vissum ekki
hvað við ættum að gera en okkur
fannst landið mjög fallegt,“ segir
Smith glöð í bragði.
Tónlistarkonan hefur komið
nokkrum sinnum hingað til lands
eftir þessa fyrstu heimsókn og
segist elska landið, fólkið og er
sérstaklega hrifin af íslenska hest-
inum. Hún hefur haldið nokkra
tónleika hérlendis, síðast árið 2014
þegar hún kom fram ásamt Björk á
náttúruverndartónleikum og eftir-
minnilegt er þegar hún tróð óvænt
upp ásamt leikaranum Russell
Crowe sumarið 2012.
Smith mun eyða nokkrum dögum
hér á landi eftir tónleikana og er
sérstaklega spennt fyrir því að
fara á hestbak. „Ég vil fara á hest-
bak og heimsækja gröf Bobby Fisc-
her, ég hef farið þangað áður en ég
mun fara aftur með blóm. Fara út á
land og skoða mig um þar.“
Horses í heild sinni
Platan Horses kom út árið 1975 og
fagnar því 40 ára afmæli í ár og er
fyrsta plata Smith, sem mun heiðra
þennan frumburð sinn á tónleik-
unum. Platan hafði mikil áhrif á
pönk-rokk senuna í New York og
prýðir meðal annars 44. sæti yfir
500 bestu plötur sögunnar að mati
tímaritsins Rolling Stone og er
meðal 100 bestu platna allra tíma
samkvæmt tímaritinu Time.
Ásamt Smith á sviðinu verða
tveir upprunalegir meðlimir
hljómsveitarinnar, þeir Lenny
Kaye og Jay Dee Daugherty,
ásamt bassa- og hljómborðsleik-
aranum Tony Shanahan og segir
hún þau munu verða trú hljómi
plötunnar á tónleikunum. „Ég er
stolt yfir að koma fram ásamt
hljómsveitinni. Ég er stolt af
því að við erum heilsuhraust og
höfum verið vinir í fjörutíu ár. Við
eigum svo langa sögu og munum
koma með þessa sögu og vináttu
okkar upp á sviðið,“ segir Smith
og segir það jafnframt bæði ögr-
andi og spennandi að flytja plöt-
una á tónleikum frá A til Ö. „Við
lofuðum Horses, en við erum ekki
hljómplata, við erum rokkhljóm-
sveit en við munum spila hana frá
fyrsta til síðasta lags,“ segir hún
og bætir við: „Fyrsta lagið á plöt-
unni er Glory, venjulega þegar þú
ferð á svið byrjar þú á einhverju
lágstemmdara og byggir upp, en
við verðum að vera tilbúin til þess
að flytja það strax. Það er áskor-
un, en jákvæð áskorun.“
Elskar þegar fólk syngur með
„Það er spennandi að fara í gegn-
um Horses með fólkinu og mér
finnst frábært þegar fólk syng-
ur með. Fólkið eru tónleikarnir,
orkan sem það sendir og eldmóð-
urinn. Þegar fólk syngur Break
it up fyllir það mig af tilfinning-
um,“ segir hún ánægð og hvet-
ur íslenska aðdáendur til þess að
hefja upp raust sína í Hörpu þann
17. ágúst næstkomandi.
Smith er ásamt bandi sínu á tón-
leikaferðalagi og spilaði meðal
annars á Glastonbury-hátíðinni
í júní síðastliðnum. Þar fékk
hún Dalai Lama upp á svið og
flutti ásamt áhorfendaskaranum
afmælis sönginn fyrir trúarleiðtog-
ann. Tónleikaferðalaginu lýkur á
Íslandi sem er tilviljun sem Smith
fagnar, en þau skoðuðu nokkur til-
boð áður en ákveðið var að loka-
tónleikarnir yrðu í Hörpu og segir
hún þá ákvörðun ekki byggða á
peningum heldur ást. „Þetta er
fullkominn staður til þess að enda
tónleikaferðina, ég get fagnað með
því að ríða á hestbaki inn í sólsetr-
ið,“ segir hún og hlær.
Elskar orku og eldmóð áhorfenda
Patti Smith segir Ísland fullkominn stað til þess að enda tónleikaferðalag sitt, en hún fl ytur plötuna Horses, sem fagnar fj örutíu ára
afmæli, í heild á sínum þriðju tónleikum hérlendis. Með í för eru tveir upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar The Patti Smith Group.
GOÐSÖGN Patti Smith hefur starfað við tónlist síðan árið 1971 og fagnar nú fertugsafmæli fyrstu plötu sinnar, Horses.
NORDICPHOTOS/GETTY
LÍFIÐ
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
4
-D
6
3
C
1
7
5
4
-D
5
0
0
1
7
5
4
-D
3
C
4
1
7
5
4
-D
2
8
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K