Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 9. J Ú N Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 143. tölublað 103. árgangur
ALBATROSS ER
FYRSTA KVIK-
MYND SNÆVARS
DNA YRSU
GLÆPASAGA
ÁRSINS 2014
HAGRÆÐING
MEÐ ÍSLENSKUM
HUGBÚNAÐI
BLÓÐDROPINN 41 ÞULA Á AKUREYRI 16FRUMSÝNING 39
Hægriflokkarnir
í Danmörku eru
ótvíræðir sigur-
vegarar þing-
kosninganna
sem fram fóru
þar í landi í
gær. Fékk hin
Bláa fylking
þeirra 90 þing-
menn gegn 85
þingmönnum
Rauðu fylk-
ingarinnar. Helle Thorning-
Schmidt, fráfarandi forsætisráð-
herra, lýsti því yfir í gærkvöld að
hún myndi hætta sem formaður
Jafnaðarmannaflokksins.
Flestum að óvörum er Danski
þjóðarflokkurinn orðinn annar
stærsti flokkur Danmerkur með 37
þingmenn. Venstre-flokkur verð-
andi forsætisráðherra, Lars Løkke
Rasmussen, missti á sama tíma
fylgi og þingmönnum hans fækkaði
um 13 niður í 34. »20
Blá fylking
hægriflokka
sigraði í
Danmörku
Hættir Helle
Thorning-Schmidt.
Helle Thorning-
Schmidt segir af sér
Vilja bætt vinnuumhverfi
» Hjúkrunarfræðingar vilja
auk hærri launa ýmsar breyt-
ingar á vinnuumhverfi o.fl.
» Þeir segjast ekki hafa fengið
efnislega umræðu um þau mál
við ríkið.
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Kröfugerð hjúkrunarfræðinga í
kjaraviðræðum við íslenska ríkið er
margþætt og snýr að ýmsu öðru en
beinum launahækkunum.
Taka kröfurnar þannig m.a. til
endurmenntunar og símenntunar,
veikindaréttar, forgangs í störf,
áhalda og vinnufatnaðar, fjölskyldu-
og styrktarsjóðs og aðkomu að
stefnumótun í heilbrigðiskerfinu.
Félag hjúkrunarfræðinga mun sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
hafa lagt fram ýmis töluleg gögn í
viðræðunum sem rökstuðning fyrir
kröfum sínum. Meðal gagna eru línu-
rit sem sýna launaþróun nokkurra
stétta yfir fjórtán ára tímabil, bæði
miðað við launavísitölu og miðað við
krónutölu, töflur yfir meðaltalslaun
27 stéttarfélaga sem og yfirlit yfir
kynjaskiptingu í fjölmörgum starfs-
greinum. Þar má m.a. sjá að karlar
eru í 2,5% stöðugilda hjúkrunar-
fræðinga og konur í 97,5% stöðu-
gilda. Félagið telur gögnin sýna
fram á að 14-25% launamunur sé á
milli hjúkrunarfræðinga og annarra
háskólastétta. Þá hafi launahækkan-
ir hjúkrunarfræðinga undanfarin ár
skilað sér í mun lægri krónutölu en
til annarra stétta.
Kröfuliðirnir hátt í þrjátíu
Um 138% munur á dagvinnulaunum skurðlækna og hjúkrunarfræðinga en 94%
sé litið til annarra lækna Laun ljósmæðra um 10% hærri en hjúkrunarfræðinga
MFjölþættar kröfur í hjúkrun »6
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Járnabinding Pólskir smiðir, starfsmenn undirverktaka, steypa upp
stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar. Undirstöðurnar eru vel bundnar járni.
Framkvæmdastjóri Atvinnuþróun-
arfélags Þingeyinga segir tímabært
að fara yfir það með Landsvirkjun
hvaða orkustraumar verði til og hve-
nær og hvernig best sé að nýta þá til
áframhaldandi atvinnuuppbygg-
ingar á iðnaðarsvæðinu á Bakka við
Húsavík. Reinhard Reynisson segir
að kísilver PCC sé ísbrjóturinn og
önnur fyrirtæki geti komið í kjölfar-
ið. Friðrik Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar, nefnir að franska
framleiðslufyrirtækið Saint Gobain
hafi sýnt áhuga á að reisa þar verk-
smiðju þegar önnur starfsemi væri
komin á svæðið. Reinhard vill einnig
kortleggja losun koltvísýrings frá
virkjun og verksmiðju, sem líta eigi
á sem hráefni frekar en mengun.
Síðan sé verkefnið að finna fyrirtæki
sem gætu nýtt hann til verðmæta-
sköpunar. »14
Fleiri hafa sýnt
Bakka áhuga
Vill gera verðmæti úr koltvísýringi
Listakonurnar Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín
Anna Þórisdóttir voru í gær að undirbúa
gjörning sinn „Með eld í brjósti“ sem verður í
Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17 í dag. Þar munu þær
og Kvennakórinn Katla kveikja baráttueld í 100
brjóstum. Það er liður í hátíðarhöldum dagsins.
Kveikja baráttueld í hundrað brjóstum kvenna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fjölbreytt hátíðardagskrá í dag í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi
Ekkert samkomulag er milli
stjórnarflokka og stjórnarandstöðu
um þingfrestun, samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins. Stöðugar við-
ræður eru í gangi til að freista þess að
ná slíku samkomulagi. Einkum mun
vera tekist á um makrílfrumvarpið en
einnig er ósamkomulag um afgreiðslu
fleiri þingmála.
Viðmælendur töldu ekki ólíklegt að
þingfundir myndu halda áfram þó
nokkra daga til viðbótar, enda á Al-
þingi eftir að afgreiða stór mál, þar á
meðal haftafrumvörpin. gudni@mbl.is
Enn er allt í
hnút á þingi
Óvíst um þinglok
Enn fjölgar uppsögnum hjúkr-
unarfræðinga á Landspítalanum
og hafa 103 þeirra nú sagt upp
störfum. Við töluna bætast upp-
sagnir fleiri starfsstétta, en í
heild eru uppsagnirnar 133.
Stjórn Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga ákvað í gær að
fela lögmanni félagsins að
höfða dómsmál gegn ríkinu
vegna lagasetningar Alþingis á
verkfall hjúkrunarfræðinga.
103 sagt upp
á spítalanum
UPPSÖGNUM FJÖLGAR Í
KJÖLFAR LAGASETNINGAR