Morgunblaðið - 19.06.2015, Page 4

Morgunblaðið - 19.06.2015, Page 4
Morgunblaðið/Eggert Kaup og kjör Viðræður þriggja iðnaðarmannafélaga mjakast áfram. Fjögur af sex félögum iðnaðarmanna halda nú áfram kjaraviðræðum hjá ríkissáttasemjara eftir að upp úr slitnaði í kjaraviðræðum Félags vél- stjóra og málmtæknimanna (VM) og Rafiðnaðarsambandsins. Félögin sem eftir standa eru Samiðn, MAT- VÍS, Grafía/FBM og Félag hár- snyrtisveina. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, sagðist í vikunni bjartsýnn á að samningjar við félögin fjögur tækj- ust öðru hvoru megin við helgi, en iðnaðarmenn hafa boðað verkfall næstkomandi þriðjudag verði ekki af samningsgerð. Nokkur bjartsýni um samninga Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sambands félag í iðn- og tæknigreinum, segir möguleika á lausn á meðan menn ræði saman. „Það gengur ekki illa í viðræðunum,“ bætir hann við, en nú er rætt um sér- kröfur hvers félags fyrir sig. Níels Sigurður Olgeirsson, for- maður MATVÍS, félags iðnaðar- manna í matvæla- og veitingageir- anum, segir viðræðurnar þokast áfram. „Við vonum að okkur takist að klára þetta. Við höfum fram að að- faranótt þriðjudags,“ segir Níels, en fundarhöld dagsins leiði í ljós hvort unnið verði um helgina. „Það þyngir ekki yfir mér meðan okkur tekst að skýra hlutina þannig að úr verði eitt- hvað sem við getum farið með í at- kvæðagreiðslu til félagsmanna okk- ar,“ segir Níels. „Vonum að okkur takist að klára“  Verkföll boðuð í byrjun næstu viku 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 Allar starfsstöðvarogþjónustuver ríkisskattstjóra verða lokaðar frá kl. 12 í dag í samræmivið tilmæli ríkisstjórnar Íslands vegna19. júní. Viðskiptavinumer bent á að gagnlegar upplýsingar er að finna á rsk.is og skattur.is. Ríkisskattstjóri - lokað - „Fáninn er samkvæmt konungs- úrskurði samþykktur sem sérfáni landsins 19. júní 1915. Þetta var sama erindi og þegar konungur samþykkti kosningarétt kvenna,“ segir Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og einn helsti sérfræð- ingur landsins um íslenska fánann. Hefur hann haldið nokkrar sýn- ingar og gefið út tvær bækur um fánann. Hörður segir að virðing fyrir fán- anum hér á landi sé mikil. Þá sé ímynd hans jákvæð. „Það komu nokkrir fánar til greina á sínum tíma. Það var aug- lýst í blöðum árið 1913 að almenn- ingur mætti koma með tillögur og ein af þeim endaði sem fáninn okk- ar. Opinberlega liggur ekki fyrir hver hannaði fánann þó að það séu til ýmsar skoðanir og kenningar,“ segir Hörður en um 30 tillögur bár- ust, meðal annars frá Kjarval, sem þá var ungur listamaður á uppleið. „Fáninn hefur lifað vel, margir fánar fá leiðinlegar tengingar en okkar fáni hefur haldist góður, sem trúlega skrifast á stríðsleysi,“ segir hann og bætir við að virðingin fyrir fánanum sé mikil, jafnvel of mikil. „Það er smá hræðsla við fánann. Við þorum ekki að nota fánann eins og við ættum að gera. Við erum föst í allskonar mýtum, eins og til dæmis að fáninn megi ekki snerta jörðina – það er ekkert sem bannar það. Eina sem ekki má er að það má ekki flagga skítugum eða rifnum fána. Fólk er óþarflega hrætt við hann. Það nota allir fánann þann 17. júní en þann 18. er hann hvergi að sjá.“ Fánadagar eru alls 12 en næsti fánadagur er 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. benedikt@mbl.is Íslenski fáninn 100 ára Morgunblaðið/Kristinn  Úrskurður kon- ungs um fánann Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Umhverfis- og samgöngunefnd hefur afgreitt fjögurra ára samgönguáætl- un fyrir árin 2015 til 2018. Ólöf Nor- dal innanríkisráðherra mælti fyrir til- lögunni á Alþingi í maí síðastliðnum og sagði hún þá meðal annars sam- göngukerfið vera eina af grundvall- arforsendum öflugs atvinnulífs og bú- setugæða. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður um- hverfis- og samgöngunefndar, segir afar ánægjulegt að nefndin hafi af- greitt þessa áætlun. Fer hún nú aftur til umræðu í þinginu. „Við komum með viðbætur upp á rúmlega einn og hálfan milljarða [króna] og leggjum til að fjármagn verði sett annars vegar í hafnir og hins vegar í flug og flugvelli,“ segir Höskuldur og bendir á að samgöngu- áætlunin hafi á sínum tíma einna helst verið gagnrýnd fyrir að skilja þessa þætti eftir. Þá er einnig fjár- magn lagt í vegaframkvæmdir. Höskuldur segir aðspurður góða samstöðu hafa náðst um aukið fjár- magn til þessara þátta. „Með þessu erum við að tryggja að flughlaðið á Akureyrarflugvelli er komið inn á áætlun,“ segir hann og bætir við að strax á næsta ári verði hægt að flytja það efni sem falli til við gerð Vaðla- heiðarganga á flugvallarsvæðið. Efn- ið verði síðan nýtt við gerð nýs flug- hlaðs. „Það var búið að tryggja 50 millj- ónir [króna] fyrir árið 2015 en við bætum við 100 milljónum fyrir árið 2016 og svo koma 25 [milljónir] á árinu þar á eftir. Þá á þessu að vera lokið. Svo leggjum við til að uppbygg- ing hefjist árið þar á eftir,“ segir Höskuldur og vísar þar til stækkunar flughlaðsins. Hvað hafnir snertir segir Hösk- uldur brýnasta verkefnið að tryggja að innsiglingin á Höfn í Hornafirði verði lagfærð. Var því samþykkt að veita 35 milljónum króna til verkefn- isins á þessu ári. Höskuldur segir einnig lagt til að um 480 milljónir króna renni í niður- greiðslu á innanlandsflugi. „Það er mjög brýnt, við sjáum að um 900 milljónir króna fara í almennings- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu á ári og um 100 út á land. En á sama tíma fara aðeins um 250 milljónir í allt innanlandsflugið og bætum við nú samtals um 480 milljónum við.“ Samgöngu- áætlun af- greidd úr nefnd  Nefndin leggur til ýmsar samgöngu- framkvæmdir upp á 1,5 milljarða Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyrarflugvöllur Flughlaðið verður stækkað verulega. Framkvæmdir » Umhverfis- og samgöngu- nefnd leggur til ýmsar fram- kvæmdir, þar á meðal: » Að lagðar verði 250 milljónir kr. í Bárðardalsveg og 20 millj- ónir í hönnun á endurbótum á Skagastrandarvegi 2016. Vinna við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsu- víkurvegar byrji 2017. » 210 milljónir fari í rann- sóknir á Seyðisfjarðargöngum 2016 og 2017. » Að árið 2018 verði 50 millj- ónir settar í Hörgárdalsveg og 25 milljónir í bundið slitlag á Skálafellsvegi. » Að á næsta ári fari 180 millj- ónir í viðlegukant í Grindavík, 20 milljónir til framkvæmda í Dalvíkurhöfn og 18 milljónir í flotbryggju á Breiðdalsvík. Þá verði 20 milljónum varið til dýpkunar í Stykkishólmshöfn 2017. Einnig að 100 milljónir fari í endurbætur á Þorláks- höfn 2018 og að 12 milljónir færist fram til 2017. » Að á næsta ári fari 50 milljónir til yfirborðsviðhalds á Egilsstaðaflugvelli, 75 milljónir í að leggja bundið slitlag á Norðfjarðarflugvöll og 50 millj- ónir í viðhald aðflugsbúnaðar á Húsavíkurflugvelli. Anna Guðrún Jónasdóttir, prófessor í stjórnmála- og kynjafræði við Háskólann í Örebro í Svíþóð, var í gær gerð að heiðursdoktor við stjórnmálafræðideild Há- skóla Íslands, fyrst allra. Athöfnin fór fram á ráðstefnu háskólans í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, þar sem hún flutti einnig erindi. Anna Guðrún var líka fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi við deildina og hljóta prófessorsstöðu í kynjafræði. Morgunblaðið/Golli Fyrsti heiðursdoktor deildarinnar Anna Guðrún Jónasdóttir gerð að heiðursdoktor stjórnmálafræðideildar í gær Ríkisútvarpið (RÚV) hefur beðið embætti forseta Íslands og Guðjón Friðriksson sagnfræðing velvirðingar vegna fréttar RÚV um veitingu fálka- orðunnar. Fyrirsögn fréttarinnar, sem birtist á vef RÚV þann 17. júní, var „Ævi- söguritari forseta fær fálkaorðu“. Fyrirsögninni var síðan breytt og sett athugasemd við fréttina þar sem sagði að af fyrirsögninni hefði mátt skilja að störf Guðjóns Friðrikssonar fyrir forsetann hefðu ráðið því að hann hefði fengið riddarakrossinn. Svo væri ekki heldur fjallaði orðu- nefnd um tilnefningar til orðunnar og gerði tillögur til forseta um hverja skyldi sæma henni. Þá var Guðjón Friðriksson beðinn velvirðingar. Örnólfur Thorsson forsetaritari staðfesti í samtali við Morgunblaðið að skrifstofu forseta Íslands hefði borist afsökunarbeiðni frá RÚV vegna fréttarinnar. Ekki náðist í Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV, í gærkvöld. gudni@mbl.is Bað forseta og orðuhafa afsökunar  RÚV breytti frétt um orðuveitingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.