Morgunblaðið - 19.06.2015, Side 14
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Húsvíkingar hafa fengið forsmekk-
inn af ávinningi þess að byrjað er að
virkja á Þeistareykjum og iðnaðar-
uppbygging er að hefjast á Bakka.
Samt hefur þýska fyrirtækið PCC
ekki kynnt áætlanir um uppbyggingu
og ekki er byrjað að grafa fyrir verk-
smiðjunni. Viðbrögðin á Húsavík eru
þó miklu hófstilltari en fyrir áratug
þegar kynnt var staðarval fyrir álver
Alcoa, enda greip þá um sig gullgraf-
araæði sem endaði snögglega þegar
hætt var við.
Eftir að PCC staðfesti að allir
samningar við sveitarfélag, ríki,
Landsnet og Landsvirkjun væru
komnir í gildi varð ljóst að mikil upp-
bygging er framundan á Húsavík og
nágrenni. Raunar hafa margir talið
sig vita hvert stefndi og að ekki yrði
aftur snúið miðað við þann kostnað
og orku sem PCC hafði lagt í verk-
efnið, þótt endanleg ákvörðun hefði
dregist úr hömlu vegna ýmissa að-
stæðna. Því hafa sum fyrirtæki búið
sig hægt og rólega undir þessa
ákvörðun auk þess sem þau hafa
fengið töluverð verkefni vegna und-
irbúnings og virkjunar á Þeistareykj-
um. Áhrifin af heildarframkvæmd-
inni eru því farin að skila sér, þótt
mun meira sé framundan.
Von er á fulltrúum PCC í næstu
viku og þá reikna bæjaryfirvöld einn-
ig með að halda borgarafund. Vonast
er til að hægt verði að kynna hvernig
PCC ætlar að standa að uppbygging-
unni. Nú þegar hefur verktaki sem
reiknar með að fá jarðvinnuhlutann
komið þar fyrir nokkrum tækjum
sem bíða eftir upphafsflautinu. Sú
vinna mun standa í allt sumar og
jafnvel fram á haust. Samið hefur
verið við erlendan verktaka um að
koma verksmiðjunni og tækjabúnaði
upp og ekki er vitað hvenær búast
má við honum eða í hvaða mæli hann
muni nýta heimamenn. Lítið atvinnu-
leysi er á svæðinu og fyrirtækin hafa
næg verkefni þannig að búast má við
að erlendir eða að minnsta kosti að-
komnir starfsmenn muni bera hitann
og þungann af framkvæmdinni.
Mörg verkefni
Bakki og Þeistareykir eru ekki
einu verkefnin sem framundan eru.
Gera þarf miklar endurbætur á
Húsavíkurhöfn til þess að þjóna iðn-
aðarsvæðinu á Bakka. Endurbætt
hafnaraðstaða þarf að vera tilbúin
haustið 2017, þegar verksmiðjan á að
taka til starfa og að hluta til fyrr. Þá
þarf að vera hægt að koma hráefnum
frá höfn til Bakka og afurðum til
baka. Stjórnvöld og Vegagerðin
völdu þá leið að leggja iðnaðarveginn
að hluta í jarðgöngum undir Húsa-
víkurhöfða. Það er mikil framkvæmd
sem ætlunin er að bjóða út í sumar.
Ekkert má út af bera eigi það að tak-
ast í tíma. Þá þarf Landsnet að koma
orkunni til Bakka.
Fyrirtæki á staðnum horfa alveg
eins til verkefna við hliðarverkin,
eins og á sjálfu iðnaðarsvæðinu.
Fyrirtæki fá forsmekkinn
Viðbrögðin við uppbyggingu PCC á Húsavík hófstilltari en þegar Alcoa valdi Bakka fyrir álver
Vantar upplýsingar um áætlanir PCC Vonast til að geta kynnt þær á borgarafundi í næstu viku
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Á Bakka Jarðýtur jarðvinnuverktakans bíða við iðnaðarlóð PCC á Bakka, tilbúnir að ýta upp úr miklum grunni
fyrir verksmiðjuhús. Beðið er eftir að PCC flauti til leiks. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir í næstu viku.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flo
ttir í fötu
m
Við seljum frægu
buxurnar
– frábært úrval
„Samstarfið við Alcoa er upphafið að þessu öllu og stofn-
un virkjunarfyrirtækisins Þeistareykja ehf. og ekki síð-
ur samstaða heimamanna um kröfuna um að þessar auð-
lindir yrðu nýttar hér heima til að styrkja byggðina,“
segir Gunnlaugur Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsókn-
arflokksins í sautján ár. Hann hefur setið í bæjarstjórn
Norðurþings allan þann tíma sem umræður hafa verið
um verkefni á Bakka og var í forsvari sem forseti bæjar-
stjórnar tvö síðustu kjörtímabil.
„Ég er mjög ánægður með að þetta verkefni skuli
loksins vera komið í höfn. Mér fannst raunar verkefnið
orðið það þroskað fyrir mörgum mánuðum að ég hefði
orðið mög hissa ef það hefði brostið,“ segir Gunnlaugur.
Á ýmsu hefur gengið allan þennan tíma. Hann segir að aldrei hafi komið
til greina að gefast upp. „Við litum þannig á að þetta væri leiðin til að
styrkja byggðina og fannst það ekki koma til greina að gefast upp á þessu
verkefni. Það var heilmikið lagt undir og ber að þakka öllum sem hafa lagt
okkur lið. Þetta hefur verið rússíbanareið og hún hefur verið samfélaginu
nokkuð erfið. Ég vona að sá tími sé að baki og menn geti farið að einbeita
sér að því að nýta þau tækifæri sem framundan eru.“
Samstaða heimamanna var mikilvæg
Gunnlaugur
Stefánsson
„Við lítum svo á að PCC sé aðeins fyrsti áfanginn í upp-
byggingu á Bakka. Við viljum sjá þrjú til fimm meðalstór
iðnfyrirtæki rísa þar, helst á nokkuð löngum tíma,“ seg-
ir Friðrik Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
og forseti bæjarstjórnar Norðurþings.
Hann telur það betra fyrir samfélagið að fá frekar
nokkur meðalstór eða minni fyrirtæki heldur en eitt
stórt sem myndi nýta allt iðnaðarsvæðið og þurrka upp
alla orkuna. PCC sé fyrirtækið sem muni draga vagninn
í upphafi. Samskipti hafi verið við fleiri erlend fyrirtæki
og nefnir Friðrik að franska framleiðslufyrirtækið Saint
Gobain hafi sýnt áhuga á að reisa þar verksmiðju þegar
önnur starfsemi væri komin á svæðið.
„Ég tel að við höfum nú loksins náð að spyrna okkur frá botninum,“ seg-
ir Friðrik og hlakkar til að takast á við uppbyggingu samfélagsins á ný.
Hann segir að einhverjir ókostir fylgi allri uppbyggingu en telur að ókost-
irnir við iðnaðaruppbyggingu á Bakka og tengd verkefni séu tiltölulega fá-
ir, miðað við þann aukna kraft sem hún mun skapa í samfélaginu. „Það
mun reyna á heimamenn að gefa nýbúum í víðasta skilningi þess orðs tæki-
færi til að aðlagast samfélaginu. Reiknað er með að sveitarfélagið ráði sér-
stakan starfsmann til að liðsinna nýjum íbúum.
Aðeins fyrsti áfanginn í uppbyggingunni
Friðrik
Sigurðsson
„Þetta er ísbrjóturinn inn á þetta 200 hektara iðnaðar-
svæði. Það getur tekið mörg ár að byggja þar upp fjöl-
þætta starfsemi,“ segir Reinhard Reynisson, fram-
kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og
fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík.
Hann segir að nú verði byggðir upp grunninnviðir,
höfn, iðnaðarvegur, virkjun og orkuflutningur. „Það er
síðan undir okkur og forsjóninni komið að halda vökinni
eftir ísbrjótinn opinni fyrir fjölbreyttan flota.
Nú breytist sviðsmyndin og staða okkar styrkist. Við
erum ekki lengur í aðkrepptri stöðu. Verðum í vexti og
getum valið hverju við bætum við,“ segir Reinhard.
Hann segir að nú sé tímabært að fara yfir það með Landsvirkjun hvaða
orkustraumar verði til og hvenær og hvernig best sé að nýta þá. Hann
nefnir sérstaklega að mikil hitaorka verði til við virkjun háhitasvæðanna.
Þá verði til mikill koltvísýringur þar og við losun frá verksmiðju PCC. Vill
hann líta á það sem hráefnisstraum frekar en mengun. Þessa möguleika
þurfi að kortleggja og finna síðan fyrirtæki sem gætu nýtt sér þá.
Erum ekki lengur í aðkrepptri stöðu
Reinhard
Reynisson
„Við teljum okkur vera vel í stakk búna til að taka við
fleira fólki og höfum ekki áhyggjur af því að innviðirnir
ráði ekki við fjölgun,“ segir Kristján Þór Magnússon,
bæjarstjóri Norðurþings. Hann segir að slaki sé á hús-
næðismarkaði og þjónustu Norðurþings og mögulegt að
taka við fleiri íbúum án mikilla fjárfestinga. Nefnir að 60
manns hafi unnið hjá Vísi sem lokaði í fyrra. Einhver-
staðar hafi það fólk búið. Einnig getur bæjarstjórinn
þess að íbúar á Húsavík hafi verið um 2.500 þegar þeir
voru flestir en séu nú undir 2.200. Í núverandi skóla-
húsnæði hafi verið nærri 150 börnum fleira en nú er.
Vissulega þurfi að byggja fleiri íbúðir en það geti
væntanlega gerst á lengri tíma og sé ekki óviðráðanlegt verkefni. En er
sveitarfélagið nógu vel búið undir breytingarnar? Kristján segir að sveit-
arfélagið hafi ekki getað réttlætt það að nota skattfé íbúanna til að leggja í
kostnað sem ekki væri tryggt að skilaði tekjum á móti. Áherslan hafi verið
að koma málum af stað og tækla hitt í framhaldinu. „Nú tekur við annar og
ekki síður spennandi fasi, að taka við nýju fólki og hlúa að því í samfélag-
inu. Það er mikilvægt að ná samstöðu um lokamarkmiðið, að hér standi eft-
ir öflugra samfélag og fjölbreyttara atvinnulíf.“
Hann minnir á að fyrir sé öflugt fólk og flott fyrirtæki, meðal annars í
ferðaþjónustu. Nú sé að byggjast upp ný stoð í atvinnulífinu og mikilvægt
að hún falli vel að þeirri starfsemi sem fyrir er.
Nýr og ekki síður spennandi fasi tekur við
Kristján Þór
Magnússon