Morgunblaðið - 19.06.2015, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.06.2015, Qupperneq 15
islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook E N N E M M / S ÍA / N M 6 8 18 5 Í dag, á aldarafmæli kosningaréttar kvenna fagna allir Íslendingar þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum. Við í Íslandsbanka tökum að sjálfsögðu þátt í hátíðahöldunum og fögnum því að þjóðin sé í allra fremstu röð í þessum efnum. Frá okkar sjónarhóli má nefna að innan Íslandsbanka er unnið eftir skýrri jafnréttisáætlun, jafnlaunavottun er í höfn auk þess sem við höfum jafnað kynjahlutföll meðal stjórnenda, í stjórn og framkvæmdastjórn. Baráttan heldur samt áfram. Jafnréttismál eru langhlaup og við skulum nýta meðvindinn og hvatninguna sem þessi tímamót færa okkur. Við gefum ekkert eftir á sprettinum sem fram undan er þar til endanlegu marki er náð! Árið 1967 varð Kathrine Switzer fyrsta konan til að hlaupa í Boston-maraþoninu en þá var konum meinuð þátttaka í langhlaupum! Það vakti heimsathygli þegar skipuleggjendur reyndu að stöðva hana. Switzer verður sérstakur gestur okkar í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst. Þá mun hún deila hinni mögnuðu sögu sinni með okkur – og baráttunni allar götur síðan. Jafnrétti er langhlaup Fögnum 19. júní Starfsfólk Íslandsbanka fær frí eftir hádegi í dag, 19. júní, til að taka þátt í hátíðahöldunum og verða öll útibú bankans lokuð frá kl. 13. Í Netbanka, Appinu og hraðbönkum getur þú sinnt flestum þeim erindum sem hægt er að sinna hjá gjaldkerum. Íslandsbanki er einn styrktaraðila alþjóðlegu ráðstefnunnarWe Inspirally í Hörpu sem haldin er í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Þar verður alþjóðlegt samtal um bestu leiðir til að brúa kynjamuninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.