Morgunblaðið - 19.06.2015, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
VÍKKAÐU HRINGINN
Fram undan er spennandi sumar með Morgunblaðinu.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Allt lítur út fyrir að ný ríkisstjórn
verði mynduð í kjölfar þingkosninga
í Danmörku sem fram fóru í gær.
Enduðu þær með sigri Bláu fylk-
ingarinnar, sem samanstendur af
hægriflokkunum sem verið hafa í
stjórnarandstöðu undanfarin fjögur
ár.
Fóru kosningar svo að fylkingin
hlaut alls 90 þingmenn og getur því
myndað meirihluta gegn 85 þing-
mönnum vinstriflokkanna í Rauðu
fylkingunni.
Venstre-flokkurinn
sigraði ekki
Þrátt fyrir að Venstre-flokkurinn
undir stjórn leiðtogans Lars Løkke
Rasmussen hafi farið fyrir fylking-
unni getur hann þó ekki talist vera
ótvíræður sigurvegari kosninganna.
Flokkurinn hlaut 19,5 prósent at-
kvæða, sem er 7,2 prósentustigum
minna en við síðustu kosningar, og
fer hann því úr 47 þingmönnum í 34.
Kemur það ekki að sök fyrir Bláu
fylkinguna því að flestum að óvörum
hlaut Danski þjóðarflokkurinn
21,1% fylgi, alls 37 þingmenn, og er
því næststærsti flokkur Danmerkur
eftir kosningarnar, á eftir Jafnaðar-
mannaflokki fráfarandi forsætisráð-
herrans Helle Thorning-Schmidt,
sem endaði með 47 þingmenn. Bætti
flokkur hennar við sig þremur þing-
mönnum frá síðustu kosningum en
það reyndist ekki nóg gagnvart gríð-
armikilli fylgisaukningu Þjóðar-
flokksins, sem er nú stærsti flokkur
Bláu fylkingarinnar.
„Það sem þetta gefur til kynna er
að Danski þjóðarflokkurinn er á leið
að verða loks hinn rétti Þjóðarflokk-
ur sem við höfum sóst eftir í svo
mörg ár,“ sagði formaður flokksins,
Kristian Thulesen Dahl, bersýnilega
hrærður við gesti á kosningavök-
unni, en fyrir kosningarnar var
flokkurinn með 22 þingmenn og jók
hann því fylgi sitt gríðarlega.
Samt sem áður er fastlega búist
við að Lars Løkke Rasmussen verði
næsti forsætisráðherra Danmerkur,
þar sem hann er sá leiðtogi sem fylk-
ingin hafði sameinast um fyrir kosn-
ingarnar.
Tóku áherslur Þjóðarflokksins
Ljóst er að stefna Þjóðarflokksins,
sem hefur verið sakaður um andúð
gagnvart innflytjendum, hefur hlotið
nokkurn hljómgrunn á meðal Dana.
Sést það kannski best á baráttu
hinna tveggja stórflokkanna. Þannig
kepptust bæði Rasmussen og Thorn-
ing-Schmidt um að saxa á fylgi Þjóð-
arflokksins með því að tileinka sér
ýmsar áherslur hans í málefnum inn-
flytjenda.
Styðja líklega minnihlutastjórn
Lofuðu leiðtogarnir báðir tveir að
girða enn frekar fyrir umferð inn-
flytjenda í landið og lýstu einnig yfir
vilja til að brjóta upp svokallaðan
„velferðartúrisma“, en í því felst að
neita atvinnulausum innflytjendum
um varanlegt landvistarleyfi.
Tilraunir þeirra náðu ekki að
koma í veg fyrir stórsigur Þjóðar-
flokksins, sem er nú í lykilstöðu, en
líklegt þykir þó að hann myndi ekki
ríkisstjórn með Venstre-flokki
Rasmussens heldur styðji hana sem
minnihlutastjórn. Fyrir fram var tal-
ið að fjórir þingmenn Færeyinga og
Grænlendinga myndu jafnvel ráða
úrslitum en fimm þingmanna munur
fylkinganna gaf ekki kost á því.
Danski þjóðarflokkurinn óvænt annar stærsti flokkur Danmerkur Stærstur innan Bláu fylking-
arinnar Jafnaðarmannaflokkurinn áfram stærstur Venstre-flokkurinn tapaði töluverðu fylgi
Blár sigur í dönsku kosningunum
AFP
Forsætisráðherra? Lars Løkke
Rasmussen gengur út úr kjörklefa.
Vígamenn Boko
Haram í Níger
drápu að minnsta
kosti 38 manns í
árásum aðfara-
nótt gærdags,
samkvæmt heim-
ildum fréttastofu
Reuters.
Þingmaður í
Níger, Bulu
Mammadu, segir
í samtali við BBC að konur og börn
hafi verið á meðal þeirra sem voru
skotin til bana.
Samtökin eiga sér bækistöðvar í
Nígeríu en nágrannalöndin, auk
Nígeríu, hafa myndað herlið til að
takast á við ógnina sem stafar af
samtökunum.
Bandaríkin lofa milljónum dala
Á mánudag var gerð sjálfsmorðs-
sprengjuárás í Tsjad, sem einnig
leggur til hermenn í sameinað herlið
landanna. Fréttaritari BBC í Níger-
íu segir að með því að ráðast á Níger,
Tsjad og Nígeríu í sömu vikunni séu
samtökin að reyna að koma höggi á
öll þau lönd sem sameinast hafa í
baráttunni gegn þeim.
Boko Haram réðust fyrst á Níger í
febrúarmánuði en ríkisstjórn lands-
ins sagðist þá hafa drepið meira en
hundrað liðsmenn samtakanna.
Nýkjörinn forseti Nígeríu, Mu-
hammadu Buhari, hefur sett í farveg
áætlanir um að stækka alþjóðlega
herliðið svo það samanstandi af
7.500 hermönnum.
Bandaríkin hafa lýst yfir stuðningi
við framtakið og lofað fimm millj-
ónum Bandaríkjadala til að aðstoða
við að koma því á laggirnar.
Boko Haram voru stofnuð árið
2002 og hafa það að markmiði að
stofna nýtt íslamskt ríki á svæðinu.
Drápu 38
manns í
Níger
Muhammadu
Buhari
Boko Haram halda
áfram að gera árásir
Gærdagurinn markaði upphaf Ramadan víðast hvar í
heiminum, en svo kallast heilagur mánuður múslima
þegar þeir fasta frá sólarupprás til sólseturs. Mánuður-
inn hefur mikla trúarlega þýðingu fyrir hinn íslamska
heim og eru múslimar jafnan hvattir til að biðja reglu-
lega og leggja þeim lið sem minna mega sín.
Þegar litið er til samtakanna Íslamskt ríki gefur mán-
uðurinn hins vegar efni til áhyggja. Sé litið til síðustu ára
hefur Ramadan verið tími aðgerða hjá samtökunum, sem
virðast líta á mánuðinn sem aukinn hvata til heilags
stríðs, eða jíhads.
Ekki er nema ár liðið síðan þau lýstu yfir stofnun
kalífadæmis á fyrsta degi Ramadan, þar sem talsmaður
þeirra Abu Mohammed al-Adani talaði um „nýtt tímabil
alþjóðlegs jíhads“. Í þessu fólst dramatísk stigmögnun á
því hvernig samtökin vildu sýnast út á við og tímasetn-
ingin var engin tilviljun ef marka má sérfræðinga.
Skömmu eftir þetta kom leiðtogi samtakanna, Abu
Bakr al-Baghdadi, þá nýorðinn „kalífi“, opinberlega fram
í fyrsta skipti. Var hann ótvíræður um mikilvægi Ramad-
an fyrir Íslamska ríkið. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn
sem samtökin hófu miklar aðgerðir í heilaga mánuðinum.
Árið 2013 brutust liðsmenn þeirra inn í Abu Ghraib-
fangelsið í Írak. Margir fanganna sem sluppu úr fangels-
inu gengu til liðs við frelsara sína, sem varð aðeins til að
auka fjölda þeirra og ákefð.
Árið 2012 hófu samtökin sprengjuherferð sem beindist
að öryggissveitum ríkisstjórnarinnar og hverfum sjía-
múslima. Breska dagblaðið Guardian vakti þá athygli á
því að sprengingarnar væru í reglulegum takti við aðrar
tímasetningar á máltíðum og venjum múslima í þessum
heilaga mánuði. sh@mbl.is
Ramadan vekur ótta
Mánuðinum fylgir ótti um aukna virkni Íslamska ríkisins
AFP
Regnbogalitskrúð Konur sækja fyrstu bænasamkomu hins heilaga mánuðar Ramadan í Indónesíu á fimmtudag.
Frans páfi
hvatti Vestur-
lönd í opinberu
bréfi í gær til að
hætta að notast
við jarðefnaelds-
neyti.
Umhverfis-
sinnar vonast
margir til að
skilaboðin muni
drífa þjóðir til aðgerða á lofts-
lagsráðstefnu SÞ sem fram fer í
París í desember. Bréfið er 192
blaðsíður að lengd og rekur
ábyrgðina á hlýnun loftslags til
gjörða mannsins.
„Við erum farin að sjá okkur
sem drottna jarðar og húsbónda
hennar, með tilkall til allra auð-
linda hennar,“ segir páfi meðal
annars í bréfinu. Gagnrýnir hann
það sem hann kallar „uppsafnaða
eigingirni“ en tekur fram að enn
sé hægt að koma í veg fyrir skað-
ann.
VATÍKANIÐ
Vill hætta notkun
jarðefnaeldsneytis
Þingið í Hong
Kong hafnaði í
gær frumvarpi
um breytingar á
kosninga-
fyrirkomulagi,
sem stutt var af
stjórnvöldum í
Kína. Áttu breyt-
ingarnar að gera
íbúum Hong
Kong kleift að kjósa sér leiðtoga í
fyrsta skipti árið 2017. Í frumvarp-
inu var þó ákvæði þess efnis að kín-
versk nefnd myndi aðeins leyfa
þeim að bjóða sig fram sem hún
teldi hæfa. Kínverjar segja að
breytingarnar muni taka gildi þrátt
fyrir höfnun þingsins en íbúar
Hong Kong höfðu vonast eftir
vænna frumvarpi frá Kína væri
þessum lögum hafnað.
HONG KONG
Höfnuðu frumvarpi
um nýtt leiðtogakjör