Morgunblaðið - 19.06.2015, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
Það er ánægjulegt
að til standi að
byggja upp nýja verk-
smiðju á Grund-
artanga sem hefur
mjög lítil umhverfis-
áhrif. Svo lítil að op-
inberar stofnanir hafa
sagt að verksmiðjan
þurfi ekki að fara í
umhverfismat. Að
auki mun verksmiðjan
stuðla að aukinni nýt-
ingu sólarorkunnar. Hún tekur til
sín hlutfallslega minni orku en
hefðbundin stóriðja og til verða
um 450 bein störf. Fjárfestingin
verður um 125 milljarðar króna og
rekstrartekjur á ári verða um 50
milljarðar króna. Til samanburðar
eru áætlaðar útflutningstekjur af
makríl um 20 millj-
arðar kr. Sérfræð-
ingar um allan heim
hafa rýnt og vottað
áætlanir fyrirtæk-
isins.
Skv. fréttum hefur
Skúli Mogensen,
væntanlegur hóteleig-
andi í Hvalfirði, hótað
því að hætta við hótel-
uppbyggingu í Hval-
firði verði af fyrr-
nefndri uppbyggingu
á Grundartanga, sem
er miður.
Fjöldi erlendra ferðamanna á
Íslandi og flugfarþega um
Keflavíkurflugvöll hefur tvöfaldast
á sex árum, sem er mikið fagn-
aðarefni.
Sem betur fer virðist fólk al-
mennt vera að vakna til vitundar
um að grípa þurfi til aðgerða til að
afstýra því að þessi mikli fjöldi
ferðamanna valdi náttúruperlum
okkar varanlegum skaða. Þar virð-
ast allir sammála um alvarleika
málsins og nauðsyn aðgerða en
enginn vill borga brúsann. Í mín-
um huga er þetta sameiginlegt
verkefni allra Íslendinga en þó er
ljóst að þeir sem hagnast mest á
auknum fjölda ferðamanna eiga að
axla mesta ábyrgð.
En það eru ekki bara íslenskar
náttúruperlur sem þarf að huga að
í þessu samhengi. Eins og aukinn
farþegafjöldi um Keflavík-
urflugvöll ber með sér hefur flug-
umferð til og frá landinu aukist
gríðarlega. Því fylgir aukinn út-
blástur gróðurhúsalofttegunda,
sérstaklega koltvísýrings. Það er
óumdeilt að mikilvægasta verkefni
okkar mannanna næsta áratuginn
er að ná tökum á loftslagsbreyt-
ingum af mannavöldum.
Af hverju á að
fórna tækifærum?
Skúli Mogensen, frumkvöðull og
forstjóri flugfélagsins WOW air,
hefur verið í framlínu íslensks við-
skiptalífs sem hefur látið sig varða
m.a. nýsköpun, umhverfismál og
náttúruvernd í opinberri umræðu.
Þess vegna voru það ákveðin von-
brigði þegar hann tók jafn harða
afstöðu gegn nær mengunarlausri
nýsköpun á Grundartanga. Mig
langar að taka lítið dæmi til að
vekja upp umræðu og setja hluti í
samhengi.
Hjá því verður ekki komist ef
við ætlum að flytja inn ferðamenn
til landsins að því fylgir aukin
mengun, hvort sem menn koma
sjó- eða loftleiðina. Lausleg athug-
un á flugáætlunum WOW air
bendir til þess að flugvélar þess
blási á hverju ári frá sér rúmlega
hundrað þúsund tonnum af koltví-
sýringi. Losun WOW jafnast því á
við „stóriðju“ og er reyndar
hundrað sinnum meiri en frá fyr-
irhugaðri sólarkísilverksmiðju á
Grundartanga sem Skúli hefur
gagnrýnt vegna umhverfisáhrifa.
Ferðaþjónustan sem önnur „stór-
iðja“ hefur sem betur fer mögu-
leika til að kolefnisjafna á móti
aukinni mengun.
Hagsmunaárekstrar eru því
miður víða í okkar litla samfélagi.
Við Skagamenn þekkjum vel til
jákvæðra margföldunaráhrifa af
uppbyggingu á Grundartanga-
svæðinu. Hugmynd að Hvalfjarð-
argöngum verður m.a. til vegna
uppbyggingar á Grundartanga í
tengslum við stofnun Íslenska
járnblendifélagsins. Þetta snýst
ekki heldur bara um fjölgun
starfa, heldur einnig uppbyggingu
sérhæfðrar verkþekkingar og ný-
sköpunar. Á Grundartanga eru
mjög öflug fyrirtæki sem hafa náð
eftirtektarverðum árangri í um-
hverfismálum samhliða því að tak-
ast á við krefjandi verkefni sem
miða að frekari fullvinnslu afurða.
Ég hef starfað undanfarin ár
hjá fyrirtækinu Skaginn hf. og
Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi
við að selja m.a. lausnir til sjávar-
útvegs- og kjúklingaiðnaðarins um
allann heim. Samhliða höfum við
þjónustað Grundartangasvæðið
ásamt mörgum öðrum fyr-
irtækjum. Þessi atvinna hefur þar
með óbeint auðveldað okkur að
sækja á erlendan markað og þar
með styrkt innviði fyrirtækjanna
þrátt fyrir aukna samkeppni um
vinnuaflið.
Ég hef líka starfað lengi sem
sjálfboðaliði hjá ÍA á Akranesi og
sem útibússtjóri í banka á Akra-
nesi. Uppbyggingin á Grund-
artanga hefur haft gífurlega já-
kvæð áhrif á samfélag okkar. Og
aginn í umhverfis-, gæða- og ör-
yggismálum stóriðjunnar hefur
verið til fyrirmyndar. Nú gefst
okkur tækifæri til að styrkja
Grundartangasvæðið enn frekar
án þess að auka við mengunina.
Látum ekki „stóriðjufordóma“
rugla okkur í ríminu. Nýtum okk-
ur mengunarlausa starfsemi Sili-
cor Materials m.a. til að auðvelda
okkur að komast út úr afleið-
ingum hrunsins og styrkja ís-
lenskt samfélag. Í stórum sem
smáum fyrirtækjum starfar fólk
sem á sína drauma fyrir sig og
sína. Skynjum mannauðinn á
vinnustaðnum, tilfinningarnar og
tækifærin frekar en bara stórar
byggingar.
Ég nýt þess að fara í sjóinn all-
an ársins hring við Langasand á
Akranesi, einmitt þá skynjar mað-
ur vel órjúfanleg tengsl við öll
heimsins höf, tengingu við ákvarð-
anir manna úti í heimi sem í raun
hafa bein áhrif á okkur. Sem sagt,
mér er ekki sama hvernig við hög-
um okkur í umhverfismálum, ég
geri miklar umhverfiskröfur, þess
vegna mæli ég með uppbyggingu
Silicor Materials á Grundartanga.
Nýsköpun á Grundartanga og hótelrekstur
í Hvalfirði fer ágætlega saman
Eftir Sturlaug
Sturlaugsson »WOW blæs á hverju
ári frá sér um 100
þúsund tonnum af
koltvísýringi, um
hundrað sinnum meira
en frá fyrirhugaðri
sólarkísilverksmiðja
á Grundartanga.
Sturlaugur
Sturlaugsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Akureyri 17.06.15
Sælt veri fólkið. Nú get ég ekki lengur orða
bundist. Hvað er núverandi ríkisstjórn að
hugsa ? Ætlar hún að láta óforskammaða og
stundum orðljóta stjórnarandstöðu slá sig úr
tunnunni vegna hræðslu við hana ? Spyrnið
við fæti, stjórnarmenn og -konur.
Ég fæ ekki séð annað, en það sé verið að
rífa heilbrigðiskerfið til grunna. Þar á ég eink-
um við stóru sjúkrahúsin. Þið í ríkisstjórninni
eigið strax að semja við hjúkrunarfræðinga á
sömu forsendu og við starfsfélaga mína. Notið
t.d. peningana, sem þið ætlið að setja í ein-
hvern sjóð, sem vælustjórnarandstaðan gleypti
við, í þá samninga. Það gengur ekki að hrekja
úr störfum þá ágætu stétt, sem við þurfum á
að halda. Semjið strax, eða helst í gær, við
hjúkrunarfræðinga. Vera má að þær myndu þá
hugsa sig um og hætta við að yfirgefa landið
sitt vegna þröngsýni nokkurra óreyndra ung-
linga, sem hafa hópað sig á vort gamla Al-
þingi.
Mættuð þið, hvert og eitt, sem þar sitjið,
láta gott af ykkur leiða.
Eiríkur Páll Sveinsson,
fv. yfirlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri
og 62ja ára stúdent í dag frá MA.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Þið megið sjálf velja hana
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bráðamóttakan Hún hefur verið í núverandi húsnæði síðan ár-
ið 1980.
Það greip um sig mikill fögn-
uður meðal kvenréttindakvenna
þegar þær fréttir bárust til
landsins 19. júní 1915 að kon-
ungurinn Kristján X hefði und-
irritað lögin sem veittu konum
sem orðnar voru 40 ára og eldri
kosningarétt og kjörgengi til
Alþingis. Ákveðið var að efna til
hátíðar 7. júlí þegar Alþingi
kom saman. Þann dag afhentu
fulltrúar kvenfélaganna í
Reykjavík Alþingi þakkarskjal
og haldinn var útifundur á Austurvelli. Skúli
Thoroddsen alþingismaður furðaði sig á
þessu þakklæti fyrir réttindi sem lengi hafði
verið haldið frá konum og sr. Matthías Joch-
umsson orti:
Hvað segið þér karlar sem kveðið svo að
að konum gefið þér? Vitið þér – hvað:
ég veit enga ambátt um veraldar geim
sem var ekki borin með réttindum þeim.
Þeim réttarins lögum að ráða sér sjálf,
Og ráða til fulls og að vera ekki hálf!
Hvað þoldir þú, píndist þú, móðurætt mín?
Ó mannheimur, karlheimur, blygðastu þín!
Mörgum fannst löngu tímabært að við-
urkenna konur sem löglega borgara þjóð-
félagsins, eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir
orðaði það en meiri hluta þingsins fannst
sæma að binda réttindi kvenna við 40 ára
aldur meðan almennur kosningaréttur karla
miðaðist við 25 ár. Samt sem áður ákváðu
kvenfélögin að fagna og gera
sem mest úr þessum réttindum.
Ingibjörg kjörin á þing
Á fundinum á Austurvelli
flutti Ingibjörg H. Bjarnason
skólastýra Kvennaskólans í
Reykjavík ræðu þar sem hún
gerði grein fyrir því til hvers
konur ætluðu að nýta kosninga-
réttinn: „þegar vér höfum feng-
ið rétt vorn viðurkenndan, til
þátttöku, jafnt í opinberu mál-
unum sem heimilismálunum.“
Ingibjörg sá greinilega fyrir sér
að konur myndu taka þátt í op-
inberum málum og þá væntanlega á Alþingi.
Það mál sem konur vildu m.a. beita sér fyrir
á þessari stundu var bygging Landspítala
með stofnun sjóðs og pólitískum þrýstingi.
Landspítalasjóðurinn var stofnaður og tók
að safna fé með árlegri söfnun 19. júní ár
hvert.
Það varð bið á því að konur kæmust inn á
þann opinbera vettvang sem Alþingi var og
er. Bríet náði ekki kjöri 1916 og árið 1922
var þeim tveimur konum sem þá sátu í bæj-
arstjórn Reykjavíkur „sparkað“. Þá voru góð
ráð dýr. Hluti kvennahreyfingarinnar í
Reykjavík ákvað að bjóða fram til Alþingis í
landskjörinu sem þá var framundan. Efst á
lista var hin skörulega skólastýra Kvenna-
skólans í Reykjavík, Ingibjörg H. Bjarnason.
Í öðru sæti var Inga Lára Lárusdóttir kenn-
ari og ritstjóri 19. júní, í því þriðja var Hall-
dóra Bjarnadóttir heimilisráðunautur og í
fjórða sæti skáldkonan Theodóra Thorodd-
sen. Til að gera langa sögu stutta náði Ingi-
björg kjöri en segja má að þeir stjórn-
málaflokkar sem þá störfuðu hafi ekki tekið
kvennalistann alvarlega en urðu því reiðari
er úrslitin lágu fyrir. Konur kusu ekki eins
og eiginmenn þeirra eins og búist hafði verið
við að sögn eins blaðsins.
Saga kvenna í 1000 ár
Ingibjörg H. Bjarnason sat á þingi frá
1922-1930. Hún átti að mörgu leyti erfiða
vist á Alþingi og var sannarlega óvelkomin
inn í reykfyllta sali karlveldisins. Árið 1924
gekk hún til liðs við Íhaldsflokkinn sem var
þá verið að stofna. Mín kenning er sú að hún
hafi fljótlega áttað sig á að hún kæmi engum
málum í gegn ein á báti. Íhaldsmenn þurftu
mjög á liðsmönnum að halda til að ná meiri-
hluta og Ingibjörg stóð þeim nærri að sumu
leyfi. Ég tel að hún hafi samið við Íhalds-
flokkinn gegn því að Landspítalamálið kæm-
ist í höfn og að Kvennaskólinn yrði gerður að
ríkisskóla en hann átti stöðugt í fjárhags-
vandræðum. Fljótlega var samið um bygg-
ingu Landspítalans og frumvarp var lagt
fram um að gera Kvennaskólann að rík-
isskóla en það náði ekki fram að ganga.
Ingibjörg kom ýmsum tillögum í gegn, t.d.
um að afnema allar undanþágur hvað varðaði
kosningu kvenna en þær gátu skorast undan
kjöri, t.d. í nefndir á vegum sveitarfélaga.
Merk tillaga hennar um að konur yrðu skip-
aðar í allar opinberar nefndir var felld um-
ræðulaust í neðri deild. Tillaga hennar um
styrk til Bandalags kvenna til að skrifa sögu
kvenna í 1000 ár í tengslum við þúsund ára
afmæli Alþingis náði heldur ekki fram að
ganga. Gaman hefði verið að eiga þá sögu nú.
Fyrst og fremst kvenréttindakona
Ingibjörg var mjög sjáfstæð þingkona og
verður seint talin flokksholl því hún við-
urkenndi á þingi að hafa kosið kvennalistann
sem boðinn var fram árið 1926. Þannig gekk
á ýmsu í tíð Ingibjargar á þingi en hún skrif-
aði árið 1930 að konur mættu ekki láta það á
sig fá að á þær væri ráðist bara af því að þær
væru konur, það myndi breytast þegar kon-
um fjölgaði á þingi.
Á þessum tímamótum finnst mér við hæfi
að minnast Ingibjargar. Hún var fyrst og
fremst kvenréttindakona sem beitti sér fyrir
brýnum félagsmálum eins og spítala fyrir
alla landsmenn, baráttunni við berklana,
högum aldraðra, fátækra og barna, menntun
og réttindum kvenna og stuðningi við félög
þeirra. Hún vildi að allar leiðir væru konum
opnar og að þær nýttu sér réttindi sín. Hún
var ein þeirra kvenna sem ruddu brautina
fyrir okkur sem á eftir komum. Þökk sé þeim
hugrökku og baráttuglöðu konum. Okkar er
að halda verki þeirra áfram.
Þökk sé þeim sem ruddu brautina
Eftir Kristínu
Ástgeirsdóttur » Það er vert að minnast
Ingibjargar H. Bjarnason
sem fyrst kvenna tók sæti á Al-
þingi. Hún kom ýmsum málum
í gegn en átti líka erfiða vist.
Kristín
Ástgeirsdóttir
Höfundur er sagnfræðingur og
framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.