Morgunblaðið - 19.06.2015, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
Finnst ykkur skorta fræðslu um
samtímaljósmyndun?
„Já. Þegar talað er um samtíma-
ljósmyndun er eins og fólk viti ekki
alveg hvað átt er við,“ svarar Spessi.
„Það eru rosalega margir að gera
fallegar myndir, norðurljósamyndir
og landslagsmyndir og svona en þær
myndu ekki falla ekki alveg inn í
þetta. Samtímaljósmyndun þýðir í
rauninni myndlist, ljósmyndir sem
eru í raun hugsaðar sem myndlist en
ekki einhverjar skreytingar í túr-
istabæklinga,“ segir hann. Félagar í
FÍS séu því starfandi myndlistar-
menn, hafi lært í myndlistarskólum
eða ljósmyndaskólum á háskólastigi
og hafi fengist við ljósmyndun í
myndlist.
Á sunnudaginn kl. 14 verða haldn-
ar pallborðsumræður á sýningunni
og umræðuefnið staða samtíma-
ljósmyndunar á Íslandi samanborin
við stöðu hennar erlendis. Spessi
stýrir umræðunum og þátttakendur
verða m.a. Æsa Sigurjónsdóttir list-
fræðingur, Jón Sigurpálsson mynd-
listarmaður og Einar Falur Ingólfs-
son ljósmyndari. Sýningunni lýkur
11. júlí með leiðsögn og lokateiti.
Ljósmynd/Spessi
Undirbúningur Valdís Thor, Rúnar Gunnarsson og Spessi í Sindrahúsi.
Dómnefnd Hins íslenska glæpa-
félags, HÍG, veitti í gær verðlaunin
Blóðdropann, fyrir glæpasögu árs-
ins 2014, og varð fyrir valinu DNA
eftir glæpasagnadrottninguna Yrsu
Sigurðardóttur. Tilkynnt var um
verðlaunin í Borgarbókasafni í Gróf-
inni í gær og verður DNA einnig
framlag Íslands til norrænu glæpa-
sagnaverðlaunanna Glerlykilsins á
næsta ári.
Í rökstuðningi dómnefndar segir
m.a. um bók Yrsu að hún sé vel upp-
byggð og spennandi glæpasaga.
„Bókin hefst á óhugnanlegu og að
því er virðist óskiljanlegu morði á
saklausri konu. Barn sem er vitni að
glæpnum býr yfir óvæntum og ill-
skiljanlegum vísbendingum um
morðingjann. Vísbendingum sem í
fyrstu leiða lögregluna aðeins inn í
blindgötu en skipta sköpum við
lausn gátunnar. Einhver virðist vera
að hefna sín en hver er sekur um
hvað? Málið er flókið þar sem börn
koma við sögu, en þar má finna einn
styrkleika Yrsu, hvernig hún nær að
fjalla um erfiðleika barna á raunsæj-
an og trúverðugan hátt, þannig að
varnarleysi þeirra og sársauki skín í
gegn. Þetta blasir við í formálanum
og þegar mikilvægt vitni er yfir-
heyrt í Barnahúsi,“ segir í rökstuðn-
ingi og að lesandi eigi gott með að
setja sig inn í umhverfi sögunnar.
Persónusköpunin hjá Yrsu sé
sterk og hafi tekið skref fram á við í
bókinni. Þá hafi einn helsti styrkur
Yrsu verið að skapa spennu og eftir-
væntingu í bókum sínum og vekja
grun um óhugnað og í DNA takist
henni mjög vel upp. „Lesandinn
fylgist með framvindu rannsókn-
arinnar og feilsporum lögreglunnar.
Fleiri persónur dragast óvænt inn í
atburðarásina og morðunum fjölgar.
Yrsu tekst að halda lesandanum í
heljargreipum spennu og eftirvænt-
ingar alveg fram á síðustu blaðsíðu
og sögulok eru sannarlega óvænt og
ófyrirséð,“ segir í niðurlagi rök-
stuðnings.
Dómnefnd skipuðu Inga Magnea
Skúladóttir, Kristján Jóhann Jóns-
son og Úlfar Snær Arnarson. Eirík-
ur Brynjólfsson er foringi Hins ís-
lenska glæpafélags.
Yrsa hlaut Blóðdropann
DNA er glæpa-
saga ársins 2014
að mati HÍG
Morgunblaðið/Þórður
Verðlaunahöfundur Yrsa Sigurðardóttir hlaut Blóðdropann 2015.
Consul‘Art nefnist sýning sem
Jean-Claude Gaudin, borgarstjóri
Marseille, opnar í dag með form-
legum hætti þar í borg í Maison
d́Artisanat. Á sýningunni kynna
listamenn frá 71 landi listaverk sín
og handverk, en fulltrúar Íslands
eru myndlistarmaðurinn Ólöf Björk
Bragadóttir með verkið Straumar
og hönnuðurinn Anna Gunn-
arsdóttir með verk sitt Norðurljós.
„Náttúruöflin eru ein helsta upp-
spretta hugmynda í verkum Ólafar
Bjarkar. Hin sífellda hreyfing og
umbreyting sem á sér stað í nátt-
úrunni eru þeir meginþættir sem
liggja til grundvallar verka hennar.
Hún hefur unnið með ólíka miðla í
myndlist sinni til þessa en þó að-
allega með málverkið, oftast á
óhlutbundinn hátt með blandaðri
tækni á pappír eða striga,“ segir
m.a. í tilkynningu.
Þar kemur fram að þetta er í
þriðja sinn sem Maison de l‘Art-
isanat og Métiers d‘Art standa fyrir
sýningunni Consul‘Art.
Sýningin stendur til 18. júlí.
Straumar Verk Ólafar Bjarkar.
Sýna á Consul-
‘Art í Marseille
byggingar í
London og ná-
grenni.
Það verk Gyðu
sem er Skaga-
mönnum að bestu
kunnugt er stór
brjóstmynd af
Haraldi Böðv-
arssyni og Ing-
unni Sveinsdóttur
sem stendur við
Vesturgötuna en einnig hefur hún
mótað brjóstmyndir af Pétri Ottesen
og Hálfdáni Sveinssyni sem eru
varðveittar á Byggðasafninu að
Görðum á Akranesi en geta má þess
að það var faðir hennar, sr. Jón M.
Guðjónsson, sem stofnaði Byggða-
safnið á Akranesi.“
Gyða hyggur á stóra listsýningu á
Vökudögum á Akranesi í haust.
Gyða L. Jónsdóttir Wells hefur verið
útnefnd bæjarlistamaður Akraness
árið 2015. „Gyða er Skagamaður í
húð og hár en hún hefur starfað og
búið í Englandi um langt skeið og er
nýflutt á Akranes aftur. Gyða vinnur
bæði stóra og litla skúlptúra og mál-
verk í vinnuaðstöðu sinni í Sements-
verksmiðjunni á Akranesi, þar sem
hún starfar ásamt fleiri listamönn-
um. Saman kalla þau sig Samsteyp-
una. Gyða segist fyrst og fremst
vera myndhöggvari, þar sé hún á
heimavelli,“ segir m.a. í tilkynningu.
Þar er rifjað upp að Gyða átti og
rak Tessera Designs í London á ár-
unum 1980 – 1997. „Á þeim tíma
hannaði hún flísar fyrir einkahöll
Soldánsins af Brunei í London fyrir
11 baðherbergi auk þess sem hún
framleiddi skreytingar á fjölmargar
lestarstöðvar og aðrar opinberar
Bæjarlistamaður Akraness
Gyða L. Jónsdóttir
Wells
KK Bandið leggur land undir fót
um helgina. Í kvöld kemur bandið
fram á Græna hattinum á Akureyri
kl. 22 og annað kvöld á veitinga-
og tónleikastaðinn Já Sæll í
Fjarðarborg á Borgarfirði eystra
kl. 21.
Bandið skipa þeir KK, Þorleifur
Guðjónsson og Kormákur Geir-
harðsson, en samstarf þeirra hófst
1992 þegar þeir sendu frá sér plöt-
una Bein leið. Þeir félagar koma
saman öðru hvoru og spila gömlu
lögin sem þeir hafa verið að spila í
þessi rúm 20 ár. Þetta eru m.a. lög
af plötunum Lucky One, Bein leið,
Hótel Föröyar og svo gömul blús-
lög eftir m.a. Robert Johnson,
Jimmy Reed og J.J. Cale.
KK Band á Græna hattinum
Morgunblaðið/Eggert
Tónlistarmaðurinn Kristján Krist-
jánsson, betur þekktur sem KK.
Ódýrt í bíó
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS
SÝND KL. 3:50
SÝND KL. 5
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 10:35
BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND MEÐ
OWEN WILSON, IMOGEN POOTS
OG JENNIFER ANISTON
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus