Morgunblaðið - 19.06.2015, Síða 44

Morgunblaðið - 19.06.2015, Síða 44
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 170. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. „Þetta er lygilega furðulegt“ 2. Allt að 18 stiga hiti á … 3. Sjóðandi vatn lenti á börnunum 4. 18 milljónir í stað 17 þúsunda »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gjörningaklúbburinn stendur í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur fyrir gjörningi með þátttöku almenn- ings í höggmyndagarðinum Perlu- festi í Hljómskálagarðinum í dag, á eins árs afmæli höggmyndagarðsins og 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Í gjörningnum, sem nefnist Möskvi, verður kíkt ofan í jarðlög kvennasögunnar og perlur hennar dregnar fram í dagsljósið. Gjörning- urinn, sem fer fram utandyra, hefst kl. 12 og tekur a.m.k. klst. en áhorf- endur geta komið og farið að vild. Morgunblaðið/Heiddi Möskvi í Perlufesti  Prins Póló held- ur tvenna tónleika á Norðurlandi um helgina ásamt konunglegri hirð sinni, í kvöld á Kaffi Rauðku á Siglufirði og ann- að kvöld á Græna hattinum á Akur- eyri. Hvorir tveggja tónleikanna hefj- ast stundvíslega klukkan kl. 22. Prins Póló með tón- leika á Norðurlandi  Einstæðar mæður nefnist heim- ildaverk sem ljósmyndarinn Annie Ling opnar í Mjólkurbúðinni á Akur- eyri í dag kl. 15-17 í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi, en verkið vann hún hérlendis. Annie Ling er frá Kanada og starfar sem heimildaljósmyndari. Verk hennar hafa verið valin til birtingar í The New York Times og tímaritinu The New Yorker. Sýningin er aðeins opin í dag og á morgun. Einstæðar mæður í Mjólkurbúðinni Á laugardag Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Dálítil væta sunnanlands, þokuloft með norðurströndinni en þurrt annars stað- ar. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil og á Vesturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæglætisveður framan af degi og birtir til fyrir norðan en gengur í suðaustan 5-10 á Suður- og Vesturlandi síðdegis með lítilsháttar vætu. Hiti 10 til 18 stig. VEÐUR „Við höfum fundið fyrir skorti á yngri leik- mönnum sem pressa á þá sem hafa verið lengi í landsliðinu,“ segir Aron Kristjánsson, sem í gær var endurráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í handknattleik til næstu tveggja ára, en þeir Ólaf- ur Stefánsson og Gunnar Magnússon verða að- stoðarþjálfarar með hon- um. »1 Skortur á yngri leikmönnum „Við viljum komast hærra og ef við höldum Jóhanni Berg og fleiri leik- mönnum eigum við góðan möguleika. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir Charlton, ég vona að hann verði áfram hjá okkur og að á sama tíma að ári verðum við saman að fagna úrvalsdeildar- sæti,“ sagði leikmaður enska knattspyrnu- liðsins Charlton við Morgunblaðið. »1 Góðir möguleikar ef við höldum Jóhanni KA frá Akureyri er eina liðið utan efstu deildar sem er komið í átta liða úrslitin í bikarkeppni karla í knattspyrnu. KA vann óvæntan sigur á Breiðabliki, 1:0, í fram- lengdum leik á Kópavogsvell- inum, en önnur lið sem komust áfram eru Fjölnir, KR, Valur, Vík- ingur R., Fylkir, FH og ÍBV. Dregið verður í hádeginu í dag. »2-3 KA sló Breiðablik út úr bikarkeppninni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Þær Vigdís Jónsdóttir og Hildur Petra hafa spilað saman á harmon- iku undanfarin þrjú ár og gefa nú út plötu saman. Hildur hefur spilað á nikkuna frá barnsaldri en Vigdís síð- an hún fékk harmoniku í fertugs- afmælisgjöf. „Ég hafði grínast með það að á elliheimilinu ætlaði ég að taka upp á því að byrja að spila á harmoniku og taldi að ég hefði ekki tíma fyrr. Mað- urinn minn var þó greinilega ekki sammála, því þegar ég varð fertug gaf hann mér harmoniku í afmæl- isgjöf,“ segir Vigdís og bætir við að gjöfin hafi verið mjög óvænt. Spurð hvort harmonikan sé ekki flókið hljóðfæri að læra á svarar Vig- dís því játandi en segir harmonikuna svo skemmtilega að það geri ekkert til þó að hún sé flókin. Þær Vigdís og Hildur eru báðar í krefjandi störfum, en Vigdís er framkvæmdastjóri Virk starfs- endurhæfingarsjóðs en Hildur Petra er ráðgjafi hjá Einingu-Iðju stéttar- félagi. Aðspurð segir Vigdís að hún vildi oft hafa meiri tíma til þess að spila á harmonikuna en hafi þó svo gaman af vinnu sinni að helst vildi hún óska sér að hafa fleiri klukku- tíma í sólarhringnum. Samstarfið kviknaði í kvennasveit Ástæða þess að þær fóru að spila saman var sú að Guðrún Guðjóns- dóttir í Harmonikufélagi Reykjavík- ur tók sig til, kallaði saman nokkrar konur sem voru að spila á harmon- iku og stofnaði kvennasveit. Kvennasveitin spilaði við Breiðholts- laugina og á Kjarvalsstöðum, en í þeirri sveit kynnast þær Hildur og Vigdís. „Svo vantaði að manna spilið á jólamarkaðnum á Elliðavatni og við ákváðum að taka það saman og kunnum svo vel við það að spila saman að við höfum gert það síðan,“ segir Vigdís, en hún telur einnig að þetta sé í fyrsta skipti sem tvær konur gefi saman út plötu með harmonikutónlist. Spila á tónlistarhátíð í Danmörku Í sumar munu þær fara víðs vegar um landið, bæði til að kynna nýju plötuna sína taka þátt í svokölluðum harmonikumótum, en á þeim hittast harmonikuáhugamenn og spila, syngja og dansa saman. „Við verðum m.a. á Akureyri og svo á Breiðu- mýri, en það er árlegur viðburður hjá okkur,“ segir Vigdís og bætir við að í byrjun júlí muni þær Hildur fara til Danmerkur og spila heilmikið prógramm á tónlistarhátíð þar. Harmonika í afmælisgjöf  Gefa saman út harmoniku- geisladisk Ljósmynd/Auðunn Níelsson Í stúdíói Hildur og Vigdís tóku plötuna upp í stúdíói á Akureyri, en trommarinn þeirra ýtti þeim út í upptökur. Á nýútgefnum geisladiski Hildar Petru og Vigdísar má finna fimmtán lög. Tvö þeirra, lögin Tækifæri og Fyrstu skrefin, eru frumsamin. Hin lögin eru bæði hefð- bundin danslög, fyrir harmonikur, svo sem skottísar, valsar og polkar og falleg dægurlög spiluð á harmonikur. Diskurinn var tekinn upp á Akureyri og á honum spila með þeim ýmsir tónlistarmenn. Hildur og Vigdís stóðu sjálfar að útgáf- unni og að sögn Vigdísar gengur sala á disknum vel en hann fæst meðal annars í 12 tónum. Í sumar munu þær stöllur fara um landið, spila á tónleikum og kynna geisladiskinn. HILDUR PETRA OG VIGDÍS – DRAGSPILSDRAUMAR Dragspilsdraumar Skottísar, valsar og polkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.