Morgunblaðið - 27.06.2015, Side 2

Morgunblaðið - 27.06.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Tilboðsverð frá19.950 kr. Flugsæti aðra leiðina. Hótel og íbúðir í Benidorm, Albir eða Calpe. Nánar á vita.is Alicante Síðustu sætin í júní og júlí! VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hjá sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu eru hafnar prófanir á nýrri hugbúnaðarlausn fyrir umsóknir vegabréfa, en lausnin hefur verið í þróun hjá Þjóðskrá Íslands í rúmt ár. Umsóknarkerfi vegabréfa er komið til ára sinna og hefur það meðal ann- ars haft áhrif á vinnsluhraða umsókna vegabréfa. Ný lausn felur í sér breyt- ingar á hugbúnaði og vélbúnaði og er verkefnið því umfangsmikið. Unnið er að lagfæringum og umbótum í kjöl- farið og samhliða frekari prófunum, að sögn Sólveigar Guðmundsdóttur, sviðsstjóra hjá Þjóðskrá Íslands. Margþættur búnaður Sólveig segir að unnið sé að hrað- virkara kerfi en sömu kröfur verði þó gerðar varðandi verklag þar sem unn- ið sé eftir kröfum Alþjóða flugmála- stofnunarinnar (ICAO). Vélbúnaður umsóknarkerfa vegabréfa þarfnist endurnýjunar en til þess að geta endurbætt hann þurfi að breyta hug- búnaðinum. „Til að hægt sé að taka nýtt hug- búnaðarkerfi í notkun þarf þó að skipta um vélbúnað, en tölvubúnaður fyrir vegabréfagerð er margþættur. Þarna er um að ræða tölvur, fingra- faraskanna, búnað til að taka rithand- arsýnishorn, myndavélar og fleira,“ segir Sólveig. „Prófun í raunumhverfi hefur haf- ist með viðskiptavinum sem eru reiðubúnir til þátttöku. Þar sem um prófanir er að ræða er mögulegt að endurtaka þurfi umsóknarferlið.“ Sól- veig vill þó engu slá föstu um hvenær mögulegt verði að taka umsóknar- kerfið í notkun. „Næstu skref ráðast af því hvort fjármagn fæst til endur- nýjunar á búnaði á umsóknar- stöðvum.“ Fleiri vegabréf gefin út Að sögn Sólveigar kostar hver um- sóknarstöð ásamt hugbúnaðarleyfum um 500-600 þúsund krónur. Stjórn- völd þurfi að ákveða hve margar um- sóknarstöðvar verði endurnýjaðar, hvort allar verði endurnýjaðar í einu og hvort fjölga eigi umsóknarstöðv- um. Hún telur þó ekki heppilegt að skipta einungis út hluta umsóknar- stöðva, þar sem það geti verið flókið og kostnaðarsamt að halda úti tveim- ur kerfum í einu. Í maímánuði voru gefin út 7.635 íslensk vegabréf en í sama mánuði í fyrra voru útgefin vegabréf 6.353 talsins. Er það fjölgun um 16,8% milli ára. brynjadogg@mbl.is Prófa hraðvirkara kerfi  Ný lausn við útgáfu vegabréfa  Afgreiðsla verði skilvirkari Opnaður var sérstakur fótboltagolfvöllur í Skemmtigarðinum í Grafarvogi í gærkvöldi. Fjölmargir voru viðstaddir til að fylgjast með landsliðsmönnunum Íslands í knattspyrnu og golfi vígja völlinn. Voru þeir Eiður Smári Guð- johnsen, Alfreð Finnbogason og Birgir Leifur Hafþórsson meðal þátttakenda, en af myndunum að dæma virðist Eiður Smári að minnsta kosti hafa skemmt sér vel. Að sama tilefni var opn- aður bar í Skemmtigarðinum sem ber heitið Sveitabarinn, en þátttakendur og áhorfendur gátu farið þangað að leik loknum. brynja@mbl.is Golf og fótbolti mætast í Skemmtigarðinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsliðsmenn vígja fótboltagolfvöll Nærri fimm þúsund óskoðaðir fólksbílar eru í umferðinni hér á landi. Hafa eigendurnir trassað að fara eftir reglum samfélagsins að þessu leyti og ekki fengið opinbera staðfestingu á að öryggisbúnaður þeirra og ástand sé í lagi. Ef miðað er við bíla sem átti að færa til skoðunar 1. mars sl. eða fyrr eru 4.789 óskoðaðir fólksbílar í umferðinni hér á landi, samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu. Alls eru um 180 þúsund fólksbifreiðar í umferð og hafa því eigendur rúm- lega 2,5% bílaflotans ekki mætt með bílana í skoðun á réttum tíma. Þar fyrir utan eru 52 óskoðaðir húsbílar og 110 óskoðaðir fólks- bílar sem skráðir eru sem bíla- leigubílar. Talsvert mörg bifhjól eru óskoðuð, eða 712, sömuleiðis ferðavagnar, þar sem 784 eru óskoðaðir á númerum. Enginn sparnaður Það kostar á bilinu 9 til 11 þús- und að láta skoða venjulegan heimilisbíl. Gjaldskráin er mismun- andi eftir skoðunarstöðvum. Ef bíll er ekki færður til skoðunar er lagt á eigandann vanrækslugjald, 15 þúsund krónur. Hægt er að lækka það um helming með því að færa bílinn til skoðunar. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Öngþveiti Allmargir bílar eru óskoðaðir í umferðinni. Þeir geta verið óöruggir. Fimm þúsund óskoð- aðir bílar í umferð Endurupptökunefnd hefur sam- þykkt beiðni Sigurðar Guðmunds- sonar um endurupptöku dóms sem hann hlaut í Hæstarétti í apríl 2003. Þar var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hrista níu mánaða barn, en talið var að áverkarnir hefðu leitt það til dauða. Endurupptökunefnd tekur ákvörðun sína með hliðsjón af niður- stöðu dómkvadds matsmanns, dr. Waney Squier, og umsögn réttar- meinafræðingsins Þóru Steffensen sem krufði barnið á sínum tíma. Í úr- skurði nefndarinnar kemur fram að niðurstaða matsgerðarinnar sé af- dráttarlaus um að dánarorsök drengsins sé ekki að rekja til svo- nefnds „Shaken baby“-heilkennis. Af hálfu ríkissaksóknara hafi ekki verið lögð fram fullnægjandi vísindaleg gögn til að hrekja þá niðurstöðu. Nefndin telur að matsgerðin byggi í verulegum atriðum á læknis- fræðilegum kenningum sem settar séu fram á grundvelli rannsókna sem framkvæmdar hafi verið eftir uppsögn dómsins 2003 og hafi því ekki komið til skoðunar við úrlausn málsins. Rannsóknir þessar hagnýti hinn dómkvaddi matsmaður til að skjóta stoðum undir þá niðurstöðu sína að ekki liggi fyrir að „Shaken baby“-heilkennið hafi orðið bana- mein drengsins. Endurupptökubeið- andi hafi þannig lagt fram ný gögn sem ætla megi að hefðu skipt veru- legu máli fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Málskostnaður felldur á ríkið Sveinn Andri Sveinsson hrl. er lögmaður Sigurðar. Kostnaður endurupptökubeiðanda, tæpar 3,6 milljónir kr., er allur felldur á ríkis- sjóð. helgi@mbl.is Fallist á endurupptöku máls  Ný gögn sýna að dauði barns verði ekki rakinn til „Shaken baby“-heilkennis Morgunblaðið/Sverrir Hæstiréttur Dæmt var 3. apríl 2003. Hitinn fór yfir tuttugu stig á nokkr- um stöðum á landinu í gær, þar á meðal í höfuðborginni, en sam- kvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar mældist 20,5 stiga hiti í Geld- inganesi um klukkan þrjú. Hæstu hitatölurnar voru hins vegar 21,8 stig á Sauðárkróki, 21,6 stig í Húsafelli og 21,5 stig við Kolás. Spáð er hlýju og björtu veðri á Norður- og Vesturlandi um helgina en súld eða rigningu suð- austanlands. Mikil umferð var í gær til og frá höfuðborginni, bæði vestur og norður um land og um Suðurland. Hiti fór yfir 20 stig á nokkrum stöðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.