Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Kostnaðurinn við að byggja nýjan innanlandsflugvöll í Hvassahrauni er í skýrslu stýrihóps um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu áætlaður 22,3 milljarðar. Til samanburðar má nefna að kostnaðurinn við að endurnýja Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri er áætlaður 18,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í frummati um stofn- kostnað við flugvöll sem Mannvit tók saman fyrir stýrinefndina. Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn er byggingar upp á 10,1 milljarð króna; er það tæplega helmingur stofnkostnaðarins. Í því felast m.a. flugskýli, flugstöð, slökkvistöð og að- staða fyrir Landhelgisgæsluna, flug- málastjórn og þyrluskýli. 0,75 m niður á burðarhæft land Þorsteinn R. Hermannsson, verk- efnastjóri stýrinefndarinnar og höf- undur stofnkostnaðaráætlunarinnar, segir það kostnaðarsamt að búa til land undir flugbrautirnar. Grafa þurfi niður á burðarhæft undirlag og skipta út jarðvegi fyrir burðarlög. Landgerð kostar 3,5 milljarða króna að mati Mannvits. Í Hvassa- hrauni er gert ráð fyrir því að 0,75 metrar séu niður á burðarhæfan jarð- veg eða klöpp og um moldarlag og ónýtanleg efni sé að ræða. Það er þynnra yfirborðslag en gert er ráð fyrir í stofnkostnaðaráætlun á Bessa- staðanesi og Hólmsheiði, sem skýrist af því að um lítið gróið hraun er að ræða. Þó að talið sé að landgerðin verði erfiðari í hrauni er gert ráð fyrir að til falli meira af nýtanlegu efni í Hvassahrauni, sem svo verði notað í fyllingar og neðra burðarlag, segir í frummatinu. „Þetta er heilmikil jarðvinna“ „Þótt flugbrautin sé bara 45 metra breið þarf að hafa öryggissvæði til hliðanna upp á 150 metra. Það svæði þarf líka að vera slétt. Það er heilmikil jarðvinna í kostnaðinum við flugvöll- inn sjálfan. Þegar búið er að malbika og merkja þarf að setja upp alla lýs- ingu og leiðsögubúnað með blikkljós- um og öðru eins sem þarf í flugvelli,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að dýrara sé að malbika flugbraut en venjulegan veg; þykkara malbik sé notað á flugbraut- um enda eigi þær að endast betur. Ef byggja ætti flugvöll í Hvassa- hrauni sem ætti að geta tekið á móti hluta millilandaflugs yrði byggingar- kostnaðurinn 35,7 milljarðar. Verk nefndarinnar var hins vegar að finna stað fyrir innanlandsflugvöll og byggja útreikningar á þeirri for- sendu. Byggingar helm- ingur af kostnaði  Byggja þyrfti flugskýli, flugstöð og slökkvistöð í Hvassahrauni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hraun Landgerð kostar 3,5 ma. kr., enda þarf að vinna mikla jarðvinnu. Áætlaður stofn- kostnaður flugvallar í Hvassahrauni Heimild: Mannvit. Frummat á stofnkostnaði flugvallar. Verkþáttur (m.kr.) Undirbúningsframkvæmdir 420 Landgerð 3.500 Flugbrautir og flughlað 3.800 Búnaður 780 Veitur 170 Vegtengingar 120 Ófyrirséður kostnaður (20%) 1.800 Hönnun og umsjón (15%) 1.600 Byggingar 10.100 Samtals 22.300 Hvassahraun Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að þótt Rögnunefndin hafi nú skilað skýrslu sinni sé flugvall- arumræðunni hvergi nærri lokið. Í hennar huga standi það upp úr að nefndin leggur til að rekstr- aröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt, a.m.k. í bili. „Ég er rétt byrjuð að rýna skýrslu stýrihópsins, vegna þess að þessa dagana eru annir miklar. Það er gott að skýrslan er komin út og að Rögnunefndin svokallaða hafi lokið störfum. Ég þakka nefndinni fyrir hennar störf,“ sagði Ólöf í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Það stendur auðvitað upp úr í mínum huga, í tillögum nefnd- arinnar, sú áhersla sem lögð er á að samkomulag verði um að rekstraröryggi Reykjavíkur- flugvallar í Vatnsmýri verði tryggt, að minnsta kosti í bili. Það skiptir miklu máli og eins það að í þessu starfi sínu er nefndin að horfa til langs tíma,“ sagði ráð- herra. Ólöf segir að það sé ákveðin langtíma- hugsun í þeim forsendum sem skýrslu- höfundar gefa sér, sem sé já- kvætt. „Það þarf að hafa það í huga, að allt skipulag flugrekstrar þarf að vera til langs tíma og það þarf að vera ákveðinn fyrirsjáanleiki. Það er það sem við höfum haft áhyggjur af, sem rekum flugvöllinn í Vatnsmýr- inni, að menn verða að hafa fyrir sér talsvert langan tíma, áður en ráðist er í breytingar í flug- rekstri. Með þessari skýrslu er því fengin ákveðin niðurstaða, en flugvallarumræðunni er hvergi nærri lokið með henni,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðherra segir að næstu skref, hvað varðar störf ráðuneytisins, sem lúti að skýrsl- unni, verði að rýna skýrsluna í þaula og næstu skref verði ákveð- in að þeirri vinnu lokinni. Flugvallarumræðu hvergi lokið Ólöf Nordal Undir liðnum „undirbúnings- framkvæmdir“ er meðal annars gert ráð fyrir að í Hvassahrauni þurfi að setja háspennulínur í jörðu svo þær séu ekki fyrir flug- línunni og hlýst nokkur kostnaður af þeim undirbúningsfram- kvæmdum. Landsnet hefur staðið í deilum við landeigendur á svæðinu um hvort leggja eigi Suðurnesja- línu II í jörðu eða ekki. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir málið ekki hafa komið inn á borð hjá fyr- irtækinu, enda hafi ekki verið tekin ákvörðun um að byggja flugvöll í Hvassahrauni í framtíðinni. Þá var Guðmundur spurður hvort jarðlagning Suðurnesjalínu I og II væri dýr framkvæmd. „Vænt- anlega. Nú veit ég ekki um hversu langan kafla er að ræða, þannig að ég get illa svarað því, en auðvitað er það dýrara að leggja í jörðu og það eru erfiðar aðstæður að leggja jarðstreng í hrauni, þannig að hver kílómetri á þessu svæði er mjög dýr.“ Suðurnesjalínur fari í jörðu UNDIRBÚNINGSFRAMKVÆMDIR SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta hefur verið eins og á BSÍ á góðum degi. Svo fór strollan á eftir vegagerðarmanninum eins og útsala væri í IKEA,“ segir Helga Guðrún Lárusdóttir, hótelstjóri í hálendis- miðstöðinni Hrauneyjum, í gær. Sérstök stemmning var í hálendis- miðstöðinni í gær. Þangað safnaðist saman fólk sem beið þess að veg- urinn í Landmannalaugar yrði opn- aður. Helga Guðrún taldi að um 50 manns hefðu beðið í ofvæni eftir að komast þangað inn eftir. Vegagerðin opnaði Sigölduleið í Landmannalaugar fyrir fjórhjóla- drifna bíla en enn er mikill snjór á Landmannaleið. Helga Guðrún segir að strollan hafi farið á eftir tækja- manninum. Einnig var opnað inn í Veiðivötn í gær, fyrir fjórhjóladrifna bíla. Hins vegar er enn nokkuð í að Sprengisandsleið verði opnuð og geta gestir því ekki komist í hálendismiðstöðina Hrauneyjar að norðan. Segir Helga það bagalegt því að hópar hafi þurft að afpanta. Opið að Holuhrauni Á nýju fjallvegakorti Vegagerðar- innar sést að enn eru flestar leiðir á hálendinu lokaðar. Þó styttist í að Kjalvegur opnist allur, en nú er opið að norðan í Hveravelli. Margir vegir á Norðausturlandi hafa verið opnaðir fyrir umferð. Nefna má leiðina inn í Kverkfjöll og Dreka, en þaðan má komast að Holuhrauni. Þótt almannavarnir hafi enn óvissustig á svæðinu norðan Vatnajökuls var lokun lögreglu af- létt í byrjun mánaðarins. Almenn- ingur getur því farið um svæðið eins og aðstæður leyfa. Vatnajökulsþjóð- garður hyggst veita aðgang að hrauninu eftir merktum gönguleið- um. Umferð um hraunið er að öðru leyti óheimil vegna náttúruverndar- og öryggissjónarmiða. Mikill snjór er á hálendinu og tef- ur það ekki einungis opnun fjallvega heldur veldur einnig erfiðleikum á gönguleiðum. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur göngufólk til að hafa í huga að snjórinn er víða þung- ur og blautur og sumar gönguleiðir aðeins færar vönu og vel búnu göngufólki. Strollan á eftir tækinu var eins og á útsölu í IKEA  Vegir opnaðir inn í Landmannalaugar og Veiðivötn Ljósmynd/Helga Guðrún Lárusdóttir Bið Fjöldi fólks beið í Hrauneyjum í gær eftir því að vegurinn opnaðist. Erilsamur dagur var hjá slökkvilið- inu á höfuðborgarsvæðinu í gær, en fimm sinnum voru kallaðir út dælu- bílar vegna sinuelda og þegar hreinsa þurfti upp olíu eftir um- ferðaróhöpp. Þá sinntu sjúkrabílar 80 sjúkraflutningum í gær, en sam- kvæmt upplýsingum frá slökkvilið- inu þykir það mjög mikið á einum degi. Í gærkvöldi var tilkynnt um sinu- eld á um 50 fermetra svæði í brekk- unni fyrir ofan Elliðaárdalsstíflu, en slökkvistarf gekk vel og tókst fljótlega að slökkva eldinn. Þá var einnig talsvert að gera við sjúkraflutn- inga í gærkvöldi, en fimm sjúkra- bílar voru úti þegar blaða- maður hafði sam- band við slökkviliðið. Sagði slökkvi- liðsmaður á vakt að þetta hefði verið mjög erilsamur föstudagur og kvöldið hefði byrjað af krafti. Mikill erill var hjá slökkviliðinu í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.