Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 16

Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 16
ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Mýrdal Eftir afar kalt og síðbúið vor skartar Mýrdalurinn loksins orðið sínum fallega græna lit. Sauðfé er víðast farið eða að fara úr túnum og fuglarnir sem lifðu af vorið eru komnir með unga. Sláttur verður töluvert seinni þetta ár en á undanförnum árum enda hefur spretta ver- ið mjög hæg. Það er þó að verða nokkuð gott gras á al- friðuðum blettum.    Sauðfjárbændur í Mýrdalnum virðast hafa slopp- ið við þann mikla sauðfjárdauða sem víða hefur herjað á bændur, en hafa vissar áhyggjur af því að ef þetta er ein- hver sjúkdómur þá geti hann breiðst út um landið, og vonast því væntanlega eins og allir eftir því að fullkomin skýring fáist á því af hverju ærnar eru að drepast. Mikill uppgangur er í ferðaþjónustu á svæðinu og flestir sem eiga laust herbergi búnir að breyta því í gistipláss sem þeir leigja út, fjölgun á allskonar gisti- möguleikum er því stöðugt að aukast, enda virðist alveg sama hvað mikið fjölgar af herbergjum, ferðamönnunum virðist fjölga hraðar.    Mikið er búið að gera í hreppnum til að bæta að- gengi ferðamanna að helstu perlum staðarins, búið er að byggja upp og malbika veginn upp að Sólheimajökli núna í vor en þangað er mjög vinsælt að fara og skoða skriðjökulinn, og eins að fara í göngu með leiðsögumanni upp á jökulinn. Áður var búið að malbika leiðina út á Dyrhólaey og fram í Reynisfjöru en báðir þessir staðir eru mjög fjölsóttir enda náttúran stórkostleg. Þá er búið að setja upp plan fyrir framan Víkurskála í Vík í Mýrdal þar sem þeir sem vilja heimsækja Vík- urfjöru geta lagt bílum sínum. Bætt aðgengi ferðamanna að náttúruperlum í Mýrdal Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vinsæl náttúruperla Sólheimajökull er alltaf jafn vinsæll hjá ferðamönnum. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Skjót viðbrögð starfsmanna Bíla- leigu Akureyrar urðu til þess að ekki varð stórtjón á húsnæði fyr- irtækisins í Skeifunni fyrr í mán- uðinum. Eldur braust út við vinnu verk- taka á svæðinu þegar þakpappi var lagður á þak hússins með logsuðu. Níu slökkvitæki tæmd Að sögn Jóns Gests Ólafssonar, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóra bílaleigunnar, kraumaði eldurinn undir þakklæðningunni. Hann blossaði upp þegar verktakinn hugðist gera breytingar á verki sínu og reif gat á klæðninguna. Verktakinn hafði slökkvitæki við höndina sem venja er en það dugði ekki eitt til að slökkva eldinn. Starfsmenn bílaleigunnar söfnuðu þá saman öllum slökkvitækjum hússins og handlönguðu þau upp á húsþak á örskotsstundu. „Það var tæmt úr níu tækjum yfir eldinn og það mátti ekki tæpara standa,“ seg- ir Jón Gestur, en slökkvitækin rétt dugðu til að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn nokkrum mínútum síðar og sinnti eftirliti með því að eldurinn tæki sig ekki upp aftur. Jón Gestur þakkar þjálf- un starfsmanna skjót viðbrögð. „Starfsfólkið veit hvar tækin eru. Við höfum svokallað „Eigið eld- varnareftirlit“ sem framkvæmt er einu sinni í mánuði ásamt við- bragðsáætlun við eldsvoða sem inniheldur teikningar af eldvörnum hússins,“ segir Jón Gestur, en bíla- salan hefur lagt mikið upp úr ör- yggi hvað eldhættu varðar. Eldvarnir til fyrirmyndar VÍS, tryggingafélag bílaleig- unnar, veitti henni viðurkenningu á dögunum fyrir öflugt eldvarnareft- irlit og snör handbrögð vegna elds- voðans.Að sögn Sigrúnar Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS, leikur enginn vafi á að skjót og hárrétt viðbrögð hafi skipt sköpum. Ekki hafi aðeins verið komið í veg fyrir verulegt eignatjón heldur líka að nokkurt rof yrði á rekstri bílaleig- unnar á háannatíma. Reglubundin slökkvitækjaþjálfun starfsfólks hafi nú sýnt sig í verki. jbe@mbl.is Morgunblaðið/Eva Björk Viðurkenning Gísli Níls Einarsson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir hjá VÍS ásamt Jóni Gesti Ólafssyni og Bergþóri Karlssyni frá Bílaleigu Akureyrar. Starfsmenn komu í veg fyrir stórtjón STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nils Folmer Jörgensen finnst gam- an í stórfiskaleik. Ekki þessum gamla góða eltingarleik heldur virð- ist þessi duglegi veiðimaður vera öðrum mönnum lunknari við að fá stóra laxa og urriða til að taka flugur sínar. Hver er galdurinn? „Ég veit það ekki,“ svarar hann hógvær. „Kannski að fara varlega að veiðistöðum, styggja ekki fiskana og vanda sig við að leggja fluguna fyrir þá.“ Og hann bætir við: „Ég fæ nú ekki bara stóra fiska, líka marga smærri.“ Þegar gengið er á hann segist hann hafa fengið 15 eða 16 laxa lengri en 100 cm síðustu sumur. Ljósmyndir af tröllvöxnum ur- riðum sem Nils hefur veitt und- anfarið í Þingvallavatni hafa vakið mikla athygli, ekki síst þessi þar sem hann heldur á 101 cm löngum fiski sem var 63 cm að ummáli. Fiskurinn var ekki veginn áður en honum var sleppt en sérfræðingar giska á 35 til 36 pund. Sá tók litla púpu. „Þetta er sá stærsti sem ég hef fengið, algert monster. Hann var óvenjulegur þessi, svakalega feitur,“ segir hann og í ljós kemur að hann hefur veitt gríðarmarga urriða á flugur sínar í vor og sumar, alls 174 fiska. Þar af eru nokkrir um og yfir 90 cm langir, einn 98 cm. Langflesta fékk Nils á svokölluðu Ion-svæði að sunnanverðu við vatnið og þar segir hann gott að sjá til fiska og gaman að veiða á þurrflugur og púpur. Nils Folmer var í opnunarhollinu í Víðidalsá í vikunni og þar gekk ljóm- andi vel, 25 löxum var landað. Sjálf- um gekk honum mjög vel. Af 11 löx- um sem veiddust fyrsta daginn fékk Nils sex á fyrstu vakt. „Þetta var frábær opnun í ánni,“ sagði hann í gær þegar veiði var að ljúka. „Ég byrjaði í Fitjá og meðan rólegt var á svæðum 1 og 2 urðum við varir við laxa í öllum hyljum sem við veiddum í neðri hluta Fitjár. En ég veiði ekki alltaf – í dag fékk ég engan og það er verið að stríða mér á því!“ segir hann og hlær. Reyndir veiðimenn sem rætt hef- ur verið við síðustu daga telja að lax- veiðin fari yfirleitt ágætlega af stað. Á miðvikudag hafði 171 lax veiðst í Þverá og Kjarrá, 155 í Norðurá, þar sem smálaxinn er farinn að sýna sig, og 124 í Blöndu. Veiði hófst í Ytri- Rangá í gærmorgun og það vel, 12 laxar veiddust á fyrstu tveimur tím- unum. Ef litið er til Norðurlands þá er byrjunin í hinni nettu en fengsælu Laxá á Ásum sú besta í 15 ár, að sögn Arnars Jóns Agnarssonar hjá Salmontails sem eru leigutakar ár- innar, og aðallega stórlax að veiðast. Veiðidagur fjölskyldunnar er á morgun, sunnudag, og gefst lands- mönnum þá kostur á að veiða frítt í fjölmörgum vötnum víða um land. Upplýsingar: landssambandid.is. Þetta er sá stærsti – algert „monster“  Nils Folmer Jörgensen er lunkinn að setja í þá stóru  Veiddi 174 urriða í Þingvallavatni í vor og nokkra um og yfir 90 cm  Byrjaði vel í Víðidalsá-Fitjá  Mikilvægt að fara varlega að veiðistöðum Sá stóri Nils Folmer Jörgensen hefur veitt fjölda stórfiska í Þingvallavatni en þessi urriði tók öðrum fram: 101 cm á lengd. Mögulega um 36 pund. Morgunblaðið/Golli Sterkur Aðstæður hafa verið erfiðar í Vatnsdalsá fyrstu dagana vegna vatnavaxta en hér glímir Óskar Páll Sveinson við 91 cm lax í „Two stone“. Veiðin hófst í Veiðivötnum 18. júní síðastliðinn, sam- kvæmt áætlun, en aðgengi var með heldur öðrum hætti en veiðimenn hafa vanist á undanförnum árum. Víða snjór, fara þurfti óvenjulegar leiðir að vötnum og tvö þau gjöfulustu enn ísi lögð. „Ísa er að leysa en Litlisjór og Grænavatn voru ísi lögð þegar veiðimenn mættu, það hefur gengið erfiðlega að fá þau til að opna sig. Venjulega er allt að helmingur veiðimanna við þau tvö vötn,“ segir Bryndís Magnúsdóttir sem hefur umsjón við vötnin. Alls veiddust 1777 silungar fyrstu vikuna, 393 urriðar og 1384 bleikjur. Bryndís segir þetta mun minni veiði en undanfarin ár en aðstæðurnar séu líka erf- iðar. „Nú er þetta allt að koma,“ segir hún. „En gestir hafa verið frábærir og hafa farið alveg eftir merkingum og leiðbeiningum.“ Mun minni veiði í Veiðivötnum HELSTU VEIÐIVÖTNIN VORU ENN ÍSI LÖGÐ Í OPNUN Frá Veiðivötnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.