Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 rænna manna í Ameríku þar sem fremstur fór sonur hans, Leifur heppni. Nýtt Klondike? Undirlendi á Skarðsströnd er lít- ið. Vegurinn inn ströndina liggur við fjallshlíð og þar standa bæirnir; margir yfirgefnir eða þá sum- arsetur. En hér eru auðlindir og miklir möguleikar til framtíðar litið svo hér gæti orðið svolítið Klondike; gullgrafarabær eins og í Alaska forðum. Hér eru auðlindir, frá Skarðsstöð hafa grásleppukarlar sótt á sjó, niður af bænum Hval- gröfum og inn með allri Skarðs- strönd er þangskógur nýttur á veg- um þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Í námu við eyðibýlið Tinda voru sótt kol eða surt- arbrandur alveg frá því um 1890 og fram á miðja 20. öldina – sem lagðist af þegar olía og síðar heitt vatn urðu nærtækari orkugjafar. Við Ytri-Fagradal fæst svo úr jörðu þéttur og steinríkur leir sem listafólk sækist eftir. Fagradals- bændurnir Halla Sigríður Steinólfs- dóttir og Guðmundur Gíslason selja lambakjöt sitt sem lífrænt, rækta býflugur og tína söl úr flæðarmáli. „Búi maður vel að sínu er lítið mál að lifa að stórum hluta af því einu sem landið gefur,“ segir Halla Sig- ríður í viðtali við Morgunblaðið á síðasta ári. Á slóðum lénsherra Af föður Höllu, Steinólfi Lár- ussyni, sem lést fyrir nokkrum ár- um, gengu þjóðsögur enda var karl- inn kúnstugur. Í æviminningunum Einræður Steinólfs segir hann að þegar foreldrar hans hófu búskap árið 1926 hafi þau búið við lénsfyr- irkomulag; það er að lénsherra sat á höfuðbóli sveitar, átti flestar jarðir og „byggði þær svo leiguliðum sem oft stöldruðu stutt við,“ segir Stein- ólfur sem vísar þarna til lénsherr- anna á Skarði. Telja menn að þarna hafi endalok lénsveldis á Íslandi verið, þó velta megi fyrir sér hvort pólitík síðari tíma á Íslandi hafi skapað eitthvað sambærilegt. Fyrrnefnt höfuðból, Skarð á Skarðsströnd, er þekkt. Þar hefur sama ættin setið allt frá því um árið 1100 með stuttu hléi undir lok 18. aldar. Nærri lætur að 30 ættliðir hafi setið að Skarði. Úr þeim fríða flokki ber hæst Ólöfu ríku sem þeg- ar karl hennar, Björn Þorleifsson hirðstjóri, var veginn árið 1467 sagði svo eftirminnilega að enn óm- ar að „eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði og leita hefnda“. Og það gerði Ólöf líka með miklum tilþrifum. Skáld við Skollhól Síðasta sveitin á leiðinni fyrir Dalastrandir er Saurbær. Stað- arhólskirkja og félagsheimilið á Skollhól setja svip á sveitina. Öðru fremur fanga þó athyglina þrír steinstöplar. Þetta er listaverk gert af Jóni Sigurpálssyni á Ísafirði, minnisvarðar um Dalaskáldin Sturlu Þórðarson, Stein Steinarr og Stefán frá Hvítadal. Þeir – og marg- ir fleiri – sköpuðu Dölunum nafn og komu svæðinu á kortið. Tilraun til hins sama er gerð í þessari grein, þar sem stiklað hefur verið Dalastr- andir og Klofning, fallega en fáfarna leið.  Gamli Laugarásstrætóinn er nú á Skerðingsstöðum. Ytrafellsmúli setur svip á Fellsströndina þótt lágur sé. Möltukross við traðirnar að bænum Kvennahóli. Guðrún Elísabet Jóhannsdóttir á Klifmýri og fleiri konur á Skarðs- strönd hafa á síðustu árum lagt sig eftir því að efla menningar- lífið í sveitinni. Röðul, sem er gamalt félagsheimili, hafa þær lagt undir sig og sýnt þar ýmsa muni, ljósmyndir og fleira er tengist sögu sveitarinnar. „Þetta hefur vakið áhuga og er ágæt viðbót hér í sveitinni,“ segir Guðrún sem bætir við að sam- komuhús þetta hafi verið vett- vangur ýmissa þekktra viðburða. Þar má nefna þegar tríóið Frost- rósir, skipað nokkrum Dalakon- um, sté þar á svið fyrir 60 til 70 árum og flutti fyrstu djasslögin á Íslandi. Eða svo segir þjóðsagan. Þrettán ára sonur Guðrúnar og Hermanns Karlssonar, Ragnar, er eina grunnskólabarnið á Skarðs- strönd. „Já, auðvitað er talsvert fyrir barn að sækja skóla þangað sem er klukkutímaferð tvisvar á dag. En þetta gengur,“ segir Guð- rún sem er frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit, bænum sem ferða- lýsing þessi byrjar á. Það eru um 20 ár síðan hún kom að Klifmýri þar sem fjölskyldan býr með um 1.000 fjár og einhvern næstu daga reka þau um 1.700 lömb í sumarhaga. „Nei, það er alveg sáralítil um- ferð um þetta svæði. Yfir sum- arið teljast 15-20 bílar á dag tals- vert.“ Sáralítil umferð um svæðið REKA RAUSNARBÚ Á KLIFMÝRI Á SKARÐSSTRÖND Bóndinn Guðrún Elísabet á Klifmýri gefur heimalningunum drukkinn sinn. Í gömlum bókum eru Kjarlaks- staðir á Fellsströnd nefndir Kjal- laksstaðir. „Nafnið breyttist, kannski var auðveldara fyrir tung- una að tala um Kjarlak en Kjallak,“ segir Helgi Þorgils Friðjónsson listmálari. Hann á sumarsetur að Kjallaksstöðum og þar stendur nú gamalt íbúðarhús frá Breiðaból- stað frá Fellsströnd, þaðan sem föðurætt Helga er. „Kjallakur var af írsku konunga- kyni. Ól af sér syni sem meðal ann- ars er getið í Eyrbyggju fyrir mann- víg og fleira slíkt,“ segir Helgi, sem kynntist því ungur hvað sagan og atburðir sem gerðust fyrir öld- um eru ekki svo langt undan. „Um- hverfið hér er mér alltaf mjög ná- lægt og mörg myndefni mín eru héðan. Ég vil helst ekki skálda upp landslag í mínum myndum. Ég hef málað Ytrafellsmúla í mörgum til- brigðum, Klofningsfjall og eyjum og klettum í Breiðafirði bregður fyrir í myndum mínum. Og einnig nota ég mikið litina úr þessu um- hverfi, og reyndar frá almennu ís- lensku landslagi; grænt, grátt og blátt. Þessi litbrigði hefur fólk suður í Evrópu þar sem ég sýni gjarnan kallað dæmigert norræn málverk, þar sem oft eru notaðir mettaðir litir. Þá hef ég haldið tvær sýningar með myndum þar sem efniviðurinn er að stórum eða öllum hluta sóttur í Dalina, sem eru alltaf nærri í mínu lífi.“ Nýti bæði litina og landslag FELLSSTRÖNDIN ER NÁLÆG LISTMANNINUM Morgunblaðið/Sigurður Bogi Myndir Helgi Þorgils við nokkur málverka sinna af landslagi Dalanna. Þjónusta með yfirsýn Einbeittu þér að því sem þú ert bestur í og láttu okkur sjá um tölvumálin. Við sérhæfum okkur í að sinna litlum og meðalstórum fyrirtækjum og notum nýjustu tækni í sambland við gömlu góðu þjónustugildin, svo þú og þínir starfsmenn geti unnið í spennandi og áreiðanlegu tölvuumhverfi. Verð frá aðeins 440 kr. án vsk. á mánuði Allar nánari upplýsingar í síma 444 9900 eða á sala@omnis.is Lægri kostnaður – betri rekstur Microsoft Partner Gold Small Business Cloud Accelerate Þjónustan er sniðin að þínum þörfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.