Morgunblaðið - 27.06.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 27.06.2015, Síða 22
BAKSVIÐ Sigurður Tómasson sigurdurt@mbl.is Þrátt fyrir að fjöldi hjólreiðamanna á höfuðborgarsvæðinu hafi næstum þrefaldast frá árinu 2009 hefur inn- flutt magn á reiðhjólum lítið breyst á milli ára. Hins vegar hefur verð- mæti innfluttra reiðhjóla tvöfaldast frá árinu 2009 og um 60% á föstu verðlagi. Þetta má lesa úr gögnum frá Reykjavíkurborg og Hagstofu Íslands. Af þessu má draga þá ályktun að meira sé flutt inn af dýrari hjólum og notkun þeirra hafi aukist. „Fólk vill, með meiri notkun, komast í betri og dýrari hjól,“ segir Róbert Grétar Pétursson hjá reiðhjóla- versluninni TRI. Hjólin orðin betri og meira notuð Á árinu 2009 voru flutt til lands- ins tæplega 15.000 reiðhjól og í fyrra voru þau 15.744. Þótt magn innfluttra hjóla hafi ekki aukist til muna hefur hins vegar eftirspurn vaxið eftir bæði dýrari hjólum og hjólabúnaði. „Reiðhjólin eru orðin að raunhæfara samgöngutæki en þau voru,“ segir Jón Pétur Jónsson, eigandi reiðhjólaverslunarinnar Arnarins. Að hans sögn hefur stærsta breytingin í rekstrinum verið þjónustuliðurinn en starfs- mönnum á verkstæði hefur á síð- ustu fimm árum fjölgað úr tveimur í sex. „Miklu fleiri koma með hjólin sín í viðgerð en áður sem sýnir að reiðhjól eru meira notuð. Þegar fólk byrjar að nota hjólin sín eins og bíla þurfa þau meira viðhald, rétt eins og bílarnir.“ Jón Pétur segir að sal- an á hjólum hafi þó farið hægt af stað í ár vegna veðurs og einnig þeirrar óvissu sem fylgdi kjaradeil- um á vinnumarkaðinum. Auðveldara að hjóla Frá árinu 2009 hefur orðið 180% fjölgun hjólreiðamanna samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg. Ás- björn Ólafsson, formaður Lands- samtaka hjólreiðamanna, segir að tvær skýringar búi þar helst að baki. Í fyrsta lagi tóku gildi vegalög hinn 1. janúar 2008 sem gerði Vega- gerðinni kleift að veita fé til al- mennra hjólreiða- og göngustíga meðfram umferðarmestu þjóðveg- um landsins. „Með þeim fjölgaði hjólreiðastígum og þar með hjól- reiðamönnum. Í kjölfar fleiri og betri stíga urðu hjólreiðar að raun- hæfari samgöngukosti.“ Átakið „Hjólað í vinnuna“ hefur einnig haft mikið að segja og tekur Róbert Grétar hjá TRI í sama streng. „Að taka þátt í slíku átaki með vinnu- félögum er oft stökkpallur fyrir fólk sem er að byrja.“ Þrátt fyrir mikla fjölgun hjól- reiðamanna undanfarin ár hafa tals- vert færri verið á ferðinni í ár en í fyrra. Björg Helgadóttir hjá sam- gönguskrifstofu Reykjavíkurborgar segir að veðurfarslegar skýringar séu þar að baki en samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofu var með- alhiti í júní- og maímánuði langt undir meðaltali fyrri ára. Dýrari reiðhjól orðin að raunhæfara samgöngutæki Morgunblaðið/Styrmir Kári Hjólabóla Áhugi á hjólreiðum fer vaxandi og eftirspurnin eftir bæði dýrari hjólum og hjólabúnaði hefur aukist. Vaxandi vinsældir hjólreiða » Reiðhjól voru flutt inn fyrir 535 milljónir árið 2014. » Hjólreiðamönnum hefur fjölgað undanfarin ár og fólk notar hjólin sín meira. » Bætt aðgengi og hjóla- átakið „Hjólað í vinnuna“ hef- ur átt stóran þátt í vaxandi vinsældum hjólreiða hér á landi.  Innflutningsverðmæti tvöfaldast frá árinu 2009 þrátt fyrir óbreytt magn Innflutningur reiðhjóla 600 500 400 300 200 100 0 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Í milljónum kr. á nafnverði Fjöldi hjóla Verðmæti innflutnings Fjöldi innfluttra reiðhjóla 22 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015                                    !"# ! $" %$# #$$$   !" "#"#  !$$ &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5   %"# % " $! %"# #$#   % % " !#  !! ! !# %!$ $!" %$ #$#  % %!! "#  !#"    Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Afnám tolla á fatnað gæti sparað ís- lenskum heimilum um 5 milljarða króna á ári, að því gefnu að útsöluverð myndi lækka um 13%. Í nýrri umfjöllun Sam- taka atvinnulífsins eru rifjaðar upp hug- myndir fjármálaráðherra um að afnema 15% toll á fatnað og skó, en slík aðgerð myndi stuðla að því að sú verslun myndi færast frekar inn fyrir landstein- ana. Benda SA á að niðurfelling vöru- gjalda af innfluttum vörum um áramót- in hafi reynst veruleg búbót fyrir íslenska neytendur og þótt verðlag sé hátt á Íslandi hafi verðmunur dregist umtalsvert saman í alþjóðlegum samanburði. Afnám tolla á föt sparar heimilum um 5 milljarða ● Reitun hefur veitt Lánasjóði sveitar- félaga, LS, lánshæfiseinkunnina i.AAA. Einkunninn byggist aðallega á sterkri eiginfjárstöðu LS og þróuðu rekstrar- umhverfi sjóðsins en hlutverk hans er að tryggja íslenskum sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum með veitingu lána eða ábyrgða. Í frétt á vefsíðu Reit- unar kemur fram að einnig hafi haft áhrif á einkunnina að LS hafi náð góð- um kjörum á markaði og viðhaldið markaðsstöðu sinni, auk þess sem LS hafi einstæðar tryggingar fyrir útlán- um sínum en 99,9% af útlánum sjóðs- ins eru tryggð með veði í tekjum sveit- arfélaga. Þá er tilgreint gott aðgengi LS að innlendum fjármálamarkaði og mikil eftirspurn í útboðum skuldabréfaflokka en skuldabréf LS eru ein af fáum skuldabréfum sem Seðlabankinn hefur heimild til að samþykkja sem tryggingu í viðskiptum við bankann. Lánasjóður sveitarfé- laga fær hæstu einkunn STUTTAR FRÉTTIR ... en ýti vísitölunni upp að nýju í ágúst og september þegar verðbólgan verð- ur orðin 2,1% samkvæmt spá bank- ans. Býst við að matarverð hækki Greiningardeild Arion banka segir að á næstu mánuðum megi áætla að verðhækkun á innlendum neysluvör- um auki verðbólguþrýstinginn frekar. Matarkarfan hafi ekki hækkað í júní en búast megi við að matur og drykkjarvörur hækki í verði á næstu mánuðum og líklegt sé að aukinn launakostnaður í kjölfar nýgerðra kjarasamninga muni skila sér í hærra verðlagi á innlendum neysluvörum. Verðbólga mælist nú 1,5% samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni, en vísi- tala neysluverðs hækkaði um 0,26% frá fyrri mánuði. Þetta er minna en 1,6% verðbólgan sem mældist í maí og enn vel undir 2,5% verðbólgu- markmiði Seðlabankans, en greining- araðilar höfðu spáð hækkun á bilinu 0,3-0,4%. Greining Íslandsbanka segir að verðbólgan hafi verið undir markmið- inu samfleytt í hálft annað ár en horf- ur séu hins vegar á vaxandi verðbólgu eftir því sem líður á árið. Íslandsbanki telur líklegt að verðbólgan fari yfir markmiðið fyrir árslok en verðbólgu- horfur fyrir næstu mánuði eru svip- aðar og fyrr að mati hans. Þó gæti hækkun húsnæðisliðar orðið meiri í júlí en það muni þó ekki vega nægi- lega þungt til að breyta spá bankans. Þá segir að verðbólguþróun næstu mánaða litist talsvert af sumarútsöl- um, sem þrýsti vísitölunni niður í júlí Bráðabirgðaspá Arion banka fyrir næstu mánuði helst óbreytt, en gert er ráð fyrir að verðlag lækki um 0,2% í júní í kringum sumarútsölur en hækki svo um 0,4% í ágúst og sept- ember og verðbólgan verði þá 2,2%. Verkfall með áhrif á húsnæðisverðið Hækkun verðlagsins í júní er helst rakin til 0,9% hækkunar á verði ferða og flutninga og 1,9% hækkunar á verði á þjónustu hótela og veitinga- staða. Föt og skór hækkuðu í verði annan mánuðinn í röð og nam hækk- unin nú 1,64%. Arion banki segir að hafa þurfi í huga að föt og skór hafi lít- ið sem ekkert hækkað undanfarin ár. Kostnaður við húsnæði lækkaði í mælingunni og segja báðar grein- ingardeildirnar að þar hafi áhrifa gætt af því að ekki hafi verið hægt að þinglýsa samningum vegna verkfalls lögfræðinga. Greiningardeild Arion banka segir að úrvinnsla þinglýsing- anna muni koma inn í vísitöluna næstu mánuði, en reiknuð húsaleiga byggir á þriggja mánaða meðaltali þinglýstra kaupsamninga. margret@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Verðbólga Sumarútsölur munu hafa áhrif til lækkunar vísitölu. Verðbólga minnkar lítillega  Horfur á vax- andi verðbólgu þegar líður á árið ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 ÚTSALA HÖFUMBÆTT VIÐ VÖRUM Á ÚTSÖLU ENNMEIRI VERÐLÆKKUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.