Morgunblaðið - 27.06.2015, Side 23

Morgunblaðið - 27.06.2015, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Að minnsta kosti 39 manns, flestir þeirra ferðamenn, létu lífið í skot- árás í Túnis í gær. Að sögn frétta- stofu breska ríkisútvarpsins báru vitni að menn vopnaðir byssum hefðu hafið skotárásina á strönd milli tveggja hótela í bænum Sousse. Heilbrigðisráðuneyti Túnis segir í tilkynningu að meðal látinna hafi verið breskir, þýskir og belgískir ferðamenn, auk Túnisbúa. Þá særð- ust að minnsta kosti 36 manns. Í tilkynningu frá innanríkisráðu- neyti landsins er árásinni lýst sem hryðjuverki. Talið er að um tvo menn hafi verið að ræða en annar þeirra var skotinn til bana. Segir varnarmálaráðherra Túnis að maðurinn hafi verið námsmaður og áður ókunnur lögreglu. Í viðbragðsstöðu síðan í mars Lögregluyfirvöld í Túnis hafa ver- ið í mikilli viðbragðsstöðu síðan í marsmánuði, þegar vopnaðir íslam- istar réðust inn á Bardo-safnið í höfuðborginni Túnis og drápu hóp erlendra ferðamanna. Sousse er 150 kílómetrum frá höfuðborginni og er einn vinsælasti strandstaður landsins, en þangað koma ferðamenn frá Evrópu og ná- grannalöndum í Norður-Afríku. Í ávarpi frá Brussel sagði breski forsætisráðherrann David Cameron að Bretland myndi sýna samstöðu í baráttunni gegn „þessari illsku hryðjuverka“. Hélt hann svo áfram: „Fólkið sem gerir þetta heldur því stundum fram að það geri það í nafni íslams. Það gerir það ekki. Íslam er trú friðar,“ sagði Cameron. Herskáir íslamistar hafa sótt í sig veðrið í Túnis síðan Zine al-Abidine Ben Ali var steypt af stóli forseta í arabíska vorinu svokallaða árið 2011. Ríkisstjórn landsins hefur átt í erfið- leikum í baráttunni við íslamistana, sem hafa styrkst í kjölfar átaka í Líbíu og einnig vegna heimkomu Túnisbúa sem hafa barist fyrir sam- tökin Ríki íslams í Sýrlandi og Írak. Mannskæð árás á ferða- menn í Túnis AFP Blóðbað Að minnsta kosti 39 manns létu lífið og 36 særðust í skotárás.  Innanríkisráðuneytið lýsir skotárás tveggja manna sem hryðjuverki Fækkar ferðamönnum? » Líkt og í marsmánuði óttast yfirvöld að færri ferðamenn komi til Túnis í kjölfar árásar- innar. » Rúmlega sex milljónir ferða- manna komu til landsins á síð- asta ári. » Hlutfall ferðaþjónustunnar í vergri þjóðarframleiðslu Túnis er rúmlega 15%. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Fundur leiðtoga Evrópusambands- ins samþykkti endanlega í gær að 40 þúsund þeirra flóttamanna sem kæmu næstu tvö ár á land í Ítalíu og Grikklandi mundu deilast á rík- in. Á fundinum kom þó bersýnilega í ljós óeining meðal leiðtoganna um hvernig skyldi glíma við þann vanda sem felst í gríðarlegum straumi farandfólks sem knýr dag- lega að dyrum sambandsins. Meira en 144 þúsund manns, á flótta undan stríði eða fátækt, hefur verið bjargað á Miðjarðarhafi á þessu ári eftir að hafa reynt siglingu til norðurs á óhaffærum bátum. „Þetta er satt að segja virkilega lítið skref,“ sagði forseti framkvæmda- stjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, eftir fundinn og forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, var sammála. „Þetta er ekki há tala. Í þessu felst smávegis hjálp fyrir Ítalíu en það er mikið verk óunnið.“ Á fundinum, sem stóð í tvo daga og lauk í gær, var öllum tillögum sambandsins um skipulega dreifingu innflytjenda á aðildarríkin hafnað, eins og Morgunblaðið greindi frá í gær. Jafnvel ákvörðunin sem tekin var, um að deila þeim 40 þúsund Sýrlendingum og Erítreumönnum sem kæmu næstu tvö ár á önnur ríki en Grikkland og Ítalíu, komst aðeins í gegn eftir þrábeiðni Ítala. „Ef þið eruð ekki sammála því eig- ið þið ekki skilið að kallast Evrópa. Ef þetta er ykkar hugmynd að Evr- ópu getið þið átt hana,“ á Renzi að hafa sagt samkvæmt heimildum dagblaðsins New York Times. Leiðtogafundur sýnir óeiningu ríkjanna AFP Fundað Jean-Claude Juncker ræðir við Angelu Merkel fyrir fundinn.  Endanleg ákvörðun um að deila 40 þúsund flóttamönnum á aðildarríki Evrópu- sambandsins  Forsætisráðherra Ítalíu segir að ESB eigi mikið verk óunnið „Ef þetta er ykk- ar hugmynd að Evrópu getið þið átt hana.“ Matteo Renzi Fagnað var fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna og víðar í gær eftir að rétturinn komst að þeirri niðurstöðu með fimm atkvæðum gegn fjórum að bandaríska stjórnarskráin tryggði samkynhneigðum rétt til að ganga í hjónaband. Skrifaði Anthony M. Kennedy hæstaréttardómari í áliti meiri- hlutans að samkynhneigðum yrði „ekki lengur neitað um þennan rétt“. John J. Roberts, forseti réttarins, sagði í séráliti að stjórnarskráin hefði ekkert að segja um hjónabönd samkynhneigðra. Niðurstaða hæstaréttar þýðir að þau fjórtán ríki sem enn banna hjóna- bönd samkynhneigðra geta ekki lengur framfylgt banninu. AFP Staðfestir rétt til að giftast Samkynhneigðir fagna dómi hæstaréttar Að minnsta kosti 30 manns létu lífið í gær eftir að menn vopnaðir byssum réðust inn í herstöð Afríku- sambandsins í Suður-Sómalíu, að því er BBC hefur eftir vitnum. Þá ók maður bíl hlöðnum sprengjum inn um aðalhlið stöðvarinnar, sem er skammt frá höfuðborginni Mógadisjú. Al-Shabab, samtök herskárra íslamista, segja að liðsmenn þeirra hafi náð herstöðinni á sitt vald en það hefur enn ekki fengist staðfest. Samtökin berjast nú við ríkis- stjórn Sómalíu um yfirráð yfir land- inu. Herstöðin er mönnuð búrúnd- ískum hermönnum á vegum Afríkusambandsins, sem hefur 20 þúsund manna herlið í landinu sam- kvæmt upplýsingum AFP- fréttaveitunnar. Fjöldi fregna hefur borist um að erlendir einstaklingar hafi gengið til liðs við samtökin á síðustu árum. Al-Shabab drápu 30 manns í árásum SÓMALÍA Elísabet Bret- landsdrottning heimsótti í gær staðinn þar sem útrýmingarbúðir nasista, Bergen- Belsen, stóðu frá 1940 fram til árs- ins 1945, þegar fangar búðanna voru frelsaðir af breskum her- mönnum. Lagði hún blómsveig að minnismerki um þá sem létust í búðunum, en þeirra á meðal var dagbókarhöfundurinn Anne Frank. Var heimsóknin hluti dagskrár á síðasta degi opinberrar heimsóknar drottningarinnar til Þýskalands, en gærdaginn nýtti hún einnig til að skoða Brandenborgarhliðið í Berl- ínarborg. Bretlandsdrottning skoðar stríðsminjar Elísabet Bret- landsdrottning ÞÝSKALAND Hafin er rann- sókn á hugsan- legu hryðjuverki eftir að afhöfðað lík og fánar íslamista fundust á vettvangi árás- ar sem gerð var í gær á banda- ríska gasverk- smiðju. „Enn á ný hafa Frakkar orðið fyrir barðinu á hryðjuverkum íslamista,“ sagði Manuel Valls, for- sætisráðherra Frakklands. 35 ára gamall maður var hand- tekinn á vettvangi árásarinnar. Er hann sagður vera öfgamaður en ekki með nein tengsl við hryðju- verkahópa, samkvæmt upplýs- ingum frá AFP. Réðist á bandaríska gasverksmiðju Manuel Valls FRAKKLAND Í dag hefst síðasta stig viðræðna á milli stjórn- valda Írans og hins svokallaða P5+1 hóps, en hann skipa öll fastaríki öryggisráðs SÞ auk Þýska- lands. Snúast viðræðurnar um að setja takmark- anir á kjarnorkuáætlun Írana og í staðinn muni ríkin aflétta viðskiptaþvingunum gegn landinu. Stórfyrirtæki um heim allan eru talin líkleg til að reyna að tryggja sér samninga við stjórnvöld Írans um leið og hin ósýnilegu landamæri opnast á nýjan leik. Meðal þeirra fremstu í röðinni eru olíu- fyrirtæki sem vonast eftir aðgangi að fjórða stærsta olíuforða heimsins eftir nærri 40 ára bið. Er enda víða búist við að olíuverð í heiminum muni lækka fari svo að samningar náist. Repúblikanar vestanhafs hafa ítrekað lýst yfir óánægju varðandi áform Baracks Obama Bandaríkjaforseta um að reyna að ná samn- ingum við ríki sem þeir margir hverjir telja óvin Bandaríkjanna. Segja þeir samnings- stöðu hans ekki sterka þar sem hann eigi mikilla hagsmuna að gæta af því að ná samkomulagi. Til þess hefur forsetinn opinberlega frest fram á þriðjudag og eru góðar líkur taldar á að það takist. Munu viðskiptagáttir Írans opnast? Breska dagblaðið Financial Times segir að olíurisarnir Shell og Eni hafi þegar hafið opinberar viðræður við stjórn- völd Írans. Þá hefur fréttavefurinn Quartz heimildir fyrir því að British Petroleum hafi gert slíkt hið sama, án þess þó að játa það opinberlega. Leita nú samninga OLÍUFYRIRTÆKI BÍÐA Í OFVÆNI Lokaviðræður hefjast í dag  Frestur til þriðjudags

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.