Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 30

Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 30
30 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Árbæjarkirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Þór Hauksson þjónar og prédikar. Krist- ina K. Szklenár er organisti. Félagar úr kirkjukór Árbæjarkirkju leiða söng. Ef vel viðrar verður guðsþjónustan úti und- ir beru lofti við suðurgafl kirkjunnar. Kaffiveitingar á eftir. Áskirkja | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Lindu Jóhanns- dóttur djákna. Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja. Kaffisopi eftir messu. Borgarprestakall | Messa kl. 14. Organisti er Steinunn Árnadóttir. Prest- ur er Þorbjörn Hlynur Árnason. Breiðholtskirkja | Messa kl. 11. Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur þjónar. Kór Breiðholtskirkju syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Bústaðakirkja | Sumarmessa kl. 11. Morgunstund með lofgjörð og hvetjandi orðum. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Tvíburaskírn. Félagar úr Kór Bústaða- kirkju syngja. Organisti er kantor Jónas Þórir. Messuþjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eftir messu. Dómkirkja Krists konungs, Landa- koti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og mán, mið og fös kl. 8, lau kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudags- messa. Dómkirkjan | Messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars dómorganista. Eiríksstaðakirkja | Árleg messa í Ei- ríksstaðakirkju á Efra-Jökuldal fer fram kl. 14. Prestur er Þorgeir Arason, org- anisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Al- mennur safnaðarsöngur. Kirkjukaffi á Skjöldólfsstöðum eftir messu. Fella- og Hólakirkja | Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Kristín Kristjánsdóttir djákni prédikar og þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björns- dóttir. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Fríkirkjan Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Börn verða borin til skírnar. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt Erni Arnarssyni, organista. Garðakirkja | Sameiginleg messa Garða- og Bessastaðasókna kl. 11. Organisti er Jóhann Baldvinsson og prestur er Hans Guðberg Alfreðsson. Glerárkirkja | Messa kl. 20. Sr. Gunn- laugur Garðarsson þjónar og Kór Gler- árkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Grafarvogskirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason pré- dikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari leiðir safnaðarsöng. Organisti er Hákon Leifsson. Kaffisopi eftir messu. Grensáskirkja | Morgunmatur kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot í líknarsjóð. Messuhópur þjónar. Félagar í kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prestur er sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi eftir messu. Guðríðarkirkja í Grafarholti | Kvöld- messa kl. 20. Prestur er sr. Karl V. Matthíasson, organisti er Hrönn Helga- dóttir og Kór Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari er Kristbjörn Árnason og kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Hafnarfjarðarkirkja | Helgistund kl. 11. Orgelleikur, söngur, íhugun, bæn og máltíð Drottins. Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Dou- glas A. Brotchie. Kaffisopi eftir stund- ina. Hallgrímskirkja | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt rev. Leonard Ashford og hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Sögu- stund fyrir börnin. Gestakór, RBS Eu- rope Singers, syngur í messunni. Stjórnandi er Jeremy Jackman og undir- leikari Arnhildur Valgarðsdóttir. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Háteigskirkja | Sumargleði kl. 11. Messa, matur og leikir. Prestur er Eirík- ur Jóhannsson. Organisti er Kári All- ansson. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Yfirskrift júnímánaðar er: Eins og andinn gefur að mæla. Svein- björn Gizurarson prédikar. Kaffi og samfélag eftir samkomuna. Samkoma á ensku hjá Alþjóðakirkjunni kl. 14. Íslenska Kristskirkjan | Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson prédikar. Athugið að þetta er síðasta samkoman fyrir sumarfrí. Keflavíkurkirkja | Guðsþjónusta kl. 20. Kórfélagar úr kirkjukór Keflavíkur leiða söng, organisti er Arnór Vilbergs- son. Prestur er sr. Sigfús Baldvin Ingva- son. Athugið breyttan messutíma. Kópavogskirkja | Guðsþjónusta kl 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Svanhvít Hallgrímsdóttir. Laugarneskirkja | Messuhald fellur niður 28. júní - 2. ágúst. Bent er á þjón- ustu í Háteigsprestakalli á meðan. Mosfellskirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kirkjukór Lágafellssóknar syngja undir stjórn Arnhildar Valgarðs- dóttur organista. Neskirkja | Messa kl. 11, utandyra ef veður leyfir. Félagar úr Kór Neskirkju syngja, meðhjálparar taka þátt og kaffi á eftir. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Óháði söfnuðurinn | Guðsþjónusta kl. 11. Sýndur verður magadans. Eftir messu verður boðið upp á súpu og brauð á 500 kr. fyrir börn (6-12 ára) en á 1000 kr. fyrir þá eldri. Frí ábót. Salt kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. 3. hæð. ,,Að tala við Guð í mót- vindi og efa.“ Ræðumaður er Skúli Svavarsson. Túlkað á ensku. Selfosskirkja | Messa kl. 11. Prestur er Axel Á. Njarðvík. Organisti er Jörg E. Sondermann og Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Súpa og kaffi í hádeginu. Seljakirkja | Messa kl. 20. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, Douglas Brotchie leikur á orgel og félagar úr kór Selja- kirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffi eftir messu. Seltjarnarneskirkja | Ferming- armessa kl. 11 á vegum íslenska safn- aðarins í Noregi. Sr. Arna Grétarsdóttir fermir íslensk börn sem eru búsett í Noregi. Skálholtsdómkirkja | Messa kl. 11. Orð dagsins: Hinn týndi sauður. (Lúk. 15) Morgunblaðið/Jim SmartÁrbæjarkirkja ✝ Björk Jóns-dóttir Hallgrímsson fæddist á Siglu- firði 3. september 1929. Hún lést á heilbrigðisstofn- uninni á Siglufirði 12. júní 2015. Foreldrar Bjarkar voru Jón Jóhannsson, skip- stjóri og útgerð- armaður á Siglufirði, f. 31. okt. 1895 á Helgustöðum í Flóka- dal, d. 1. okt. 1962 í Reykjavík, og kona hans, María Hjálm- arsdóttir, f. 1. apríl 1899 á Eg- ilsá í Akrahreppi, d. 3. mars 1993 í Reykjavík. Björk var elst fimm syst- kina, en hin eru: Snorri, f. 8. maí 1934, d. 23. júní sama ár, Alda, f. 28. júní 1937, d. 21. júní 2008, Hrönn, f. 2. maí 1939, og Sjöfn, f. 7. apríl 1942, d. 2. júlí 1943. Hinn 31. desember 1955 gekk Björk að eiga Tómas G. Hallgrímsson, fulltrúa á Siglu- firði. Tómas fæddist 25. júlí 1911, sonur hjónanna Guð- mundar T. Hall- grímsson, héraðs- læknis á Siglufirði, og konu hans Ca- millu Therese Hallgrímsson. Tómas lést 19. jan- úar 1987. Björk ólst upp á Siglufirði og fór síðan suður til Reykjavíkur til náms í Verzl- unarskóla Íslands. Að loknu verslunarprófi hóf Björk störf á bæjarskrifstofunni á Siglu- firði og starfaði þar óslitið, allt þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eftir að hefðbundinni starfs- ævi lauk tók Björk virkan þátt í félagsmálum á Siglufirði. Hún sat í stjórn Kvenfélags Sjúkra- hússins á Siglufirði og var rit- ari hennar um árabil. Hún sat jafnframt í stjórn Félags eldri borgara á Siglufirði, einnig sem ritari. Útför Bjarkar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 27. júní 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Þegar við rennum í hlað á Lindargötunni er þæfingur á götunum og trén í garðinum eru að sligast undan snjóþunganum. Krakkarnir stökkva út úr bílnum og hlaupa hálfhring kringum húsið eftir þröngum snjóstígn- um. Glugginn á eldhúsinu er á kafi í snjó, aðeins efsti hlutinn er sjáanlegur og það er móða á glugganum innanverðum. Það er greinilega verið að elda. Það þarf varla að banka, því um leið opn- ast dyrnar og Björk stendur í dyrunum. „Hvað eruð þið bara strax komin?“ Hún faðmar okkur öll að sér, snýr sér við, snarar sér inn í eldhús og segir: „Þetta er allt að verða tilbúið, ég á bara eftir að klára jafninginn, lokið þið bara dyrunum svo það komi ekki kalt inn.“ Um leið og komið er inn fyrir blandast saman lykt af hangikjöti við kunnuglega lykt sem hefur verið í þessu húsi svo lengi sem maður man. Ótrúlegt hvernig lykt sem maður finnur ekki nema einu sinni til tvisvar á ári laðar fram ljúfar bernsku- minningar: Sex ára gutti er mættur um páska í nýja skíðagallanum sín- um í anddyrið þar sem hann byrjar á því að sýna frænku og frænda að hægt sé að hafa úlp- una bæði á réttunni og röngunni. Björk og Tómas hafa alla þol- inmæði í heiminum gagnvart svona litlum guttum. Eftir skíða- ferð inn að Hóli bíða rjómakökur, súkkulaði og braggakaka þar sem guttinn fær báða endana. Kvöldmatur sem hæfir prins og kvöldkaffi sem samanstendur af tei, ristuðu brauði og spældu eggi. Nokkrum árum síðar dvel- ur guttinn sumarlangt hjá þeim hjónum og fer hann bústnari heim að hausti eftir allar kræs- ingarnar þrátt fyrir hamagang- inn og útiveruna. Þegar ekki gefst færi á að fara norður um páska, kemur stór kassi með póstinum og þar í tvö páskaegg á mann, minna mátti það ekki vera. Um jólin koma pakkar frá þeim sem innihalda bækur og leikföng. Þegar Björk og Tómas dvelja í Reykjavík, hafa þau þá venju að taka okkur systkinin hvert fyrir sig í dekurferðir í bæ- inn, fara með okkur í leikfanga- búðir, láta okkur stjórna ferðinni og enda svo inni á Hressó með stóran bolla af kakó og risastóra rjómatertusneið. Tómas hafði sérstaklega gaman af þessu og þegar guttinn varð aðeins stærri var hann tekinn með að þrífa bíl- inn og svo var farið á fótbolta- leik. Ég hrekk upp úr minningun- um við það að Björk segir að maturinn sé til og við hjónin ásamt börnunum setjumst að borði sem er ávallt jafn drekk- hlaðið kræsingum. Eftir dag á skíðum bíður okkar svo hlaðið kaffiborð. Ég var unglingur þegar Tóm- as féll frá og eins og gengur og gerist þá verða unglingar líka uppteknir af öðru. Sambandið við Björk rofnaði aldrei, þótt það yrði stopulla í nokkur ár. Þegar ég tók að venja komur mínar aft- ur til Bjarkar með mína fjöl- skyldu var okkur tekið með sömu kostum og kynjum. Þannig var Björk, alltaf boðin og búin og gerði það sama fyrir börnin okk- ar sem hún og Tómas höfðu gert fyrir okkur systkinin einni kyn- slóð fyrr. Við fjölskyldan kveðj- um Björk með miklum söknuði og þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við náðum að eiga saman. Hans Guttormur, Elsa Albína, Eiríkur Andri og Steinunn María. Mig langar í fáum orðum að minnast guðmóður minnar og frænku, Bjarkar J. Hallgríms- son. Þau voru ófá skiptin sem ég bankaði á útidyrnar á Lindargöt- unni bæði sem ungur drengur og síðar með minni eigin fjölskyldu. Alltaf voru viðtökurnar jafn hlýj- ar og góðar. Ég minnist góðra stunda með Björk og Tómasi hvort sem er dorgandi á bryggj- unni eða sitjandi við matarborðið í stofunni. Ég finn það á mínum eigin börnum að þau minnast Siglufjarðarheimsókna á sama hátt. Það hefur líka glatt mig að sjá öspina sem ég lenti með á Siglufjarðarflugvelli fyrir rúm- um 30 árum vaxa og dafna með hverri heimsókn. Ég minnist þó ekki síst hússins, góðu lyktarinn- ar sem mætti mér í forstofunni, stigans upp á efri hæð og hlýleik- ans sem íbúarnir veittu því. Mér verður hugsað til þess hversu mikinn hlýhug ég ber til Siglu- fjarðar, bara vegna þeirra hjóna. Björk var mér góð á allan hátt, og vildi allt fyrir mig gera. Öll símtöl enduðu á sama hátt: „Er ekki eitthvað sem ég get gert fyrir þig?“ Alltaf á sjálfsagðan og áreynslulausan hátt. Og það er á þennan hátt sem ég mun minnast hennar. Ég er þakklátur fyrir að hafa getað verið nærri þær síðustu stundir sem þú áttir hér á jörðu og fylgt þér að endastöð. Heim- sóknin í sumar verður að bíða annars tíma. Og nú kveð ég þig, Björk, og þakka þér allt gamalt og gott. Þinn Gylfi Örn Þormar. Ég var 6 ára gömul þegar ég á björtum sumardegi fór ein með lítilli flugvél norður á Siglufjörð. Ég var svolítið smeyk enda langt að fara. Ég var á leið til sum- ardvalar hjá móðursystur minni, Björk, og Tómasi, manninum hennar. Þegar vélin lenti tóku þau á móti mér. Við keyrðum í rauða bílnum í litla húsið á Lind- argötunni. Þar var ég vafin ást og umhyggju. Allur kvíði hvarf eins og dögg fyrir sólu. Við tóku yndislegir dagar á heimili Bjark- ar og Tómasar, þar sem allt snérist um að mér liði eins og lít- illi prinsessu. Þetta var fyrsta skipti af mörgum sem ég dvaldist hjá Björk og Tómasi sem barn, ým- ist að sumri eða um páska. Alltaf var jafngott að koma á Siglu- fjörð. Ýmislegt var brallað. Við gengum um bæinn og niður á höfn. Ég heyrði um sögu fjöl- skyldunnar og Siglufjörð. Við spiluðum á spil og einhverra hluta vegna vann ég alltaf. Margar bækur voru á heimilinu. Á kvöldin sat ég uppi á kvisti og las bók sem ég sofnaði út frá undir notalegum píanóleik Tóm- asar á neðri hæðinni. Björk sendi mig á sundnámskeið og ég lærði að synda. Þær urðu marg- ar sundferðirnar okkar Bjarkar en Björk synti talsvert sér til ánægju og heilsubótar. Um páska fórum við á skíði inni í firði. Ég naut útivistarinnar og samverunnar með Björk og Tómasi. Þetta voru góðir og áhyggjulausir tímar. Þarna sköpuðust djúp tengsl sem aldr- ei slitnuðu. Björk og Tómas voru stór hluti af lífi mínu öll mín uppvaxt- arár. Nokkru eftir að Tómas lést, átti Björk við erfið veikindi að stríða sem hún tókst á við af miklum kjarki og komst aftur til heilsu með sterkum vilja og þrautseigju. Aldrei heyrði ég hana kvarta, aldrei var bilbug á henni að finna. Þó ferðunum norður hafi fækkað eftir að ég fluttist til út- landa, hélst samband okkar Bjarkar. Við töluðum saman í síma og skrifuðumst á. Alltaf gat ég leitað til Bjarkar ef eitthvað bjátaði á og alltaf vildi hún hjálpa. Þegar ég kom til Íslands hittumst við oftast hjá mömmu og fórum á kaffihús og fengum okkur kaffi og köku. Björk var sérstaklega gjafmild og rausn- arleg og þess fékk ég að njóta. Hennar gleði var að gleðja aðra. Þegar elsta dóttir mín, Erla Björk, fór að fara ein til Íslands á sumrin mynduðust einlæg tengsl milli hennar og Bjarkar. Erla fór með ömmu Bellu og Steinu Mæju í heimsóknir til Bjarkar á Siglufjörð og einnig ferðuðust þær fjórar vítt og breitt innanlands. Björk var allt- af fús til ferðalaga. Þannig kynntist Erla Björk frænku sinni og nöfnu og naut hlýju hennar og umhyggju á sama hátt og ég. Sumarið 2015 fyrirhuguðum við dætur mínar að dvelja hjá Björk frænku í nokkra daga á Siglufirði. Við hlökkuðum allar til. Þær áætlanir breyttust því miður. Björk veiktist alvarlega eftir páska og í byrjun júní var ljóst hvert stefndi. Komið var að kveðjustund. Við mæðgurnar er- um þakklátar fyrir að hafa getað farið norður á Siglufjörð og verið hjá Björk síðustu dagana. Það er með sárum söknuði, hlýju og þakklæti að við kveðjum elsku Björk frænku. Minningin um góða konu lifir í hjörtum okkar. Katrín María, Erla Björk og Jóhanna Júlía. Björk Jónsdóttir Hallgrímsson Nú kveð ég konu sem átti þátt í því að gera æsku mína jafn sólbjarta og nafn hennar gefur til kynna. Ás- laug Sólbjört Jensdóttir var ná- granni okkar á Núpi í Dýrafirði þar sem ég ólst upp. Heimili hennar og Valdimars Kristins- sonar stóð mér alltaf opið, svo og öðrum. Á stóru heimili er Áslaug Sólbjört Jensdóttir ✝ Áslaug Sól-björt Jens- dóttir fæddist 23. ágúst 1918. Hún lést 12. júní 2015. Útför Áslaugar fór fram 26. júní 2015. alltaf mikið að gera. Ása og Valdi eign- uðust níu börn. Elstu stelpurnar pössuðu mig og þær yngri urðu vin- konur mínar. Og ég var svo heppin að fá að verða heimaln- ingur í þessu húsi. Best af öllu voru þó sögurnar hennar Ásu. Þegar hún hafði tíma og var tilbúin, þá sögðum við hvort öðru frá og all- ir flýttu sér inn í kojur. Ekki bara hennar börn og ég, heldur líka Mummi og Magga, börn Hauks bróður Valda. Og svo sagði Ása sögur. Einu skipti man ég eftir þegar pabbi hringdi og spurði hvort ég væri hjá henni. Þá sagði Ása: „Fyrirgefðu Arngrímur, nú þarf ég að fara inn og telja hausa.“ Svona gott var þeirra heimili. Ása og Valdi áttu ágætis safn af bókum og fór ég oft til að fá eitt- hvað lánað. Alltaf gat Ása ráð- lagt mér, samt skil ég ekki hvernig hún þekkti bækurnar því ég sá hana aldrei nema vinn- andi. En hún var hagyrt og orðasnillingur. Og vinna kunni hún. Á jólum fyrir tíu árum barst mér óvænt jólagjöf. Þetta voru einbandsvettlingar sem Ása hafði fundið tíma til að prjóna handa mér 85 ára að aldri. Ég er einlæglega þakklát fyr- ir að hafa kynnst Ásu og Valda, svo og þeirra fjölskyldu. Guð veri með ykkur. Kveðja frá Örnu frá Núpi. Guðrún Arna Arngrímsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar Minningar ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.